20.12.2007 | 14:51
Bankanum til skammar.
Glitnir banki gerir mistök....starfsmenn hans gera vitleysu í vinnunni.
Einstaklingar úti í bæ átta sig að að hægt er að hagnast á viðskiptum við bankann, enda hafa bankarnir lagt á það mikla áherslu hversu gott er að skiptpa við þá og allir geti grætt.
Svo kemur villan í ljós og þessir einstaklingar skila því fé sem upp úr þessu hafðist. Þá stekkur bankinn af stað og hefur mikla lögsókn á hendur þessarra manna sem þegar hafa skilað því sem varð til fyrir mistök. Lítill sómi og sýnir í hnotskurn hvernig stofnanir þetta eru.
Og svo tekur dómskerfið undir og kvitta upp á ruglið og að mér skilst virtist bankinn geta sent lögreglulið bæjarins undir alvæpni til að ná í þessa "glæpamenn". Hvað veldur ?
Hvað sem öðru líður er samúð flestra með þessu mönnum sem bankinn hefur ákveðið að ganga í skrokk á. Sá sem tapar á þessu máli meðal almennings er bankinn sem ákvað að ganga milli bols og höfuðs á mönnum sem ætluðu að nýta sér viðskipti sem virtust arðbær. Milljarðargróðafyrirtækið hafði millisigur en ég trúi því að Hæstiréttur snúi við þessu bulli.
Almenningsálitið er ekki með svona stofnun eða fyrirtæki það er ljóst á umræðunni.
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 16:07
Lögregluríki !!
Hani-krummi-hundur- svín... ögugmælavísan góða er sama uppruna og þjóðsagan um lýðræðsríkið Bandaríkin. Einræðislegt lögregluríki sem fótumtreður mannréttindi og mannlega reisn.
Þetta er ríkið sem heldur mönnum á dóms og laga á Kúbu...þetta er ríkið sem misþyrmir föngum... þetta er ríkið sem tekur fólk af lífi með eitursparutum og fleiru...þetta er ríkið sem ræðst á smáþjóðir og drepur borgara þess með köldu blóði.
Þetta er lýðræðisríkið Bandaríki Norður Ameríku.... hani-krummi-hundur- svín.
![]() |
Harma meðferðina á Erlu Ósk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2007 | 18:47
Enn gaman...."sjálfstæðið" dýru verði keypt.
Þetta kemur ekki á óvart. Við höfum öll vitað að verðlag á Íslandi er klikkun og græðgisvæðingin gegndarlaus. Maður er lengi að jafna sig eftir að hafa gengið um matvöruverslanir í Danmörku sem er þó næst dýrasta land í heimi.
En hverjar skyldu ástæðurnar vera ? Stórt er spurt og ástæðurnar margar. Við erum með gjaldmiðil sem er liðónýtur og kostar milljarða að nota. Við stöndum utan alþjóðasamfélagsins að ýmsu leiti og lokum okkur af með ofurtollum og ýmiskonar hindrunum m.a. vörugjöldum.. Það kostar gríðarlega álagningu og er úr öllum takti miðað við nágrannalöndin.
Við búum við okurvexti og okurverð....hvernig getur það því örðu vísi verið en hér sé dýrast að búa...segir sig sjálft.
Við skulum endilega viðhalda þessu kerfi sem hér ríkir og er varið af Sjálfstæðisflokknum og Vg sérstaklega. Það kerfi byggir á þeirri lygasögu og blekkingum að hér sé allt best og fínast. Staðreyndin er sú að hér er flest dýrast og okrið gengdarlaust.
Blekkingin er ljúf og sýndarveruleikin dásamlegur.... við skulum því endilega verja og varðveita þessa sérstöðu okkar að vera dýrust í heimi og lúta okurstefnu og græðgispungum.
![]() |
Dýrast að búa á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 12:43
Stórsnillingur á ferð.
Jæja barasta.... er hann Gísli Marteinn farinn að tjá sig um orkumál og orkufyrirtæki á nýjan leik. Það er skemmtilegt að sjá á þessari frétt hvað Gísli Marteinn....borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur nákvæmlega ekkert lært á mistakarunu flokksins í Reykjavík.
Ég er kannski ekki sá rétti til að gefa þeim ágæta stjórnmálamanni Gísla Marteini ráð. Ég ætla samt að skjóta að honum einni tillögu. Eftir hrakfarir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í orkumálum í Reykjavík ætti borgarfulltrúinn að halda sig til hlés þar til einhverjir hafa gleymt öllu írafárinu í kringum orkumálin í Reykjavík. Borgarfulltrúar flokksins hafa verið dregnir sundur og saman í háði fyrir dómgreindarleysi og ótrúlega skammsýni og h...........
Ráð mitt til Gísla Marteins er....hafðu þig hægan í umræðu um orkumál og orkufyrirtæki....hver í ósköpunum getur hlustað eða lesið eitthvað um þau mál nema glotta út í annað ef ekki hringinn. Ófarir Sjálfstæðisflokksins gleymast kannski fyrr ef borgarfulltrúarnir hafa sig hæga og þegja sem lengst og mest um orkumál.
![]() |
Vill einkavæða Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2007 | 12:21
Orð og efndir hægri manna.
Báknið burt var slagorð Sjálfstæðisflokksins á síðustu öld. Flokkurinn hefur rekið einkavæðingarstefnu þar sem fyrirtæki í eigu ríkisins hafa verið einkavædd eða hlutafélagavædd. Þannig hafa ríkisstarfsmenn í þúsundatali skipt um vist og hafa horfið úr "bákninu".
Þrátt fyrri þetta hefur báknið þanist út um þriðjung á sama tímabili eða síðusta áratug. Ársverkum hefur fjölgað úr rúmlega 12.000 í 16.300. Það er gríðarleg fjölgun þegar horft er á að ríkisstarfsmenn einka og hlutafélagavæddra ríkisfyrirtækja er fækkun á móti. T.d. voru starfsmenn Pósts og síma 1.500 og starfsmenn Landsbanka og Búnaðarbanka áreiðanlega fyrir 1.000.
Raunfjölgun í þeim stofnunum sem eftir eru er því enn meiri en sem nemur þessari aukningu sem sjást á þessum tölum. Ef til vill erum við að horfa á nær 50% aukningu í þeim stofnunum sem enn eru eftir og skráðar ríkisstofnanir og hluti af svokölluðu "bákni".
Það er örugglega notalegt fyrir Sjálfstæðismenn að horfa á hvernig oddvitar þeirra hafa haldið á málefnum ríkisins en undir stjórn þeirra síðustu áratugi hefur kerfið margfaldast að umfangi og kosnaði.
Hætt er við að alvöru hægri menn í Evrópu gefi lítið fyrir hægri flokk sem vinnur eins og Sjálfstæðisflokkurinn....hinn íslenski " hægri flokkur."
![]() |
Báknið kjurt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 21:38
Snjórinn farinn
Í nokkra daga í síðustu viku var hér alhvít jörð. Sú sæla stóð ekki lengi og nú er allt að verða marautt á ný.
Þessa mynd tók ég í Gróðrarstöðinni á sunnudaginn fyrir viku. Þá var allt hvítt og hreint og það birti með snjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 12:57
Þarf svo eftir verði tekið í heiminum.
Meira að segja Mogginn er hneykslaður. Ekki langar mig til að heimsækja land sem kemur svona fram. Ekki áttar maður sig á hvað rekur löggæslumenn til að haga sér með þeim hætti sem lýst er í þessu máli. Til skammar og ætti hvergi á sjást.
Nú þarf utanríkisráðherra að mótmæla svo eftir verði tekið. Hvernig væri að vísa sendiherranum úr landi... í hlekkjum.
![]() |
Mun krefjast afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 19:16
Fulltrúar lýðræðis og mannréttinda.
Bandaríkjamenn eru helstu boðberar lýðræðis og réttlætis í heiminum. Þeir hafa tekið að sér að siðvæða heiminn og koma á mannréttindum og lýðræði um víða veröld. Þetta voldugasta ríki heims hefur manngildi og réttlæti að leiðarljósi og eru fyrirmynd alls þess besta og fegursta sem einkennir þessa jörð sem við göngum á. Jörðin væri fátækari án bandaríkjanna og það væri þunnur heimur sem ekki nyti leiðsagnar þessara meistara réttlætisins.
Það þarf líklega ekki að taka það fram að þessi pistill hér að ofan er að þeirra eigin áliti.
Það sem blasir við heiminum er stórveldi sem ræðst á þjóðir á fölskum forsendum, þetta er ríki sem styður þjóðir sem stunda mannréttindabrot á þegnum sínum. Þetta er þjóð sem heldur mönnum föngnum á dóms og laga árum saman og þetta er þjóð sem lætur hermenn sína og leyniþjónustu pynta fanga og brjóta á þeim mannréttindi og réttlæti.
Eiginlega er ég ekkert hissa á þessari meðferð þeirra á saklausum ferðamanni sem varð á yfirsjón fyrir mögum árum.
Þessi atburður opinberar alvarlega stöðu mannréttindamála í Bandaríkjunum og staðfesta margt sem sagt hefur verið. Þetta er bandaríkjamönnum til skammar og heimurinn veit það.
![]() |
Tjáir sig ekki um einstök mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2007 | 22:35
Að friða eða friða ekki, það er spurningin.
Merkilegt þetta með húsafriðunarnefnd. Hún stekkur af stað í krampakendum átökum við líðandi stund þegar eitthvað stendur til. Fyllast heilagri vandlætingu og gerir þá sem hlut eiga að máli og þeir eru útmálaðir af landslýð sem skemmdavargar og vondir menn. En svo kemur barasta í ljós að til eru gamlar samþykktir og svör þessarar ágætu nefndar þar sem allt annað er uppi á teningnum.
Þannig virðist það vera með þetta vínbúðarinnréttingamál á Seyðisfirði....fyrir liggja álit þessarar nefndar sem núverandi nefndarmenn vita ekki um. Þetta minnir óneitanlega á annað mál svipaðrar náttúru þegar sama nefnd stökk af stað korter fyrir aburð til að þjóna hentistefnu umræðu núsins. Og svo kíkja menn í gömul bréf og álti þar sem allt annað er fyrirliggjandi.
Eftir sitja menn með skaðað álit og fjárhagsskaða, því miður.
Það væri kannski ráð að lesa eigin álit og bréf
![]() |
Innréttingarnar ekki friðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 18:10
Raflínur í jörð.
Þetta er gott framtak umhverfisnefndar þingsins. Umhverfisnefndin á Akureyrí tók svipað skref á fundi í nóvember en þar var bókað vegna raflína á utivistarsvæðum Akureyringa. Þar liggja nokkrar raflínur um útivistarsvæðin í Kjarnaskógi, tjaldvæðin að Hömrum og útivistarsvæðinu í Naustaborgum.
Það er löngu tímabært að velta þessum málum fyrir sér og fyrir nokkru stóð til að flytja sumarhús sem staðsett er í Liljulundi á Akureyri burt vegna þess að yfir það lágu raflínur, reyndar að hluta þær sömu og verið er að tala um á útivistarsvæðunum. Þá tók skipulagsnefnd þá afstöðu að rétturinn væri sumarhússins en orkufyrirtækjunum væri gert að koma þessum línum í jörðu þar sem þær liggja yfir lundinn. Ekki hefur orðið að því að orkufyrirtækin fari að þeim fyrirmælum enn sem komið er og sennilega verður að herða róðurinn við að þeir klári sín mál. Neðsta myndin í flipanum vinstra megin á síðunni er eimitt af raflínu í Kjarnaskógi.
Þetta er bókun umhverfisnefndar frá því fyrir þremur vikum.
Raflínur í Naustaborgum, Hömrum og Kjarnaskógi
2007110016
Umhverfisnefnd óskar eftir því við Landsnet og Rafmagnsveitur ríkisins að raflínur þær er liggja yfir útivistarsvæðið í Naustaborgum, tjaldsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg verði plægðar í jörð þar sem mikið lýti er af þeim og þar að auki er trjágróður í Kjarnaskógi farinn að slaga upp í hæð rafmagnslínanna.
![]() |
Vilja móta stefnu um raflínur í jörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar