Naustaborgir - grafreitir í bland við útivist.

Naustaborgir júlí 2010-2345Í nýju aðalskipulagi Akureyrararbæjar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Naustaborgum. Þar eiga að vera fjögur aðskild greftrunarsvæði en klappsvæði milli þeirra tengjast opnum svæðum í nágrenninu og geta nýst til útivistar. Eins og Vikudagur greindi frá í haust höfðu Kirkjugarðar Akureyrar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár.

( vikudagur )

Þegar undirritaður var í skipulagsnefnd fyrir margt löngu komu fram hugmyndir frá ráðamönnum í kirkjugarðageiranum að setja niður grafreiti í Naustaborgum. Þetta var árið 2007 skömmu eftir að aðalskipulagið var samþykkt 2006.

Í því skipulagi var gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði á landamerkum Akureyrar og Hörgársveitar, sem væri alveg úr tengslum við núverandi aðstöðu á Höfðanum en þó nær Lögmannshlíðargarði.

Persónulega var ég langt frá því að vera sáttur við þá staðsetningu en fékk strax áhuga á hugmyndinni sem sett var fram í tillögum Kirkjugarða Akureyrar. Að mínu viti færi bara vel á slíkri lausn í Naustaborgum sem eru á hentugra svæði og hugmyndin spennandi. Kirkjugarðar eru fjölsóttustu útivistarsvæði landins, hvar sem er.

Settar voru fram hugmyndir þar sem grafreitir yrðu á nokkrum afmörkuðum svæðum en þó í góðum tengslum við almenna göngustíga og aðra útivist.

En svo þagnaði umræðan, margir fulltrúar samtíða mér í bæjarmálum féllu ekki fyrir þessari nýstárlegu hugmynd.

Nú er hún sett fram í nýrri tillögu að aðalskipulagi og reitur á landamerkjum í norðri felldur út.

Ég fagna því. Framkvæmd í þessa veru mundi auka veg Naustaborga sem útivitarsvæðis og afmarkaðir grafreitir, vel hirtir og fjölsóttir bættu í mikilvægi þessa svæðis.

En auðvitað þarf að vanda sig og vanda sig mikið. Vanda þarf staðsetningu reitanna, vanda þarf alla vinnu á undirbúningstíma og skapa þarf sátt um hugmyndina sem óneitanlega er sérstök og afar frumleg.

Vona sannarlega að þetta verði lausnin og kannski fær maður bara lóð þarna í fyllingu tímans ef heppnin er með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband