Reykjavík og Akureyri standa sig best, íhaldsbæirnir skussar.

2017 leiguíbúðir„Þetta er náttúrulega gríðarleg hækkun eða fjölgun á biðlistum og það liggur alveg fyrir að borgin er ekki að ráða við þetta. Áætlanir borgarinnar ganga ekki upp um að fjölga þessum íbúðum um 100 á ári og það verður að grípa til róttækra aðgerða„ segir Guðfinna. En hvaða aðgerða er hægt að grípa til þegar þenslan á fasteignamarkaðnum er eins og hún er? Guðfinna segir að Félagsbústaðir verði að byggja. „Við í Framsóknar- og flugvallarvinum höfum bent á það allt kjörtímabilið að Félagsbústaðir þyrftu að byggja sjálfir. Þeir eru ekki að byggja almennar félagslegar leiguíbúðir, en þeir eru þó að byggja fyrir sértæk búsetuúrræði sem er annað“ segir Guðfinna.

 ( ruv.is )

 

 

Mikið hefur verið rætt um stöðu mála með félaglegar íbúðir og leiguíbúðir fyrir aldraða og fatlaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar.

Minnihlutinn í Reykjavík hefur gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að standa sig ekki og meirihlutinn viðurkennir að betur mætti gera.

Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvernig íhaldsbæir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni eru að standa sig.

Akureyri og Reykjavík eru þau tvö sveitarfélög á landinu sem skera sig mest úr og hafa hæst hlutfall slíkra úrræða. Standa sig langbest.

Flest hægri sveitarfélögin eru að standa sig mjög illa þegar kemur að því að bjóða upp á úrræði fyrir þessa hópa.

Íhaldið á þessum stöðum er ekki að standa sig. Seltjarnarnes 3,6%, Mosfellsbær 4,5%, Garðabær 2,3%, þetta er náttúrulega ekki í lagi.

Það er ekki undarlegt að vandinn aukist í Reykjavík. Fólk sem þarf á þessum úrræðum að halda eiga enga möguleika í öðrum sveitarfélögum á svæðinu, þar eru menn bara að grilla og græða.

Ef þessi sveitarfélög væru ekki nema í slöku meðallagi væri vandinn að stórum hluta úr sögunni. Ef þeir væru að leggja jafn mikið í málaflokkinn og Akureyri og Reykjavík þýddi það 400-500 íbúðir í viðbót á svæðið.

Af hverju er menn að skamma þá sem best gera en nefna ekki skussana ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Segðu. Reyndar voru gömlu borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins ekki svona andfélagslegir.T.d. Bjarni Ben og Gunnar Thoroddsen..Hinir vel launuðu bæjarstjórar nágrannasveitafélagana mættu axla ábyrgð. .Það er alltaf verið að segja að Reykjavíkurborg þyrfti að byggja miklu meira leiguhúsnæði sem er vissulega rétt. En hvað með hina ?

Hörður Halldórsson, 2.8.2017 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband