Ríkisstjórnarflokkar með allt á hælunum.

A2017 rollaðgerðir stjórnvalda til aðstoðar sauðfjárbændum koma of seint, segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Bændur þurfi næstu þrjár til fjórar vikurnar að ákveða hversu margar skepnur þær ætli að halda í vetur. Fimm mánuðir séu frá því bændur leituðu aðstoðar stjórnvalda og tímann hafi stjórnvöld nýtt illa, segir Oddný.

Núverandi ráðherrar og ríkisstjórn eru fullkomlega getulaust fyrirbæri.

Nú eru fimm mánuðuðir síðan bændur leituðu aðstoðar og ekkert hefur gerst.

Þannig er staðan í fjölda mála.

Nú er það orðið of seint að þessi aðstoð berist segja bændur.

Ríksstjórnarþingmenn og ríkisstjórnin hafa verið í sumarfríi frá því í vor og ekki undarlegt að ekkert gerist í þeim málum sem þarf að afgreiða.

Stjórnarmyndunin í haust var stórslys.

Duglaus verkstjóri safnaði saman duglausum ráðherrum og nú er það að hefna sín.

 


Okrið drepur ferðaþjónustuna.

„Þessi upp­hæð fyr­ir bíla­stæði í 15 mín­útna stoppi er allt of há. Ég myndi segja að þetta væri eitt dýr­asta bíla­stæði heims,“ seg­ir Eng­lend­ing­ur­inn Katie, sem er á ferðalagi um Ísland með fjöl­skyldu sína, um gjaldið sem tekið er af gest­um á bíla­stæðinu við Selja­lands­foss þar sem kost­ar 700 kr. að leggja bíl óháð því hversu lengi fólk dvel­ur þar eða hvort það nýt­ir sér sal­ern­isaðstöðuna á svæðinu

Enn eitt dæmið um gegndarlaust okur og ósvífni gagnvart ferðamönnum.

700 krónur á bílastæði án tillits til hversu lengi og án tillits til þess hvort notuð sé salernisaðstaða.

Þegar maður er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu og ber þetta saman við það sem þar er í boði, er skiljanlegt að erlendir ferðamenn reki upp stór augu.

En sennilega verður þetta ekki vandamál mikið lengur.

Orðspor Íslands mun fækka ferðamönnum og kæmi ekki á óvart að þeim fækkaði um tugi prósenta á næstu fimm árum.

Í það minnsta vinna þeir sem eiga viðskipti við ferðamenn markvisst að því að fækka þeim með gengdarlausu okri og ósvífni.


mbl.is Dýrasta bílastæði í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er forsætisráðherra ?

2017 bbBjarni sagði að það þyrfti „náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á“.

Um næstliðin áramót lýsti núverandi forsætisráðherra því yfir að það væri geðveiki að sjá ekki hvað við hefðum það gott.

Þessi sami forsætisráðherra hefur að mestu verið horfinn frá því í maí og ríkisstjórn hans hefur ekkert fundað í sumar.

Það er kannski pínulítil geðveiki líka.

Frábært land með horfinn forsætisráðherra, það er geggjað.

Nú hefur ríkisstjórn þessa sama ráðherra mælst með rúmlega fjórðungs fylgi, sennilega eitt það minnsta sem ríkisstjórn hefur mælst með.

Það er kannski sama geðveikin og verkstjórinn horfni, lýsti yfir um síðustu áramót.

En þó hefur þetta ákveðinn og langþráðan kost í för með sér.

Þjóðin sem venjulega er ákaflega ósammála í flestum mála er að sameinast í ákveðinni skoðun á stjórnvöldum.

Horfinn ráðherrann og ríkisstjórn hans eru handónýtt stjórnvald sem þarf að kjósa út úr stjórnarráðinu sem fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón af veru þeirra þar.


Bloggfærslur 25. ágúst 2017

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 1252
  • Frá upphafi: 818022

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1238
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband