Icesave hvarf ekki, það var greitt fullu verði.

DNB og FSCS hafa, líkt og aðrir for­gangs­kröfu­haf­ar hjá LBI hf. fengið greiðslur frá LBI hf. sem nema alls um 85% af höfuðstól krafna. Gert er ráð fyr­ir að for­gangs­kröfu­haf­ar muni end­ur­heimta höfuðstól krafna að fullu frá LBI hf.

Icesave hvarf ekki, var greitt fullu verði.

Lokagreiðsla er 20 milljarðar.

Um það var samið eins og annað í þessu mál þegar upp var staðið.

Vonandi hætta Framsóknarmenn að tala um Icesave sem hvarf.

Þrotabú LBI hf greiddi þá skuld að fullu eins og til stóð.

Merkilegt hvað þjóðsagan um Icesave og "við borgum ekki" var lífsseig.

En nú er þessu lokið og það er vel.


mbl.is Samið um lokauppgjör Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upphaflegi Icesavesamningurinn, hinn svokallaði Svavarssamningur frá 2009, fól í sér skuldbindingu á vaxtagreiðslum á Icesave innlánunum.

Greiðslur hefðu hafist á næsta ári og væri þá vaxtagreiðslurnar komnar í 200 milljarða króna.  Sú vaxtagreiðsla hvarf þar sem samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Karl (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 15:23

2 identicon

Jón Ingi, þetta er gleymska hjá þér þegar þú segir "eins og til stóð". Jóhanna og Steingrímur vildu að ríkissjóður greiddi skuldir óreiðumannana strax og beint. Auðvitað átti LBI að greiða Icesave og er nú búinn að gera það en ekki ríkissjóður okkar allra.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 15:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Karl og Örn. Þetta veit Jón Ingi mætavel enda hefur það ótal mörgum sinnum verið útskýrt fyrir honum. Samt kýs hann að hafa það sem betur hljómar fyrir málstað sinn og síns flokks. Það má reyndar hrósa honum fyrir hversu samkvæmur sjálfum sér hann er í þeim afflutningi og rangtúlkun sem hefur verið haldið úti allt frá upphafi málsins.

Það var ekki eingöngu 200 milljarða vaxtakostnaður sem hvarf með því að Svavarssamningurinn var felldur, heldur hurfu líka 100 milljarðar þegar Buchheitsamningurinn var felldur. Það jafngildir tæplega einni milljón króna á hvert heimili í landinu. Verði ykkur að góðu. :)

Þess má reyndar geta að TIF hefur frá upphafi boðið Bretum og Hollendingum þessa 20 milljarða greiðslu, sem nemur öllu innihaldi tryggingasjóðsins eins og það var við fall bankans, en hingað til hafa þeir ekki viljað taka við henni. Fyrst nú hafa orðið sinnaskipti hljóta þeir að falla frá dómsmálinu gegn TIF: http://www.tryggingarsjodur.is/Frett/16697/

P.S. Athugið að þó í fyrirsögn fréttarinnar standi "lokauppgjör" þá er það eingöngu milli TIF og útlendinganna, en ekki slitastjórn gamla Landsbankans sem á eftir að greiða afganginn. Athugið einnig að þessi niðurstaða sannar þá málsástæðu Íslands fyrir EFTA-dómstólnum sem sneri að því að evrópska innstæðutryggingakerfið væri ósjálfbær rökleysa. Það sést á því að til að "tryggja" 1.300 milljarða innstæður í erlendum gjaldeyri, voru aðeins fyrir hendi 20 milljarðar í innlendum gjaldmiðli. Hlutfallið er álíka lágt í öllum hinum Evrópulöndunum. Þess vegna þurfti til dæmis að loka bönkum í Grikklandi í marga daga í sumar, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til peningar fyrir innstæðum fólks í þessu bandvitlausa kerfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 16:10

4 identicon

Bullið um Icesave heldur áfram og bara versnar.

Nú halda stuðningsmenn Framsóknarflokksins því fram að við hefðum þurft að greiða vexti samkvæmt Svavars-samningnum og Bucheit-samningnum samtals 300 milljarða. Það er ekki á framsóknarmenn logið. Gleymist ekki að telja með vextina sem um var rætt í tíð Geir Haarde? Þá er upphæðin eflaust komin í 600-700 milljarða.

Ríkisstjórn Geirs Haarde og Davíð Oddsson skuldbundu sig til að greiða Icesave í skriflegu samkomulagi. Þegar það lá fyrir greiddu bresk og hollensk stjórnvöld Icesave innistæður Breta og Hollendinga. Svavari tókst hins vegar að ná betri samningi. AGS og þær þjóðir sem vildu lána okkur settu sem skilyrði að ríkið ábyrgðist Icesave en Svavars-samningnum var samt hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að hafna Buchheit samningnum var gífurleg áhætta og því mikil fífldirfska. Flestir virtust halda að málið snerist um hvort við ættum að borga Icesave eða ekki. Málið snerist hins vegar um hvort við ættum að borga skv samningnum eða taka þá áhættu að þurfa að greiða margfalt meira.

Þó að við slyppum með skrekkinn var ákvörðunin röng. Að taka slíka áhættu er óverjandi. Auk þess er líklegt að við hefðum alls ekki komið fjárhagslega verr út úr því að samþykkja samninginn. Kostnaðurinn vegna tafa og annars sem höfnun leiddi til var eflaust meiri en þessir 60-70 milljarðar sem við hefðum þurft að greiða.

Þegar ÓRG boðaði til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar fór lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Það hefur átt stóran þátt i þeim kostnaði sem höfnun Buchheit-samningsins leiddi til með hærri vöxtum ofl.   

Það er athyglisvert að kostnaðurinn ef samningurinn hefði verið samþykktur er miklu lægri en hlutur ríkisins í skuldaleiðréttingunni svokölluðu en sá kostnaður verður yfir 100 milljarðar þegar skattalækkanirnar vegna útgreidds viðbótarlífeyris eru taldar með. Það er einnig ljóst að skuldalækkun til þeirra sem þurftu alls ekki á henni að halda og/eða höfðu hagnast á sínum lánum var hærri en Icesave-greiðslan hefði orðið.2

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 17:51

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það voru nú margir þjóðrembingar sem margoft sögðu að það ætti alls ekki að borga þeim það sem þó var í sjóðnum.  Ofstæki manna var svo mikið.  Ofstækið var álíka og gegn flóttamönnum núna.  Það mátti ekkert gera nema segja fokk you bretar og hollendingar.

Virðist við fyrstu sýn sem framsókn hafi samið núna um að borga allt uppí topp.  Þetta er þó enn afar óljóst og vantar algjörlega hvernig nákvæmlega samningarnir voru.  En samningunum er öllum haldið leyndum í aflæstum reykfylltum bakherbergjum.  Enginn má sjá og allra síst þjóðin.

Nú, að öðru leiti, þá eru komment við froðu sigmundar á hans facebook allt hið hlægilegasta.  Það er ekki hægt annað en hlægja að þessari vitleysu og hve sumt fólk getur látið plata sig.

Fyrst framsjöllum tókst að plata meirihluta þjóðar svona í þessu smámáli, - þá geta þeir platað nægilega stóran hluta innbyggja hérna í öllum málum um fyrirsjánlega framtíð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2015 kl. 18:16

6 Smámynd: Aztec

Það er rétt, að IceSlave er nú að fullu lokið af hálfu íslenzka ríkisins (skattgreiðenda), þótt enn eigi eftir að hýða Sigurjón Þ. Árnason og Björgólfsfeðga opinberlega á Trafalgar Square, sem eins og eignir Gamla Landsbankans kemur ríkissjóð ekkert við.

En það eru fleiri en Jón Ingi sem eru spældir yfir því að ríkissjóður skyldi hafa sloppið við að punga út hundruðum milljarða til að greiða veginn fyrir aðild að Öskuhaugasambandinu: Ómar Bjarki, Steini Briem o.fl. eiga örugglega eftir að hella úr skálum reiði sinnar yfir þessum farsælu málalyktum, sem eingöngu er að þakka því að meirihluti kjósenda og forsetinn vildu ekki taka þátt í blekkingarleik hinna greindarskertu.

Aztec, 18.9.2015 kl. 18:29

7 Smámynd: Aztec

Oops, talk about the devil ...

I rest my case.

Aztec, 18.9.2015 kl. 18:30

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vekur vissulega athygli hve einennilega málið ber að.

Það er eitthvað hlægilegt við hvernig fram er sett.

Sennilegast eru framsóknarmenn og þjóðrembingar búnir að láta borga tvöfalda Icesaveskuld landsins.   Þetta er allt gert gegnum Landsbankann.  Hollendingar voru búnir að fá borgað í fyrra, minnir mig.  Þetta er þá ofan á það og verða hluti af vöxtum hlýtur að teljast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2015 kl. 18:48

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sennilega er þessi einkennilega kímnigáfa þín að villa eitthvað fyrir þér Ómar Bjarki.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2015 kl. 18:56

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki virðist hafa gleymt því að TIF á 675 milljarða króna forgangskröfu í slitabú gamla Landsbankans sem gjaldfellur núna upp að nákvæmlega sömu fjárhæð og sjóðurinn greiðir til kröfuhafa samkvæmt samkomulaginu sem tilkynnt var um í dag. Það fæst semsagt jafn mikið inn þeim megin eins og er greitt úr sjóðnum hinumegin, og staða TIF því er því hlutlaus gagnvart þessu gegnumstreymi. Allar greiðslur til Breta og Hollendinga koma því beint eða óbeint úr slitabúi Landsbankans, þó að þessi litli hluti þeirra hafi um stundarsakir viðkomu hjá TIF, og í raun getur TIF gengið frá þessu með því að einfaldlega framselja kröfu sína á Landsbankann til Breta og Hollendinga, án nokkurs kostnaðar. Ómar Bjarki virðist líka vera búinn að gleyma því að TIF er ekki ríkisstofnun og kemur því stjórnvöldum ekkert við, þannig að ekki er um neina samninga af hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða né þeirra flokka sem að henni standa. Reyndar er flest sem bendir til þess að umrætt minnisleysi Ómars Bjarka sé að mestu leyti áunnið og valkvætt, rétt eins og hjá öðrum borgunarsinnum. Talandi um ofstæki... hvað með þráhyggju?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 18:57

11 identicon

Með 20 milljarða greiðslu úr Tryggingarsjóði innistæðueigenda er kostnaðurinn, ef Buchheit-samningurinn hefði verið samþykktur, kominn niður í 40-50 milljarða og er þá miðað við þegar greiðslur bárust úr þrotabúinu til forgangskröfuhafa. 

Vegna gjaldeyrishafta varð seinkun á síðustu greiðslum þangað til undanþága var veitt. Sú undanþága hefði eflaust verið veitt miklu fyrr, ef samningurinn hefði verið samþykktur, til að lækka vaxtagreiðslur ríkisins.

Endanleg upphæð hefði því trúlega farið undir 40 milljarða sem er að mínu mati miklu lægri upphæð en kostnaðurinn sem höfnun leiddi til í formi tafa, lækkaðs lánshæfismats, hærri vaxta, minna trausts ofl. Í ljósi þess værum við betur sett í dag ef við hefðum samþykkt samninginn þrátt fyrir að við sluppum með skrekkinn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 18:58

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur Ásgeirsson hefur hér sent þetta gengdarlausa kjaftæði til föðurhúsanna, svo þr er litlu við að bæta. Það má þó minna á að málið stóð fyrst og fremst um það fordæmi að ríkissjóður beri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka eða einkafyrirtækja almennt, sem átti að þvinga upp á okkur með hótunum og kúgunum og án söma og laga. Allt sem andstæðingar vildu var að þetta færi fyrir dóm. Það var nokkuð víst að sá dómur gat varla farið nema á einn veg, enda er engin þjöð sem myndi fallast undir þá afarkosti að bera ábyrgð á einkaskuldum. Ef svo væri þá nægði fall eins til tveggja meðalstórra banka til að gera hvaða ríkissjóð sem er gjaldþrota.

Maður er alveg andaktugur yfir hversu freðnir þessir blessaðir jámenn eru og staðráðnir í að halda merki auðvaldsins á lofti í þessu. Það jarar við halfgerðan geðklofa að sjá vinstrimenn klifa á þessum ranfæralum út í það óendanlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2015 kl. 19:42

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásmundur. Hefurðu ekki áttað þig á að TIF er alls ekki ríkisstofnun heldur fjármagnaður af bönkunum? Ekkert af þessum kostnaði hefur því fallið á ríkissjóð, ekki ein einasta króna.

Varðandi tjón sem vísað er til af völdum tafa, minna trausts, lánshæfis o.fl. Þið sem ólmuðust í að vilja borga þetta hljótið nú að keppast um að bæta það tjón okkur hinum, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 20:31

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veit í raun enginn hvað þarna er á ferðinni fyrr en hann fær að sjá umræddan samning.

Það besta í dag kom þó frá talsmanni Tryggingasjóðs sem sagði í tilkynningu:  ,,Samningurinn gerir TIF kleift að einbeita sér að megin hlutverki sínu að veita neytendum og öðrum innstæðueigendum á Íslandi tryggingu á innstæðum sínum. "

HAHAHAHA.  þvílíkur djókur.

Hvað ætlar þessi sjóður að tryggja?  Tómur sjóður?  Þessi sjóður er ekki að fara að tryggja neitt um fyrirsjánlega framtíð.  Enda til hvers?  Meirihluti íslendinga er búinn að koma þeirri hefð á hjá sér að það þurfi ekkert að standa við lágmarksneytendavernd.  Þeir létu dæma svoleiðis.  Til hvers ætti þá sjóður að tryggja?  

Það er ljóst að næst þegar banki fer á höfuðið hér þá verður ríkið að hlaupa undir bagga eins og síðast.  Verður ríkistrygging á innstæðum bein og óbein.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2015 kl. 21:24

15 identicon

ég tek undir með guðmundi, icesave snerist um ríkisábyrgð á einkaskuldum, þannig að það er ekkert skylda skattborgaranna að axla þessar klyfjar eins og ásmundur vill meina. Auk þess voru þessir tveir samningar sem voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu í raun lántaka á okurvöxtum, sem hefði gert ríkissjóð mun fátækari en hann er í dag, menn reikna þessa tölu allt upp í 200 milljarða. Þannig að ég sé ekki hvað ásmundur er að fara með þessu, íslenskum skattborgurum bar aldrei skylda að borga neitt af þessu, að ég tali nú ekki um siðferðilega hlið þessa máls

gunnar (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 22:25

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er í raun veikburða eftiráskýring.  Megin afstaða manna var ,,að borga ekki" eða með öðrum orðum að það átti nú aldeilis að svína og svindla á útlendingum.

Málið hinsvegar snerist um hvernig hagstæðast væri fyrir landið að koma greiðslunum til skila.  Því að aldrei var minnsti möguleiki á að borga ekki þessa skuld með einum eða öðrum hætti.

Það gekk og eftir.  Það varð að borga allt uppí topp plús álag.

Skaðakostnaðurinn af framsóknarmönnum, forseta og þjóðrembingum er hinsvegar gríðarlegur.

Það kom ekkert útúr fíflanganinum nema skaðakostnaðurinn.

Flestum hefði nú fundist nóg að borga bara Icesaveskuld landsins, en nei!  Framsóknarmenn og þjóðrembingar heimtuðu að tvöfallda skuldina og knýja á herðar almennings.

Það var þetta beisiklí sem gerðist. 

Það að ríkið kæmi að þessu sem milligöngumaður var aðeins til að einfalda málin og skapa sem hagstæðust kjör.

Allur hugsanlegur kosnaður fyrir ríkið hefði svo að sjálfsögðu verið innheimtur af fjármála- og bankakerfinu.  En það máttu nú framsóknarmenn og þjóðrembingar ekki heyra.  Almenningur skal borga!  Sögðu þeir.  Og þá sérstaklega hinir verst stæðu í samfélagi.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2015 kl. 23:29

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki reynir nú að láta eins og hans viti ekki mætavel að um leið og greiðsluskylda tryggingasjóðs stofnast eignast hann samsvarandi forgangskröfu á eignir slitabús viðkomandi banka, og getur gengið að þeim til að fullnusta kröfur innstæðueigenda. Þetta er sú trygging sem almenningur nýtur í gegnum TIF og það er ekki ríkisábyrgð heldur bankaábyrgð.

TIF er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfseignarstofnun fjármögnuð af bönkunum auk þess sem þeir skipa meirihluta stjórnar hans.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 23:46

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki fyrst þú ert svona ólmur í að borga það sem þú kallar "Icesaveskuld landsins" skaltu bara senda breska innstæðutryggingasjóðnum ávísun og hætta svo þessu ati.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2015 kl. 23:51

19 identicon

Hvers vegna hafa þeir sem höfnuðu Icesave ekki kynnt sér málið?

Upp til hópa fullyrða þeir að málið hafi einungis snúist um ríkisábyrgð á innistæðutryggingarsjóðnum. Greinilega hefur það algjörlega farið framhjá þeim að málið snerist ekki síður um mismunun vegna innistæðna erlendis sem voru ekki tryggðar eins og innlendar innistæður. Það var þetta atriði sem talið var líklegt að við myndum tapa.

Guðmundur, kostnaðurinn sem kom til vegna þess að samningnum var hafnað er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra sem höfnuðu honum. Að halda því fram að hann sé á ábyrgð þeirra sem vildu samþykkja hann eru auðvitað hrein öfugmæli. Hvort greiðslur koma úr ríkissjóði eða úr Innistæðutryggingarsjóðnum breytir í raun engu því að greiðslur úr ríkissjóð hefðu orðið minni sem því nemur.

Þeir sem þekkja ekki til Icesave ættu að hætta að bulla um það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 00:24

20 identicon

þetta er líka spurning um það hvað er mögulegt og ómögulegt, það sér hver maður

í hendi sér að lítill ríkissjóður sem er 12 sinnum minni en bankakerfið, getur tæplega

tryggt innistæður alls bankakerfisins, það er bara ekki hægt. Er þetta ekki einhver

tilraun til að haka útrásarvitleysunni í bakið á saklausum skattborgurum, ég held að 

það sé miklu frekar málið.

gunnar (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 10:11

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásmundur: "Þeir sem þekkja ekki til Icesave ættu að hætta að bulla um það." - Þú segir nokkuð. Endilega hættu því þá.

Það reyndi sérstaklega á mismunun í málinu fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland var sýknað af öllum slíkum ásökunum. Allir þeir sem urðu fyrir því að innstæður þeirra urðu óaðgengilegar fengu sambærilega meðferð, en það voru eingöngu innstæðueigendur hjá Icesave, aðrar innstæður urðu aldrei óaðgengilegar og því ólíku saman að jafna. Það er ekki mismunum að ólík tilvik fái mismunandi afgreiðslu, heldur væri það þvert á móti mismunun ef ólík tilvik hefði fengið sömu afgreiðslu. Það var í raun það sem Bretar og Hollendingar kröfðust af Íslandi, að íslensk stjórnvöld gerðust sek um mismunun með því að gera tvo ólíka hópa jafnsetta, án tillits til þess að atvik voru ólík hjá hvorum hópnum fyrir sig. Auk þess var krafist ríkisábyrgðar, sem er beinlínis óheimilt samkvæmt tilskipun um innstæðutryggingar, og hefði því gert Íslands brotlegt við EES-samninginn. Það var aldrei nein hætta á að tapa dómsmáli um þetta enda eru ákvæði laga og reglna skýr hvað þetta varðar. Það sem tafði helst slíka réttmæta úrlausn málsins voru þessar óbilgjörnu og ólöglegu kröfur mótaðila málsins, og ótrúleg þrákelkni innlendra stjórnmálamanna og annarra aðila við að undirgangast þær ásamt einstökum greiðsluvilja ákveðins hluta þjóðarinnar og óskiljanlegum ótta við að leita réttar síns á löglegan hátt. Það eru þessir aðilar sem bera ábyrgð á öllum tafakostnaði sem kann að hafa fallið til vegna málsins, en greiðsluvilji þeirra lætur enn á sér standa.

gunnar. Þetta er ekki spurning um hvort ríkissjóður getur ábyrgst innstæðutryggingasjóð, heldur má það einfaldlega ekki og myndi brjóta gegn EES-samningnum. Ástæðan fyrir því er nákvæmlega sú sama og hér var velt upp þ.e. mismunun, því það væri gróf mismunun á milli innstæðueigenda ef það færi eftir fjárhagslegum styrk ríkissjóðs í hverju landi sem getur verið æði misjafn, hversu tryggilega innstæður þeirra eru verndaðar. Þess vegna er ríkisábyrgð á innstæðutryggingum bönnuð, það er til að allar innstæður njóti sömu verndar óháð staðsetningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2015 kl. 12:37

22 Smámynd: Aztec

Svona var Ásmundur líka meðan á ESB-aðlögunarviðræðunum stóð á sínum tíma. Þá var hann manna ötulastur í bulla lóðréttar lygar um að Íslendingar fengju að halda yfirráðum og fullri stjórn yfir íslenzku fiskimiðunum eftir aðild. Hann vissi vel að þetta voru lygar, en honum lá svo á að komast til Bruxelles.

Í þessu máli veit Ásmundur vel að Guðmundur hefur rétt fyrir sér varðandi IceSave-málið. En hann heldur áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn, þrátt fyrir að allt sem hann hefur skrifað hafi verið rekið ofan í hann aftur.  

Aztec, 19.9.2015 kl. 15:25

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það liggur alveg fyrir að Ísland borgar allt uppí topp plús álag.  Það hefur legið fyrir í mörg mörg ár.

Jafnframt er staðreynd að skaðakostnaður af framsókn, sjöllum, forseta og þjóðrembingum er amk. jafnstór og skuldin.  Skaðakostnaðurinn leggst af fullum þunga á almenning.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2015 kl. 15:32

24 identicon

Guðmundur, það er óþarfi að þú takir það til þín að þeir sem þekkja ekki til Icesave eigi að hætta að bulla um það. Ég var að tala um þá sem héldu að málið snerist eingöngu um ríkisábyrgð á innistæðutryggingarsjóðnum.

Aðalatriðið er að margir, einkum framsóknarmenn, telja ranglega að með því að hafna Buchheit-samningnum höfum við sparað ríkinu mörg hundruð milljarða. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum aðeins haft kostnað af því.

Ég treysti mér ekki til að nefna upphæð í þessu sambandi en tel þó víst að kostnaðurinn hafi verið miklu meiri en þeir örfáu tugir milljarða sem við hefðum þurft að borga ef við hefðum samþykkt samninginn. Við töpuðum, jafnvel þó að við ynnum málaferlin, sem sýnir hve galin þau voru.

Aztec, ef þú þekkir til ESB hlýturðu að vita að reglan um hlutfallslegan stöðugleika leiðir til að með ESB-aðild höldum við öllum aflaheimildum í íslenskri landhelgi. ESB mun gefa út hve mikið má veiða hverju sinni eftir ráðgjöf frá Íslendingum. Varðandi staðbundna stofna má telja víst að farið verði að ráðum okkar (nema að við leggjum til augljósa ofveiði) enda hagsmunir annarra þjóða ekki í húfi. Um flökkustofna þarf hvort sem er að semja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 19:10

25 identicon

Æ Jesús kristur, hættiði að væla um þetta helv... Icesave, það er loksins búið!

Skúli (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 20:16

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og eg hef áður sagt þá hefur maður ekki smáatriðin í þessum samningi, - en því er ekki að neita að þessi minnir frekar mikið á Bucheit samninginn.  Virðast svipaðar upphæðir og nefndar voru þar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2015 kl. 20:25

27 identicon

Fyrir utan það "smáatriði" að hann lendir ekki á ríkissjóði...

Skúli (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 20:26

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissulega er ákveðin einföldun að málið hafi snúist um ríkisábyrgð eingöngu, en það var samt aðalkjarni málsins. Annað sem skipti máli og fáir hafa talað um er að samningar kváðu á um framsal dómsvalds, og hefðu þar af leiðandi brotið í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar hefðu þeir komið til framkvæmda. Með því að hafna Buchheit samningnum var því afstýrt ásamt því auðvitað að losan við 100 milljarða í vexti í erlendum gjaldmiðlum sem hefðu fallið á ríkissjóð og ekki getað fengist endurgreiddir úr slitabúinu því vextir eru ekkki forgangskröfur.

Ásmundur, þú fullyrðir að mikill kostnaður hafi fylgt því að fara að lögum í málinu eins og var gert meðal annars með því að fá dóm EFTA-dómstólsins, en viðurkennir jafnframt að geta ekki sett tölu á það. Gott og vel, ég ætla ekki að gera þá kröfu hér að tölusetjir það. Aftur á móti verður þá ekki hjá því komist að benda á móti á að hefði íslenska ríkið farið að kröfum um að undirgangast ríkisábyrgð vegna innstæðutrygginga, hefði það gerst brotlegt við EES-samningin og skaðabótaskylt vegna þess, sem hefði alls ekki orðið minna tjóna. Minnsta mögulega tjónið hefði orðið ef málinu hefði strax í upphafi verið vísað til þar til bærra dómstóla og þá hefði rétt niðurstaða getað legið fyrir jafnvel strax árið 2010 eða 2011. Allar tafir á því eru ekki þeim að kenna sem vildu að farið yrði að lögum, heldur vegna þeirrar þráhyggju ráðandi afla á þeim tíma að senda skattgreiðendum reikninginn. Þó að löghlýðni kunni í einhverjum tilvikum að fela í sér kostnað réttlætir það aldrei lögbrot til að forðast þann kostnað og slík lögbrot leiða oftast til enn meiri kostnað þegar upp er staðið þegar afleiðingarnar af þeim kom í hausinn á þeim brotlegu.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2015 kl. 20:39

29 identicon

Guðmundur, mismunun vegna erlendra innistæðna var aðalatriði málsins vegna þess að flestir, þar á meðal ég, töldu að engin ríkisábyrgð væri á innistæðutryggingarsjóðnum. Það komst hins vegar illa til skila til þjóðarinnar.

ESB-þjóðirnar kröfðust þess að við myndum semja um greiðslu á Icesave-innistæðum, annars fengjum við ekki neyðarlán. Það er því fráleitt að það hafi verið brot á EES-samningnum. Ég hef reyndar aldrei heyrt þá kenningu fyrr svo að ég muni.

Að reikna kostnaðinn vegna höfnunarinnar er mjög flókið enda hafði lækkun á lánshæfismati í ruslflokk mikil áhrif á vexti, lánsmöguleika, viðskiptavild ofl sem erfitt er að meta. Auk þess voru tafir á lausn málsins okkur á margan hátt skaðlegar. Ég tel hins vegar flest benda til að kostnaðurinn hafi skipt hundruðum milljarða frekar en tugum.

Að halda því fram að vaxtakostnaður vegna Buchheit-samningsins hafi orðið 100 milljarðar er hrein fölsun. Það kom fram í fréttum fyrir fáeinum mánuðum, þegar síðasta greiðsla hafði verið innt af hendi, að upphæðin væri milli sextíu og sjötíu milljarða miðað við raunverulega gjalddaga. Af ástæðum sem ég hef þegar tilgreint hefði hún þó líklega orðið mun lægri ef á hefði reynt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband