Áhugaverð skjálftavirkni.

Þá er hafin hrina við Upptyppinga enn einu sinni. Þetta er líklega sú þriðja eða kannski fjórða frá í sumar. Dýpi þessara skjálfta var mikið til 17 - 18 km. Núna virðst sem þetta sé heldur að grynna á sér og mikið af skálftum síðasta sólarhrings eru á 13 - 15 km dýpi. Það er marktækur munur að sjá á heildarmyndinni fyrir mig sem leikmann á sjá. Þarna má meira að segja sjá einn og einn upp á 12 kílómetrum.

Þó sýnist mér þetta vera heldur austar en áður og munar þar nokkru. Fyrst til að byrja með var þetta undir og aðeins vestan við fjöllin, síðast var þetta undir tindunum og aðeins austan við, en nú er aðalhrinan 7 km austan við fjöllin. Ef einhver þekkir þarna til þá er þessi hrina ca þremur kílómetrum austan við veginn sem liggur þarna til norðurs frá Jökulsárbrúnni.

Þarna skelfur núna á ca 13 km löngu belti. Þetta eru þrjú svæði en meginsvæðið er það í miðjunni og er um 4 km langt.

Samkvæmt því sem vísindamenn segja okkur er þetta á Kverkfjallareininni og er þróunin greinilega að færast til austurs. Það eykur ef til vill trú manna að þetta geti með einhverjum hætti tengst Hálslóni og þrýsingi þeirra milljóna tonna af vatni sem safnað hefur verði í það. Mönnum þótti það hæpi enda 20 kílómetrar frá Upptyppingum austur að Hálslóni. Nú hefur virkin öll færst til austurs og ekki nema rúmlega 10 - 12 km austur að lóninu.

Nú er bara að sjá hvað setur... ef til vill verður næsta hrina enn austar ef þróunin heldur áfram með sama hætti og verið hefur.

 


mbl.is Skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, það verður merkilegt að fylgjast með þessu.

María Kristjánsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Spennandi! Ég varað skoða þetta núna kl. 9:50 og enn er látlaus virkni, en skjálftarnir eru fljót á litið 1 - 2 kílómetrum ofar en í gærkvöldi. Ekki veit ég með staðsetningu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2007 kl. 09:55

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Var að kíkja á þetta. Það er greinilegt að virknin er að færast ofar... mest á  13 -14 km og svo sjást skálftar upp á 10 km. Samt er þetta enn langt fyrir neðan venjulega gosvirkni að mínu viti. Staðsetningin er svipuð...ca 7 km austan við Upptyppinga. Þó eru farnir að sjást skálftar enn austar eða ca 14 km suðaustan við tindana en þeir eru fáir. Svo er virkni við Hamarinn og víðar í jöklinum.

http://drifandi.vedur.is/skjalftavefsja/index2.html

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þessi uppfærsla var kannski full fjótfær hjá mér, skellti þessu í Excel og gerði regression línu og hún sýnir uþb. hálfan kílómetra á sólarhring í hækkun. Sem er nú samt nokkuð mikið.

Annars er skemmtilegt hvað þessi virkni virðist aukast og minnka samhliða vatnsbúskap í tugum kílómetra fjarlægð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2007 kl. 10:24

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er spennandi dæmi að fylgjast með..  kominn tími á alvöru gos hér á landi  gott fyrir túrisman og okkur eldfjallanerdana.

Óskar Þorkelsson, 9.12.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband