Bremsufar í brók.

Skyndilega viðurkenna Sjálfstæðismenn að allt sé nú ekki sem skyldi. Ég man ekki betur en þessi borgarfulltrúi ásamt öllum hinum hafi aldrei viðurkennt að nokkuð hafið verið að í borgarstórnarflokknum og allt hafi verið svo frábærlega gott á fínt.

En núna á að snúa við blaðinu og reyna að lokka fylgið til baka með að viðurkenna mistök og játa að allt hafi nú ekki verið eins gott og þessi borgarfulltrúi og allir hinir 6 lugu mánuðum saman í þessa sömu kjósendur.

En nú er Hanna Birna búin að kaupa sér þvottaefni og reynir að þvo bremsufarið úr brók Sjálfstæðisflokksins. Bremsufarið sem þessi sami borgarfulltrúi hefur margsinnis neitað að væri til staðar í nærhaldinu.

Hver trúir svona fólki og hvernig er hægt að taka á því mark. Eina von Sjálfstæðisflokksins er að skipta öllu þessi liði útaf og setja inn trúverðugra og heiðarlegra fólk..


mbl.is Vörn verður snúið í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er fegurra en við Eyjafjörð ?

Hinn fagri heimur  Það er dulmagnað andrúmsloftið við fjörðinn minn fagra þegar miðnætursólin stillir sér upp í fjarðarkjaftinum og umhverfið logar í heitri birtu júnímánaðar. Kannski er ég hlutdrægur en varla finnst sá staður í heiminum þar sem staðseting sólarinnar á miðnætti passar jafn glæsilega og hjá okkur hamingjusömum Akureyringum....

Nágrannar okkar njóta birtunnar og sólarinnar en hvergi stemmir þetta jafn nákvæmlega og á Oddeyrartanga.

Og svo þegar maður legst á jörðina og mælir hið smá við lampann á himnum....verður afraksturinn eins og hér að ofan... dásamlegt.


Þarf sérfræðinga til ?

Kannski þarf sérfræðinga til að komast að þessari niðurstöðu. Það gerir að vísu ekkert annað en staðfesta það sem heimsbyggðin veit nú þegar en gott að fá tilfinningu sína og annarra staðfesta.

Bush hefur verið með eindæmum misheppnaður forseti og það er eiginlega með ólíkindum að jafn óhæfur maður geti valist til valda í mesta herveldi heims. Það kannski staðfestir það sem löngum hefur verið sagt um Bandaríkin...ef þú átt peninga og nýtur stuðnins ákveðinna þjóðfélaghópa þá skiptir engu máli hvort þú hefur hæfileika eða getu til að gegna embættinu.

Það sem veldur mér eiginlega meiri skömm, enda hef ekki hagsmuna að gæta sem kjósandi í Bandaríkjunum, er hversu blindir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru þegar þeir létu þennan asna leiða sig í ljótasta verknað Íslandssögunnar. Þeirra veriður lengi minnst fyrir það í sögunni.

En nú er þessi maður að hverfa frá völdum og það er vel. Ég reikna varla með að nokkur maður vilji fá hann í vinnu þannig að það má gera ráð fyrir að hann setjist í helgan stein og hverfi þar með úr augsýn heimsins....guði sé lof.


mbl.is Versti Bandaríkjaforsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama og gerðist 1896.

Það var haft fyrir satt að Suðurlandið ruggaði vikum og mánuðum saman eftir skjálftana 1896. Það sama kemur fram í annálum frá því í hrinu á 18. öld. Landið leitar jafnvægis eftir hamfarirnar og því mál líklega búast við þessu þó nokkuð lengi enn í ljósi sögunnar.

Jarðfræðingar telja að enn eigi eftir að leysast út uppsöfnuð spenna og því megi gera ráð fyrir hörðum skjálfta á þessu svæði á næstu árum eða áratugum.

Að búa á misgengi er áhætta og ætti að vera flestum ljós. Mér hefur alltaf þótt að það hlóti að vera nokkuð taugatrekkjandi að búa á jarðskálftasvæði en þeir sem þar búa láta það ekki trufla sig. En svo brestur á með látum og þá reynir á.

Íbúar á þessu svæði eiga alla mína samúð.


mbl.is Ónot í fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISG spyr ekki Sjálfstæðishvolpa um leyfi.

Þó svo Samfylkingin sé í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn spyr hún ekki leyfis hvað hún segir. Síst af öllun Sjálfstæðishvolpinn Sigurð Kára.  Þó svo Sjallar hafi stjórnað Halldóri Ásgrímssyni þýðir það ekki að slíkt hið sama eigi sér stað nú.

Formaður Samfylkingarinnar segir það sem henni finnst og er hreinskilin. Það er meira en hægt er að segja um Sjálfstæðisflokkinn. En auðvitað er það skiljanlegt að Sigurð Kára og félaga langi til að þetta mál sé þagað í hel. Sama hvað þeir reyna...allir vita að Davíð Oddsson og innsta klíka þáverandi valdahafa í flokknum lagði þetta mál upp.

Þetta vita allir og sama þó hvolpar íhaldsins heimti þögn þá mun það aldrei verða enda er þarft að innra eðli þess flokks sé öllum ljóst þannig að slíkir hlutir endurtaki sig ekki.


mbl.is Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það síðasta sem Alþingi þarf.

Hvenær skyldu menn læra. Sturla Jónsson vörubílstjóri búinn að stofna stjórnmálaflokk. Hvað á svo þessi flokkur að gera á þingi ? Mótmæla háu bensínverði ? Fá afslætti frá öryggisstöðlum ? Nei... niðurstaðan er að þetta er grín hjá manninum. Ómar Ragnarsson...sá þekkti fjölmiðlamaður og hugsjóna umhverfissinni stofnaði flokk.

Sá flokkur fékk ekkert fylgi og Ómar situr uppi með skuldir og vesen. Sturla virðist dæmi um mann sem algjörlega hefur ofmetnast af athygli fjölmiðla. Vesalings maðurinn rambar um í sjálfsblekkingu og heldur að hann standi fyrir eitthvað og eigi erindi á þing.... hann veit greinilega ekki út á hvað þingmennska gengur og hvert er hlutverk þingmanna.

En.... niðurstaða mín er að þetta er grín og enn ein tilraunin til að viðhalda fjölmiðlaathygli á sér því sjaldan hefur maður séð mann sem nýtur þess jafn mikið að vera í sviðsljósinu og það sem verra er ... hann gerir sér enga grein fyrir að það er verið að fífla hann afturábak og áfram upp úr skónum.... þetta er ljótt.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjörugt á heitum degi.

Sumardagur Það var fjörugt á lóðinni í Ránargötunni í dag. Á milli verkefna við handlangið í eldhúsinnréttingaruppsetningunni stökk ég út á lóð með myndavél og reyndi að fanga lífið.

Þetta er ein þeirra....að mér sýnist birkisveifa að lenda á blómum runna í hunangsleit. Ég held að ég hafi talið 10 - 15 tegundir flugna sem voru mættar í runnann minn. Þar með talinn verulega vænn geitungur en ég fékk hann ekki með nokkru móti til að sitja almennilega fyrir.

Það var hásumarblíða á Eyrinni í dag.


Skrípaleikur Hvals hf. ?

Getur einhver sagt mér hvaða leikþáttur þetta er sem verið er að leika að hálfu Hvals hf. Það kemur frétt þar sem látið er í veðri vaka að nú sé allt komið á "fúll sving" og 70 tonn af kjöti á leið í japanska maga.

En hvað er svo málið. Engin leyfi, enginn markaður og hver vill líka kaupa tveggja ára gamal kjöt þegar nægilegt framboð er á fersku og nýrra kjöti. Svo gerist þetta allt fyrir mánuði síðan og kjötið sent út þrátt fyrir að engar líkur væru á að það fengi tilskilin leyfi. Hver borgar alla þessa stjórnlausu dellu ? Þetta bendir ekki til mikils viðskiptavits.

En hver er þá ástæðan... af hverju vill Hvalur hf veiða hvali sem enginn vill kaupa eða éta ? Hver borgar brúsann ? Og að lokum..... getur einhver úskýrt þessa dellu fyrir mér ???

Spyr sá sem ekki veit. ?


mbl.is Ekkert leyfi fyrir hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kímingáfa er gulls ígildi.

Að hafa húmor og sérstaklega húmor fyrir sjálfum sér er gulls ígildi. Það léttir lífið, gerir dagana ánægjulegri og er í alla staði jákvætt innlegg í hið daglega amstur.

Það er vont þegar maður er farinn að taka sjálfan sig og sitt svo alvarlega að maður getur ekki unnt öðrum það að hafa gaman af því eða nota það til að gera lífið jákvæðara.

Ég er á því að kirkjan...og þá á ég við allar kirkjudeildir hefðu gott af því að létt sjálfum sér lundina og hafa gaman af lífinu. Kannski er það hluti af vanda kirkjunnar í dag að hana skortir húmor. Þunglamalegar guðþjónustur og heilaleiki hefur fælt fólk frá og æ færri hafa nokkuð til þessarar hefðbundnu Lúthers og kaþólsku að sækja. Þess í stað vill fólk vera í fríkirkjusöfnuðum og Hjálpræðisherinn og Hvítasunnumenn ná til fólks...þar er líka húmor og léttleiki...og menn taka sjálfa sig ekki of hátíðlega.

Kannski ættu menn að létta sér lund og hætta að fæla frá ... eimitt þessi frétt er svo fráfælandi...hátíðleiki og humorsleysi.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla annað í stöðunni.

Ísbjarnardrápið í gær var slæmur kostur enn en ekkert annað í stöðunni. Engin deyfilyf til á ísbirni hér á landi, eina byssan til að skjóta slíku á Austurlandi og engin þekking eða búnaður til að flytja dýr af þessu tagi til staðar.

Það hafa ýmsir spekingar haft sig í frammi í þessu máli og margir sárhneykslaðir á að svona skyldi þurfa að fara. Þessir sömu menn eru líklega ekki að gera sér grein fyrir hvað þarf og virðast heldur ekki gera sér grein fyrir að dúllulegi ísbjörninn sem sást í fréttum í gær er skaðræðis rándýr og drepur mann á sekúndubroti ef hann kemst í færi til þess. Ísbirnir eru ekki gæludýr þó svo margir virðist líta þannig á málið. Dýri af þessu tagi er heldur ekki troðið í einhvern kassa eins og spekingurinn Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði í bloggi sínu í gær. Hann virtist hafa meiri áhyggjur af ísbirninum en flóttamönnunum heimilislausu sem hann vildi ekki veita athvarf. Það er ekki sama sr. ísbjórn eða bara flóttamaður.

SUNN samtök um náttúruvernd segja.

 " Ennfremur segir að ef sú hætta stafi af ísbjörnum, sem látið er af, er það sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju.  Vonandi verður slík aðgerðaáætlun gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna samtökin yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina í gær"

Ég er sammála þeim hvað þetta varðar ... en það eru ekki bara stjórnvöld sem bera á þessu ábyrgð...samtök eins og SUNN hefðu alveg getað haft frumkvæði að þessari aðgerðaráætlun enda samtök sem hrærast í þessu umhverfi og eiga að hafa á málum skoðun.

Ég skil svo sem þó mönnum hafi ekki verið ísbirnir ofarlega í huga. Síðast gekk hér björn á land fyrir 20 árum síðan og varla líklegt að styttra verði í þann næsta því hafiís við Ísland verður æ sjaldgæfari með hlýnandi loftslagi.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband