Ríkisstjórn Katrínar með allt á hælunum.

Þess var krafist að sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði rift og að stjórn Bankasýslunnar myndi víkja.2022 bb kj si Eins og yfirskrift mótmælanna ber með sér kröfðust mótmælendur þess að Bjarni Benedtiksson fjármálaráðherra færi úr embætti.

(visir.is)

 

Ríkisstjórnin er í vanda. Vinstri grænir eru í vanda, fjármálaráðherra er rúinn trausti og formaður Framsóknarflokksins lék illa af sér um daginn.

 

Síðan allt þetta gekk á hafa ráðherrar stjórnarflokkanna að mestu horfið og formenn flokkanna alveg.

 

Þeir eru hlaupnir í felur í þeirri veiku von að allt þetta vesen verði horfið þegar þeir birtast á ný.

 

Í dag var fjölmennur fundur á Austurvelli þar sem krafist var afsagnar fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin segði af sér og sala Íslandsbanka yrði dregin til baka.

 

Sannarlega hefur ríkisstjórn íhaldsflokkanna ekki séð það svartara frá 2017. Það gekk þokkalega liðið kjörtímabil og naut þar stjórninn nokkurrar friðhelgi vegna covid. Nú er covid ekki í brennipunkti og þá fer allt í skrúfuna.

 

Formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa gert upp á bak og varaformaður Framsóknar stendur þeim ekki langt að baki, slíkar eru viteysurnar sem hún hefur gert.

 

Nú eru landsmenn búnir að fá nóg og vandséð að ríkisstjórnin nái að endurheimta horfið traust, slíkir eru afleikirnir.

Bankasalan er alveg á pari við einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinna. Vildarvinir og ættingjum hleypt fremst í röðina og þeir grætt milljónatugi á kostnað landsmanna.

 

Nú er nóg komið að mati íslendinga.

 

Ef VG hefur snefil að skynsemi og réttlæti þá slíta þeir þessu samstarfi.   

En líklega er það borin von að svo fari, stólarnir eru formanninum dýrmætir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.4.2022 (í fyrradag):

Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi og myndu missa meirihlutann á Alþingi cool

16.11.2020:

"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. cool

Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020.

Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram. cool

Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti." cool

Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 15.4.2022 kl. 19:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi. cool

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning." cool

Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

18.12.2012:

""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun."" cool

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga. cool

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla." cool

Varanlegar undanþágur og sérlausnir Evrópusambandsins - Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu. cool

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

19.8.2018:

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins." cool

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

Þorsteinn Briem, 15.4.2022 kl. 19:12

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vinstri grænir mættu nú alveg endurskíra sig sem Hægri græna eftir að hnífurinn gengur ekki á milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins.

Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2022 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband