Gott að einhver vill leggja fjármuni í verkefnið.

Þetta er góð niðurstaða. Eftir margra ára, ef ekki áratuga limbó með Hafnarstræti 98 hefur fjársterkur eigandi komið til sögunnar. KEA mun væntanlega sækja fjármuni til þessa verkefnis að hluta til ríkisins, þar sem húsfriðunarnefnd ákvað að leggja til friðun og ráðherra samþykkti.

Það var eimitt þetta sem þurfti, enginn sem ætlar sér að hagnast á verkefninu sá sér fært að nálgast það á þennan hátt. Verkefnið kostar tugi milljóna og ekki kæmi mér á óvart þó það losaði 100-150 milljónir með öllu.

En KEA er einilega komið í það hlutverk að bjarga sögunni hér í bæ og það er vel. Gamla bögglageymslan, áður Mjólkursamlagið var gert upp fyrir KEAfjármagn. Það auðvitað borgar sig ekki ef menn mæla niðurstöðu í krónum og aurum, en það gerir KEA ekki þegar svona verkefni eru annars vegar og gott að þeir hafa efni á þessu.

Vonandi verður einhver verslun eða þjónusta við bæjarbúa á neðstu hæðinni, þetta verður svolítið dautt hús í miðbænum ef þarna verða eingöngu skrifstofur eða slíkt.....en sjáum hvað setur.

Nú þarf aðeins að breyta deiliskipulagi þarna en skipulagið frá 1981 gerir ráð fyrir að það hverfi og stígur milli Hafnarstrætis og Skipagötu breikki. Það er nú úr sögunni og upphafleg staða er fest í sessi á ný.


mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara ánægjulegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband