Ríkisstjórn VG svíkur landsbyggðina.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til stofnunarinnar í fjárlagafrumvarpinu. Hann telur eðlilegt að þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins eru aukin nái aukningin til alls landsins.

Það hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með fjárlagafrumvarp Katrínar og félaga.

Aðeins einn hefur lýst ánægju, rektor HÍ. Ekki hefur heyrst í öðrum skólamönnum enn sem komið er.

Hvað varðar viðbætur í heilbrigðiskerfið virðist sem nýr heilbrigðisráðherra hafi beint öllu viðbótarfjármagni í 101 Reykjavík, kannski ekki undarlegt, þar liggja hagsmunir ráðherrans.

Heiðbrigðisstofnun Norðurlands fær ekki eina krónu, stofnun sem þjónar tugum þúsunda á landsbyggðinni.

Kannski er þetta stefna VG og ráðherrans, hver veit.

Hvað sem öllu líður, þetta eru enn ein vonbrigðin með þessa nýju ríkisstjórn og þau vonbrigði hlaðast upp með ógnarhraða.

Framsókn og VG eru bara hækjur Sjálfstæðisflokksins í stað Bjartrar og Viðreisnar.


Naustaborgir - grafreitir í bland við útivist.

Naustaborgir júlí 2010-2345Í nýju aðalskipulagi Akureyrararbæjar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Naustaborgum. Þar eiga að vera fjögur aðskild greftrunarsvæði en klappsvæði milli þeirra tengjast opnum svæðum í nágrenninu og geta nýst til útivistar. Eins og Vikudagur greindi frá í haust höfðu Kirkjugarðar Akureyrar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár.

( vikudagur )

Þegar undirritaður var í skipulagsnefnd fyrir margt löngu komu fram hugmyndir frá ráðamönnum í kirkjugarðageiranum að setja niður grafreiti í Naustaborgum. Þetta var árið 2007 skömmu eftir að aðalskipulagið var samþykkt 2006.

Í því skipulagi var gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði á landamerkum Akureyrar og Hörgársveitar, sem væri alveg úr tengslum við núverandi aðstöðu á Höfðanum en þó nær Lögmannshlíðargarði.

Persónulega var ég langt frá því að vera sáttur við þá staðsetningu en fékk strax áhuga á hugmyndinni sem sett var fram í tillögum Kirkjugarða Akureyrar. Að mínu viti færi bara vel á slíkri lausn í Naustaborgum sem eru á hentugra svæði og hugmyndin spennandi. Kirkjugarðar eru fjölsóttustu útivistarsvæði landins, hvar sem er.

Settar voru fram hugmyndir þar sem grafreitir yrðu á nokkrum afmörkuðum svæðum en þó í góðum tengslum við almenna göngustíga og aðra útivist.

En svo þagnaði umræðan, margir fulltrúar samtíða mér í bæjarmálum féllu ekki fyrir þessari nýstárlegu hugmynd.

Nú er hún sett fram í nýrri tillögu að aðalskipulagi og reitur á landamerkjum í norðri felldur út.

Ég fagna því. Framkvæmd í þessa veru mundi auka veg Naustaborga sem útivitarsvæðis og afmarkaðir grafreitir, vel hirtir og fjölsóttir bættu í mikilvægi þessa svæðis.

En auðvitað þarf að vanda sig og vanda sig mikið. Vanda þarf staðsetningu reitanna, vanda þarf alla vinnu á undirbúningstíma og skapa þarf sátt um hugmyndina sem óneitanlega er sérstök og afar frumleg.

Vona sannarlega að þetta verði lausnin og kannski fær maður bara lóð þarna í fyllingu tímans ef heppnin er með.

 


Bloggfærslur 15. desember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 812351

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband