Fjárlagafrumvarp Sjálfstæðisflokksins.

Þar seg­ir enn frem­ur að eng­in merki sé um stefnu­breyt­ingu eða sér­stak­ar til­lög­ur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa vel­ferðarflokks inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Inn­koma VG í rík­is­stjórn og þeirra áhrif á rík­is­fjár­mál­in séu því afar tak­mörkuð.

_____________________

Flest bendir til að framlagt fjárlagafrumvarp sé alfarið á vegum Sjálfstæðisflokksins.

Nokkrar upphæðir eru hækkaðar, flestar lítilega frá frumvarpinu frá í haust.

Það dylst engum að Vinstri grænir eru áhrifalausir áhorfendur, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar þessu ferli fá A til Ö

Gert er lítið úr varaformanni Framsóknarflokksins, hennar eina mál sett út fyrir sviga, engin lækkun á vsk á bækur.

Í reynd kemur þetta fáum á óvart, VG var ekki ætlað að hafa nein áhrif í þessari ríkisstjórn.

Þeir fengu blúnduembætti og eiga að láta það duga.


mbl.is Telur almenning illa svikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur heiður Lilju Alfreðsdóttur farinn.

Þeir sem starfa í bókageiranum eru ákaflega vonsviknir vegna tíðinda sem finna má í nýjum fjárlögum, þess efnis að fresta eigi afnámi virðisaukaskatts á bækur. En, segja má að Félag íslenskra bókaútgefenda hafi lagt allt í að berjast fyrir þessu máli. Og hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og nýr menntamálaráðherra, verið lofuð og prísuð í þeim ranni vegna framsögu sinnar í því máli.

Og þá ekki síður neytendur sem trúðu Framsóknarflokknum og Lilju Alfreðsdóttur.

Það er svo sem engin nýlunda að kosningaloforð Framsóknarflokksins séu lítils virði.

Lilja Alfreðsdóttir flaug hátt og boðaði þetta bæði á síðast þingi, í kosningabaráttunni og í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Auðvitað var það svo allt í plati því BB ræður þessu og allir muna hver réði þegar skatturinn var settur á.

Sem sagt, allt í plati hjá ríkisstjórninni í þessu máli og mörgum öðrum.

Verst er þetta fyrir Lilju Alfreðsdóttur sem lagði stjórnmálalegan heiður sinn undir í þessu máli.

Nú er trúverðugleiki hennar horfinn eins og glöggt má sjá á umræðu dagins.


Bloggfærslur 14. desember 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband