Fréttanef ofurbloggarans vinar míns stíflað.

Það er skondið hvernig ofurbloggarinn Stebbi Fr kemur sér hjá að minnast á að Vaðlaheiðargöng eru komin í forgang. Það má segja að fréttanefið sé kolstíflað af flokkspólítísku kvefi. Honum finnast það meiri tíðindi að Sýn sé ekki lengur alvöru sjónvarpsstöð og flokksgæðingurinn Hannes Hólmsteinn var dæmur fyrir ritstuld.

Ef samgönguráðherrann hefði verið Sjálfstæðismaður hefði þetta verið fyrsta frétt hjá ofurbloggaranum. En nú er ráðherrann bara Samfylkingarmaður og þá finnst Stebba Vaðlaheiðargöng og forgangur þeirra nauðaómerkilegt mál sem ekki tekur að blogga um.

Það er því greinilegt hvað það er sem stjórnar fréttavali vinar míns.... það eru ekki hagsmunir Akureyringa og Eyfirðinga sem skipta hann máli heldur hver framkvæmir þá....

Voðalega finnst mér þetta rýra trúverðugleika þegar forgangsröðunin er  með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er Stebbi með kvef! Þetta er annars ólíkt honum, hann er pössunarsamur og fátt fer framhjá honum. Strákurinn hressist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff.. Stebbi..

Óskar Þorkelsson, 13.3.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Flott hjá Stebba... datt inn rétt fyrir bloggtíma Össurar...enda erum við örugglega sammála um að þetta er stórt mál fyrir alla norðlendinga

Jón Ingi Cæsarsson, 14.3.2008 kl. 06:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er munur á fyrir ykkur Norðlendinga að þið eigið góðan samgönguráðherra. Við hérna fyrir sunnan höfum ekki´haft samgönguráðherra að áratugum skiptir. Sennilega verður búið að leggja tvíbreiða vegi og bora göt í gegnum flest fjöll og út í allar eyjar áður en hafist verður í svo sjálfsagða framkvæmd og Sundabrautin er.

En við sunnan og vestan óskum ykkur til lukku!

Kveðja norður heiðar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 08:10

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já ekki er að spyrja að því að okkar maður/menn standa sig, varla átti einhver von á öðru? Auðvitað á að bora í gegnum öll fjöll á landsbyggðinni brúa allar sprænur og tvöfalda vegi, nema hvað?

Ég fer oft í borgina og sé engin vandamál þar sem eru beint aðkallandi, bara gefa sér tíma, það er nokkuð sem allir þurfa gera sem búa í borg, anda inn og anda út fara varlega og syngja fyrir munni sér ,,og allir komu þeir aftur og engin þeirra dó..".

Páll Jóhannesson, 14.3.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir að lesa vefinn Jón Ingi og fylgjast vel með.

Auðvitað er þetta mál sem ég gleðst yfir. Við höfum öll hér barist fyrir þessum göngum með okkar hætti og það er gleðidagur þegar að þau komast á dagskrá. Það má vel vera að ég sé flokksbundinn í einhverjum flokk en það gildir einu hvað mig varðar hver tryggir svona lykilverkefni svo fremi sem það sé gert. Það er öllum ljóst að Möllerinn hefði ekki getað látið sjá sig hérna árið 2011 hefði hann ekki klárað þetta, verandi í óskastöðu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2008 kl. 15:05

7 identicon

Ekki hoppaði Stefán hæð sína í þessum innslætti!   Er eitthvað að Stefán?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað meinarðu Gísli? Ég skrifaði um þetta á vefnum hjá mér og hrósaði meira að segja ráðherranum fyrir að standa við kosningaloforðin sín og allra annarra framboða hér í kjördæminu. Hann var í óskastöðu til að efna sín loforð og við gleðjumst öll yfir því. Það fagna allir þessu hér, þvert á flokkslínur. Að sjálfsögðu. Síðast þegar að ég vissi voru sjálfstæðismenn í landsmeirihluta og meirihluta hér á Akureyri með Samfylkingunni, svo að ég skil ekki vandamálið hjá þér og síðuhaldara.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Rosalega er þetta útspekúlerað hjá ykkur félögunum, Jóni Inga,  Stefáni og Gísla.    Þið þykist vera í hörðum deilum og tilgangur er alveg ljós. Þið eruð bara að halda athygli fólks á ykkur og minnihlutaöflin komast ekki að með sín sjónarmið.  Síðan er auðvitað greinilegt að þið vinnið frábærlega vel saman bæði í bæjarstjórninni og ríkisstjórninni,  enda er árangurinn mjög góður fyrir ykkar bæ og á landsvísu.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 23:36

10 identicon

jamm

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband