Færsluflokkur: Bloggar

Klúður - samnefni fyrir núverandi ríkisstjórn.

Bjarni Benediktsson fjármaálaráðherra segir ólíðandi að fáir útvaldir búi að sérkjörum á sölu Arion banka á hlutum í Símanum. Engin þolinmæði sé fyrir slíku í þjóðfélaginu. Málið sé klúður.

Það er engin þolinmæði fyrir þessari ríkisstjórn í þjóðfélaginu, væri nær lagi að segja.

Allt of margt í hennar valdatíð er KLÚÐUR eins og BB kallar það.

Leiðréttingin er klúður.

ESB málin eru klúður.

Borgunarmálið er klúður.

Dómsmálaráðherra var klúður.

Menntamálaráðherra er klúður.

Forsætisráðherra er klúður.

Bankamálin eru klúður.

Kvótagjafirnar til útgerðamanna eru klúður.

Klúður er því þetta brennandi lykilorð þegar lýsa á valdatíma þessarar ríkisstjórnar.

Klúður í uppsiglingu í uppgjöri kröfuhafanna.

Margt er ótalið.

Enda er fylgið hrunið af henni.

 

 

 


Hin fullkomna siðblinda.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og samflokksmaður Illuga sagði í viðtali við Morgunútvarpið í gær að málið hefði veikt Illuga. Sigmundur Davíð tekur ekki undir það. „Ég skil nú ekki alveg út á hvað þetta allt gengur. Hvað Illuga er gefið að sök.

Forsætisráðherra er fullkomlega siðblindur.

Hann sér ekkert að málum menntamálaráðherra.

Að hann sjái og skilji ekki að neitt sé að segir okkur að hann á við alvarlega siðblindu að stríða.

Og að svona menn séu í valdastöðum er hreinlega hættulegt.


Gungan í Stjórnarráðinu.

Stjórn­ar­andstaðan á Alþingi gagn­rýndi for­sæt­is­ráðherra harðlega á Alþingi í dag þegar óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurn­ar­tími var. Kvöddu nokkr­ir þing­menn sér hljóðs til að ræða störf þings­ins þar sem for­sæt­is­ráðherra var sagður hlaupa und­an því að vilja ræða verðtrygg­ingu og mögu­legt af­nám henn­ar, eins og hann hafði boðað í kosn­ing­um.

_______________

Forsætisráðherra er enn og aftur á hröðum flótta frá sjálfum sér.

Honum finnst voðalega gaman að gera sig breiðan í útlöndum þar sem hann þarf ekki að svara óþægilegum spurningum.

Ef hann fær einhverjar spurningar þar þá er svo þægilegt að segja bara eitthvað, enginn þar gengur á hann með áreiðanleika svaranna.

En heima á Fróni er hann helst ekki þingsal og svarar alls ekki spurningum sem að honum er beint.

Sennilega er hann skíthræddur við stjórnarandstöðuna eða þá að hann nennir þessu ekki.

Ég hallast að því síðarnefnda.


mbl.is „Er hann að éta köku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast þjóðinni - enn og aftur.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að það yrði að „skaðlausu“ að veita fjármálafyrirtækjum heimild til að greiða tvöfalt hærri bónusgreiðslur en núverandi reglur kveða á um og þær megi því vera allt að 50 prósent af föstum árslaunum starfsmann.

Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekkert af hruninu.

Nú er flokkurinn á hraðferð í að búa til sama ástand og varð Íslandi að falli í hruninu.

Nú stefnir í að flokkurinn sé að bregðast þjóðinni, almenningi á Íslandi, enn og aftur.

Fyrirgreiðsla til vildarvina, fjármunir færðir úr sameinginlegum sjóðum til fárra.

Kíkur auðmanna í gjörgæslu Valhallar.

Framsóknarflokkurinn styður Sjálfstæðisflokkinn í þessari vegferð eins og vanalega.

Enda var skýrsluhöfundur Sjálfstæðisflokksins hvað varðar hrunið og ábyrgð flokksins rakkaður niður.

Hann sagði þeim sannleikann um flokkinn.

Stundum spyr maður sig, hvað varð um dómgreindina.

 

 


Elín ferðamálaráðherra = flopp.

„Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir Össur í færslu á Facebook í morgun. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýninn á störf Ragnheiðar Elínar og kallar nýjasta útspil hennar „enn eitt flopp“ ráðherrans.

_______________

Eins og Össur bendir á, þegar hann og Vigdís Hauksdóttir eru sammála er eitthvað rotið á ferðinni.

Elín floppmálaráðherra, þessi með passann er í enn einni skógarferðinni.

Búin að koma á fót vinastofnun og planta þar góðum Sjálfstæðismanni.

Sá hinn sami á að fá tvær millur á mánuði en alsendis óljóst hvar í stjórnkerfið á að planta þessu afkvæmi floppmálaráðherra.

Þessi góði Sjálfstæðismaður afneitar að vísu upprunanum en er samt sem áður fulltrúi á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins.

Að vera eða vera ekki eins og sagt var um árið.

Mergurinn málsins er hinsvegar að allt sem ferðamálaráðherra tekur sér fyrir hendur er mislukkað og fáir eða engir treysta sér til að styðja það.

Nú er svo komið að formaður fjárlaganefndar er hundóánægður með þessa skógarferð ráðherrans.

Þá er eitthvað að.

Einkvinavæðing Sjálfstæðisflokksins er kominn á fullan snúning á ný og ljóst að þessi furðulegi flokkur lærði EKKERT af því að gera upp á bak í hruninu.


Mugabe Lukashenko eða Ólafur Ragnar ?

 

Það er að verða spennandi að fylgjast með hver þraukar lengst í embætti Ólafur Ragnar, Lukashenko eða Mugabe.

Lukashenko frá 1994, Ólafur Ragnar frá 1996 og Mugabe frá 1987.

Mugabe er fæddur 1924. Ólafur 1943 og Lukashenko 1954.

Þrír þaulsætnustu forsetar veraldarinnar í dag.

Hvít-Rússinn er í bestu stöðunni óneitanlega og varla fella landar hans hann úr embætti. Slíkt tíðkast ekki þar i landi.

Ekki dónalegur félagskapur fyrir ÓRG.

Svo er náttúrlega eitthvað af kóngum og drottningum þarna sem þeir eiga ekki séns í.

 


mbl.is Tilkynnir um framboð í nýársávarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðið og treygjanlegt eins og vanalega hjá SDG.

„Ég held að menn hljóti að ná niður­stöðu þar sem þið fylgið þeim kjara­bót­um sem aðrir hafa náð,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, eft­ir að hafa tekið við yf­ir­lýs­ingu frá lög­reglu­mönn­um, sjúkra­liðum og fé­lags­mönn­um SFR í dag. Mark­miðið sé að ná raun­veru­legri kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

 

Forsætisráðherra tækifærissinnaður eins og venjulega.

Hvað á hann við þegar hann segir " fylgið þeim kjarabótum sem aðrir hafa náð "

Er hann að tala um kjarasaminga á almennum markaði eða er hann að tala um niðustöður kjaradóms ?

Kjarasamningar á almennum markaði eru í uppnámi og munu taka breytingum í samræmi við niðurstöðu dómsins þegar þeir opnast.

Þannig að forsætisráðherra er vafalaust að tala um niðurstöðu kjaradóms.

Hvað er þá vandamálið ?

Samkvæmt þessu verður skrifað undir nýjan kjarsamning á næstu klukkustundum og málið dautt.

En líklega er þetta eins og annað frá SDG, loðið og teygjanlegt þannig að þetta er líklega bjartsýni að láta sér detta þetta í hug.

 


mbl.is Fylgi öðrum í kjarabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið í PR vinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það er ekkert fararsnið á mér. Meðan ég hef enn gaman af stjórnmálum þá ætla ég mér að vera í þeim. Daginn sem mér fer að finnast þetta leiðinlegt eða einhver byrði þá held ég að ég myndi skjótt skipta um starfsvettvang. Þá er til nóg af öðru fólki til að vinna þessa vinnu,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ákveðin tímamót eru þessa dagana.

Fréttablaðið hefur tekið við PR vinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Mogginn hefur fram að þessu séð um þá hlið mála en eitthvað er að breytast.

Risaréttilætingarviðtal við Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra vekur upp spuringar um stöðu Fréttablaðsins.

Hvað varðar greinina sjálfa er fátt að segja, réttlæting og blinda ráðherrans er yfirgnæfandi.

Mistök að segja ekki allt í upphafi segir ráðherrann.

Auðvitað eru það ekki mistök.

Það er meðvituð aðferð til að reyna að drepa málið, en þögnin virkaði ekki og nú er of seint að reyna að réttlæta það.

Það er með menntamálaráðherra eins og fyrrum dómsmálaráðherra.

Traust til viðkomandi er horfið og þó hann hangi á embættinu til kjörtímabilsloka mun það hafa áhrif á pólitískan feril hans það sem eftir er.

 


Letihaugar á þingi.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar komu hver á fæt­ur öðrum upp í ræðustól Alþing­is í dag í umræðum um störf þings­ins og gagn­rýndu Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra harðlega fyr­ir að vera ekki viðstadd­ur umræður í þing­inu og að verða illa eða alls ekki við beiðnum frá þing­mönn­um um sér­stak­ar umræður um ákveðin mál.

 

Forsætisráðherra nennir þessu ekki.

Sagan segir að hann eigi sér þann feril að klára aldrei neitt.

Það fer ekki á milli mála að honum leiðist óskaplega að vera í þingsal.

Sennilega verður þetta kjörtímabil hans á þingi það síðasta.

Hann er búinn að fá nóg af þessari vinnu, hún er of krefjandi og annasöm.

Enda segja flestir, er þetta ekki orðið ágætt Sigmundur.


mbl.is Vildi víta forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 820368

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband