Hamingjusamur Bjarni Ben.

Það leynir sér ekki að formaður Sjálfstæðisflokksins er hamingjusamur þessa dagana.

Borubrattur, styður sinn ráðherra sem þó er með allt niður um sig eins og Hanna Birna um árið.

Leggur fram sama fjárlagafrumvarp, næstum það sama og forveri hans lagði fram fyrir nokkrum mánuðum og sumir lykilþingmenn sögðust ekki ætla að styðja.

En samt hamingjusamur og brosmildur.

Ástæðan.

Hann er að mestu laus við að svara fyrir allar sínar gjörðir og skoðanir.

Honum tókst að færa Svarta Pétur yfir til Vinstri grænna og nú er það Katrín Jakobsdóttir hinn brosmildi og þægilegi formaður þeirra sem svarar fyrir allar syndir Bjarna og Valhallarliðsins.

Það er áberandi að brosið er horfið, þreytudrættir í andliti og baugar undir augum hjá hinum mjúka og geðfelda formanni fyrrum sosialistaflokks VG.

Það er greinilega ekkert gaman að vera málsvari og varnaraðili Bjarna Ben og félaga.

Það tekur á.

Spurningin er bara, hvað þolir grasrót Vinstri grænna lengi þessa óþægilegu niðurlægingu.

Allir nema forusta VG sjá að þeir voru plataðir af freku strákunum í valdaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokki.


Bloggfærslur 23. desember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband