Gríðarlegt tjón fyrirsjáanlegt vegna Brexit.

Hátt í millj­ón borg­ara Evr­ópu­sam­bands­ins sem vinna í Bretlandi hafa annað hvort íhugað að yf­ir­gefa landið eða hafa þegar gert upp hug sinn um að fara. Ástæðan er fyr­ir­huguð út­ganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Brexitliðar blekktu kjósendur í Bretlandi í aðdraganda Brexit.

Það er að koma í ljós síðustu mánuði að brotthvarf þessa fyrrum heimsveldis muni valda efnahagslegum hamförum og Bretland verði í efnahagslegum sárum næstu árin.

Nýjustu fréttir eru að hundruð þúsunda ætla eða hugleiða að flytja á brott.

Skotar og Norður Írar eru tvístígandi.

Evrópulöndin ætla ekki að veita Bretlandi neina afslætti af samningum og réttindum í framhaldi af Brexit.

Bretland hélt eins og Ísland að það væri hægt að velja sér góðu bitana í samningum við ESB og sleppa við annað sem væri skuldbindandi.

Svo verður greinilega ekki.

Það er því sama staða í Bretlandi og Íslandi, einangrunarsinnar ráða för og landsmenn bera tjónið af afturhaldinu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bretar munu reyna að sleppa af Brexitkróknum, ekki spurning um að það verður reynt.

Fyrirsjáanlegt tjón fyrir landsmenn er svo hrikalegt að þeir munu reyna að sleppa.

Kannanir í Bretlandi sýna að fylgi við Brexit og framtíðaráform því tengt er hríðfallandi.

Landsmenn eru að sjá að þeir voru blekktir af öfgamönnum.


mbl.is Hátt í milljón vill yfirgefa Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband