Þjáningar almennra borgara. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda.

Átökin í Palestínu eru harmeikur sem alþjóðasamfélagið á ekki að láta viðgangast. Að herveldi geti ráðist að rótum samfélags eins og Ísrael er að gera þarna á umheimurinn ekki að láta líðast. Tilvera fólks á þessu svæði er dagleg martröð og það ber að stöðva.

Ísrael ætti að skilja það ríkja best að maður ræðst ekki með ofbeldi að þjóð eða kynþætti eins og þeir eru að gera á þessu svæði og skáka í því skjóli að einhverjir á svæðinu eru að skjóta flugskeytum. Það má líkja því við að allir íbúar þjóðar væru réttdræpir af því einhverjir þar væru að stunda hryðjuverk eða lögbrot. Umfang Ísraels er langt út fyrir tilefni.

Ég sem formaður Samfylkingarinnar á Akureyri beitti mér fyrir að stjórn félagsins sendi íslenskum stjórnvöldum skilaboð. Ég trúi því að Ísland geti haft áhrif á þessu svæði og utanríkisráðherrann okkar boðaði slíkt í upphafi kjörtímabilsins. Stjórn félagsins á Akureyri vildi því brýna stjórnvöld og sendi því eftir farandi ályktun til fjölmiðla.

"Samfylkingin á Akureyri skorar á íslensk stjórnvöld að taka skelegga afstöðu gegn hryðjuverkum Ísraels á Gasa. Framferði þeirra í garð varnarlausar þjóðar er mannkyninu til skammar og ef þessu framferði linnir ekki ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að breyta stjórnmálalegri afstöðu Íslands til Ísraelsríkis"
 Orð eru til alls fyrst..... stöðvum hryllinginn fyrir botni Miðjarðarhafs.

mbl.is Dregur úr flugskeytaárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan að breytast... af hverju ?

Tvö mál hafa verið okkur íslendingum sérlega erfið síðustu ár. Það er annarsvegar sameining sveitarfélaga og hinsvegar hvort og hvernig eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Lengi vel hefur umræðan verið sérlega óupplýst og í báðum þessum málum hafa verið dregnar upp svarthvítar áherslur og fólk skipst í hópa með eða á móti. Svo er þarna einhver smáhópur sem er alveg sama.

Hvað varðar sameiningu sveitarfélaga hafa þær orðið þó nokkrar en betur má ef duga skal. Kröfur borgaranna og lagaskyldur sveitarfélaga eru orðnar með þeim hætti að örsveitarfélög geta alls ekki staðið undir þeim og verða því að leita á náðir sterkari sveitarfélaga með aðstoð. Þetta gerir það að verkum að nærþjónustan verður slök og atvinnusköpun og þróunarmöguleikar hverfandi. Þá fer fólkið...unga fólkið í skóla og kemur ekki aftur og gamla fólkið fer til sterkari byggðakjarna til að fá góða þjónustu og aðstoð þegar vinnudegi lýkur. Eftir situr svo fámennur millihópur sem veit það að enginn verður eftir til að taka við af þeim í fyllingu tímans.

Ef á að vera möguleiki til að þessi þróun gangi ekki endanlega frá fámennari sveitarfélögum þurfa íbúar að horfa raunhæft á málin. Sameining sveitarfélaga á ekki að vera neyðarráð þegar allt er þrotið. Sameining á að vera yfirveguð aðgerð þar sem kostir og gallar eru metnir, unnið í þeim og síðan að kjósa með jákvæðu hugarfari. Það mun koma að því í framtíðinni að sveitarfélög verða sameinuð með valdboði að ofan. Hversu stór eiga þau að vera ? Sveitarfélag með íbúa undir 5000 manns muna eiga í endalausum erfiðleikum. Að mínu mati mun Eyjarfjörðurinn allur sameinast í eitt sveitarfélag hvenær sem það nú verður. Byggðakjarni með 25.000 íbúa á góða möguleika í samkeppni við suðvesturhornið um atvinnu og fólk.

Aðild að Evrópusambandinu er svo einhverskonar "sameining sveitarfélaga" í stærri skala. Þar gilda nákvæmlega sömu lögmál. Þau snúast um möguleika Íslendinga í alþjóðasamfélaginu og möguleika Íslendinga í efnahagslegu samhengi. Ísland með íslensku krónuna á sér jafn mikla framtíð og 50 manna sveitahreppur á Ströndum ef gerður er samanburður. Dæmdur til að tapa fólki og getur ekki haldi út nútíma þjónustu. Sameining okkar við Evrópu er því lífsnauðsynlegur gjörningur til framtíðar litið. Ef okkur þykir vænt um börnin okkar og viljum að þau eigi möguleika á besta mögulega þjóðfélagi til framtíðar verðum við að læknast af þessar misskyldu þjóðernishyggu. Mögleikar okkar á sjálfstæði liggja í því að þróast, en staðna ekki í afturhaldssömum kreddum og hatri á því sem erlent er og framandi. Við verðum að þróast áfram, sama hvað VG og sumum Sjálfstæðismönnum finnst. Þeir vilja að Ísland verði áfram 50 íbúa sveitahreppur úti á landi. Ekki ég.


Kannski vaknar steintröllið.

Loksins er sem menn séu farnir að ræða utanríkismál af skynsemi. Sjálfstæðisflokkurinn sem er ekki með utanríkismál á dagskrá síðan kaninn sparkaði okkur og undirlægjuhætti Sjálfstæðisflokksins til vesturs lauk. Að vísu ekki að hans frumkvæði heldur var honum sagt upp.

Ég vona að umræður um Evrópumál fari að komast á vitrænt stig og leiði til þess að látið verði reyna á aðildarviðræður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið staður í þessum málum og það er sárgrætilegt að heyra bráðskynsama unga menn bergmála boðskapinn undan Svörtuloftum. Það er eiginlega kominn tími til að afturhaldssamur og þröngsýnn afdankaður stjórnmálamaður... nú vel borgaður embættismaður stjórni heilum stjórnmálaflokki.

En ég veit að þessum málum fer nú að þoka fram....Sjálfstæðisflokkurinn og forpokaðar hugmyndir...öllu heldur hugmyndaleysi um Evrópumál ráði för hér á landi.


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúran njóti vafans.

Ég man þá tíð þegar kísiliðjan í Mývatni var í burðarliðnum. Einnig man ég deilurnar um stífllur í Laxá og við Mývatn vegna stækkunar Láxárvirkjunar. Þeir sem vildu fara varlega og leyfa ekki þessar frakvæmdir voru púaðir niður og kallaðir umhverfisofstækismenn og ýmsum öðrum ónefnum.

Það eru ekki mörg ár síðan þeir voru taldir vitleysingar sem vildu loka Kísiliðjunni vegna þess að lífríkið væri í hættu. það væri fróðlegt að skoða allar stóru fullyrðingarnar gegn því að kísilnámið hefði áhrif. Þær raddir voru mjög háværar að fara með enn frekara kíksilgúrnám í syðri flóa. En sem betur fer tókst þeim sem það vildu ekki að koma þeim áformum í framkvæmd.

Vonandi förum við að læra það að náttúra landsins á að njóta vafans sé eitthvað ótryggt með framkvæmdir eða gjörninga okkar gagnvart landinu. Við eyðilögðum stórurriðan í Þingvallavatni og nú er það staðfest að við, mannskepnan, eyðilögðum bleikjustofninn í Mývatni. Hvað gerist næst ef gróðaöflin og blindan ræður för. Við eigum eftir að sjá stórkostlegar afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar sem eiga sér engar líkar þegar þar að kemur. Þá munum við segja.... þetta var heimskulegt og byggt á fáfræði að gera þetta svona .... þarna. En það er ekki alveg komið að því.

Skynsöm þjóð í fögru og heilbrigðu landi á að vera markmið. Að vísu höfum við glatað að eilífu ýmsu úr náttúru okkar...flestu vegna þekkingarleysis og græðgi. Vonandi lærum við og þessu linni .... við sem viljum fara varlega eru þó ekki kallaðir hryðjuverkamenn lengur.... nema af örfáum eftirlegukindum.


mbl.is Kísilvinnslan drap bleikjustofninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleysi og tækifærismennska ?

Ég held að flestir hugsandi menn sjái hversu olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er vafasamt fyrirbæri. Mengun, umhverfislýti, félagsleg skaðsemi, ímyndartjón og margt fleira mundi vega upp alla kosti þess að reisa þetta fyrirbæri í fögrum firði á Vestfjörðum. Auk þess er vert að minnast á áhættu af því að flytja hundruð þúsunda tonna af olíu til og frá svæðinu, þetta er eiginlega fullkomlega galin hugmynd miðað við aðstæður og getu þessa svæðis.

En ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar er tilbúinn að taka undir með kórnum og segist fylgjandi fyrirbærinu, fullkomlega án þess að hafa hugmynd um hvað hann er að styðja og hvaða afleiðingar það hefði.

Þetta minnir nokkuð á annan gjörning þessa ráðherra sem er af sama toga. Hann studdi hvalveiðar í atvinnuskyni og heimilaði þær og þótti skynsamlegar og réttmætar. Allir vita í dag að þessi ákvörðun og skoðun var galin og allt sem andstæðingar þess sögðu hefur komið fram.

Þessi ágæti ráðherra hleypur upp og segir það sem hann heldur að falli best í kjósendur sína á Vestfjörðum. Skynsemi, ábyrgð og hagkvæmni kemur honum ekki við, bara ef hann getur sagt eitthvað sem tryggir að hann haldi vinsældum sínum og ráðherradómi.

Þetta heitir poppulismi á vondri alþjóðamálýsku.


mbl.is Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur gerst áður en ?

Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar, en flestir eru þeir bullandi leirhverir eða gufuhverir. Gunnuhver mun darga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hana í hverinn.

Svo segir um hver þennan á netinu. Jarðhiti á Reykjanesi tengist virkum eldstöðvum og víða hefur gosið á sögulegum tíma. Síðasta hrina á þessu svæði.... þó innar á nesinu var á 15. öld og ekki ósennilegt að eitthvað kraumi undir nirðri á þessum slóðum.

Það eru ekki gömul hraunin á þessu svæði og td er hái hraunkamburinn við Kúagerði frá gosum á 15. öld.

En hver er staða okkar ef eldgos hefjast á Reykjanesi ? Þessi gos eru ekki stór á mælikvarða stóru eldstöðvanna á suðurlandi eða miðhálendinu. En vegna nágrennis við mikið þéttbýli er hætt við að gos á þessu svæði gætu valdið meiriháttar vandræðum. Stórir þéttbýlisstaðir, alþjóðaflugvöllur, orkuver og margt annað sem okkur þykir sjálfsagt í daglega lífinu á suðvesturhorninu.

Sem dæmi gætum við verið í djúpum ef flug legðist af til Keflavíkur í einhverjar vikur eða eldgos ógnaði virkjunum á utanverðu nesinu. Hvað sem öðru líður mun gjósa þarna í náinni framtíð hvort sem það verður á morgun, eftir 10 ár eða 100 ár..... svo mikið er víst. Aukinn jarðhiti er vísbending en það hefur gerst áður á þessu svæði án stærri atburða.


mbl.is Gunnuhver færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins þrjár ferðir í viku mestan part ársins í Grímsey.

Af þeim eru nú 121 heimili sem ekki fá fimm daga þjónustu eða 0,095%.  Þar af eru 33 í Grímsey og 15 í Mjóafirði.

Það hefur alltaf verið þriggja daga þjónusta í Grímsey amk 8 mánuði á ári. Það er flogið þangað þrisvar í viku nema um hásumarið. Það er því sjálfgefið að þar er þriggja daga dreifing því engu er til að dreifa hina tvo.

Það flogið í Grímsey.... þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga.


mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og afturhaldsblöðkunar.

Geir Haarde er í Luxemburg og hefur rætt Evrópumál og evru. Í frétt á Mbl.is eru rædd tormerki þess að taka upp evru á Íslandi, þ.e. einhliða upptöku hennar. Ég er algjörlega sammála þeim sem segja að öll tormerki séu á slíku og í reynd markleysa að taka upp mynt bandlags sem við eigum ekki beina aðild að.

Það sem ekki er nefnt í þessari frétt, en kom fram á Ruv að forstætisráðherra ræddi ekki ESB og hugsanlega aðild að því ágæta bandalagi. Hann ræddi við fréttamenn og sagði m.a. að flokkur hans sem væri með forustu í ríkisstjórn hefði þetta mál ekki á dagskrá og þess vegna var það ekki rætt.

Þessi ummæli valda mér áhyggjum. Forstætisráðherra virðist því hafa verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í opinberri heimsókn í Luxemburg en ekki Íslands. Það er eiginlega grátlegt að heyra þetta forpokaða viðhorf borið á borð í erlendu ríki þar sem daginn áður var reifað hversu mikill kostur það væri ef Ísland sækti um aðild að ESB.

Hvenær skyldi Sjálfstæðisflokkurinn vera tilbúinn að koma til ársins 2008 og ræða þessi mál af alvöru og skynsemi. Enn heyrir maður gömlu, forpokuðu viðhorfin þar sem endurómur á afturhaldsóp Davíðs Oddssonar ganga í endurnýjun lífdaga í máli Geirs Haarde sem maður vonaði að væri aðeins skynsamari og víðsýnni en Davíð Oddsson.

En í dag rann upp fyrir mér ljós hvað þetta varðar. Davíð Oddsson stjórnar Sjálfstæðisflokknum í þessum málum, nú í gegnum Geir Haarde.

Sorgleg staðreynd en það má vona að Samfylkingin hafi bætandi áhrif á sýn og hug forstætisráðherra svo hann hætti að hljóma eins og Davíð Oddsson og Vinstri græn í Evróoumálum.


mbl.is Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni olíufélaga. Allt í plati

Þetta er alltaf sama sagan hjá olíufélögunum. Verð hækkar samstundis hjá hinum ef eitt hækkar. Verðin eru nánast þau sömu og svokölluð samkeppni er ekkert annað en prump.

Það getur vel verið að spari haldi olíufélögin því fram að "öflug" samkeppni ríki. Reyndin er að það skiptir mann nánast engu máli hvar verslað er.... munurinn er lítill sem enginn.

Svo er það hlutur ríkis í verðmyndun olíu og bensíns. Þar gæti ríkið auðveldlega gripið til tímabundinna ráðstafanna til að milda gríðarlegar hækkanir á heimsmarkaðsverði. En því miður hafast menn ekkert að á þeim bænum og það er ámælisvert. Verðbólga er komin í 7% og þar eiga hækkanir á eldsneytisverði stóran hlut. Það er ábyrgðarhluti að sittja með hendur í skauti eins og rískisstjórnin gerir. Henni ber að bregðst við.... ástandið er farið að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heimilin í landinu.


mbl.is Bensínverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár valdabaráttu framundan.

Þrjú gefa kost á sér til borgarstjóra. Hér birtist í lítilli frétt ástæður þess m.a. hvers vegna allt er í klessu hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Valdabarátta, valdarbarátta og aftur valdabarátta. Oddvitinn Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson situr áfram sem oddviti vegna þessa að milli þeirra sem starfa með honum í borgarstjórnarflokknum er hatröm valdabarátta.

Búið er að endurvekja prófkjörið frá því fyrir tveimur árum og það mun standa í heilt ár. Það verður örugglega illstarfandi í borgarstjórnarhópnum þetta ár því fólk hefur lýst því yfir að framundan séu átök um völd og frama.

Og hvað líður fyrir þessa valdabaráttu ? Stjórn borgarinnar og þar með Reykvíkingar eru settir til hliðar sem aukaatriði og hugur og orka þessa fólks mun fara í það næsta árið að leggja inn svo það geti sigrað félaga sína og samstarfsmenn í baráttu um völd. Það segir sig sjálft hvernig starf það verður.

Auk þess býr Reykjavík við pólitískt veikan borgarstjóra sem seint mun verða nokkur leiðtogi enda einagraður og rúinn trausti. Það er dapurt ár framundan við stjórn Reykjavíkurborgar.


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband