Bremsufar í brók.

Skyndilega viðurkenna Sjálfstæðismenn að allt sé nú ekki sem skyldi. Ég man ekki betur en þessi borgarfulltrúi ásamt öllum hinum hafi aldrei viðurkennt að nokkuð hafið verið að í borgarstórnarflokknum og allt hafi verið svo frábærlega gott á fínt.

En núna á að snúa við blaðinu og reyna að lokka fylgið til baka með að viðurkenna mistök og játa að allt hafi nú ekki verið eins gott og þessi borgarfulltrúi og allir hinir 6 lugu mánuðum saman í þessa sömu kjósendur.

En nú er Hanna Birna búin að kaupa sér þvottaefni og reynir að þvo bremsufarið úr brók Sjálfstæðisflokksins. Bremsufarið sem þessi sami borgarfulltrúi hefur margsinnis neitað að væri til staðar í nærhaldinu.

Hver trúir svona fólki og hvernig er hægt að taka á því mark. Eina von Sjálfstæðisflokksins er að skipta öllu þessi liði útaf og setja inn trúverðugra og heiðarlegra fólk..


mbl.is Vörn verður snúið í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ef til réttara að Samfylkingin hugi að eigin bremsuförum s.s. að skrifa upp á siðblint svar til Mannréttindanefndar SÞ.

Sigurjón Þórðarson, 14.6.2008 kl. 13:49

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er enn að hugsa bara um sjálfan sig, hvernig væri að Hanna Birna setti einhver rögg í borgarmálin en ekki setja allt púðrið í xD flokkinn , verkin í Borginni tala í næstu kosningum fyrir hvern flokk fyrir sig,en ekki hvað er sagt í VALHÖLL, hinn venjulegi kjósandi er ekkert að fara á þessa fundi í VALHÖLL, enda á hann ekkert heima þar með þessum gömmum sem þar eru, þetta eru fjölskyldur þeirra xD sjálfra og svo ofurpeningafólk sem mæta þarna flott dressuð, svo er mál að fólk er að missa trúna á þetta ofurríka fólk sem er að mismuna íslendingum og til búnir að svíkja ÍSLAND strax 1-2-3 ef málin versna enn í þjóðfélaginu, sanniði til, flokkurinn er að missa fylgi sitt vegna verka sinna og líklegt að það komi ekki til baka, líklegt eins og í gamla daga að xD flokkurinn þarf að gera eitthvað fyrir kjósendann í verki eða með peningum svo að það kjósi flokkinn og verði háð honum til frambúðar, ef ekki verður honum hengt, þannig var þetta, þekki þetta því miður......

Tryggvi

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rosalega er þetta tuð í þér Sigurjón varðandi Samfylkinguna orðið þreitt og það þrátt fyrir að Steini Briem væri margbúinn að reka þetta ofaní þig á þínu eigin bloggi.. enn að hengja bakara fyrir smið ?

HB mun ekki skora neitt hjá reykvíkingum í næstu kosningum..

Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi meirihluti er með góðan málefnasamning og er að vinna vel.  Eins og menn muna þá tókst tjarnarkvartettnum ekki að búa til málefnasamning á sínum 100 dögum. Kanski var samheldnin eingöngu um stólana og völdin.
Það eru tvö ár til kosninga og Reykvíkingar geta verið rólegir vinstrimenn eru að að komast til valda.
Það kæmi mér þó ekki að óvart að Óskar myndi lísa yfir stuðningi við þennan meirihluta og ganga til liðs við hann áður en langt um líður.
Þessi odditaskipting eru ekki góð tíðindi fyrir Dag og Svandísi.

Óðinn Þórisson, 14.6.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Algjörlega frábær meirihluti í Reykjavík. Mjög flott að hafa borgarstjóra  sem  hefur enga tiltrú borgarbúa.  Það er rétt að þessi Villi / Óli meirihluti er með málefnasamning, en er samt ekki með sameiginlega stefnu í nokkrum mikilsverðum málum.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Málefnasamningur eða ekki? ekki er nú hægt að merkja á núverandi meirihluta að þeir hafi eitthvað plan sem hægt er að kalla málefnasamning til að starfa eftir eins og dæmin hafa sýnt hingað til og örugglega hér eftir. Annars gaman að fylgjast með öllum vandræðaganginum í borginni og drottinn minn dýri dettur einhverjum í hug að þessi plástursaðferð að húrra Hönnu Birnu upp lagi ástandið? Ef ástandið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna á að lagast þyrfti að henda út a.m.k. efstu 6 á listanum.

Og Sigurjón Þórðarson ætti nú að huga að sínum eigin flokki áður en hann reynir að gerast leiðbeinandi hjá öðrum flokkum, þar eru nú næg vandamálin eins og dæmin sanna, vill hann ræða þau eitthvað nánar?

Páll Jóhannesson, 15.6.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sama er mér hver stjórnar þarna í Reykjavík svo fremi að það sé almennilega gert. Óli stendur fastur á því að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnmýrinni.

Sjálfsstæðismenn og Framsóknarmenn hafa sett ákveðin skilyrði fyrir flutningi þ.e. annar flugvöllur verði byggður á höfuðborgarsvæðinu. Samfylgingin og VG vilja flugvöllinn burt á skilyrða og innanlandsflugið til Keflavíkur.

Að þessu gefnu ætla ég að vona að Samfylkingin og VG komist aldrei til valda í Reykjavík. Þetta er arfur frá borgarstjóratíð Ingibjargar og það finnst ekki maður í röðum Samfylkingar sem hefur áhuga á landsbyggðinni frekar en Ingibjörg sjálf.

Þetta kom fram í nýlegri könnun sem gerð var á meðal borgarfulltrúa. 

Víðir Benediktsson, 15.6.2008 kl. 08:05

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það eru rangfærslur hjá þér Víðir varðandi Samfylkinguna.. því hún hefur aldrei sagt að hún vilji flugvöllinn til Keflavíkur þótt sumir ráðamenn þar innan flokks hafi minnst á þann möguleika í stærra samhengi með lestarsamgöngum og þessháttar..

Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni.. og mér er eiginlega slétt sama hvert.. bara að hann fari. Ég nota þennan völl sennilega oftar en flestir og mér er líka sama þótt ég þurfi að keyra einhvern spotta til þess að ná fluginu.. en úr miðbænum verður hann að fara þrátt fyrir að þunglindissjúklingurinn segi annað.

Óskar Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 818035

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband