Færsluflokkur: Bloggar

Enn er sparkað í landsmenn.

2016 lambalæriSíðustu ár hefur verð á matvöru verið 20-27% hærra á Íslandi en meðalverð í Evrópusambandinu. Í skýrslu Bændasamtakanna um matvöruverð á Íslandi segir að hagstæð gengisþróun hafi ekki skilað sér til neytenda. Þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst frá ársbyrjun 2011 til 2014 hafi það ekki birst í smásöluverði og vísbendingar séu um að álagning birgja og dagvöruverslana hafi hækkað.

_____________

Það er margra ára hefð fyrir því að neytendur á Íslandi séu fórnarlömb stjórnarstefnu íhaldsflokkanna og óskilgreindra milliliða.

Eins og vanalega skilar eitthvað hagstætt sér ekki til neytenda, það hverfur einhversstaðar í milliliðafrumskóginum.

Hagstæð gengisþróun skilar sér ekki til neytenda segja Bændasamtökin.

Hvernig má það vera, eru ríkisstjórarflokkarnir ekki nýbúnir að hækka virðisaukaskatt á matvæli ?

Er ekki hefð fyrir því að gengisþrónun skilar sér bara skili hún milliliðum  meiri fjármunum í vasann ?

Að matvælaverð sé 30% hærra en í nágrannalöndum er auðvitað skelfileg staðreynd.

Auk þess eru laun lægri á Íslandi en í öllum nágrannaríkjum.

Ísland er í reynd eins og þróunarríki við hlið nágranna sinna.

Kannski var það bara arfaslæm hugmynd að taka sér sjálfstæði frá Danmörku árið 1944 ?

Hvernig væri staða landsmanna ef það hefði ekki verið gert ?

Maður bara segir svona.   foot-in-mouth

 

 


Kemur þetta á óvart ? Varla.

Hér hef­ur orðin markverð breyt­ing frá ár­un­um 2005 og 2006, þegar Ísland var í 1. sæti list­ans, með 95-97 stig. Á ár­inu 2008 var Ísland komið í 7. sætið og 90 stiga múr­inn fall­inn. Síðast liðin 8 ár hef­ur leiðin legið niður á við og árið 2013 féll 80 stiga múr­inn þegar Ísland lenti í 12. sæti, með aðeins 78 stig, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um Gagn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu.

____________________

Ísland fallið niður fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar.

En kemur þetta í sjálfu sér á óvart ?

Kannski var það sérkennilegra í ljósi persónulegrar pólitískrar fyrirgreiðslu í áratugi að Ísland skyldi áður vera í fyrsta með minnstu spillinguna áður en fallið hófst.

Umræðan undanfarna daga um meinta spillingu á Íslandi hefur verið hávær.

Margir telja að ákveðnir stjórnmálamenn séu flæktir í spillingamál eða í það minnsta óþægilega nærri atburðum sem þola illa dagsljósið.

En við landsmenn erum vanir að blikka auga í nokkra daga og gleyma svo málinu.

Spilling meðal þjóða, sem þannig bregðast við er auðveldari en hjá þjóðum sem alls ekki líða slíkt.

Ef við viljum komast aftur meðal siðaðra þjóða þá þarf að taka verulega á í þessum málaflokki hér á landi.

Kominn tími til að vakna.


mbl.is Ísland spilltasta norræna ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyrarbær ófær - nema fuglinum fjúgandi.

2016 glæpahálka 

  Svellalög á Akureyri eru með alversta móti.

  Af hverju er það ?

  Tíðarfarið er erfitt, hlákur og frost til skiptis.

 Snjómokstur hefur því miður hafist seint og snjórinn treðst niður og tæki ná ekki að hreinsa eins og þarf.

 Þar með hleypur allt í gríðarleg svell og það höfum við oft séð gerast.

En það sem nú er frábrugðið er að söndun virðist nánst hætt og það sem gert er gerist seint og illa.

Myndin hér að ofan er tekin í Furulundi og það sér hver maður að þarna fer enginn um nema vera járnaður í bak og fyrir og er samt varasamt.

Eins og sjá má er ekki eitt sandkorn á þessari mynd og gata og gangstétt samhangandi svellbunki.

Jú...ef vel er að gáð..nokkur korn á götunni.

Þarna þar gríðarleg slysahætta, ekki bara fyrir gangandi heldur er umferð bifreiða varasöm.

Eins og sjá má á myndinni er það ekki gæfuleg heimkoma fyrir börn á leið úr skóla, vandséð hvar þau eiga að komast leiðar sinnar án meiðsla.

Blaðberar og bréfberar eru í rússneskri rúllettu alla daga.

Það er því ekki óeðlilegt að spyrja, af hverju er ekki gert meira í að tryggja öryggi borgaranna ?

Þarf að spara svo mikið að götur og gangstéttar eru ófærar fyrir gangandi og akandi ?

Það er kannski ekki svo galið að enda þessa hugleiðingu á að spyrja.

Viljum við hafa þetta svona ?

( Mynd Björg Guðjónsdóttir )

Gott er að klikka á myndina til að fá hana stærri.

 


Sjálfstæðisflokkurinn - þjófur í paradís.

2016 gullfiskurOrðið á götunni er að sífellt komi betur og betur í ljós hvers konar hneyksli var á ferðinni þegar Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í kortafyrirtækinu Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til útvalinna fjárfesta sumarið 2014. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði til í dag að fram fari opinber rannsókn á sölunni. Það voru orð í tíma töluð.

_____________________

Sjálfstæðisflokkurinn á vafasama sögu.

Flokkurinn hefur alla tíð beitt sér fyrir að ákveðnir valdir góðvinahópar fái aðgang að auðæfum Íslands sér til handa umfram aðra.

Einkavinavæðing er orðið sem varð til í aðdraganda síðast hruns.

Þá beitti flokkurinn sér fyrir að góðvinir fengju banka, símann og fleiri eigur þjóðarinnar.

Allir þeir peningar sem áttu að koma í sameiginlega sjóði þjóðarinnar hurfu í hruninu.

Nú er hafinn nýr kafli af sama toga.

Sjálfstæðisflokkurinn með samleik Framsóknar hefur hafði sama leikinn og fyrir hrun.

Valdir vinir fá skattalækkanir, afslátt af gjöldum af sameiginlegum eignum landsmanna.

Nú er að hefjast sama atburðarás og síðast, það á að einkavinavæða allt það sem kemur vinum flokksins vel, banka og stofnanir ríkisins.

Gullfiskaminni landsmanna var túlkað með skemmtilegum hætti af þeim Spaugstofummönnum á laugardaginn var.

Sannarlega satt og rétt sem þar sást.

Stefna Sjálfstæðisflokkins hefur kostað þjóðina mikið, líklega ein helsta ástæða þess að við stöndum þjóðum sem við viljum líkjast langt að baki.

Vildarvinir sitja fyrir, þjóðin fær molana.

Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur fá völdin aftur og aftur, þökk sé gullfiskaminni þjóðarinnar.

 


Reynt að snúa umræðu um grundvallaratriði í þras um tölur.

Stærðfræðing­ur­inn og sam­fé­lagsrýn­ir­inn Pawel Bartoszek seg­ir að töl­urn­ar sem Kári Stef­áns­son noti í und­ir­skrifta­söfn­un sinni til end­ur­reisn­ar heil­brigðis­kerf­is­ins séu ekki rétt­ar

_____________

Hér reynir stærðfræðingur að snúa umræðu um grundvallaratriði í þras um stærðfræðiformmúlur.

Að mínu viti snýst þessi undirskriftasöfnun um að finna " stærðfræðilega " rétta tölu heldur snýst þetta um grundvallaratriði.

Heilbrigðiskerfið er svelt og núverandi stjórnvöld eru að stórskaða það með allt of litlum fjárframlögum.

Hvort það eru 10%, 11% eða eitthvað allt annað skiptir ekki máli.

Það er verið að vekja athygli á að þjóðin og ráðamenn eru á öndverðum meiði svo um munar.

Tugir þúsunda eru að segja skoðun sína á ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum og með hvaða hætti þeir halda á heilbrigðismálum.

Pavel getur tekið sig og reiknað þetta út með stærðfræðilegri nákvæmni, enda stærðfræðingur.

En hann hefur ekki komið auga á inntak og tilgang þessarar undirskriftasöfnunar, enda stærðfræðingur.

 


mbl.is Pawel segir tölur Kára ekki réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Próflaus fúskari með persónulegar skoðanir. ( eins og ég )

Þá væri einnig æski­legt að velta fyr­ir sér hvort eins­leit starf­semi á veg­um hins op­in­bera taki á leigu allt skrif­stofu­rými Hafn­ar­torgs. „Hvaða áhrif mun það hafa á ann­an rekst­ur á svæðinu, t.d. hvaða kaffi­hús og versl­an­ir kjósa að hefja rekst­ur í slíku um­hverfi og hvaða íbú­ar kjósa að búa á svæðinu?“ spyr Guðmund­ur.

___________

Ég gæti haft persónulegar skoðanir á skipulagsmálum í Reykjavík, allir geta haft það.

En ég er ekki lærður skipulagsfræðingur og hef ekki búsetu í Reykjavík.

Þannig er komið fyrir Sigmundi Davíð forsætisráðherra.

Hann er ekki lærður skipulagsfræðingur, hann býr ekki í Reykjavík, hvort sem hann nú býr í Garðabæ eða eyðibýli austur á landi.

Þar erum við jafnsettir, það sem okkur finnst um skipulag á ákveðnum reitum í Reykjavík eru persónulegar skoðanir sem hafa ekkert formlegt vægi.

Af hverju menn eru að hlaupa eftir dillunum í Sigmundi Davíð er mér óskiljanlegt, hann má hafa þetta fyrir sig en skiptir engu formlegu máli.

Minnir svolítið að undirlægjuhátt fjölmiðla og fleiri fyrir " valdamönnum "


mbl.is Eru þrjár vikur raunhæfur tímarammi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er að gliðna á milli stjórnarflokkanna.

2016 bb og sdg"Popúlistaflokkar í Evrópu byggja flestir á þjóðrembingi langt til hægri og svo einstökum afmörkuðum yfirboðum til vinstri í þeim tilgangi að ná jaðarfylgi frá sósíaldemókrötum. Framsókn hefur í flestum meginatriðum fylgt þessari formúlu."

__________________

Þorsteinn Pálsson fjallar um vaxandi pirring á milli stjórnarflokkanna í pistli á Hringbraut.

Það er ekki annað hægt en vera sammála þeirri greiningu Þorsteins að pirringur fer vaxandi og óþolinmæði er farið að gæta með áberandi hætti.

Stórt og áberandi er að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að styðja húsnæðsfrumvörp Framsóknar og ljóst að þau verkefni nálgast eindaga.

Verðtryggingarloforð Framsóknar er úr sögunni, ljóst að þeir fá ekki stuðning Sjálfstæðisflokksins til þess að afnema verðbætur, ef þeim var nokkurn tíman alvara með þeim áætlunum.

SDG er hættur að tala um landsmálin og verkstýrir engu.

Hann reynir að gera sig gildandi með því að tala um gömul hús og skipulag í Reykjavík, það hlýtur að vera erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sitja uppi með ráðvilltan og verklausan verkstjóra.

Það pirrar örugglega.

Það styttist í að Framsókn birti ný og krassandi kosningaloforð og flestir eru næsta vissir um að þeir ætli að keyra á poppulisma og kynþáttamálum.

Sjáum hvað setur með það.

Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega farinn að pirra Framsóknarþingmenn með frjálshyggju, einkavæðingar og einkavinavæðingu.

Núningurinn eykst með hverri viku.

Þorsteinn Pálsson er næmur greinandi og það fer ekki á milli mála að hann hefur rétt fyrir sér.

Nú er að sjá hvort þetta heldur út kjörtímabilið.

Að mínu mati gerir það það, hagmunagæslan er báðum þessum flokkum mikilvægari en að standa á prinsipmálum.

En hvort þeir ná saman næst er mér til efs, enda ekki líklegt að þeir nái meirihluta til að mynda nýja ríkisstjórn, hvað þá að þeir geti sameinast um málefni.

 


Ósannsögli bankastjórinn - af hverju ?

Samkeppniseftirlitið þvertekur fyrir að hafa þrýst á bankann að selja hlut sinn í Borgun. Landsbankinn segir að eftirlitið hafi þrýst á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Staða bankans í kortafyrirtækjunum Valitor og Borgun hafi verið veik

_________

Bankastjóri Landsbankans hefur verið í fréttum.

Hann fullyrti í fjölmiðlum að þeir hefðu ekki haft hugmynd um hvað það var gróðavænlegt fyrirtæki sem þeir seldu ættingjum fjármálaráðherra ?

Satt og vanhæfi, ósatt og þá af hverju ?

Hitt atriðið er meira borðliggjandi skrök.

Samkeppniseftirlitið sér ástæðu til að leiðrétta ósannindi bankastjórans.

Það vakti líka athygli þann hroka sem bankamaðurinn sýndi sanngirniskröfu stjórnmálamanns um að þessi viðskipti væru rannsökuð.

Vond samviska eða eitthvað annað ?

Ég er ekki alveg viss um að landsmenn vilji hafa svona stjórnanda í fyrirtæki í eigu þeirra.

Segi bara svona.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband