Plottið hjá VG gekk upp af því allir treystu Kötu.

Ég tók eftir því að karlgreyið varð heldur lúpulegur við þetta ákall. Hann líkt og fraus þarna upp við vegginn, báðar hendur niður með síðum, sú vinstri kreppt utan um dreifimiðana.

( Stundin grein eftir Þórarinn Leifsson )

Upplýsandi grein á Stundinni.

Þórarinn Leifsson nær að ramma inn það sem margir halda og sumir vita.

VG var á leið í stjórn með stóru strákunum löngu fyrir kosningar, hversu löngu vita þau ein.

Þetta plott gekk upp af því enginn vildi trúa því að Katrín Jakobsdóttir skrökvaði eða væri í baktjaldaplotti.

Steingrímur talaði af sér í flugvél en allir vildu trúa því að Katrín væri svo engilhrein að ekkert svona gæti gerst.

Svo komu viðræður til vinstri, sem allir vita í dag að var plat og sýndarmennska.

En svo gerðist það, eins og sumir höfðu spáð.

Það var meira gaman í sandkassanum hjá spilltu stóru strákunum.

Það gekk upp af því flestir treystu Kötu.

Nú er spurt, var hún traustsins verð ?


Mengaður Eyjafjörður - girðum okkur í brók.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2571Fyrir rúmum 20 árum var Pollurinn og innanverður Eyjafjörður mjög mengaður af skolpi.

Holræsi í tugatali fluttu gríðarlegt magn úrgangs beint úr salernum bæjarbúa í Polinn. Æskuminningar okkar krakkanna á Oddeyri litast nokkuð af þeim óþverra og mengun sem voru sýnilegar á fjörum á sunnanverðri Eyrinni alla daga, allan ársins hring.

Upp úr 1990 var farið að huga að því að koma skolpinu burtu frá Pollinum og leiða það á einn stað norðan Sandgerðisbótar, sunnan Krossaness.

Þetta hefur tekist og mengun í Pollinum og við strendur sunnan Oddeyrar er hverfandi þó fullnaðarsigur hafi ekki unnist.

Kræklingur sést á ný og greinilegt að vel hefur tekist til.

En lokahnykkinn vantar og það hefur dregist úr hömlu að ljúka þessu verki.

Það vantar að hreinsa, allt skolp og úrgangur fer algjörlega óhreinsaður í Eyjafjörðinn út af Sandgerðisbótinni.

Mælingar sýna að sjór er mjög mengaður saurgerlum sunnan Krossaness, að Glerárósum enda er þarna innstraumur og mælingar sýna þarna mjög há gildi.

Heilbrigðisfulltrúi tilkynnti þess vegna Akureyrarbæ að hann legðist gegn bráðabirgðahúsnæði velferðarráðs við Glerárósa.

Þar eru gildi allt of há allan ársins hring til að þar sé í boði að koma fyrir íbúðarhúsnæði af einhverjum toga.

Sú tímabundna mengun sú sem við höfum séð höfðuðborgarbúa hafa stórkostlegar áhyggjur af búa íbúar við Eyjafjörð við alla daga, allan ársins hring.

En af hverju dregst svona úr hömlu að gera eitthvað í málum ?

Þetta er dýr framkvæmd og einhvernvegin er svona málum oftast forgangsraðað aftast í framkvæmdaröðina, kannski ekki nægilega sýnilegt þeim sem ráða.

Það var því jákvætt þegar Norðurorka tók yfir málið og maður reiknaði nú með að eitthvað gerðist.

En viti menn, það gerðist ekki neitt nema þetta var boðið út, ekkert tilboð kom og þá var bara hætt og nú hafa engar framkvæmdir verið á þessu svæði í meira en eitt ár og styttist í tvö árin.

Það er algjörlega óásættanlegt að íbúar á svæðinu þurfi að búa við þetta ástand ár eftir ár eftir ár vegna þessa og hins.

Bæjaryfirvöld og Noðurorka verða að girða sig í brók og halda þessu áfram, svona gengur þetta ekki lengur.

Ef enginn innlendur verktaki vill taka þetta að sér verður að leita annarra leiða, þær eru til.    

Formaður Heilbrigðisnefndar NA.    

 

Útrásin við Sandgerðisbót.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2569


Linur forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, sé vonbrigði.

Mest allur heimurinn fordæmir Trump forseta Bandaríkjanna fyrir aðgerðir í málefnum Jerúsalem.

En fyrir forsætisráðherra Íslands eru þetta aðeins " vonbrigði "

Ekki annað hægt að segja um þessa linku, þau eru " vonbrigði "

Það verður að gera þá kröfu til ráðamanna á Íslandi að þeir taki af sér flókaskóna og fordæmi svona rugl

En kannski á þetta bara að vera mjúkt og sætt hjá nýrri ríkisstjórn ?


Svandís í gær - Svandís í dag.

2017 svandosSvandís Svavarsdóttir hefur alltaf haft það orð á sér að vera stefnuföst og ákveðin.

Svandís fyrir einu ári og Svandís í dag eru tvær ólíkar manneskjur.

Orðspor um stefnufestu og heiðarleika endist stundum stutt þegar borin eru saman orðræður og fullyrðingar í gær og horft upp á annað í dag.

Satt að segja kom þetta mér mikið á óvart með þennan ágæta þingmann en nú erum við upplýstari um stefnufestuna og heiðarleikann.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband