Sigurður Ingi 45% flugvirkjar 20%

2017 sigingiSamtök atvinnulífsins hafa sagt að launakröfur flugvirkja séu algerlega óraunhæfar og langt umfram það sem svigrúm sé til. Þá tók Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í svipaðan streng. „Ef það er rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að krafan sé tuttugu prósent hækkun á einu ári þá styður hún auðvitað ekki það sem menn hafa verið að ræða um framtíðar launastefnu né heldur efnahagslegan stöðugleika,“ sagði hann í kvöldfréttum útvarps í gær.

(ruv.is)

Sigurði Inga samgönguráðherra finnst fráleitt að flugvirkjar séu að tala um 20% launahækkun.

Eins og allir muna nema hann þá fengu alþingismenn 45% launahækkun í boði Kjararáðs fyrir skömmu.

Skammtímaminnið bregst ráðherranum, annars hefði hann orðað þetta öðruvísi.

En staðan núna er Sigurður Ingi með 45% í húsi og flugvirkjar með 20% í verkfalli.

Ljóst að ráðherrann er með gjörunninn leik í þessari glímu. 

 


Gamla ljónið orðið tannlaust.

2017 gamla ljóniðSteingrímur J. Sigfússon segir VG ekki skorast undan ábyrgð þrátt fyrir að áherslur VG og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar.

( viðskipablaðið 2016 )

______________

Steingrímur var löngu farinn að horfa til Sjálfstæðisflokksins með samstarf. Þessi grein birtist í Viðskiptablaðinu fyrir einu ári þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að munstra Bjarta og Viðreisn á Valhallarbátinn.

Steingrímur sat þar hjá og horfði vonaraugum til Bjarna. Það gekk svo eftir núna, Bjarni stökk á Grím og landaði honum. Kostaði aðeins meira en síðast en hvaða máli skiptir það þegar maður ræður hvort sem er öllu.

Gamli sósialistinn hefur nú verið bundinn við bryggju í forsetastól Alþingis, fær væntalega málverk af sér og væntalega verður hann ekki í framboði næst.

Þetta segja kunnugir að hafi verið draumur gamla baráttumannsins, fá fallegt og þægilegt sæti í ellinni og vera alltaf í mynd á Alþingisvefnum.

Það er sannarlega búið að draga allar vígtennur úr gamla ljóninu, það hefur fengið mjúkt og þægilegt sæti í horninu hjá Sjálfstæðisflokkunm, öróttur og móður eftir áratuga baráttu við íhaldsöflin.

If you can"t beat them, join them. 


Landspítalinn fær of mikið !

Ágúst Ólaf­ur sagðist einnig vilja vita af hverju sjálf­stæðis­menn tor­tryggi for­stjóra Land­spít­al­ans stöðugt, þrátt fyr­ir að spít­al­inn sé mjög vel rek­inn. Svaraði Páll: „Það er eng­inn að segja að hann sé að bulla. Það bara kem­ur ekki fram for­stjóri rík­is­stofn­un­ar og seg­ist vera ánægður með fjár­lög.“

Landspítalinn fær OF MIKIÐ, er skoðun Páls Magnússonar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skoðun og væntanlega styður VG þá hugmyndafræði.

Ágúst Ólafur var feginn að þessu fyrrum forstöðumaður RUV er ekki forstjóri Landspítala.

Samkvæmt orðum þessa framármanns í Sjálfstæðisflokknum um að spítalinn fái of mikið bendir flest til að þar stefni flokkurinn að enn frekari niðurskurði þar.

Og þá væntalega með stuðningi VG, um stuðning Framsóknar þarf ekki að ræða, þeir eru bara nytsöm hækja FLOKKSINS eins og allir vita.

Og á meðan þessi umræða á sér stað er orðið ljóst að heilbrigðisstofnanir úti á landi fá ekki neitt í viðbót.


mbl.is „Feginn að þú ert ekki forstjóri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn VG svíkur landsbyggðina.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til stofnunarinnar í fjárlagafrumvarpinu. Hann telur eðlilegt að þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins eru aukin nái aukningin til alls landsins.

Það hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með fjárlagafrumvarp Katrínar og félaga.

Aðeins einn hefur lýst ánægju, rektor HÍ. Ekki hefur heyrst í öðrum skólamönnum enn sem komið er.

Hvað varðar viðbætur í heilbrigðiskerfið virðist sem nýr heilbrigðisráðherra hafi beint öllu viðbótarfjármagni í 101 Reykjavík, kannski ekki undarlegt, þar liggja hagsmunir ráðherrans.

Heiðbrigðisstofnun Norðurlands fær ekki eina krónu, stofnun sem þjónar tugum þúsunda á landsbyggðinni.

Kannski er þetta stefna VG og ráðherrans, hver veit.

Hvað sem öllu líður, þetta eru enn ein vonbrigðin með þessa nýju ríkisstjórn og þau vonbrigði hlaðast upp með ógnarhraða.

Framsókn og VG eru bara hækjur Sjálfstæðisflokksins í stað Bjartrar og Viðreisnar.


Naustaborgir - grafreitir í bland við útivist.

Naustaborgir júlí 2010-2345Í nýju aðalskipulagi Akureyrararbæjar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Naustaborgum. Þar eiga að vera fjögur aðskild greftrunarsvæði en klappsvæði milli þeirra tengjast opnum svæðum í nágrenninu og geta nýst til útivistar. Eins og Vikudagur greindi frá í haust höfðu Kirkjugarðar Akureyrar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár.

( vikudagur )

Þegar undirritaður var í skipulagsnefnd fyrir margt löngu komu fram hugmyndir frá ráðamönnum í kirkjugarðageiranum að setja niður grafreiti í Naustaborgum. Þetta var árið 2007 skömmu eftir að aðalskipulagið var samþykkt 2006.

Í því skipulagi var gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði á landamerkum Akureyrar og Hörgársveitar, sem væri alveg úr tengslum við núverandi aðstöðu á Höfðanum en þó nær Lögmannshlíðargarði.

Persónulega var ég langt frá því að vera sáttur við þá staðsetningu en fékk strax áhuga á hugmyndinni sem sett var fram í tillögum Kirkjugarða Akureyrar. Að mínu viti færi bara vel á slíkri lausn í Naustaborgum sem eru á hentugra svæði og hugmyndin spennandi. Kirkjugarðar eru fjölsóttustu útivistarsvæði landins, hvar sem er.

Settar voru fram hugmyndir þar sem grafreitir yrðu á nokkrum afmörkuðum svæðum en þó í góðum tengslum við almenna göngustíga og aðra útivist.

En svo þagnaði umræðan, margir fulltrúar samtíða mér í bæjarmálum féllu ekki fyrir þessari nýstárlegu hugmynd.

Nú er hún sett fram í nýrri tillögu að aðalskipulagi og reitur á landamerkjum í norðri felldur út.

Ég fagna því. Framkvæmd í þessa veru mundi auka veg Naustaborga sem útivitarsvæðis og afmarkaðir grafreitir, vel hirtir og fjölsóttir bættu í mikilvægi þessa svæðis.

En auðvitað þarf að vanda sig og vanda sig mikið. Vanda þarf staðsetningu reitanna, vanda þarf alla vinnu á undirbúningstíma og skapa þarf sátt um hugmyndina sem óneitanlega er sérstök og afar frumleg.

Vona sannarlega að þetta verði lausnin og kannski fær maður bara lóð þarna í fyllingu tímans ef heppnin er með.

 


Fjárlagafrumvarp Sjálfstæðisflokksins.

Þar seg­ir enn frem­ur að eng­in merki sé um stefnu­breyt­ingu eða sér­stak­ar til­lög­ur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa vel­ferðarflokks inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Inn­koma VG í rík­is­stjórn og þeirra áhrif á rík­is­fjár­mál­in séu því afar tak­mörkuð.

_____________________

Flest bendir til að framlagt fjárlagafrumvarp sé alfarið á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Nokkrar upphæðir eru hækkaðar, flestar lítilega frá frumvarpinu frá í haust.

Það dylst engum að Vinstri grænir eru áhrifalausir áhorfendur, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar þessu ferli fá A til Ö

Gert er lítið úr varaformanni Framsóknarflokksins, hennar eina mál sett út fyrir sviga, engin lækkun á vsk á bækur.

Í reynd kemur þetta fáum á óvart, VG var ekki ætlað að hafa nein áhrif í þessari ríkisstjórn.

Þeir fengu blúnduembætti og eiga að láta það duga.


mbl.is Telur almenning illa svikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur heiður Lilju Alfreðsdóttur farinn.

Þeir sem starfa í bókageiranum eru ákaflega vonsviknir vegna tíðinda sem finna má í nýjum fjárlögum, þess efnis að fresta eigi afnámi virðisaukaskatts á bækur. En, segja má að Félag íslenskra bókaútgefenda hafi lagt allt í að berjast fyrir þessu máli. Og hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og nýr menntamálaráðherra, verið lofuð og prísuð í þeim ranni vegna framsögu sinnar í því máli.

Og þá ekki síður neytendur sem trúðu Framsóknarflokknum og Lilju Alfreðsdóttur.

Það er svo sem engin nýlunda að kosningaloforð Framsóknarflokksins séu lítils virði.

Lilja Alfreðsdóttir flaug hátt og boðaði þetta bæði á síðast þingi, í kosningabaráttunni og í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Auðvitað var það svo allt í plati því BB ræður þessu og allir muna hver réði þegar skatturinn var settur á.

Sem sagt, allt í plati hjá ríkisstjórninni í þessu máli og mörgum öðrum.

Verst er þetta fyrir Lilju Alfreðsdóttur sem lagði stjórnmálalegan heiður sinn undir í þessu máli.

Nú er trúverðugleiki hennar horfinn eins og glöggt má sjá á umræðu dagins.


Hernaðaruppbyggin hafin í Keflavík á vakt Vinstri grænna.

2017 herstöðÍsland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.

Þá vitum við það fyrir víst.

Hernaðaruppbyggin hafi á Íslandi á ný, nú á vakt Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna.

Hefðu þótt nokkur tíðindi hér áður fyrr.

En auðvitað verður þetta, VG hefur ekkert um þetta að segja og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn hafa alltaf verið mjög áfram um að hafa herstöð á Íslandi.

Það hefur ekkert breyst.

En núna verður það tekið í nokkrum skrefum svo almennir flokksmenn VG taki ekki eftir því.  cool


Að svíkja land og þjóð og jörðina sjálfa.

2017 stubbarÁkveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Helmingi færri tré eru gróðursett nú en fyrir tíu árum.

Loforð og umræða í loftlagsmálum á Íslandi er innantómt kjaftæði.

Kolefnisbinding og annað fínt í tali stjórnmálamanna á Íslandi er til heimabrúks á 17. júní og öðrum tyllidögum.

Raunveruleikinn er allt annar.

Skógrækt sem var á mikilli uppleið fyrir áratug er svipur hjá sjón og ekkert sem bendir til að umræða stjórnmálamanna sé annað en innantómur vaðall ætlur til þess að blekkja umheiminn og landsmenn.

Skógrækt á Íslandi er nánast hrunin og fyrirtækin sem að henni standa að gefast upp og loka.

Á meðan situr forsætisráðherra á loftslagsráðstefnu í París og skrökvar í heimsbyggðina.

Ísland er því miður ekki að standa við neitt í loftslagsmálum.

Erum við með handónýt stjórnvöld sem bara blaðra og tuða út í bláinn án þess að gera nokkuð í málum ?

Flest sem bendir til þess.


Alvarlegur ímyndarvandi sjávarútvegsráðherra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ætla að meta hæfi sitt ef mál komi upp í hans starfi sem snerta Samherja sérstaklega. Hann sat í stjórn Samherja í fjögur ár, þar af eitt og hálft sem stjórnarformaður, og fyrirtækið hefur tvisvar styrkt prófkjörsbaráttu hans.

(ruv.is)

Sjávarútvegsráðherra á við alvarlegan ímyndarvanda að glíma.

Reynir að verja sig í löngum pistli enda mun trúverðugleiki hans í þessu embætti verða dreginn í efa.

Ímyndarvandinn er ekki bundinn við Samherja einan, í ljósi stærðar og áhrifa þess félags í samtökum sjávarútvegsins nær vandinn langt út fyrir fyrirtækið Samherja eitt og sér.

Vestfirðingar muna vafalaust árin sem núverandi ráðherra var bæjarstjóri á Ísafirði og jafnframt innherji í Samherja.

Kannski hafa Vestfirðingar fyrirgefið það, veit það ekki.

En hvort sem það verður með réttu eða röngu, trúverðugleiki ráðherrans verður endalaust í umræðunni og baggi sem hann losnar ekki við sama hvað.

Reyndar sérkennilegt að flokkurinn og ráðherrann skuli ekki hafa séð þetta fyrir, reyndar ætti að skrifa þessa skipan á dómgreindarleysi formanns flokksins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband