Einangraður karlfauskur í helli heldur heiminum í þumalskrúfu.

Það er furðulegt hvernig fjölmiðlar heimsins láta karlfausk í helli í Pakistan halda heiminum í spennu. Bin Laden hefur verið einhversstaðar í fjöllum langt frá mannbyggð í næstum áratug. Svo sendir þessi karl frá sér upptökur og allur heimurinn stendur á öndinni. Er þetta normal ?

Bin Laden hefur ef til vill hóp af mönnum í kringum sig sem geta látið til skarar skríða á afmörkuðum svæðum. Sprengjuhótanir, morð og fleira eru lítið skemmtilegir hlutir að fást við. Fjölmiðlar hafa sem sagt aðstoðað hann við að verða að einhverju sem ekki er raunhæft.

En skyldi aldrei hvarfla að fjölmiðlum að Bush forseti Bandaríkjanna er hættulegri heimfriði og mannfólkinu á þessari Jörð en skeggjaður, einangraður karlfauskur í helli langt frá mannabyggð. Ég held ekki þetta er svo spennandi.


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Karlfauskar í helli" hafa áður haft meiri þýðingu en virst hefur á yfirborðinu. "Che Cuevara" var líka "karlfauskur í skógi" en mynd hans prýddi samt ótrúlega marga boli hippa og mótmælenda víða um lönd.

Þegar ég fylgdist með opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Mósambík dansaði flokkur heimamanna mikinn dans til heiðurs Halldóri. Einn þeirra var í bol með mynd af Bin Laden á brjóstinu og virtist þess að vísu ekki meðvitaður að þetta væri kannski ekki viðeigandi beint fyrir framan annan þeirra tveggja manna sem plantaði Íslandi í hóp hinna viljugu þjóða í herförinni gegn Al Qaida í Írak eins og Bush forseta er tamt að kalla aðgerð sinna manna í því landi.

Kom þó í ljós í innrásinni að minna fannst af mönnum Bin Ladens í Írak en flestum öðrum ríkjum þar eystra. Nú hefur herförin líkast til margfaldað tölu liðsmanna hins morðóða karlfausks í hellinum.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég vil nú leyfa mér að taka undir með Jóni að Bin Laden er aðeins einangraðar karlfauskur í helliskúta. Munurinn á honum og Fjalla Eyvindi er sá  að  heimsbyggðin  óttast  hryðjuverk samtaka hans.

Bin Laden, Al Quaida og grimmileg hryðjuverk eru orðnar táknmyndir fyrir baráttu heittrúar íslama gegn vestrænum gildum, sem bandaríkin, neyslusamfélag og það sem við köllum lýðræði eru helstu táknin fyrir.

Che Guevara var einnig í andstöðu við bandaríkin á sínum tíma.  Hann varð tákn fyrir uppreisnarhyggju hippatímabilsins, en hann var enginn hippi.  Hann er þó ennfremur sígilt tákn fyrir byltingarsinnaða sósíalista og myndin af honum sem við sjáum fyrir okkur er frægasta ljósmynd allra tíma.

Þó að Ómar jafni þessum tveimur mönnum, Che og Bin Laden,  saman get ég ekki litið þá sömu augum. Annar er rekinn áfram að skefjalausu hatri á vestrænum heimi og vill verja heim íslam með árásum á vestrænan almenning í borgum vestur Evrópu.

Hinn er læknir sem ferðaðist um Suður-Ameríku og sá eymd og sult og kúgun. Hann kenndi nýlendustefnu, heimsvaldastefnu og kapítalisma vestrænna ríkja um og taldi að hægt væri að berjast gegn fátækt með því að gera byltingu og koma á kommúnisma.

Hin bandaríska leyniþjónusta CIA náði honum loks og tók hann af lífi í Bólíviu 1967.  

En, var kannski Guevara Bin laden síns tíma, eftir allt? 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband