Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2016 | 21:37
Árið 2016, ár misskiptingar og óréttlætis ?
Nú er árið 2015 horfið í aldanna skaut eins og það er orðað á hátíðastundum.
Þegar horft er til veðurfars og stjórnmála má sjá nokkra líkingu, árið það kaldasta frá aldamótum, veður válynd og stórviðri algeng.
Sama má segja um stjórnmálin og þá stjórnarstefnu sem rekin er í landinu.
Þjónusta við landsmenn er skorin niður, forréttindahópum hyglað og stjórnarstefnan er ómannleg og óréttlát.
Árið 2016 lofar sannarlega ekki góðu hvað þetta varðar, stjórnarherrarnir hafa forherts í afstöðu sinni og í reynd er rekin gengdarlaus og grímulaus niðurskurðarstefna á hendur samfélagsþjónustunni.
Viðskiptamenn handgengnir stjórnarflokkunum sölsa undir sig fjölmiðla í krafti dularfulls fjármagns sem enginn veit hvaða kemur.
Stjórnvöld ætla sér að ná stjórn á þeim fjölmiðlum sem mestu máli skipta, þar með töldu RÚV sem svelta á til hlýðni.
Þessa dagana blasir við gríðarlegt óréttlæti þar sem forréttinda og hátekjuhópum eru tryggðar margar hundruðir þúsunda í launahækkanir á mánuði.
Á meðan er öldruðum og öryrkjum neitað um kjaraleiðréttingar í sama takti og aðrir landsmenn hafa notið.
Stjórnarherrarnir eru pirraðir ef einhver vogar sé að finnast þetta óréttlæti og fjármálaráðherrann vogar sér að halda fram að aldrei hafi betur verið gert fyrir þá hópa.
Sorglegt sambandsleysi eða botnlaus ósvífni, dæmi hver fyrir sig.
Formaður fjárlaganefndar og forsætisráðherra eru sorgleg eintök, sem tala niður til þjóðarinnar og maka krókinn fyrir skjólstæðinga sína með þau standa fyrir niðurskurði og óréttlæti.
Árið 2016 er framundan.
Það eru blikur á lofti þrátt fyrir að stjórnarherrarnir reyni að fegra ástandið.
Í febrúar verða kjarasamningar opnaðir og lagt mat á stöðuna.
Þar munu margra tuga prósenda hátekjuhópa og einstakra embættismanna verða lögð á vogarskálarnar.
Launahækkanir dómara, bankastjóra og annarra hátekjuhópa ganga fram af réttlætiskennd venjulegs fólks í landinu.
Núverandi stjórnvöld reka grímulausa misréttisstefnu þar sem hátekjuhópum og vinum stjórnmálamannana er hyglað á kostnað hins almenna launamanns.
Það er sannarlega ekki það sem hinn almenni Íslendingur vill sjá.
Núverandi stjórnarflokkar hafa það að markmiði að gera Ísland að landi misskiptingar, óréttlætis og vinahygli.
Það styttist í kosningar og vonandi er þetta í síðasta sinn sem kjósendur færa núverandi stjórnarflokkum þau völd að Ísland sé land óréttlætis og misskiptingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2015 | 12:18
Bankaruglið gengur aftur.
Bankadraugar fortíðarinnar hafa vakna og ganga nú aftur.
Næstum allar þessar stofnanir fóru í þrot og yfirmönnum þeirra margar sköffuð ókeypis vist á kostnað þjóðarinnar næstu árin.
Nú virðist sem hjólin séu farin að snúast á ný og bankaruglið hafið á ný.
Að læra af reynslu er dyggð.
Það hefur bankakerfið ekki lært og græðgisvæðingin hafin á ný.
Kannski upphafið að nýju bankahruni, kæmi ekki á óvart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2015 | 17:57
Eru 365 miðlar vondur vinnustaður ?.
Fyrir leikamann sem les fréttir af mannahaldi 365 miðla blasir það við að virðingarleysi fyrir starfsmönnum er afgerandi.
Þarna eru menn reknir út og suður án skýringa og án ástæðna nema ef til vill geðþótta.
Þannig lítur það út fyrir þá sem horfa á þetta utan frá.
En það blasir við að 365 miðlar eru vondur vinnustaður þar sem virðing fyrir starfsmönnum er í fullkomnu lágmarki.
Og svo getur vel verið að þetta sé allt saman frábært, bara maður tekur ekki alveg eftir því.
![]() |
Valtý Birni sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2015 | 13:28
Bullið á Spengisandi Sigurjóns.
Nú ætlar Sprengisandur að velja stjórnmálamann ársins.
En af hverju vill þáttarstjórnandi forvelja lítinn hóp þingmanna sem koma til greina ?
Svona kannanir eru markleysa og jafn reyndur útvarpsmaður og sá sem hér stjórnar ætti að sjá.
Sprengisandur vill ráða þessu að mestu með að forvelja eihverja sem þáttarstjórnanda þóknast.
Það er kannski hægt að komast framhjá þessu forvali Sigurjóns ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2015 | 13:46
Á sauðskinnskóm í Stjórnarráðinu.
Það er sérkennilegur tappi sem ræður ríkjum í Stjórnarráðinu síðustu ár.
Þar situr náungi sem á lögheimili á eyðibýli austur á landi og frá honum streyma allskonar hugmyndir sem flestir hafa að háði og spotti.
En það er full ástæða til að doka við þegar valdamenn fara í þennan gír.
Þeir hafa nefnilega völd til að framkvæma ýmislegt misgáfulegt því þannig virkar kerfið.
Að láta sér detta í hug að byggja hús eftir aldagamalli teikningu er kannski sniðug, en er hún praktísk og leysir hún það sem þarf að leysa, tæplega.
Þessi sami valdamaður hefur markvisst fært völd inn á eigið skrifborð, eykur miðstýringu og spillingu.
Að skyndifriða hafnargarð sem er ekki einu sinni gamall lýsir vel þessu undarlega ráðslagi, gert í hugsunarleysi og gæti kostað ríkissjóð tugi eða hundruð milljóna. Slíkt er auðvitað óboðleg meðan skorið er niður í heilbrigðskerfi og stofnanir þjóðfélagins eru píndar við hungurmörk.
Þó náunginn í Stjórnarráðinu sé dálítið fyndinn og margir bara brosi út í annað þegar einhver furðuaðgerðin birtist þá er þetta í reynd alls ekki fyndið.
Það er dýrt og hættulegt að hafa valdamann sem framkvæmir út frá eigin hugsun og áhuga og lætur lönd og leið skynsemina.
Þjóðremba og þjóðerninshyggja er slæmt álegg.
Sem betur fer styttist í þessu tímabili og vonandi aldrei aftur gætu sumir sagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2015 | 11:00
Ætla Píratar að loka á opna umræðu ?
__________________
Píratar hafa frá því þeir urðu til boðað opna og lýðræðislega umræðu.
Að þeir séu nú að boða lokað svæði fyrir " flokksbundna Pírata " kemur í sjálfu sér ekki á óvart.
Allir stjónmálaflokkar þurfa að þola óvægna umræðu og oft ekkert sérlega málefnalega.
Píratar eru kannski ekki vanir að þurfa að glíma við slíka umræðu, þeir hafa verið nokkuð stikkfrí og hreinar meyjar í pólitíkinni.
En niðurstaðan verður að mínu mati ekkert óvænt eða öðruvísi.
Ef Píratar verða áfram í pólitík munu þeir líkjast hinum " gömlu og hefðbundnu " stjórnmálaflokkum, sem er kannski ekki undarlegt í ljósi sögunnar.
Þurfa að loka á sumt og halda ýmsu fyrir sig.
![]() |
Illdeilur á hópspjalli Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 16:58
Tímamót í Sjálfstæðisflokknum - formaðurinn sagði satt.
_________________
Brynjar Níelsson fagnar ógurlega.
Ástæðan.
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði satt.
Tímamót í flokkum má skilja á orðum Brynjars.
Megi gott á vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2015 | 12:42
Sjálfstæðisflokkurinn segir upp stuðningi við forsetann.
Forsetinn er refur.
Hann komst til valda m.a. vegna afgerandi stuðnings vinstri manna og félagshyggjufólks í upphafi.
Fortíð hans í Framsókn og Alþýðubandalaginu hjálpaði til.
Síðan kom hrunið og ÓRG söðlaði um og hélt embætti með afgerandi stuðningi hægri manna og Sjálfstæðisflokksins.
Nú virðist vik á milli vina á ný og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að segja upp stuðningi við forseta.
Hann mun sennilega ekki geta treyst á stuðning hægri manna og Sjálfstæðisflokksins áfram, en gamlir Framsóknarmenn munu sennilega halda haus.
Þá er næsta spurning, til hvaða hópa ætlar ÓRG að höfða til að tryggja sér áframhaldandi stuðning til embættis ?
Að hann skuli mæta til að afhenda neyðarframlög á kostnað annarra vekur athygli, honum tókst að ganga fram af hægri íhaldsmönnum með afgerandi hætti, sem í reynd er ekkert undarlegt, smekklítið af forsetahjónum að mæta til þessara verka með svona hætti.
Fólk sem á milljarða gerir sig sekt um sýndarmennsku á háu stigi, svo vægt sé til orða tekið, að mínu mati.
Ekki það að málefnið sé gott... en..
Ef forsetanum væri alvara þá mundi hann setja nokkra tugi milljóna í þessi verkefni ( án þess að láta þess getið ) og léti öðrum eftir að koma þeim til skila. En hvað gerir maður ekki þegar þarf að safna sér stuðnings til framtíðar.
En það er ekki of seint að gera það svona utan dagskrár og ég veit að þau hjónin hafa efni á því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2015 | 17:02
Framsóknarflokkurinn ætlar að drepa Rúv.
__________
Fremsóknarflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur ætlar að drepa RÚV.
Formaður fjárlaganefndar er í hatursherferð gegn útvarpi allra landsmanna.
Menntamálaráðherra skælir og þykist hafa lagt fram tillögu um óbreytt útvarpsgjald en hafði ekki erindi sem erfiði.
Framsókn stöðvaði þau áform.
En hvað Framsóknarflokknum gengur til er ekki gott að segja.
Framsókn með Binga sem cover drap gagnrýnið DV og síðan landshlutablöðin í framhaldi.
Næst er RÚV og vafalaust er í kortunum að Framsóknarvæða fréttastofuna svo hún flytji nú einu sinni " réttar " fréttir af flokknum.
Merkilegt það tómlæti sem landsmenn sýna þessari árás Framsóknarflokksins á frjálsa fjölmiðlun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2015 | 11:39
Heimskan í forsætisráðuneytinu.
Hversu hátt getur heimskan risið í forsætisráðuneytinu.
Að eyða 500 milljónum í að varðveita nýlega grjóthleðslu,rís hvað hæst í mörgum kjánalegum ákvörðunum nýverandi stjórnvalda.
Heimskulegt, ábyrgðarlaust og svik við alla þá sem þurfa á manngæsku að halda, t.d. aldraða og öryrkja.
Það er skaðlegt að hafa svona valdhafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar