Vantraust þjóðarinnar - traust Bjarna.

Það breytir því ekki að ráðherrann er með fullt traust frá mér.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofa þegar óskað var eftir viðbrögðum hans, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, við því að Hæstiréttur taldi embættisfærslur Sigríðar Andersen þegar skipað var í embætti Landsréttardómara ekki í samræmi við stjórnsýslulög.

Lögbrjóturinn í dómsmálaráðuneytinu nýtur trausts formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þannig var það líka þegar Hanna Birna ráðherra var í tómu tjóni og vitleysu.

Dómgreind formanns Sjálfstæðisflokksins er engin þegar kemur að svona málum eins og dæmin sanna.

Staðan núna er að dómsmálaráðherra nýtur traust fáeinna ráðamanna í stjórnarflokkunum en yfirgnæfandi þjóðarinnar vill hana burtu úr embætti.

En á Íslandi eru það siðspilltir stjórnmálamenn sem fara sínu fram, álit almennings skiptir engu.

Enda kannski skiljanlegt, þetta fólk er kosið aftur og aftur þrátt fyrir alla siðspillinguna og ljótleikann í embættisfærslum

Banana - hvað ?

Og nú hefur komið fram milljónatuga krafa vegna lögbrota ráðherrans og þær verða vafalaust fleiri.

Traust Bjarna á ráðherranum eykst vafalaust með hverjum dómi sem fellur.

Kemur kannski ekki á óvart en sárt er að sjá formann VG dragast út í spillingardýkið, fastur við Sjálfstæðisflokkinn.


Bloggfærslur 21. desember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband