Færsluflokkur: Bloggar
7.10.2015 | 09:49
Menntamálaráðherra segi af sér.
Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri kallar eftir afsögn Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra.
Pólistísk spilling verður ekki augljósari segir Páll.
Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra.
Hún reyndi að tala sig frá vandamálinu en það gekk ekki.
Illugi fer aðra leið.
Hann ætlar að þegja sig frá vandamálinu.
Hann svarar engum fyrirspurnum og kemst upp með það.
Fjölmiðlar eru sannarlega ekki að standa sig í málum Illuga enda búið að reita allar fjaðrir af DV og þeir eru bara í kökuuppskriftum þessa dagana.
Sjálfstæðismenn gera ekkert í svona málum, á þeim bænum er þetta daglegt brauð og ekki vandamál.
Orðin pólitísk spilling er ekki til í orðabók Valhallar.
Það er að hreinu, hvergi í Evrópu og þótt víðar væri leitað væri ráðherra með sklíkan syndabagga á bakinu ekki í embætti.
En á Íslandi er það ekkert tiltökumál.
Hvar eru fjölmiðlar í þessu máli ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2015 | 12:42
Löggan reynir að ná sambandi við fílabeinsturninn.
Lögreglan fjölmennir við Stjórnarráðið.
Þar reyna þeir að ná sambandi við tvo gulldrengi sem sitja á friðarstóli í fíklabeinsturni sínum.
En skilningur þessara tveggja ráðamanna á hlutskipti launamanna er enginn, enda hefur hvorugur þeirra nokkru sinni þurft nokkuð fyrir lífinu að hafa.
Ríkisstjórnin hefur stýrt málefnum vinnummarkaðs í hreint óefni og framundan er erfiður tími í efnahagslegum skilningi.
Ég vona að lögreglan hafi erindi sem erfiði en hræddur er ég um að báðir silfurskeiðardrengirnir séu heyrnar og sjónlausir þegar kemur að kjörum venjulegs launafólks.
![]() |
Við erum kolbrjálaðir og til í allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2015 | 14:39
Innistæðulaus forsætisráðherra.
SDG hefur margoft gefið hástemmdar yfirlýsingar.
Mjög oft hafa þær verið algjörlega innistæðulausar.
Þá hefst ferli þar sem Jóhannes útskýrari hefur útskýrt fyrir okkur pöpulnum að við séum fórnarlömb misskilnings.
Eins og vanalega vorum við bara að skilja forsætisráðherra vitlaust.
Nú er aumingja Jóhannes útskýrari hættur að vilja tjá sig um orð forsætisráðherra enda vondan málstað að verja.
SDG las þetta af blaði á útlensku og fór ekkert á milli mála hvað hann sagði.
Reyndar endemis rugl eins og oft áður.
Það er umhugsunarefni hvort það sé ráðlegt að sleppa forsætisráðherra í ræðustóla, oftar en ekki vellur þar fram eitthvað innistæðulaust raus.
![]() |
Ekki innistæða fyrir yfirlýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2015 | 14:05
Af hverju ljúga ráðherrar ríkisstjórnarinnar ?
Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja ósatt.
Kannski ekkert nýtt þegar kemur að ráðherrum þessarar ríkisstjórnar.
Sannleikurinn er þeim einskis virði og læknaráð bendir á í ályktun hversu ósvífin þessi málflutningur ráðherranna er.
Hreinlega kolsvört lygi samkvæmt lykilmönnum hjá Landspítala.
Alveg stórmerkilegt hvað t.d. forsætisráðherra fær að fabúlera í viðtölum, blaðamenn hafa ekkert til brunns að bera til að taka á lyginni.
Ráðherrann fær að bulla að vild án nokkurra viðbragða fjölmiðlamanna.
Þeir kokgleypa fullyrðingarnar og sýna ekkert aðhald.
Annað hvort illa undirbúnir eða þora ekki.
Spurning hvort er.
![]() |
Alþingi endurskoði fjárlagafrumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2015 | 12:36
Sóðalegur Sjálfstæðisflokkur.
______________
Sjálfstæðisflokkurinn tapað sér algjörlega í umræðunni um takmarkað viðskiptabann Reykjavíkur á fyrirtæki á hernumdum svæðunum í Palestínu.
Að sjálfsögðu átti þessi tillaga að vera betur unnin og vandaðri.
En Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að nota sér þetta mál til að fara í pólitískan leðjuslag.
Ráðherrar hafa hreinlega skrökvað til að aðstoða.
Ákveðinn ráðherra fullyrti að kvikmyndaiðaðurinn í Bandaríkjunum vær fúll og viðskipti í hættu.
Fram hefur komið að enginn kannast við að hafa heyrt þetta.
Hreinlega lygi að því er virðist.
Annar fullyrti að fjárfestar ætluð að hugleiða að hætta við byggingu hótels í miðborg Reykjavík.
Líka rangt - sennilega lygi.
Síðan var sorglegt að fylgjast með borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í umræðum í gær.
Þetta má er skólabókardæmi um hversu lágt er hægt að leggjst til að koma höggi á andstæðinga, lýgi, hálfsannleikur og lítilmótlegur málflutingur eins og heyra mátti hjá Áslaugu Friðriksdóttur.
Og svo til að kóróna tvöfeldina vildi Kjartan borgarfulltrúi Sjalla ekki svara því hvort hann og flokkurinn mundi styðja vel útfærða tillögu um að þrengja að viðskiptum með vörur frá fyrirtækjum á hernumdu svæðunum.
Hann ætlar vafalaust og bíða og sjá hvað hentar flokknum og honum pólitískt þegar þar að kemur.
Hentistefna í sinni tærustu mynd.
![]() |
Biðst afsökunar á ummælunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.9.2015 | 14:26
Höskuldur, af hverju Rússland en ekki Ísrael ?
________________
Höskuldur Þórhallsson er skroppinn í pólískan poppulisma eins og oft áður.
Hann vill ekki hrólfa við Ísrael en styður viðskiptabann á Rússland.
Hvorutveggja gæti orðið dýrt fyrir landið.
Þá liggur fyrir að þingmaðurinn svari eftirfarandi spurningum.
Af hverju styður þú viðskiptabann á Rússland en ekki Ísrael ?
Er það stjórmálalegur poppulismi eða hugleysi ?
Af hverju á Ísrael að njóta friðhelgi þegar kemur að umræðu um mannréttindabrot ?
Einfaldar spurningar sem hægt er að svara opinberlega fljótt og vel ef vilji er til.
![]() |
Ísraelskt ofbeldi ekki ósnertanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2015 | 10:26
Eru ráðamenn á Íslandi huglausar gungur ?
Auðvitað voru aðgerðir Reykjavíkurborgar illa undirbúnar og ef ætlunin var að fara sömu leið og t.d. Kaupmannahöfn hefði þurft að standa öðruvísi að málum.
En atburðarás undanfarinna daga skilur mann eftir hugsi.
Allir vita hverskonar óhæfu Ísrael hefur verið að vinna í Palestínu mörg undanfarin ár.
Þúsundir sakalausra borgara hafa látið lífið og heilli þjóð er haldi í gíslingu herveldis.
En hvað gerist.
Íslenskir ráðamenn skjálfa á beinunum og hafa sýnt hugleysi sitt á afgerandi hátt síðustu daga.
Ísrael hefur aðeins þurft að ygla sig og hver ráðamaðurinn af öðrum hefur sýnt að þeir eru prinsiplausir og huglitlir.
Niðurstaðan er ... við verðum að hugsa um hagsmuni OKKAR, þar af leiðandi er af hinu illa að benda á óhæfuverkin í Palestínu.
Getur það verið að meirihluti ráðamanna á Íslandi, sérstaklega Sjálfstæðismenn fari sáttir að sofa í ljósi skoðanna sinna og hugleysis.
Kannski bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2015 | 13:31
Oddviti Sjálfstæðisflokksins styður gjörðir Ísraels í Palestínu.
________________
Auðvitað var samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur illa undirbúin og klaufaleg.
Því mótmælir enginn.
Nú hefur oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkur lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn vill EKKERT gera í þessum málum.
Það er ekki nokkur leið að skilja ummæli oddvitans á annan hátt en þann að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík styðji framferði Ísraels í Palestínu.
Þeir vilja styðja með þögninni.
Það er óhugnarleg tilhugsun að flokkur á Íslandi og oddviti hans séu ekki tilbúnir að segja neitt um morð á óbreyttum borgurum þar með talinna barna á hernámssvæðum Ísraels.
Sorglegt en engu að síður staðreynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2015 | 15:12
Icesave hvarf ekki, það var greitt fullu verði.
Icesave hvarf ekki, var greitt fullu verði.
Lokagreiðsla er 20 milljarðar.
Um það var samið eins og annað í þessu mál þegar upp var staðið.
Vonandi hætta Framsóknarmenn að tala um Icesave sem hvarf.
Þrotabú LBI hf greiddi þá skuld að fullu eins og til stóð.
Merkilegt hvað þjóðsagan um Icesave og "við borgum ekki" var lífsseig.
En nú er þessu lokið og það er vel.
![]() |
Samið um lokauppgjör Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
17.9.2015 | 13:39
Glötunarstígur ríkisstjórnarinnar.
______________
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er komin á nákvæmlega sama ferðalag og á árunum 2004-2007.
Miklar launahækkanir forgangshópa.
Gríðarlegar hækkanir á fasteignum.
Vaxtahækkanir úr öllu korti.
Skattalækkanir ofan í þennslu.
Styrking krónunnar umfram raunveruleika.
Einkvæðingarhugmyndir með banka og fleira.
Gæluhópum hægri flokkanna tryggðir fjármunir úr sameiginlegum sjóðum.
Svona mætti halda áfram.
Staðan er einfaldlega þannig að þessir flokkar lærðu nákvæmlega ekki neitt og stefna þjóðinni fram af hengifluginu enn og aftur.
Bara spurning um tíma fái þeir að ráða.
![]() |
Verð á íbúðum rýkur upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 820369
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar