Öxnadalur er náttúruperla.

Það er fagurt í Öxnadal Öxnadalur er náttúruperla sem ótrúlega margir láta framhjá sér fara. Það er brunað í gegn í leið til eða frá Akureyri. Þó taka flestir eftir Hraundranga og margir vita um Jónas Hallgrímsson, svo er það upp talið.

Það er hægt að eyða heilum degi í dalnum við að kíkja á það sem er sérstakt og er mikils virði að skoða.

Örfá dæmi. Hraunsvatn, Drangafjall og umhverfi, Hraun, gilið við Gil, Gloppufjall, Vaskárdalur, Jónasarlundur, Þverbrekkuvatn, Miðhálsstaðaskógur og ýmilegt fleira sem upp mætti telja.

Og svo mega menn velta fyrir sér hvar þessi mynd er tekin.


Duglegasti andstæðingur samhjálpar og jöfnuðar.

Þetta er kátbroslegt. Hafin söfnun fyrir þann mann sem duglegastur hefur verið að tala niður samhjálp og samvinnu og viljað stjórnlausa samkeppni... þeir hæfustu lifa af hefur verið hans mottó.

Það er ekki fyrsti apríl í dag en ef svo hefði verið hefði ég ekki verið að blogga um þessa frétt.

Það ætti kannski að leggja sitt af mörkum.... það væri kannski tilvinnandi að þessi blindi frjálshyggjumaður átti sig á hversu dýrmæt samhjálp og stuðningur samfélagsins er...best að ég gefi þúsund kall.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bærinn minn.. mikið hefur breyst.

Þegar ég var polli voru íbúar á Akureyri rúmlega 7.000. Efsta gata bæjarins var Mýrarvegur og norðan Glerár voru stök hús á stangli og húsaröð með Höfðahlíð og Lyngholti. Akureyri hafði eignast spilduna milli Glerár og Lónsár 1955. Það var mikill léttir fyrir þáverandi bæjaryfirvöld því það stóð bænum fyrir þrifum að geta ekki stækkað til norðurs. Hugsunin var ekki kominn upp á Efri Brekku þar sem byggð reis síðar.

Mér er mjög minnisstætt þegar verið var að byggja syðstu fjölbýlishúsin við Skarðshlíð á árunum um og eftir 1966. Það þótt mikill stórhugur þegar teikningar lágu fyrir að fjölbýlishúsunum norður með Skarðshlíðinni. Sú gata er enn sú fjölmennasta á Akureyri en hún var fullbyggð á næstu 10 árum eftir að syðstu húsin risu.

Nú eru íbúar hér í bæ komnir á átjánda þúsund og margir hér langdvölum þó ekki sé um formlega heimilisfestu að ræða. Hundruð nema eru hér stærstan hluta ársins og hér eru hátt í 300 orlofsíbúðir sem sjaldan eru tómar. Það lætur því nærri að íbúar og langtímagestir séu nærri 20.000. Þetta er mikil fjölgun á 40 árum eða um næstum 2/3 í plús.

En hver er staða okkar ef jafn hratt fjölgar á næstu árum eins og gert hefur undanfarin misseri ? Byggðin er að þokast á ótrúlegum hraða suður Naustahverfi og þar er pláss fyrir 6 - 8 þúsund íbúa. Þegar eru þeir að nálgast fysta þúsundið og öll þróun hraðari en gert var ráð fyrir. Miðað við hraða undanfarinna ára gæti land verið uppurið í Naustahverfi fyrir árið 2020. Hvað er þá til ráða ?

Við eigum eftir landspildu milli Síðuhverfis og Lónsár, við eigum landspildu með sjónum norðan Krossaness og við eigum nokkuð land ofan Giljahverfis sem er þó varla inni í myndinni því það liggur nokkuð hátt. Þó gæti hluti þess nýst ef menn vilja fara hærra en nú er.

Landspildur sem ég nefni hér að ofan eru ekki víðáttumiklar. Naustahverfi er minna en Glerárhverfi og sneiðar sem ég nefni eru ekki víðlendar. Ef til vill þarf að taka hluta af landi nyrstu undir atvinnustarfssemi, en þar er gert ráð fyrir íbúabyggð samkvæmt aðalskipulaginu.

Auk þess eigum við Akureyringar nokkra reiti þar sem áformað er að þétta byggð samkvæmt aðalskipulagi 2005 - 2018. Það gæti skilað einhverjum hundruð íbúða ef vel er staðið að.

Þegar þessu er velt upp og skoðað í samhengi er staða mála hér að við sjáum fyrir endan á landsvæðum innan bæjarmarka Akureyrar í mjög náinni framtíð. Það er umhugsunarefni. Við höfum ekki efni á að bruðla með land og verðum að nýta það sem við eigum sem best. Það mun standa okkur fyrir þrifum og vexti ef þetta leysist ekki á næstu árum.

En hvernig munu þessi mál leysast ? Þróun Eyjafjarðarsvæðisins  er hröð og fyrirhuguð þróun atvinnulífs lofar góðu. Það er því nauðsynlegt að horfa á svæðið hér við Eyjafjörð í heild sinni til framtíðar og ég veit það að þróun í átt til sameiningar sveitarfélaga mun halda áfram þó svo hafi komið tímabundið babb í bátinn við síðustu tilraun. En við Eyfirðingar vitum að ef hér á að þróast öflugt mótvægi við suðvesturhornið þurfa hlutir að breytast hér með afgerandi hætti.


Er húsfriðunarhugsjónin komin út í öfgar ?

Ég er mikill húsafriðunarsinni...þ.e. ef húsin eru merkileg og þokkalega heilleg. Ég er þó ekki einn þeirra sem vil stöðva tímann og reyna að endurheimta og endursmíða fortíðina. Miðborg Reykjavíkur er sannarlega í hrikalegri niðurníðslu og á stórum svæðum er ástandið til hreinnar skammar.

Reynt hefur verið að klína sök af þessu á eigendur og þeir ásakaðir um að láta húsin grotna niður viljandi. Það má vel vera að þetta sé rétt en hefðu þessir eigendur keypt þessi hús ef þeir ætluð sér ekki að endurvinna þessa reiti og byggja nýtt og nútímalegt. Örugglega ekki.

En ef þeir hefðu ekki haft þessar væntingar og ekki keypt... hvar væri þetta statt þá ? Varla hefði ástandið verið nokkuð skárra. Það vilja fáir eða engir leggja fjármuni í að gera upp söguna...og hafa af því tómt tap. Ekki er húsfriðunarsjóður til nokkurs gagns. Við hér á Akureyri vorum heppin... KEA ætlar að bjarga málum því hugsjónamenn virðar ráða þar för en ekki endilega menn með endalaus gróðasjónarmið. Það er gott að eiga milljarða sem má leika sér með.

En staðan er skelfileg í Reykjavík. Hugjónamenn með lopahúfur og fornar hugsjónir eru að ganga allt of langt í verndaræðinu. Það hefur leitt til þess að ásýnd miðborgar Reykjavíkur er niðurnýdd kofaásýnd og óorði hefur verið komið á húsafriðun. Laugavegshúsin verða sennilega seint til nokkurrar prýði enda veit ég ekki hver ætlar að greiða fyrir lagfæringar á þeim kofum.


mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur borgaranna að mótmæla...en !

Auðvitað er það réttur borgaranna að mótmæla óréttlæti og koma skoðunum sínum á framfæri. Það er eðlilegt og sjálfsagt að slíkt sér gert. Ég skil vel reiði og gremju bílstjóra sem eru að sligast undan kostnaði við rekstur bíla sinna. Það á svo sem ekkert sérstaklega við atvinnubílstjóra á stórum bílum, það á við alla.

En svo er það hvernig menn mótmæla og hvaða árangri þeir ætla að ná. Í þessu tilfelli voru þessar aðgerðir vanhugsaðar og ollu meiri gremju en samúð þeirra sem í lentu.

Of fá það svo upplýst að verið var að teppa helstu tengibraut höfuðborgarsvæðið og slökkvilið og sjúkralið ekki látið vita er stórkostlega ámælisvert. Hótun um að gera þetta aftur og yfirgefa bíla er enn alverlegra mál.

Það er ekkert sem réttlætir að aðhafast nokkuð sem getur stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu..... en það var óneitanlega gert með þessum vanhugsuðu aðgerðum. Sennilega tapaði hópurinn frekar samúð en vann hana.


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra... hvað er að ?

Ég lagði það á mig að lesa svar Árna setts dómsmálaráðherra sem birt er á tveimur síðum í Mogganum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og málgagn hans eru lagstir í vörn fyrir syni stórsjallanna... menn mega ekki gleyma að þarna fara með helstu hlutverk synir gamalla stórmógúla í Sjálfstæðisflokksins.

Árni er sonur Hafnarfjarðarvalds Sjálfstæðisflokksins og Þorsteinn sonur Reykjavíkurvaldsins í flokknum. Eðlilegt að Styrmir yfir - Snati flokksins hjálpi til.

En að svörum ráðherrans.... ég er eiginlega orðalaus...skora á menn að lesa þessa ótrúlegu þvælu og kynna sér undarlega sýn þessa manns sem látin var þjóna löngunum flokksins og stórmógúla hans.

Hvað segja lögin ?....þarf ekki að leggja fram vantrauststilögu á þennan vanhæfa ráðherra á Alþingi.


mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumir íþróttafréttamenn. Hvað skiptir máli ?

Enn og aftur gera íþróttafréttamenn lítið úr landsliðinu og leikmönnum þess. Meginfrétt nánast allra fréttamanna er hvor Eiður sé þetta eða Eiður sé hitt...annað virðist vera aukaatriði.

Í gær voru fjölmiðlar að springa úr vandlætingu yfir að Eiður verði ekki fyrirliði. Auðvitað á hann ekki að vera fyrirliði. Honum hefur ekki tekist að vera leiðtogi þessa hóps enda virðist það vera aðal verkefni fjölmiðamanna að hafa Eið á öðrum stalli en hina leikmennina. Íslenska landsliðið er Eiður og svo rest. Sjaldnast eru nokkrir aðrir nafngreindir í fréttum um málið nema um lengri greinar sé að ræða....þetta er óþolandi.

Fjölmiðlar hafa lítið fjallað um þá dóma sem Eiður hefur fengið fyrir leiki sína með Barcelona að undanförnu enda eru þær ekki glæsilegar....þungur...klunnalegur... hægfara... en svona má ekki segja því Eiður er í guða tölu hjá íþróttafréttamönnum á Íslandi.

Þeim væri nær að fjalla um landlsliðið og leikmenn þess á jafnræðisgrundvelli og hætta þessari dæmalaust barnalegu stjörnudýrkun.


mbl.is Eiður í fremstu víglínu gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð við ástandi.

Það er gott að aðgerðir gegn verðbólgu er hafið. Stjórnarandstaðan hafði farið mikinn og fundið ríkisstjórn allt til foráttu og talið aðgerðaleysi ríkjandi.

Auðvitað var það ekki svo. Stórir hópar sérfræðinga hafa verið að marka þá stefnu sem taka þurfti til að ná tökum á vandanum. Seðlabankinn er búinn að grípa til vaxtahækkunar og framundan eru aðgerðir ríkisstjórnar sem kynntar verða seinna í dag. Guði sé lof fyrir að VG fer ekki með völd í efnahagsmálum okkar....

Ef það er rétt sem grunur leikur á að fjármálaöfl hafi vísvitandi verið í aðgerðum til að veikja krónuna enn frekar en ástandið gat tilefni til er alvarlegt mál og sýnir okkur enn og aftur hversu mikilvægt er að losna við þennan veika gjaldmiðil okkar og tenjast alþjóðasamfélaginu...efnahagslega.


mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálftar aukast og senn bryddir á Barða...

080322_2330

Enn skelfur á Kverkfjallareininni. Yfir 250 skjálftar hafa orðið nánast á sama stað undir Álftadalsdyngju síðasta sólarhring. Það sem leikmaður eins og ég tekur eftir að fjöldi skjálfta eru nú grynnri en áður og einhverveginn er freistandi að draga þá ályktun að kvika sé að þrengja sér til yfirborðs.

Þessi hrina hefur nú staðið nokkuð lengi og ef talið er saman skjálftar frá föstudegi líka eru þetta orðnir nokkur hundruð í þessari gusu.

Meðan ég skrifaði þetta birtust nýjir skjálftar á yfirlitið og síðast einn upp á 2.1 á tólf km dýpi. Ég er búinn að fylgjast með þessum hrinum frá byrjun og nú sýnist mér að hraði atburða sé að aukast og eðli þeirra að breytast....það er færast greinilega ofar í jarðskorpuna.


Vetur í bæ.

Þverárrétt in ÖxnadalFriðsælir frídagar á Norðurlandi. Í gær, föstudaginn langa var sérlega sólríkt og fagurt í nágrenni Akureyrar.

Þessi mynd er tekin í Öxnadal, Drangafjall og Hraundrangi í baksýn en Þverárrétt í forgrunni.

Það var fínn túr inn Öxnadalinn með myndavél að vopni undir Passísálmasöng Megasar á Rás 2. Góð blanda þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband