Stefnu og framkvæmdaleysi heilbrigðisráðherra kostar Akureyringa stórfé.

Bæjaryfirvöld á Akureyri segjast hafa greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum síðustu ár þrátt fyrir að ríkið eigi að fjármagna reksturinn lögum samkvæmt. Samkvæmt skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir bæinn duga daggjöld sem ríkið greiðir aðeins rétt rúmlega fyrir launakostnaði öldrunarheimilanna en kostnaður umfram þau leggst á bæinn.

Heilbrigðisráðherra svaraði sambærilegri gagnrýni með því að til stæði að byggja þrjú heimili á næstunni, ekki hvenær nákvæmlega.

En gagnrýnin snýr ekki að byggingu öldrunarheimila heldur rekstri þeirra fyrst og fremst.

Því svaraði ráðherrann engu.

Nú liggur það fyrir að Akureyringar eru að greiða hundruð milljóna, milljóna sem ríkið á að standa skil á.

Mikil er ábyrgð fyrrum bæjarstjóra.

Fyrir úrræðaleysi ríkisstjórnar Íslands þurfa bæjarbúar að greiða úr samfélaglegum sjóðum bæjarins, sem kemur síðan niður á þjónustu á rekstri því það þarf auðvitað að halda þessum heimilum gangandi þó ríkið svíkist um að standa við sitt.

Ekkert bendir til að þetta standi til bóta enda vill fjármálaráðherra sýna illa fengnar tölur þegar hann veifar fjárlagafrumvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818087

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband