10.12.2007 | 23:15
Vetrardagur og skammdegisbirta
Í dag var sérlega fallegt við Eyjafjörðinn. Logn og heiðríkt og 10 stiga frost. Það spáir umhleypingum þannig að ekki er von til að fjallasýn inn fjörðinn verði jafn fögur og í dag. Það styttist í skemmstan sólargang og bráðum kemur vor í dal. Ekki þarf að kvarta undan vetrarríki og snjórinn hefur varla orðið annað en lítilsháttar sýnishorn í vetur.
Myndin er tekin í hádeginu í dag við Leiruveginn. Fjöllin í fjarlægð speglast í lognkyrrum vatnsfletinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 20:54
Það grynnist.
Það er athyglisvert að fylgjast með þessu. Það er greinilegt að það er að grynnast á þessu. Einn og einn skjálfti er nú sjáanlegur í harða berginu í efri lögum. Þetta eru að vísu óyfirfarnar niðurstöður sjálfvirkra mælinga en samt sem áður er munstrið greinilegt.
Það er rétt sem Ómar bendir á í athugsemdum við annað blogg hér við að upptök eru að færast til austurs og ekki langt í Hálslón frá þeim austast liggja. Það er skrambi freistandi að tengja þessi umbrot því ógnarfargi sem búið er að búa til á þessu viðkvæma landi. Jarðskorpan er ekki þykk á Íslandi og auðveldlega má sjá hvernig land hefur lyfst á árþúsundunum frá því ísöld lauk. Á sama hátt má gera ráð fyrir að sig hefjist og brotalamir myndist þegar milljónum tonna af vatni er safnað á land sem ekki er langt síðan reis undan fargi jökla.
En af hverju hefjast þessar hræringar þá þarna, 15 - 20 km vestan við sjálft lónið ? Það er viðfangsefni fyrir jarðvísindamenn að skoða. Kverkfjallareinin er brotalöm þar sem gera má ráð fyrir veikleikum. Svæðið þar sem þessi umbrot eiga sér stað er þakið hraunum sem runnið hafa eftir ísöld síðustu og þau ná inn að jökli og sprungukerfið hverfur undir jökulinn við Kverkfjöll. Austar er minna um hraun enda er þetta austasti hluti eldvirka kerfisins á Íslandi. Kannski er jarðkskorpan einfaldlega að síga undan farginu þarna fyrir austan svæðið og þá gefa sig fyrirstöðurnar í djúpinu en þarna hefur ekki gosið í þúsundir ára...þarna nákvæmlega. Það er ekki langt í eitt yngsta hraunið þarna, hraunið í Hvannalindum. Ég tek undir þessar skoðanir sem líklegar, að við gætum séð fyrsta manngerða eldgos á Íslandi.
![]() |
Ekkert lát á jarðskjálftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 00:15
Áhugaverð skjálftavirkni.
Þá er hafin hrina við Upptyppinga enn einu sinni. Þetta er líklega sú þriðja eða kannski fjórða frá í sumar. Dýpi þessara skjálfta var mikið til 17 - 18 km. Núna virðst sem þetta sé heldur að grynna á sér og mikið af skálftum síðasta sólarhrings eru á 13 - 15 km dýpi. Það er marktækur munur að sjá á heildarmyndinni fyrir mig sem leikmann á sjá. Þarna má meira að segja sjá einn og einn upp á 12 kílómetrum.
Þó sýnist mér þetta vera heldur austar en áður og munar þar nokkru. Fyrst til að byrja með var þetta undir og aðeins vestan við fjöllin, síðast var þetta undir tindunum og aðeins austan við, en nú er aðalhrinan 7 km austan við fjöllin. Ef einhver þekkir þarna til þá er þessi hrina ca þremur kílómetrum austan við veginn sem liggur þarna til norðurs frá Jökulsárbrúnni.
Þarna skelfur núna á ca 13 km löngu belti. Þetta eru þrjú svæði en meginsvæðið er það í miðjunni og er um 4 km langt.
Samkvæmt því sem vísindamenn segja okkur er þetta á Kverkfjallareininni og er þróunin greinilega að færast til austurs. Það eykur ef til vill trú manna að þetta geti með einhverjum hætti tengst Hálslóni og þrýsingi þeirra milljóna tonna af vatni sem safnað hefur verði í það. Mönnum þótti það hæpi enda 20 kílómetrar frá Upptyppingum austur að Hálslóni. Nú hefur virkin öll færst til austurs og ekki nema rúmlega 10 - 12 km austur að lóninu.
Nú er bara að sjá hvað setur... ef til vill verður næsta hrina enn austar ef þróunin heldur áfram með sama hætti og verið hefur.
![]() |
Skjálftavirkni við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2007 | 08:49
Ef til vill smágos.
Virkni undir Vatnajökli er vaxandi samkvæmt kenningum vísindamanna. Viðvarandi skjálftavirkini hefur verið undir og norðan við Bárðarbungu en minna við Grimsvötn. Á árum áður voru gos í Grímsvötunum reglulega en eftir 1934 var að mestu kyrrt en seinni árin hefur virkni verið vaxandi.
Vötnin hlaupa fyrr en áður var á síðustu öld því stórflóðið frá Gjálp virðist hafa brotið niður fyrirstöður undir jöklinum og því eru hlaup minni því vatnið nær ekki fyrri hæðum, í það minnsta ekki enn sem komið er.
Áður fylgdu gjarnan Grímsvatnagos Grímsvatnahlaupum en svo var ekki á árunum fyrir 1990. Nú virðist sem það munnstur sé að koma á ný með vaxandi virkini undir jöklinum. Það eru því líkur á að smágos gæti brotist út næstu daga þegar vatnsþrýstingi léttir, en það yrði vafalaust stutt og afllaust. Það er ekki hægt að segja um gos í Grímsvötnum séu "´túristagos" í þessi orðs merkingu.
![]() |
Rennsli eykst í Skeiðará |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 23:49
Steingrímur er svo glöggur.
"Þingmenn VG veltu því upp hvort aðgreining kynjanna strax við fæðingu hefði áhrif á framkomu við börn, t.d. þannig að stúlkur fengju blíðlegra viðmót, og hvort hið opinbera ætti að hefja hana á þennan hátt. Hin kyngreinda veröld er afskaplega föst í sessi, sagði Steingrímur J. Sigfússon."!
Ég hef alltaf vitað að Steingrímur er glöggur og duglegur þingmaður. Þarna fáum við enn frekari staðfestingu á því. Steingrímur hefur tekið eftir því að hin kyngreinda veröld er föst í sessi.
Kannski er stefnan hjá okkur að veröldin sem við lifum í verði kynlaus. Það væri verulega skemmtilegt og sérstaklega líflegt og fjörugt. Allir gengju í Vinstrigrænum, skósíðuðum kuflum og hyldu höfðu sitt með grænni skupplu, mætti alveg vera vinstri græn líka. Svo færu menn alltaf hver til síns heima og að lokum liði mannkynið undir lok af því veröldin sem við lifum í væri kynlaus.
En að öllu gamni slepptu, eru menn ekki að eyða tíma Alþingis í tóma vitleysu. Það er kannski ekki svo galið að setja spjallloka á þingmenn eins og stendur til núna.... ég held að ég syðji það bara.
![]() |
Aðgreining kynja með litum hófst á sjötta áratug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 22:50
Fjarfestar í vanda
Mikið gengur nú á í fjármálalífinu þessa dagana. Verðfall á hlutabréfamörkuðum er mikið og margir eiga um sárt að binda ef svo má segja. Sumir hafa haldið því fram að þetta væri fyriséð og ævintýralegar fjárfestingar fjármálamanna á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum gætu ekki endað vel.
Margir muna umfjöllun dönsku pressunnar um að íslenska fjármálaævintrýrið væri byggt á sandi og það myndi enda með skelfingu. Hannes Smárson og Fl group voru eitt af þeim félögum sem fjarfesti djarft í dönskum flugfélögum og var undir í þessari úttekt dananna.
Nú er margt að því sem haldið var fram að rætast. Íslensk fyrirtæki í þessum bransa hafa tapað milljörðum og Fl group hefur þegar tapað gríðarlegum fjárhæðum og félagið fallið í verði. Hannes var einn að þessum ofurfjárfestum og skemmst er að minnast áformum hans um meðvirkni í íslensku útrásinni í orkumálum.
Ég vona svo sannarlega ekki að það danirnir héldu fram verði að veruleika og það sé rétt hjá þeim að íslenska útrásin sé pappírsbóla sem gæti sprungið í andlitið á okkur einn daginn.
Það er óneitalega að fari um mann þessa dagana þegar maður horfir á atburðarás undanfarinna daga.
![]() |
Forstjóraskipti hjá FL Group |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2007 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2007 | 07:26
Einræði hafnað og svo hvað ?
Úrlít kosninganna í Venesúela koma á óvart. Einhvernvegin hafði maður á tilfinningunni að búið væri að ákveða úrslit þarna fyrirfram. En breytingar Chavez voru felldar og er það mikil gæfa fyrir þjóðina.
Þarna var í uppsiglingu enn einn einræðisherrann sem skipar sjálfan sig ævilangt í nafni sócialisma eins og Castró á Kúbu gerði á sínum tíma. Vonandi hefur honum mistekist að beygja þjóð sína undir spillt einræði í nafni kommúnimsma eins og gerst hefur allsstaðar þar sem sú stjórnskipun hefur komist til árhifa. Líklega mun Castró ríkja uppstoppaður á Kúbu löngu eftir dauða sinn og eins hefði getað farið fyrir Venesúela.
En það sér ekki fyrir endan á þessu þar, það væri ólíklegt að þessi öfgasinnaði kommunisti, Chavez láti lýðræðið stöðva sig. Líklega mun hann næst þvinga þessum breytingum ofan í kokið á landsmönnum. Líklega mun hann kenna bandaríkjamönnum um og koma sér til valda fyrir lífstíð á annan hátt, því miður.
![]() |
Breytingum Chavez hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 19:32
Til hamingju.. trú þinni sannfæringu.
Til hamingju með þetta Magga Pála. Þetta er hluti af þeim afrakstri að vita alltaf hvert maður stefnir og vill fara. Eiginlega hálfgerð þrautseigjuviðurkenning.
Svona aðeins til að bæta við. Ég verð að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af því þegar Sjálfstæðismennirnir eru að reyna að mæra Möggu Pálu og tala eins og það sem hún er að gera eins og það sé hreinræktuð stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég veit ekki hvort það hugnast skólastjóranum þeim að vera orðin merkisberi og viðmið Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðismanna þegar horft er til skólamálastefnu og framíðarfyrirkomulags í þeim málaflokki. Dharma... sá mikli íhaldsmaður fær vart vatni haldið og Stebbi Fr... sanntrúaður gleðst mjög.
Öðru vísi mér áður brá
![]() |
Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 18:28
Vinstri grænir á villigötum ?
Ég hef aðeins fylgst með umræðum um fjárlagafrumvarpið. Auðvitað eru heilmiklar umræður um slíkt plagg og eðliegt að menn takist á um einstök atriði. Að vísu þjáir þingmenn að vera langorðir, órmarkvissir og endurtaka gjarna sömu hluti aftur og aftur. Flestir þeirra gætu auðveldlega stytt mál sitt um helming og komið því sama til skila en margir eru þarna til að hlusta á sjálfa sig finnst manni. Þó eru þetta skemmtilega ólíkt og sérlega gaman að finna muninn á málflutningi einstakra þingmanna.
Flestir eru málefnalegir þó þeir séu langorðir og jafnvel eru góðar líkur að góðar viðbótartillögur komi frá einhverjum þeirra....sem er afar gott.
Eitt sker sig samt úr umræðunum og kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Þingmenn VG eru ótrúlega langorðir, geðvondir og sérstaklega neikvæðir. Ef þeir halda að svona málflutingur skili árangri er það mikill misskilningur. *Einn vinnufélagi minn sagði við mig í morgun... af hverju fatta vinstir grænir ekki að fólk nennir ekki að hlusta á þingmenn sem mala klukkustundum saman í nöldri og neikvæðni. Ég hafði ekki endilega spáð í þetta svona því ég læt mig hafa það að hlusta á þingmenn hvernig sem þeir flytja mál sitt. En þarna talaði maður sem hefur áhuga á landsmálum en er ekki forfallinn áhugamaður um slíkt. Hann upplifði málflutning VG þingmanna, hundleiðinlegan og þreytandi. Það er slæmt fyrir þá og er sennilega skiljanlegt.
Ég fór aðeins að hlusta aftir þessu og spáði aðeins í það sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Ég mundi eftir framkvæmdastýru VG í Kastljósinu í fyrradag...einstrenginsleg og ómálefnaleg gangrýni á Egil í Silfrinu. Talað Egil í kaf og hlustaði ekki. Kolbrún ... bleikt og blátt. Það er nánast kátbroslegt að heyra fólk leggja til forsjárhyggju í litavali ungbarna á fæðingardeildum. Nú styðja VG menn að bannað sé að prestar mæti í grunnskóla og leiksskóla.
Næst munu þeir styðja að bannað verði að selja svínakjöt í verslunum af því við búum í fjölmenningarsamfélagi og einhver gæti óvart borðað það sem ekki má það.
Sennilega er það rétt sem sagt er. VG mönnum er að takast með afgerandi hætti að koma þeirri ímynd á flokkinn og þá sem hann styðja að þetta sé hópur af neikvæðum nöldurskjóðum uppfullum af forsjárhyggju.
Það er synd því málstaðurinn er góður en smátt og smátt er fólk hætt að hlusta....þetta er svo leiðinlegt.
![]() |
Rætt um fjárlög fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2007 | 07:43
1950...hallærislegt
Ég er steinhissa á þessu viðhorfi verslunar sem vill telja sig nútímalega. Ég hélt að þetta viðhorf til karla og hlutverks þeirra í fjölskyldunni væri löngu horfið.
Það hefði verið skiljanlegt að sjá þetta í Nýlenduvöruverslun KEA 1970 eða Kjötbúðinni 1956, en að sjá þetta í nútímabúð árið 2007 veldur mér fyrst og fremst undrun.
Hverjir ætli hanni svona verslun ? Ég held að leitun sé á hönnuðum sem hafa svona viðhorf til okkar karla og sýni okkur sem aukahlut í fjölskyldunni sem þurfi að passa eins og börn í barnahorni.
Ekki trúi ég að nýgift parið sem standur að þessari búð hafi svona viðhorf til okkar karla. Ætli Ingibjörg Pálma geymi Jón Ásgeir þarna þegar hún bregður sér í búðina í Holtagörðum ?
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar