1950...hallærislegt

Ég er steinhissa á þessu viðhorfi verslunar sem vill telja sig nútímalega. Ég hélt að þetta viðhorf til karla og hlutverks þeirra í fjölskyldunni væri löngu horfið.

Það hefði verið skiljanlegt að sjá þetta í Nýlenduvöruverslun KEA 1970 eða Kjötbúðinni 1956, en að sjá þetta í nútímabúð árið 2007 veldur mér fyrst og fremst undrun.

Hverjir ætli hanni svona verslun ? Ég held að leitun sé á hönnuðum sem hafa svona viðhorf til okkar karla og sýni okkur sem aukahlut í fjölskyldunni sem þurfi að passa eins og börn í barnahorni.

Ekki trúi ég að nýgift parið sem standur að þessari búð hafi svona viðhorf til okkar karla. Ætli Ingibjörg Pálma geymi Jón Ásgeir þarna þegar hún bregður sér í búðina í Holtagörðum ?Tounge


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Ekki trúi ég að ætlunin með svona karlahorni sé sú að þar sitji pabbarnir meðan mömmurnar kaupa í matinn, heldur grunar mig að um geti verið að ræða eiginmannahorn sambærileg þeim sem fyrirfinnast í sumum kvenfataverslunum. Þar geta eiginmennirnir setið, fengið sér kaffi og lesið blöðin meðan konan mátar föt eins og henni sýnist, en á slíku hafa karlar yfirleitt heldur lítinn áhuga. Við hjónin erum sammála um ágæti slíkra horna, en þau eiga að sjálfsögðu ekki heima í almennum verslunum (t.d. matvörubúðum).

Helgi Már Barðason, 29.11.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fyrsta sem mér datt í hug að þetta væri ölstofa með sportdagsskrá...

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er afar dapurlegt svo ekki sé meira sagt, lagði einnig orð í belg um þetta á blogginu mínu í morgun.

Páll Jóhannesson, 29.11.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband