Alvarlegur ímyndarvandi sjávarútvegsráðherra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ætla að meta hæfi sitt ef mál komi upp í hans starfi sem snerta Samherja sérstaklega. Hann sat í stjórn Samherja í fjögur ár, þar af eitt og hálft sem stjórnarformaður, og fyrirtækið hefur tvisvar styrkt prófkjörsbaráttu hans.

(ruv.is)

Sjávarútvegsráðherra á við alvarlegan ímyndarvanda að glíma.

Reynir að verja sig í löngum pistli enda mun trúverðugleiki hans í þessu embætti verða dreginn í efa.

Ímyndarvandinn er ekki bundinn við Samherja einan, í ljósi stærðar og áhrifa þess félags í samtökum sjávarútvegsins nær vandinn langt út fyrir fyrirtækið Samherja eitt og sér.

Vestfirðingar muna vafalaust árin sem núverandi ráðherra var bæjarstjóri á Ísafirði og jafnframt innherji í Samherja.

Kannski hafa Vestfirðingar fyrirgefið það, veit það ekki.

En hvort sem það verður með réttu eða röngu, trúverðugleiki ráðherrans verður endalaust í umræðunni og baggi sem hann losnar ekki við sama hvað.

Reyndar sérkennilegt að flokkurinn og ráðherrann skuli ekki hafa séð þetta fyrir, reyndar ætti að skrifa þessa skipan á dómgreindarleysi formanns flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þarna mun fyrst reyna á trúverðugleika Katrínar því hún lofaði að taka á þessu alltumlykjandi vanhæfi þingmanna sem verða ráðherrar í endurskoðun á hagsmunaskráningunni.  Auðvitað er Kristján Þór bullandi vanhæfur í öllu sem viðkemur hagsmunum stórútgerðarinnar. Ekki bara Samherja!  Á sama hátt er og verður Bjarni Benediktsson bullandi vanhæfur í öllu sem snertir útboð ríkisins á vörum og þjónustu þar sem skyldfólk hans er með puttana. Þessir tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins eru bara sýnishorn spillingarinnar sem þrífst í skjóli Alþingis.

Alþingi, sem neitar að opna bókhald sitt svo við sjáum hvernig elítan makar krókinn er ekki líklegt til að taka á vanhæfi hvorki í bráð né lengd. Þeir munu tala í hringi uns enginn man lengur hvert tilefnið var og tryggja að ekkert breytist. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2017 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband