Mengun í Eyjafirði - óæskilegir gestir ?

 

 

KolaprammiÁ lognkyrrum morgnum blasir oft við dökkblá mengun og reykský yfir hluta Akureyrar.

Skýið liggur yfir rennisléttum Pollinum og legst yfir nálæga byggð.

Sýn sem hvarf með hitaveitunni fyrir margt löngu.

Nú er þetta fylgifiskur skemmtiferðaskipanna sem spúa frá sér mengun yfir menn og málleysingja.

Satt að segja ákaflega óþægilegt og óæskilegt.

Þegar svona háttar finnur maður á eigin skinni hvað íbúar í Reykjanesbæ þurfa að þola frá mengandi stóriðjuveri.

Þarf þetta virkilega að vera svona og flestir vilja líklega vera lausir við þennan ófögnuð yfir fallegum Eyjafirðinum og Akureyri.

Hafnarstjórn vill kannski taka að sér að ræða við útgerðir þessara skipa, þeir bera jú mesta ábyrgð á veru þeirra hér.


Hluthafar N1 þurfa sinn arð. Lítil saga af græðisvæðingunni.

Mér var sögð saga.

Lítil saga um græðisvæðingu samtímans á Íslandi.

Risafyrirtækið N1 er í bissness, þeir eru að græða á ferðamönnum með matar og olíusölu um allt land.

Falleg hugsjón að græða og ekki síst á saklausum ferðamönnum.

Litla sagan er um unga móður sem tók sér far með Strætó.

Eins og alltaf stansaði Strætó í Staðarskála, sem N1 rekur.

Unga móðirin hafði tekið með sér skál til að geta hitað pela fyrir barnið.

Hún í sakleysi sínu bað unga og greiðvikna aðgreiðslustúlku um heitt vatn í skálina. Ekkert sjálfsagðara og vatnið fékk hún.

En þá kom að þætti hluthafanna sem engu mega tapa, vatnið í þessa litlu skál kostaði 180 krónur, sama og disellíterinn á tönkunum úti.

Ungu móðurinn brá nokkuð við og auðvitað hafði hún getað farið inn á salernið og látið heitt vatn renna á pelann fyrir ekki neitt.

En hjá N1 er ekkert upp úr því að hafa að vera vitur eftirá.

 

 


Vekja upp drauga var list.

Varðandi fram­haldið seg­ir Gunn­ar Smári að meðal ann­ars mál­efna­vinna sé í full­um gangi inn­an Sósí­al­ista­flokks­ins og þá standi til að stofna sell­ur víða um land.

Gunnar Smári er bara brattur.

Verið að stofna sellur um allt land og vinnan á fullu.

Þetta minnir svolítið á þegar gamlir meistarar tóku sér það fyrir hendur að vekja upp gamla drauga og koma þeim á stjá.

Gunnar er í óðaönn við að vekja upp gamla Sossaflokkinn sem dó drottni sínum fyrir áratugum. Meira að segja sellurnar eiga að fylgja með.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig uppvakningin gengur.

Forvitnilegt að sjá hvort þessi úrelta hugmyndafræði virkar á kjósendur í nútímanum.


Framsókn vill losna við rasistastimpilinn.

2017 rasistiSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ummæli oddvita flokksins í Reykjavík um börn hælisleitenda, séu óheppileg og klaufsk og endurspegli ekki stefnu flokksins. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna og flugvallarvina í borgarstjórn, sagði í útvarpsviðtali í vikunni að aðstoð við börn hælisleitenda væri sokkinn kostnaður.

Framsókn hefur setið uppi með Svarta-Pétur frá því í borgarstjórnarkosningunum 2014.

Þá fór flokkurinn í Reykjavík fram með tvö poppulísk mál og náði árangri.

Flugvöllurinn og útlendingarnir.

Nú vill Framsókn losna við þennan óþægilega stimpil enda kominn nýr flokkur sem ætlar að róa á þessi mið.

Flokkurinn ætlar að losa sig við núverandi oddvita og nú þegar hefur samborgarflulltrúi hennar boðað andstöðu við málflutninginn, ungir Framsóknarmenn afneita boðskap borgarfulltrúans og nú formaðurinn

Líklega verður núverandi oddviti Framsóknar í Reykjavík að skipta um flokk og ganga til liðs við Söguframboðið til eiga áframhaldandi líf í borgarpólitíkinni.


Á hvaða leið erum við ? Spilling eykst á Íslandi.

2017 stealingSíð­ast­liðin átta ár hefur leiðin legið hratt niður á við hjá Ís­landi og árið 2013 féll 80 stiga múr­inn þegar Ísland lenti í 12. sæti, með­ að­eins 78 stig. Aðferða­fræði Tran­sparency International sækir upp­lýs­ingar sín­ar til allt að 12 mis­mun­andi grein­ing­ar­fyr­ir­tækja og stofn­ana er sér­hæfa sig í rann­sóknum á stjórn­ar­fari og stjórn­un­ar­vísum í löndum heims. Hvað Ísland varð­ar­ voru not­aðar fimm gagna­upp­sprettur og var ein­kunna­gjöf þeirra: 87, 83, 65, 89 og 73.

Á hvaða leið er Ísland og af hverju ?

Fyrir rúmum áratug var talin minnst spilling á Íslandi, við vorum í fyrsta sæti yfir spillingarminnstu löndin.

Á síðastliðnum átta árum hefur sigið mjög á ógæfuhliðina, Ísland mælist nú í 13 sæti, neðst Norðurlandanna.

Kannski hefur ekkert breyst. Kannski er þetta bara orðið sýnilegra. Pólitísk spilling og fyrirgreiðsla hefur grasserað í þjóðfélaginu í áratugi.

Við sem erum orðin eldri vissum alltaf af því að það var betra að vera fylgismaður Framsóknarflokksins á Akureyri og Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Það auðveldaði lífið og tryggði aðkomu að ýmsu fremur en þeim sem völdu aðra kosti.

En þetta var víst ekki spilling, þetta var bara þjóðarsálin.

Maður hefði trúað því að hrunið lagaði ýmsislegt og Íslendingar færu að líta í eigin barm og t.d. að fara í að útrýma spillingu og fyrirgreiðslu.

Það var jú stóri áhrifavaldurinn í hruninu.

En staðan núna að það hefur sigið á ógæfuhliðina, við förum hratt niður spillingarlistann samkvæmt mælingum.

En kannski er þetta bara orðið sýnilegra og ekki eins gott að fela það og var.

Líklega er það málið.


Reykjavík og Akureyri standa sig best, íhaldsbæirnir skussar.

2017 leiguíbúðir„Þetta er náttúrulega gríðarleg hækkun eða fjölgun á biðlistum og það liggur alveg fyrir að borgin er ekki að ráða við þetta. Áætlanir borgarinnar ganga ekki upp um að fjölga þessum íbúðum um 100 á ári og það verður að grípa til róttækra aðgerða„ segir Guðfinna. En hvaða aðgerða er hægt að grípa til þegar þenslan á fasteignamarkaðnum er eins og hún er? Guðfinna segir að Félagsbústaðir verði að byggja. „Við í Framsóknar- og flugvallarvinum höfum bent á það allt kjörtímabilið að Félagsbústaðir þyrftu að byggja sjálfir. Þeir eru ekki að byggja almennar félagslegar leiguíbúðir, en þeir eru þó að byggja fyrir sértæk búsetuúrræði sem er annað“ segir Guðfinna.

 ( ruv.is )

 

 

Mikið hefur verið rætt um stöðu mála með félaglegar íbúðir og leiguíbúðir fyrir aldraða og fatlaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar.

Minnihlutinn í Reykjavík hefur gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að standa sig ekki og meirihlutinn viðurkennir að betur mætti gera.

Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvernig íhaldsbæir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni eru að standa sig.

Akureyri og Reykjavík eru þau tvö sveitarfélög á landinu sem skera sig mest úr og hafa hæst hlutfall slíkra úrræða. Standa sig langbest.

Flest hægri sveitarfélögin eru að standa sig mjög illa þegar kemur að því að bjóða upp á úrræði fyrir þessa hópa.

Íhaldið á þessum stöðum er ekki að standa sig. Seltjarnarnes 3,6%, Mosfellsbær 4,5%, Garðabær 2,3%, þetta er náttúrulega ekki í lagi.

Það er ekki undarlegt að vandinn aukist í Reykjavík. Fólk sem þarf á þessum úrræðum að halda eiga enga möguleika í öðrum sveitarfélögum á svæðinu, þar eru menn bara að grilla og græða.

Ef þessi sveitarfélög væru ekki nema í slöku meðallagi væri vandinn að stórum hluta úr sögunni. Ef þeir væru að leggja jafn mikið í málaflokkinn og Akureyri og Reykjavík þýddi það 400-500 íbúðir í viðbót á svæðið.

Af hverju er menn að skamma þá sem best gera en nefna ekki skussana ?

 


Mun Sjálfstæðisflokkurinn sveigja öryggisreglur fyrir Elliða ?

Innanríkisráðuneytið greinir frá því í dag hvort ferjan Akranes fær leyfi til siglinga á milli Vestmannaeyja og lands um næstu helgi þegar Þjóðhátíð fer fram. Áður hafði Samgöngustofa hafnað umsókn þess efnis á þeim forsendum að ferjan uppfylli ekki kröfur um öryggi farþega. Sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneytis.

Þau eru sterk hagsmunaöfl Sjálfstæðisflokksins.

Í fyrra studdi flokkurinn þöggun lögreglustjórans í kynferðisafbrotamálum enda vildu Elliði og hagmunaöfl flokksins það.

Nú reynir aftur á, mun flokkurinn koma Elliða og hagsmunaöflum úthátíðar til aðstoða með að ógilda úrskurð eftirlitsstofnunar.

Það er líklegra en ekki, Sjálfstæðisflokkurinn og fulltrúar hans eru fyrst og fremst í hagsmunagæslu fyrir flokksmenn og hagsmuni þeirra.

En lengi má manninn reyna og kemur í ljós í dag.

Samgöngu- og sveitasjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness.

Þá liggur það fyrir, flokksapparat Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að stinga Samgöngustofu í bakið og rökstyðja mál sitt með að ekki hafi verið sýnt fram á annað sjólag fyrir suðurströndinni en í Faxaflóa.

Langt er seilst til að tryggja hagsmuni flokksgæðinganna.

Stjórn og embættismenn Samgöngustofu hljóta að segja af sér eftir svona valdníðslu.

 


Ríkisstjórn í dauðateygjum.

2017 ríkisstjórnGallup kannaði líka afstöðu kjósenda til ríkisstjórnarinnar. 32,7 prósent lýsa stuðningi við ríkisstjórnina og hefur fækkað um nærri fjögur prósentustig.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er ónýt.

Tveir af þremur flokkum hennar eru rúnir öllu fylgi og næðu sennilega ekki mönnum á þing ef kosið yrði á næstunni.

Sá þriðji tapar líka þremur þingmönnum samkvæmt nýjustu könnun.

Gallup segir núverandi stjórnarflokka vera með 21 þingmann ef kosið yrði nú.

Það er auðvitað afhroð og skiljanlegt.

Þessi ríkisstjórn er verklítil, ráðherrar hennar eiga hvern afleikinn á fætur öðrum og kjósendur eru farnir.

Auðvitað á Bjarni Benediktsson að skila umboði sínu og segja af sér.

Það gerði kollegi hans í Pakistan, allir vita af hverju.

Það stefnir í áhugavert haust, varla reyna stjórnarflokkarnir að hanga á ónýtu stjórnarsamstarfi.

Fyrir það líður þjóðin því við megum ekki við getulausri og verklausri ríkisstjórn í langan tíma.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband