Ójöfnuður með því mesta á Íslandi.

Allir tekjuhópar borga stærra hlutfall af tekjum sínum í skatta en þeir gerðu fyrir tæpum 20 árum síðan. Byrði tekjulægstu hefur aukist mest, munurinn á skattbyrði þeirra og hinna ríkustu hefur minnkað og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfis dregist saman.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stjórnað Íslandi lengst af þessi rúmlega 20 ár frá árinu 1996.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru samfellt í stjórn frá 1995- 2007.

Aftur 2013 - 2016.

Eina félagshyggjustjórnin sem verið hefur við völd á þessu tímabili var stjórn Jóhönnu Sig frá 2009 - 2013, sú stjórn hafði fengið hrunið í fangið og gerði lítið annað en vinda ofan af þeim ósköpum.

Hægri flokkar með sterkar hægri áherslur hafa því stjórnað þessu landi í meira en 85% tímans og afleiðingarnar eru augljósar.

Þeim ríkari er hyglað og dregið úr áhrifum skattakerfis til jöfnunar lífskjara.

Skattbyrði hefur aukist á alla þegna þjóðfélagins og lang mest á þá sem lægst hafa launin.

Skattastefna Sjálfstæðisflokksins er innatómt kjaftæði og kosningalygi.

Þeir eru skattaflokkur og þeir sem minnst mega sín blæða mest. Við þessa iðju hefur flokkurinn notið dyggs stuðnings bændaflokksins Framsóknar sem hefur seinni árin opinberað sig sem harðlínu-hægri flokk.

Ísland er í hópi ríkja sem níðast á þeim sem minnst mega sín en klappa auðvaldinu.

Það er til skammar og ég trúi ekki að kjósendur gangi enn og aftur auðvaldi og sérhyggju Sjálfstæðisflokksina á hönd.


Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 818036

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband