Einangraður karlfauskur í helli heldur heiminum í þumalskrúfu.

Það er furðulegt hvernig fjölmiðlar heimsins láta karlfausk í helli í Pakistan halda heiminum í spennu. Bin Laden hefur verið einhversstaðar í fjöllum langt frá mannbyggð í næstum áratug. Svo sendir þessi karl frá sér upptökur og allur heimurinn stendur á öndinni. Er þetta normal ?

Bin Laden hefur ef til vill hóp af mönnum í kringum sig sem geta látið til skarar skríða á afmörkuðum svæðum. Sprengjuhótanir, morð og fleira eru lítið skemmtilegir hlutir að fást við. Fjölmiðlar hafa sem sagt aðstoðað hann við að verða að einhverju sem ekki er raunhæft.

En skyldi aldrei hvarfla að fjölmiðlum að Bush forseti Bandaríkjanna er hættulegri heimfriði og mannfólkinu á þessari Jörð en skeggjaður, einangraður karlfauskur í helli langt frá mannabyggð. Ég held ekki þetta er svo spennandi.


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni í framboð ? Framsóknarfylgið farið til útlanda ?

Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir formann Framsóknarflokksins. Að það mæti 360 manns á fund hjá formanninum eru auðvitað merkileg tíðindi. Það væri fróðlegt að vita hvenær hafa mætt svo margir á fundi flokksins á Íslandi síðustu ár. Þetta eru lítið færri en kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta verður örugglega til þess að Brúnastaðabóndinn íhugar að bjóða sig fram á Kanarí. Stjarna hans er hnigin til viðar á Íslandi en skín skært við Afrikustrendur. Auðvitað eiga menn að bjóða sig fram þar sem fylgið er.

Að vísu kemur ekki fram með afgerandi hætti að þessir 360 hafi verið íslendingar en það má kannski gera ráð fyrir því. í það minnsta er þarna komin skýring á af hverju fylgið hjá Framsókn er aðeins að mælast 7% hér á landi. Líklega eru Framsóknarmennirnir flúnir land að verulegu leiti. Kannski segir það okkur eitthvað um 12 ára valdaferil flokksins síðustu þrjú kjörtímabil á undan þessu sem nú stendur.


mbl.is Guðni á Kanarí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að einhver vill leggja fjármuni í verkefnið.

Þetta er góð niðurstaða. Eftir margra ára, ef ekki áratuga limbó með Hafnarstræti 98 hefur fjársterkur eigandi komið til sögunnar. KEA mun væntanlega sækja fjármuni til þessa verkefnis að hluta til ríkisins, þar sem húsfriðunarnefnd ákvað að leggja til friðun og ráðherra samþykkti.

Það var eimitt þetta sem þurfti, enginn sem ætlar sér að hagnast á verkefninu sá sér fært að nálgast það á þennan hátt. Verkefnið kostar tugi milljóna og ekki kæmi mér á óvart þó það losaði 100-150 milljónir með öllu.

En KEA er einilega komið í það hlutverk að bjarga sögunni hér í bæ og það er vel. Gamla bögglageymslan, áður Mjólkursamlagið var gert upp fyrir KEAfjármagn. Það auðvitað borgar sig ekki ef menn mæla niðurstöðu í krónum og aurum, en það gerir KEA ekki þegar svona verkefni eru annars vegar og gott að þeir hafa efni á þessu.

Vonandi verður einhver verslun eða þjónusta við bæjarbúa á neðstu hæðinni, þetta verður svolítið dautt hús í miðbænum ef þarna verða eingöngu skrifstofur eða slíkt.....en sjáum hvað setur.

Nú þarf aðeins að breyta deiliskipulagi þarna en skipulagið frá 1981 gerir ráð fyrir að það hverfi og stígur milli Hafnarstrætis og Skipagötu breikki. Það er nú úr sögunni og upphafleg staða er fest í sessi á ný.


mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mæta á olympíuleika.

Það getur auga leið. Sterkustu mótmæli sem hægt er að hafa frammi í þessu máli er að þjóðir heims mæti ekki til Kína á olympíuleika. Kínverjar eru skíthræddir við almenningsáltið því tengdu og þeim er nauðsyn á góðu veðri á vesturlöndum ef efnahagsundrið á að ganga upp.

Enn það er staðreynd, Kína er trénað kommúnistaríki sem fer sínu fram. Auðvitað hrynur þetta einn daginn eins og í Sovét en það gæti verið langt í það. Varla gerist það innanfrá eins og gerðist í Sovétríkjunum sálugu, til þess eru kínverjar allt of beygðir undir vöndinn. Vonin er í því fólgin að þeir neyðist til að breyta til að verða ekki útskúfað af þjóðunum. En ég óttast að svo fari ekki, gróðavonin heldur vesturlöndum að taka á þessum málum, eins og í Ísrael.


mbl.is Komust ekki til Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er Ísland.

Djúpidalur Djúpidalur, fagur og hreinn í birtunni í dag. Orðinn aftur eins og hann var fyrrum, en Djúpadalsáin ruddi af sér stíflu og vatnið steyptist ofan í Eyjafjörðinn og lónið hvarf. Lukka að enginn slasaðist í þeim hamförum.

Jarðvegsstíflan náði því ekki að verða tveggja ára þegar áin ruddi henni frá. Vonandi vanda menn sig betur og læra af þessu að það þarf að vanda til verka og sjá fyrir íslenska náttúru og þann kraft sem í henni býr. Þá verða mannanna verk stundum smá og standa ekki í vegi fyrir ofurkröftum sem leysast úr læðingi þegar landið okkar yglir sig.

 

 


Fréttanef ofurbloggarans vinar míns stíflað.

Það er skondið hvernig ofurbloggarinn Stebbi Fr kemur sér hjá að minnast á að Vaðlaheiðargöng eru komin í forgang. Það má segja að fréttanefið sé kolstíflað af flokkspólítísku kvefi. Honum finnast það meiri tíðindi að Sýn sé ekki lengur alvöru sjónvarpsstöð og flokksgæðingurinn Hannes Hólmsteinn var dæmur fyrir ritstuld.

Ef samgönguráðherrann hefði verið Sjálfstæðismaður hefði þetta verið fyrsta frétt hjá ofurbloggaranum. En nú er ráðherrann bara Samfylkingarmaður og þá finnst Stebba Vaðlaheiðargöng og forgangur þeirra nauðaómerkilegt mál sem ekki tekur að blogga um.

Það er því greinilegt hvað það er sem stjórnar fréttavali vinar míns.... það eru ekki hagsmunir Akureyringa og Eyfirðinga sem skipta hann máli heldur hver framkvæmir þá....

Voðalega finnst mér þetta rýra trúverðugleika þegar forgangsröðunin er  með þessum hætti.


Frábært Kristján L. Möller.

 Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og vinna við jarðgöng undir Vaðlaheiði hefjast á næsta ári. Þetta kom fram í máli samgönguráðherra, Kristjáns Möller, á blaðamannafundi í dag þar sem viðauki við samgönguáætlun var kynntur

Samgönguráðherrann okkar, Kristján L Möller er heldur betur að koma hjólum af stað. Tvöföldun Suðurlandsvegar er mikið þjóðþrifa og öryggismál sem þvælst hefur í lausu lofti nokkuð lengi. Nú er tekið af skarið og framkvæmdir hefjast á næsta ári.

Svo er það stóra málið fyrir okkur á Norðurlandi. Vaðlaheiðargöng eru sett á dagskrá og framkvæmdir við þau hefjast á næsta ári. Sem betur fer hafa heimamenn staðið vel að hlutum og því var auðvelt að koma málinu í forgang því það var lengra komið en flest önnur. Það verður mikil vitamínsprauta fyrir Norðurland að fá þessa samgöngubót. Einn af stóru kostum þess er að svæði vinna betur saman en áður og auðvelda að Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur verði eitt atvinnusvæði. Slíkt er þjóðhagsleg nauðsyn til mótvægis við Suðvesturhornið.

Samgönguráðherra á heiður skilinn og hefur nú sannað með afgerandi hætti að hann er maður athafna og driftar.

Takk fyrir Kristján L Möller og ríkisstjórnin öll.


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsi eftir tillögum.

Jóhannes Bjarnason vill bænum okkar vel og vill stöðva framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Honum finnst of mikið um framkvæmdir og vill "stöðva fjárfestingafyllerýið"

Alltaf gott að koma með tillögur en gott væri að fá þetta aðeins nánar Jóhannes.... hvað viltu taka af dagskrá...?

  • Stöðva byggingu menningarhússins Hofs ?
  • Hætta við að byggja Naustaskóla..?
  • Hætta við uppbyggingu á svæðum íþróttafélaganna..?
  • Hætta við byggingu íþrótta og fimleikahúss við Giljaskóla..?
  • Hætta gatnagerð og uppbyggingu í Naustahverfi.. ?
  • Hætta hönnun og skipulagningu nýrra svæða fyrir atvinnulífið..?
  • Falla frá hugmyndum um uppbygginu Miðbæjarins..?
  • Sleppa því að hugsa um uppbyggingu á vegum Nökkva siglingaklúbbs..?
  • Annað..?

Akureyri er bær í örri þróun og uppbyggingu. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins vil sennilega snúa aftur til þeirra tíma að Akureyri leið áfram í Kea og Sís vímu og hlutir gerðust hægt. Það er að sjálfsögðu sjónarmið en ég er ekki sammála.


mbl.is „Þarf að stoppa fjárfestingafylliríið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólskinsdögunum fjölgar.

SólskinsdagurLeikur ljóss og skugga við Eyjafjörðinn enn og aftur. Það var bjart og fallegt um síðustu helgi. Skuggar skýjanna leika dans á fjöllunum norðan Akureyrar. Allt er svo hreint og fallegt. Mikið erum við heppinn að hafa allan þennan hreinleika, birtu og náttúrufegurð.

Óábyrgur málflutningur.

Það er mikill uppgangur á Akureyri. Hér hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á og íbúum fjölgar mikið. Það er gleðilegt að hér vilji fólk búa og starfa. Atvinnulífið er með besta móti og verið er að byggja upp í ýmsum greinum. Hér hefur því verið líf og fjör síðust misseri.

En svo kemur minnihlutinn og talar um fjárfestingafyllerý. Hvaða fyllerý er þetta. Það er verið að vinna við menningarhúsið Hof þar sem tónlistaskóli og fleira verður til húsa. Það á að byggja nýjan grunnskóla í Naustahverfi sem er fylgifiskur þess að hverfið byggist hratt upp. Það á að byggja íþróttahús við Giljaskóla sem jafnframt verður fimleikahús. Ekki ætla ég að tela upp allt það sem er hér um að vera en er sem betur fer hluti af því að hér er að byggjast upp og hlutir að gerast.

Það er í góðu lagi að minnihlutinn hafi skoðanir á þessu og jafnvel vilji skera niður og draga úr framkvæmdum. En hvar eru þær tillögur. VG vill kannski standa að tillögu að slá af íþrótta og fimleikahús við Giljaskóla ? Jóhannes framsóknarmaður vill ef til vill hætta uppbyggingu menningarhússins sem fór af stað í tíð hans í meirihluta ? Oddur vill ef til vill láta hætta gatnagerð og uppbyggingu í Naustahverfi ? Bara svona sem dæmi.

Ég held að ef minnihlutinn vill vera ábyrgur orða sinna við gerð þriggja ára áætlunar þá á hann að koma með niðurskurðartillögur. Þær hafa ekki litið dagsins ljós og þess vegna er þessi málflutningur óábyrgur.


mbl.is „Staða bæjarsjóðs er mjög traust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband