Mesta pólitíska blekkingaleik Íslandssögunnar lokið.

Slitabú Landsbankans fékk í gær undanþágu frá Seðlabanka Íslands frá fjármagnshöftum. Að henni fenginni fór fram fullnaðaruppgjör eftirstöðva samþykktra forgangskrafna, sem að mestu eru til komnar vegna Icesave-reikninganna svokallaðra, í bú bankans. Alls var um að ræða 210,6 milljarða króna sem átti eftir að greiða inn á Icesave-kröfuna. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu slitabús Landsbankans.

Þá er Icesave lokið með þeirri niðurstöðu sem boðuð var í upphafi.

Framsóknarmönnum, forsetanum og fleirum tókst að búa til mesta hráskinnaleik í stjórnmálasögunni í kringum Icesave og meirihluti þjóðarinnar beit á agnið.

Nú er þessu máli lokið með þeirri niðurstöðu sem þáverandi stjórnvöld boðuðu.

Slitabú Landsbankans borgaði brúsann eins og lagt var upp með á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaxtagreiðslurnar sem ríkissjóður hefði innt af hendi skv. áætlun í 2010 samningnum (II) hefðu samsavarað hátt í tvöföldum eftirstandandi höfuðstól Barnalánsins á hverju ári í fimm ár eða samtals rétt tæplega 1/6 af öllum erlendum skuldum ríkissjóðs eins og staðan var í lok síðasta árs.

Erlendar skuldir ríkissjóðs lækkuðu um u.þ.b. fjórðung, eða 100 milljarða, á nýliðnu ári. Þannig var skuldabréf í Bandaríkjadölum með 4,875% vöxtum lækkað um ca 400 milljónir USD og skuldabréf í evrum á Euribor+2,75% greitt upp að fullu (192M EUR), svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er búið að endurgreiða AGS, Norðurlöndunum, Póllandi og Færeyjum að fullu. Staðan væri ekki svona ef komið hefði til vaxtagreiðslnanna í Icesave samningnum, það er alveg kýrskýrt.

E (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband