Verkalýðsfélög og innbyrðis deilur.

Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er þyrnum stráð og oft hefur baráttan verið erfið og vinnuveitendur ekki tilbúnir að gefa neitt eftir.

Smátt og smátt unnust réttindi og kjörin bötnuðu.

Auðvitað er langt í frá að þeir sem við lægstu laun búa hafi það gott.

Misskiptingin er allt of mikil og mikilvægt að samstaða og baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar sé sem mest.

Það er því sorglegt að sjá félaga sína eiga í persónulegu stríði innbyrðis meðan púkinn á fjósbitanum fitnar. 

Hann nærist á ósamstöðu og innbyrðis deilum.

Við sem erum kjörnir til forustu fyrir félagsmenn okkar í verkalýðsfélögunum ber að hafa hag og kjör okkar umbjóðenda að leiðarljósi.

Það er okkar hlutverk að ná samstöðu og samvinnu við félaga okkar í öðrum stéttarfélögum.

Við erum sannarlega ekki kjörin til að eiga í persónulegum deilum innbyrðis, slíkt veikir félögin okkar og heildarsamtökin.

Ef ágreiningur er eða mismunandi sýn á verkefni á að leysa slíkt innan hreyfingarinnar og alls ekki bera slíkar deilur á torg.

Það veikir verkalýðshreyfinguna og það er ekki það sem forustumenn hennar voru kosnir til að gera.

Hlutverk verkalýðsfélaga er að vinna fyrir félagmsmenn sína og reyna allt sem hægt er til að bæta kaup og kjör.

Það hefst ekki ef blóðugar illdeilur skreyta síður fjölmiðla alla daga.

Stöndum saman og hættum illdeilum, það skapar sigrana en ekki ósamstaðan.

Við þurfum á allri okkar orku að halda í annað.

Þess vegna slíðra menn sverðin og fara að tala saman eins og siðaðra manna er háttur.


Í boði Vinstri grænna - og fleiri.

2018 saaFramkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni.

Það á að loka göngudeild SÁÁ á Akureyri.

Ástæðan, niðurskurður fjárframlaga.

Niðurstaða stjórnar er að loka úti á landi og freista þess að halda opnu í Reykjavík.

Vont en skiljalegt þegar fjárveitingavaldið hefur sett SÁÁ í úlfakreppu.

Niðurskurður til SÁÁ er í boði ríkisstjórnarflokkanna og þar eiga Vinstri grænir mikinn þátt.

Uppbygging innviða, kjörorð þeirra verður hálfgerður brandari þegar þeir beita sér fyrir tugmilljóna niðurskurði til samtaka sem hafa mörgum bjargað.

Það væri gaman að sjá að þingmenn NA taki til vopna og komi í veg fyrir svona ósvinnu.

Á ekkert sérstaklega von á því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafi neinn sérstakan áhuga á að beita sér.

En ég brýni hina sem ekki eru bundnir á fjármálaklafa Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

 


Alþingismenn stela milljörðum af bíleigendum.

2018 sad carLandsmenn hrópa á endurbætur á vegakerfinu en ríkið eykur stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til uppbyggingar og viðhalds vega sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Á meðan stóreykst nýting og slit á vegakerfinu, slysum fjölgar, eigna- og manntjón eykst samfara auknum kostnaði heilbrigðis- og öryggiskerfi landsins.

Alþingi rænir milljörðum af bifreiðaeigendum á hverju ári.

Á meðan grotnar vegakerfið niður vegna ónógs viðhalds.

Bráðnauðsynlegar vegabætur eru á ís vegna þessa þjófnaðar.

73 milljarðar er innheimtir af bifreiðaeigendum.

Alþingi skilar 21 milljarði til vegamála.

Hreinn þjófnaður er þetta á mannamáli.

Nýji samgönguráðherrann er farinn að gæla við vegaskatta þó hann hafi staðfastlega neitað slíku í kosningabaráttunni og fyrst eftir ráðherrastólinn.

Endilega að slíta meira úr vösum bíleiganda til viðbótar við þjófnaðinn.

Er einhver von til að heiðarlega verði gefið á Alþingi í framtíðinni ?

Held ekki.


Borgarfulltrúum fórnað. 1.245 færri tóku þátt.

2017 brotinn sjalliTal­in hafa verið öll at­kvæði í leiðtoga­próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, sam­tals 3.826. Auðir og ógild­ir at­kvæðaseðlar voru 59 tals­ins, því voru sam­tals 3.885 greidd at­kvæði.

Þá er leiðtogakjör í Reykjavík lokið og úrslit afgerandi.

Núverandi borgarfulltrúum hafnað með afgerandi hætti og varla séð hvernig þeir geta tekið sæti eftir svona útreið.

Árið 2013 tóku 5.075 þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en núna mættu 3.826 sem er 1.245 færri en fyrir fjórum árum.

Það endurspeglar áhugleysi kjósenda á þeim frambjóðendum sem í boði voru.

Að fjórðungi færri mæti nú er athyglisvert og vafalaust eigum við eftir að fá lærðar úrskýringar á því.

Nú er að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum gengur með stóreignamann með vafasama fortíð í fyrsta sæti.

Hvort að hann höfði til hins almenna Reykvíkings er vandséð.

 


mbl.is Eyþór langefstur með 2.320 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kamelljónið vinstri - hægri grænir.

2018 vindhaniHægri grænir eru orðnir glaðir og ganga nú glaðbeittir með íhaldsflokkunum og verja kerfið í drep.

Dæmdur dómsmálaráðherra, lækkun veiðigjalda, hunsun öryrkja og aldraðra, sveltistefna innviðanna, allt er þetta nú orðið þóknanlegt fyrrum sósialistum og mannvinum í Vinstri grænum.

Hægri grænir falla að innviðum Valhallar eins og flís við rass á nokkrum vikum.

Kamelljónin í forustunni eru kát með stólana og völdin.

Stefnan og áherslur þessa fyrrum vinstri flokks voru til sölu fyrir nokkra stóla og sviðsljósið.

Og meira að segja varaformaðurinn er orðinn glaður sem hann var sannarlega ekki í upphafi.

Það tekur ekki nema fáeinar mínútur fyrir kamelljón að skipta um lit, það tólk VG ekki nema andartak að verða að HG.

Til lukku með það.

 


mbl.is Vinda lægt innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstra græna tilgangsleysið.

Einu sinni voru Vinstri grænir leiðandi afl í umræðu um siðferði og heiðarleika í stjórnmálum.

Oftast voru þeir háværastir þegar kom að því að gagnrýna sérgæsku og fyrirgreiðslu hægri flokkanna.

Gamla ljónið að norðan var þar fremstur í flokki og arftaki hans leiddi oft siðferðisumræðuna í þingsal.

Nú eru aðrir tímar.

Gamla ljónið situr múlbundið í mjúkum stól sem hægri öflin færðu honum fyrir þæglegheitin.

Formaðurinn sem áður leiddi siðgæðisumræðuna er nú kórstjóri varna fyrir dómsmálaráðherra og völd Sjálfstæðisflokksins.

Hefði einhver trúað þessu fyrir fimm árum ?

Fyrir einu ári ?

Fyrir hálfu ári ?

Og nú eru háværir stuðningsmenn innan VG sem fóru mikinn í vörnum fyrir þessari stjórnarmyndum farnir að efast.

Erfiðir tímar fyrir formanninn og kallinn í mjúka stólnum.

Spurning hvað grasrótin líður þeim hægri gæskuna lengi.

KJ hefur tekist að múlbinda varaformann sinn og hans skoðanabræður.

En hversu lengi ?


Páll Magnússon og siðleysið.

Það er út í hött að ræða afsögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunar dómara við Landsrétt, að mati Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hún hafi talið sig hafa fullnægt rannsóknarskyldu þegar hún skipti út fjórum þeirra fimmtán dómara sem hæfisnefnd lagði til að yrðu ráðnir, þó að Hæstiréttur hafi komist að annarri niðurstöðu.

Páll Magnússon þingmaður er haldinn sömu siðblindu og dómsmálaráðherra.

Dæmdur dómsmálaráðherra á ekki að þurfa eitt eða neitt þótt Hæstiréttur hafi kveðið upp sinn dóm.

Dómur sem staðfestir að ráðherrann braut lög.

Páll Magnússon gæti kannski frætt okkur bjálfana í hvaða löndum ráðherra sem bryti af sér á þennan hátt héldi embætti.

Örugglega ekki í hinum siðmenntaða heimi vesturlanda.

En flokksblindan lokar á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins átti sig á siðleysinu.

Páll Magnússon er þar engin undantekning.

Kannski hafa Vinstri grænir veitt þeim syndaaflausn ?


Oddeyrin, er hún óhreina barn bæjaryfirvalda ?

Mars 2012 hitadagur-7058Ég gerði nokkar athugsemdir fyrir all nokkru og var þar að fjalla um tillögur varðandi Hvannavallareit og rammaskipulag Oddeyrar. Því miður hefur þessi vinna gengið allt of hægt og sérstaklega hvað varðar rammaskipulagið á Oddeyri. Vonandi klárast þetta einhvertíman og við förum að sjá endurnýjun og uppbyggingu á Oddeyri. Það er hreinlega lífnauðsyn fyrir hverfið sem hefur því miður verið að drabbast niður.

Götur eru illa farnar, gangstéttar úr sér gengnar og ljósastaurar víða gamlir og kolryðgaðir. Margt sem við sjáum ber metnaðarleysi bæjaryfirvalda sorglegt vitni.

Hér að neðan eru þær athugsemdir sem ég sendi inn fyrir þessa tvo þætti, Hvannavallareit sem hefur verið vandræðamál lengi og svo deiliskipulag Oddeyrar sem þá var í auglýsingu.

 

Hvannavallareitur.

Þennan reit á að byggja upp af metnaði og horfa til framtíðar. Þau drög sem nú liggja fyrir eru skammtímasjónarmið látin ráða og verið að hugsa um hagsmuni eins fyrirtækis. Heildarsýn og framtíðaruppbygging á Oddeyrinni víkja. Þó svo reynt sé að láta líta út fyrir að markmiðum aðalskipulags um íbúðafjölda og blandað svæði eru þau áform úr takti við þá hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar í aðalskipulaginu frá 2006. Horft var til að uppbygging verslunar og þjónustu væru unnin í sameiginlegum fasa. Þess í stað eru þessir tveir þættir aðskildir og áform eru um að byggja upp verslunarskemmu er aðalatriði, en áformum um íbúðir vísað inn í óræða framtíð með því að færa þær í sérstakt hús sem mestar líkur eru til að það rísi aldrei. Þessi áform eru úr takti við aðalskipulag og því leyfi ég mér að hafna þeim og vísa til að uppbygging á þessum reit fari fram í anda gildandi aðalskipulags. Þ.e. uppbygging verslunar, þjónustu og íbúða verði í sama takti og samtímis.

Þetta er vont skipulag og þjónar í engu hagsmunum hverfisins og sveitarfélagsins.

Umferðamálin munu verða vandamál á þessu svæði og ljóst að hætta er á að umferð aukist mikið um íbúðargötur Oddeyrar, þ.e. Hvannavelli, Eyrarveg og Norðurgötu nema gripið verði til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að það gerist. Legg til að horft verði til hugmynda sem Arkitektur.is vann á árunum fyrir 2010. Í þeim hugmyndum er verið að vinna hugmyndir sem sveitarfélagið hafði um skipulag á þessum reit og þar er alfarið hafnað þeirri skemmu-bílastæðahugmynd sem nú er verið að sýna bæjarbúum.

 

Oddeyri rammaskipulag.

 

• Umferðarmál Hjalteyrargötu - Laufásgötu verður að leysa með öðrum hætti. Það er ekki hægt að hugsa um uppbyggingu íbúðahverfis neðan Hjalteyrargötu og að gatan haldi óbreyttu hlutverki sem tengibraut með 50 km hámarkshraða. Umferð um Hjalteyrargötu er gríðarlega mikil í dag og vandamálin þar eru mikil, gatnamót erfið og innkeyrsla á Hagkaupsplan og gatnamót Tryggvabrautar ein þau verstu í bænum. Hér þarf að taka ákveðna stefnu á að þessi gata verði með öðrum hætti en í dag, hugleiði bæjaryfirvöld frekari íbúðabyggð á Tanganum.

 

• Taka þarf afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er úr öllum takti við mannlíf á Eyrinni og það verður að fara annað. Rammaskipulagið þarf að hafa afgerandi afstöðu til þess hvað heimilt er á hafnarsvæðunum og það sé í sátt við nágranna í íbúðarhverfunum.

 

• Tímasetja uppbyggingu - deiliskipulagsgerð innan hvers ramma fyrir sig og tryggja að rammaskipulagið verði ekki mappa í hillu. Forgangsraða úthlutun auðra lóða í íbúðahverfum og skilgreina í rammanum að heimilt sé að beita sérstökum úrræðum til að þær lóðir byggist.

• Skipulag Glerárgötu verður að vera með í þessu rammaskipulagi sem einn stærsti áhrifavaldur á íbúðabyggð og mannlíf á ofanverðri Eyrinni.


Gerlagengi Sjálfstæðisflokksins.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri ekki nýtt af nálinni að borgarbúar vissu ekki af alvarlegu máli sem þessu. „Borgarbúar vissu heldur ekki af skólpmenguninni svo vikum skipti hér í Reykjavík í sumar. Í ljósi þess mætti halda að meirihlutinn hefði ekkert lært af því máli.

Halldór Halldór tilkynnti í borgarstjórn að það þyrfti að ÞRÍFA  allt vatn.

Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er afar bágborin og þeir stökkva á hin ýmsu mál og mótmæla hástöfum.

Ekki alveg á hreinu hverju þeir eru að mótmæla, vita það ekki alveg sjálfir.

Helst má á þeim skilja að mengun vatnsbóla sé meirihlutanum að kenna.

Ekki nýtt í fátæklegum málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Nú bíða allir spenntir eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi einhver stefnumál eða hvort þeir ætla aðeins að finna sér eitthvað til að skammast yfir.

Flest bendir til að svo gæti orðið því ekki sér fyrir endann á hver verður oddviti af fátæklegum prófkjörlista flokksins.


Ísavía forgangsraðar á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Fjör á flugvellinum-8388Á næstu þrem­ur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með inn­an­lands­flug­kerfið og setja þarf frek­ari fjár­muni í upp­bygg­ingu flug­valla á lands­byggðinni eigi ekki að þurfa að loka völl­um og leggja inn­an­lands­flugið niður að ein­hverju leyti. Þetta seg­ir Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, en fé­lagið hélt morg­un­fund í dag þar sem rætt var um framtíð inn­an­lands­flugs.

Það dylst engum að Isavia og stjórnvöld forgangsraða á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Stærstur hluti þess fjármagns sem notað er fer til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.

Var á kynningarfundi í Keflavík fyrir nokkrum misserum og sá kynningu á metnaðarfullri uppbyggingu þar.

Ég var forvitinn um hvaða áform væru uppi með landsbyggðarflugvellina, þá var þegar orðið ljóst að t.d. að stjórnvöld voru að draga lappirnar í fjárveitingum til flughlaðs á Akureyri.

Í stuttu máli, það varð fátt um svör og engin kynning til reiðu til að fræða mig um uppbyggingu úti á landi og áform tengd innanlandsfluginu.

Þessi fundur í morgun er í sjálfu sér aðeins staðfesting á því hver staða innanlandsflugs og innanlandsflugvalla er.

Engin stefna til og inniviðir og búnaður flugvalla úti á landi grotnar niður.

Það er ábyrgðarhluti að hér sé stefna sem miðar eingöngu að því að byggja upp Keflavíkurflugvöll.

Annað er hunsað og engin stefna eða áform í gangi.

Og hætt við að engin breyting verði þar á með sömu valdhafa við stjórnvölinn.

En að málin séu rædd af hreinskilni er þó skref framávið og eykur vonir um að tekið verði á þessum málum af festu.

 


mbl.is Gætu þurft að loka flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband