Færsluflokkur: Bloggar

Láttu mig í friði söng bankastjórinn.

Lands­bank­inn hafn­ar al­gjör­lega um­mæl­um sem Árni Páll Árna­son, alþing­ismaður og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lét falla um bank­ann í viðtali við frétta­stofu RÚV í kvöld, 20. janú­ar.

________________

Láttu mig í friði, þingmönnum kemur ekki við hvað við erum að gera var það sem bankastjóri ríkisbankans tilkynnti þingmanninum.

Hvort sem þessu ágæta bankastjóra líkar betur eða verr þá á hann ekki þennan banka persónulega.

Hrokafullur ofurlaunabankastjórinn í fréttum í gær.

En síðan þessi umræða hófst hefur komið fram að líklega vissi hann meira en hann vill vera láta.

Kannski var verði að handvelja góðvini bankans með ofurgróða í huga.

Þarna voru sannarlega " réttir " aðilar valdir.

Við sem munum enn hlut Landsbankans í hruninu erum fylgjandi að þessi gjörningur sé rannsakaður ofan í kjölinn.

Tónninn í bankamanninum er óneitanlega farinn að minna á málflutning bankamanna fyrir hrun.

Nú er sannarlega ástæða að doka við og skoða hvað þessir menn eru að véla með ríkiseignina Landsbankann.

Ef allt er eðlilegt er ekkert að óttast og ofurbankastjórinn getur andað með nefinu, ef ekki kemur það í ljós.


mbl.is Hafna ásökunum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grobbríkisstjórnin að rústa velferðarþjónustunni.

„Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu skora á stjórn­völd að leggja til aukna fjár­muni til að mæta þeim gríðarlega rekstr­ar­vanda sem hjúkr­un­ar­heim­ili og aðrar öldrun­ar­stofn­an­ir lands­ins glíma nú við. Upp­safnaður rekstr­ar­halli sem mynd­ast hef­ur vegna fjár­skorts und­an­far­in ár veld­ur því að rekst­ur þess­ara stofn­ana stefn­ir í þrot. Einnig eru mörg heim­ili enn með gríðarleg­ar skuld­ir vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga starfs­manna, en sam­kvæmt sam­komu­lagi SFV við rík­is­sjóð átti slíku upp­gjöri að vera lokið fyr­ir mitt ár 2015. Viðræður eru vart hafn­ar um slíkt upp­gjör.

_____________

Velferðarþjónustan er á leiðinni í þrot.

Heilbrigðisráðherra virðist úrræðalaus og dregur lappirnar.

Samkvæmt samkomulagi SFV við ríkissjóð átti að ljúka í fyrra.

Nú er meira en hálft ár síðan þessu átti að ljúka en viðræður eru ekki hafnar að neinu marki, sem hlýtur að vera á ábyrgð heilbrigðisráðherra.

Það alvarlegt þegar ráðherrar ráða ekki við verkefni sín. Það á við um of marga ráðherra, m.a. heilbrigðisráðherra.

En hvað sem öðru líður, ef ráðherra ræður ekki við að koma þessum málum í farveg og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í þessri þjónustu þarf að skipta um ráðherra, kannski þarf bara að skipta um ríkisstjórn.

Það sér það hver maður að ríkissjóður á ekki fyrir þessum rekstri sem þó er samningsbundinn.

Það er hrikaleg staða að meðan ríkissjóður er ófær um að standa við skuldbindingar sínar boði fjármálaráðherra frekari skattalækkanir og þar með enn að rýra tekjur sjóðsins.

Svona stjórnarfar er hreinlega hættulegt fyrir landsmenn og lýsir fullkomnu getuleysi við stjórn landsins.


mbl.is Reksturinn stefnir í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnu og framkvæmdaleysi heilbrigðisráðherra kostar Akureyringa stórfé.

Bæjaryfirvöld á Akureyri segjast hafa greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum síðustu ár þrátt fyrir að ríkið eigi að fjármagna reksturinn lögum samkvæmt. Samkvæmt skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir bæinn duga daggjöld sem ríkið greiðir aðeins rétt rúmlega fyrir launakostnaði öldrunarheimilanna en kostnaður umfram þau leggst á bæinn.

Heilbrigðisráðherra svaraði sambærilegri gagnrýni með því að til stæði að byggja þrjú heimili á næstunni, ekki hvenær nákvæmlega.

En gagnrýnin snýr ekki að byggingu öldrunarheimila heldur rekstri þeirra fyrst og fremst.

Því svaraði ráðherrann engu.

Nú liggur það fyrir að Akureyringar eru að greiða hundruð milljóna, milljóna sem ríkið á að standa skil á.

Mikil er ábyrgð fyrrum bæjarstjóra.

Fyrir úrræðaleysi ríkisstjórnar Íslands þurfa bæjarbúar að greiða úr samfélaglegum sjóðum bæjarins, sem kemur síðan niður á þjónustu á rekstri því það þarf auðvitað að halda þessum heimilum gangandi þó ríkið svíkist um að standa við sitt.

Ekkert bendir til að þetta standi til bóta enda vill fjármálaráðherra sýna illa fengnar tölur þegar hann veifar fjárlagafrumvarpinu.


Svartárvirkjun í umhverfismat.

2016 Svarárvirkjun

 

 

 Athafnamenn hafa í hyggju að virkja Svartá í Bárðardal.

 Virkjunin á að vera 9,8 MW sem er hentug stærð til að komast hjá umhverfismati.

 Virkjunin og 50 km strengur í Laxárvirkjun er að mestu leiti á ósnortnu landi.

 Það er merkilegt hvað þessi áform hafa vakið litla athygli, því hér er um verulegt inngrip í ósnortna náttúru að ræða.

Tæplega 50 km. strengur sem plægja á niður er í landi tveggja sveitarfélaga, Skútstaðahrepps og Þingeyjarsveitar.  Að mestu leiti í óbyggðum en fer þó nærri Stöng í Mývatnssveit.

Svartá sem slík er merkilegt vatnsfall, að hluta Suðurá sem á upptök sín í lindum í Suðurárbotnum og að hluta úr Svarárvatni við Svartárkot.

Lindár eru ekki margar á Íslandi, innan við 40, og því er það nokkuð mikið aðgerð að taka eina slíka og raska verulega.

Samkvæmt áætlunum er áætlað að taka ána að mestu í rör og þar með hverfur hún að miklu leiti á meira en þriggja km. kafla.

Að mati margra sem hafa rýnt þessi áform eru rannsóknir í algjöru lágmarki og í reynd lítið vitað um lífríki þessa svæðis.

Það gefur því auga leið að framkvæmd af þessari stærðargráðu fari í alvöru umhverfismat, slík er áhættan.

Maður hefur svolítið á tilfinningunni að verið sé að gera út á náttúru landins með því að hafa stærðir framkvæmda innan einhverra " viðmiða " í þessu tilfelli að reisa virkun sem er innan formlegra marka umhverfismats.

En ljóst er að þær stofnanir sem koma að slíkum áformum munu gera kröfu um umhverfismat.

Að mínu mati ætti að taka út einhver lágmörk og skylda allar svona framkvæmdir í umhverfismat.

Náttúran verður að njóta vafans.

 


Hagsmunir LÍÚ og kvótagreifa ofar þjóðarhag og áliti.

Löng yfirlýsing Utanríkisráðuneytisins byggir að mörgu leyti á hártogunum og málkrókum,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem segist í grundvallaratriðum standa við það sem hann sagði í útvarpsþættinum Vikulokunum um helgina, þrátt fyrir að ráðuneytið hafi bent í ítrekaðar rangfærslur í máli hans.

Jens nokkur Helgsson mætti í fjölmiðla og útlistaði það fyrir landsmönnum að það bæri að hætta viðskiptaþvingunum á Rússa.

Uppgefin ástæða var að það töpuðust fjármunir vegna þess.

Umrædddur Jens telur það sjálfgefið að Ísland hætti að styðja vestrænar þjóðir og gefi upp á bátinn að refsa Rússum fyrir brot á alþjóðasamþykktum.

Að mati talsmanns LÍÚ eru peningahirslur samtakanna og félagsmanna hans mikilvægari þáttur en álit Íslands á alþjóðavettvangi.

Svo þegar flest það sem þessi talsmaður sagði í þessum þætti er hrakið rís hann upp kokhraustur og finnst það ekkert tiltökumál að hafa skellt fram nokkum rangfærslum og ósannindum.

Allt fyrir málstaðinn enda bara í ómerkilegum spjallþætti.

Niðurstaðan er því að LÍÚ þykir hagur sinn og félagsmanna sinna mikilvægari en Ísland og álit þess.

Sorglegt - ekki satt ?

Reyndar heitir þetta víst ekki LÍÚ lengur, það var orðið of heitt nafn.


Mesta pólitíska blekkingaleik Íslandssögunnar lokið.

Slitabú Landsbankans fékk í gær undanþágu frá Seðlabanka Íslands frá fjármagnshöftum. Að henni fenginni fór fram fullnaðaruppgjör eftirstöðva samþykktra forgangskrafna, sem að mestu eru til komnar vegna Icesave-reikninganna svokallaðra, í bú bankans. Alls var um að ræða 210,6 milljarða króna sem átti eftir að greiða inn á Icesave-kröfuna. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu slitabús Landsbankans.

Þá er Icesave lokið með þeirri niðurstöðu sem boðuð var í upphafi.

Framsóknarmönnum, forsetanum og fleirum tókst að búa til mesta hráskinnaleik í stjórnmálasögunni í kringum Icesave og meirihluti þjóðarinnar beit á agnið.

Nú er þessu máli lokið með þeirri niðurstöðu sem þáverandi stjórnvöld boðuðu.

Slitabú Landsbankans borgaði brúsann eins og lagt var upp með á sínum tíma.


Feigðarflan heilbrigðisráðherra og Sjálfstæðisflokksins.

Boðað hefur verið til neyðarfundar vegna bágrar fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Ríkið hefur enn ekki gert þjónustusamning við hjúkrunarheimilin þrátt fyrir lögbundna skyldu um að gera slíkan samning.

------------

Sjálfstæðisflokkurinn er að drepa heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Nú eru hjúkrunarheimilin að verða gjaldþrota undir styrki leiðsögn flokksins og K.Júl ráðherra.

Flokknum er svo mikið í mun að falsa niðurstöður fjárlaga að fjárframlög til stofnana heilbrigðskerfisins eru skorin niður á rekin er ábyrgðarlaus helstefna.

Nú ætla sveitarfélögin að skila þessum málaflokki til ríkisins á ný, þeim finnst greinilega fullreynt.

Áhugaverð að fyrstir fara Sjálfstæðismennirnir í Garðabæ.

Mikil er ábyrgð heilbrigðis og fjármálaráðherra FLOKKSINS.

Það er hreinlega lífnauðsynlegt að koma þessum mönnum frá og endurskipuleggja þjóðfélagið og endurreisa það sem þegar er niður rifið.

Til þess þarf að stokka spilin og gefa upp á nýtt á Íslandi.


Sjálfstæðismenn ætla að sparka Framsókn.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í þætt­in­um Eyj­unni í dag það vera áhuga­verðan kost að mynda stjórn Pírata og Sjálf­stæðis­flokks.

_________________

Sjálfstæðismenn eru farnir að undirbúa að sparka Framsókn.

Kemur ekki á óvart, Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt fyrir völdin.

Áslaug Arna er þungaviktarmaður í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og verður því að taka alvarlega það sem hún segir.

Framsóknarmenn verða að búa sig undir að verða kastað á haug eftir næstu kosningar, valdamaður í Sjálfstæðisflokknum hefur sýnt á spilin, sennilega vegna reynsluleysis.

Það er afar líklegt að Píratar stökkvi á þennan vagn hafi þeir styrk og getu til þess.


mbl.is Samstarf við Pírata spennandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskup Íslands í ruglinu.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur óeðlilegt ef næsti forseti landsins verði ekki kristinnar trúar og skráður utan þjóðkirkjunnar. Í samtali við Kjarnann segir hún byggja skoðun sína á ákvæðum í stjórnarskrá um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóðkirkjunna og litið sé á forsetann sem verndara hennar.

______________

Forpokuð og afturhaldssöm viðhorf biskups Íslands hafa vakið athygli.

Að hennar mati er það fullkomin nauðsyn að forseti Íslands sé kristinn og skráður í þjóðkirkjuna.

Það er sorglegt að sjá slíka fordóma hjá æðsta manni kirkjunnar á Íslandi.

Auðvitað hefur það ekkert að gera með trúarbrögð, hversu hæfur einstaklingur getur verið að gegna embætti forseta Íslands.

Væntanlega þekkja allir einhvern sem uppfyllir það án þess að vera endilega í kirkju biskupsins.

Næst gætum við séð þá skoðun biskups að svartir, gulir, samkynhneigðir, ofvirkir og margir fleiri séu kirkjunni ekki þóknanlegir sem forseti.

Sorglegt að sjá þessar skoðanir kirkju 75 % landsmanna, hvað með þessa 25 % sem uppfylla ekki skilyrði biskups fyrir forsetaembætti. ?

Eru þeir bara fordæmdir og óhæfir ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband