Vinstri grænir á villigötum ?

Ég hef aðeins fylgst með umræðum um fjárlagafrumvarpið. Auðvitað eru heilmiklar umræður um slíkt plagg og eðliegt að menn takist á um einstök atriði. Að vísu þjáir þingmenn að vera langorðir, órmarkvissir og endurtaka gjarna sömu hluti aftur og aftur. Flestir þeirra gætu auðveldlega stytt mál sitt um helming og komið því sama til skila en margir eru þarna til að hlusta á sjálfa sig finnst manni. Þó eru þetta skemmtilega ólíkt og sérlega gaman að finna muninn á málflutningi einstakra þingmanna.

Flestir eru málefnalegir þó þeir séu langorðir og jafnvel eru góðar líkur að góðar viðbótartillögur komi frá einhverjum þeirra....sem er afar gott.

Eitt sker sig samt úr umræðunum og kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Þingmenn VG eru ótrúlega langorðir, geðvondir og sérstaklega neikvæðir. Ef þeir halda að svona málflutingur skili árangri er það mikill misskilningur. *Einn vinnufélagi minn sagði við mig í morgun... af hverju fatta vinstir grænir ekki að fólk nennir ekki að hlusta á þingmenn sem mala klukkustundum saman í nöldri og neikvæðni. Ég hafði ekki endilega spáð í þetta svona því ég læt mig hafa það að hlusta á þingmenn hvernig sem þeir flytja mál sitt. En þarna talaði maður sem hefur áhuga á landsmálum en er ekki forfallinn áhugamaður um slíkt. Hann upplifði málflutning VG þingmanna, hundleiðinlegan og þreytandi. Það er slæmt fyrir þá og er sennilega skiljanlegt.

Ég fór aðeins að hlusta aftir þessu og spáði aðeins í það sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Ég mundi eftir framkvæmdastýru VG í Kastljósinu í fyrradag...einstrenginsleg og ómálefnaleg gangrýni á Egil í Silfrinu. Talað Egil í kaf og hlustaði ekki. Kolbrún ... bleikt og blátt. Það er nánast kátbroslegt að heyra fólk leggja til forsjárhyggju í litavali ungbarna á fæðingardeildum. Nú styðja VG menn að bannað sé að prestar mæti í grunnskóla og leiksskóla.

Næst munu þeir styðja að bannað verði að selja svínakjöt í verslunum af því við búum í fjölmenningarsamfélagi og einhver gæti óvart borðað það sem ekki má það.

Sennilega er það rétt sem sagt er. VG mönnum er að takast með afgerandi hætti að koma þeirri ímynd á flokkinn og þá sem hann styðja að þetta sé hópur af neikvæðum nöldurskjóðum uppfullum af forsjárhyggju.

Það er synd því málstaðurinn er góður en smátt og smátt er fólk hætt að hlusta....þetta er svo leiðinlegt.Wink


mbl.is Rætt um fjárlög fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Skammstöfunin VG segir allt sem segja þarf ,,Villt gengi"

Páll Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kann betur við VitGrannir

Óskar Þorkelsson, 1.12.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

En kannski eins og ein góð vinkona mín sagði ,,Villir Götur" enda sé þeirra málflutningur með þeim hætti.

Páll Jóhannesson, 1.12.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón

Lastu fyrirspurn Kolbrúnar? Þar er aðeins spurt um hvenær tekið var upp á þessum sið en alls ekki það sem henni hefur verið lagt í munn. Pólitískir andstæðingar hennar tóku þetta óstinnt upp.

Fyrirspurnin hljóðar svo:

 1.      Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum? 
 2.      Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?

Ekkert kemur þarna fram en tvær ósköp saklausar spurningar sem virðast fara í taugarnar á vissum aðilium í samfélaginu - því miður.

Það er greinilega svipað og í fræga ævintýrinu H.C. Andersens um fjaðrinar þegar gróusögurnar breyttu þeim í dauðar hænur!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband