21.6.2008 | 11:12
Sumarsólstöður

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 09:42
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Það gaman að vera sá fyrsti sem bloggar um þessa frétt. Hvar er nú allur kórinn sem hefur kallað og hamast hér í bloggheimum og kallað eftir aðgerðum.
Þetta er ánægjuleg breyting á starfssemi íbúðalánasjóðs og staðfestir endanlega stöðu hans í íslensku þjóðfélagi. Kannski datt einhverjum frjálshyggusjöllum það í hug á einhverjum tímapunkti að hann ætti að leggja niður og færa allt jukkið til einkarekinna bankanna. Auðvitað kom það aldrei til greina því á einkaframtakið og einaaðila er ekki að treysta þegar kemur að grunnstoðum þessa þjóðfélags. Einkavæðingarbylgjan er vonandi gengin yfir og mikilvægi hins opinbera í bland við einkarekstur verður staðfest.
Mín skoðun er sú að ein alvarlegasta aðgerð í einkavæðingu fram að þessu er þegar grunnnet símans var selt. Slíkt var ótrúleg skammsýni og á eftir að valda vandræðum í framtíðinni.
Það tókst að koma í veg fyrir áform Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Að vísu var því breytt í opinbert hlutafélag, O.H.F. en lengra má alls ekki ganga. Kórinn er hafinn enn hvað það varðar og vandræði 365 miðla vekja enn og aftur upp draugakórinn.
Frjálshyggjunni í sinni grimmustu mynd verður að halda fjarri Íslandi. Það er alfarsælast að blanda þessu saman í hæfilegu magni en grunnstoðir okkar má aldrei afhenda fjárplógsmönnum sem hlaupast síðan á brott þegar að sverfur eins og einkareknu bankarnir hafa nú gert.
![]() |
Aðgerðunum fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 07:47
Mikill vill meira ?
Kjarasamningar hafa verið að klárast að undanförnu. Nú samþykkja BSRB félögin, eitt af öðru sambærilega samninga og gerðir voru á almennum markaði. Þar er gengið útfrá 18-20 þúsund króna launahækkunum á línuna og þeir sem meira hafa fá prósentuhækkun sem í flestum tilfellum er lægri upphæð en sú er taxtafólk fékk.
Samkvæmt fréttum í gær hefa flugumferðarstjórar það mjög gott miðað við þá hópa sem voru að semja um 18.000 krónur og þar í kring. Meðaldagvinnulaun flugumferðarstjóra er um 500 þúsund og með jafnaðarvaktaálagi og yfirvinnu er meðalflugumferðarstjórinn að landa 800 þúsund á mánuði.
Þetta hefur þeim verið boðið og það má segja að myndast hefur nokkuð góð þjóðarsátt um að þeir lægstu fái mest.
Nú bregður svo við að hópur launamanna með afar góð kjör setur sig í stellingar og hótar. Þeir vita sem er að ferðaþjónustan er afar viðkvæm fyrir slíkum truflunum og þess vegna grípa þeir til þessara ráða. Verkfallsvopnið er vandmeðfarið og því á aðeins að beita þegar í óefni er komið. Mér finnst ekki í óefni komið þegar hópur launanmanna með langtum betri kjör en flestir launamenn ógna atvinnuöryggi annarra sem þegar hafa samið á þessum þjóðarsáttarnótum. Hætt er við að fjöldi manna missi atvinnu sína ef ferðamannastraumurinn raskast og mikið fer í afbókanir og afpantanir.
Ég skora á flugumferðarstjóra að sýna ábyrgð i samræmi við stöðu sína og kjör. Það eru fáir sem hafa samúð með hóp sem notar verkfallshótanir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir aðra launamenn í þessu landi. Svo er eðlilegt að höfðað sé til ábyrgðar þegar ástand og horfur í efnahagsmálum eru eins og þær eru í dag.
Mínir kollegar sömdu um 18.000 krónu launahækkun á mánuði og hafa samt aðeins 20 % af meðalaunum flugumferðarstjóra á mánuði. Það er misjafnt abyrðarhugarfar hópa á vinnumarkaði.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 12:57
Elliær klikkhaus við völd.
Það er merkilegt ... af og til komast til valda menn sem allir sjá og vita að eru ekki með öllum mjalla. Sagan er vörðuð slíkum uppákomum. Það er einkenni þessa oftast að allir éta úr lófa þessarra manna meðan þeir eru við völd og enginn lyftir litlaputta í alþjóðasamfélaginu þó svo slíkt fari ekki fram hjá nokkrum manni.
Alheimslöggan, Bandaríkjamenn sáu ástæðu til að ráðast á Írak af því þar voru mannréttindi brotin að sögn. Til þess fengu þeir liðsinni heimsbyggðarinnar að hluta, m.a. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.
En hver er alheimslöggan núna. Ég minnist þess ekki að Bush og félagar hafi reifað þann möguleika að ráðast ínn í Zimbabwe og steypa Mugabe af stóli. Það er líklega ekki nægilegir hagsmunir þar sem amerískir fjárfestar hafi ágrind á eins og í Írak. Mér finnast Sameinuðu þjóðirnar heldur linar og duglausar þegar kemur að málefnum Afríku.
Væri réttlætanlegt að ráðst inn í landið og steypa af stóli þessum augljósa klikkhaus ? Alþjóðasamfélagið hreyfði hvorki legg né lið þegar fjöldamorðin áttu sér stað í Rúanda eða þegar mannætan komst til valda í Uganda.... Mörg önnur dæmi mætti nefna.
Kannski verður bara að reikna með því að Afríka verði alltaf afangs.
![]() |
Lík fjögurra stjórnarandstöðumanna finnast í Zimbabwe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2008 | 18:48
Ekki eins einfalt og sumir vilja vera láta.
Svona fór um sjóferð þá. Þetta staðfestir það sem sérfræðingar í þessum málum hafa sagt. Þetta er flókin og erfið aðgerð. Ísbirnir eru skaðræðisskeppnur, fljótir í förum og gríðarlega sterkir. Þá nálgast enginn nema setja sjálfan sig í stórkostlega lífshættu.
Daninn hefur örugglega gert sitt besta en sennilega var þetta aðeins veik von að þetta tækist. Bæði er stutt til sjávar, maðurinn ekki vanur að fást við ísbirni og sagði sjálfur í viðtali að hann væri hér af því hann er vanur að koma að flutningi stórra dýra í búrum.
Ef til vill er lítil von til að okkur takist að fanga ísbirni hér á landi...koma þeim í búr og síðan heilu á höldnu á milli landa. Menn verða að meta hvort og hversu miklu fé má eyða í svona aðgerðir í framtíðinni....
Þessi kostar ekki undir 10 millum og mistókst...því miður.
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2008 | 11:19
Sumar.
Styttist í lengstan sólargang. Það eru dýrðardagar þegar sólin lætur sjá sig. Það eru forréttindi á búa á Íslandi.
Það er myndefni við hvert fótmál.... http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 10:03
Er björninn á leið í dýragarð ?
Ísbjarnarmálin í Skagafirði eiga fjölmiðla þessa stundina. Bíladagar á Akureyri gleymdust á andartaki en þar höfðu fjölmiðlar keppst um að segja frá öllu því neikvæða og því sem úrskeiðis fór. Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa séð fjallað um dagskrá daganna sem var þó með miklum ágætum og fór vel fram. Svona er þetta oft með áherslur fjölmiðlanna...tekið er á einstökum þáttum en annað látið órætt.
Eins er það í ísbjarnarmálunum. Í fyrra tilfellinu var skotárás og fall bjarnarins það sem mesta og besta umfjöllun fékk en ekki endilega af hverju varð að gera þetta....það var einhverskonar hliðarbúgrein í fréttum um málið.
Nú erum við með annað mál af sama toga í gangi. Fjölmiðlar eru afar uppteknir af því einu að bjarga eigi birninum og virðist það einu gegna hvort og hvernig á að leysa þau mál. Það sem ég er að velta fyrir mér og ekki hefur komið fram í efnistökum málsins hjá fjölmiðlum hvort mönnum þyki það virkilega góður kostur að leggja milljónir eða tugi milljóna í að komast hjá að fella þennan ísbjörn og flytja hann síðan í dýragarðinn í Kaupmannahöfn þar sem hann yrði vistaður eða seldur annað.
Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru að ef mál færu í þann farveg hvort þessi vesalings ísbjörn væri ekki betur settur dauður en að loka hann inni í dýragarði til æviloka. Ég hef fylgst með ísbirni í dýragarðinum í Kaupamannahöfn. Vesalings skeppnan æddi fram og aftur í síendurteknum hreyfingum dýrs sem lokað er inni. Maður skynjaði vanlíðan þessa konungs íssins...lokaður inni í sóðalegu búri, óhreint vatn í tjörn, 25 stiga hiti og hvíti feldurinn hans var móbrúnn af innilokun og óhreinindum.
En þetta verður kannski ekki svona og Skagabjörninn verður fluttur yfir álinn til Grænlands þar sem hann fær athvarf í sínu náttúrlega umhverfi. Þá er peningunum vel varið.
Mér finnst sem fjölmiðaumfjöllun hafi ekki nálgast málið með þessum hætti...allavegana ekki enn sem komið er... það er meira svona í æsifréttastíl þar sem verið er að lýsa því sem fyrir augu ber en látið vera að kafa dýpra í aðstæður og afleiðingar.
![]() |
Beðið átekta að Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 18:12
Kannski tekst þetta.?
Þetta er merkileg tilraun. En til að hún takist verður allt að ganga upp. T.d. má alls ekki styggja björnin eða reyna að nálgast hann á einhvern hátt. Það er leitt að heyra að fréttamenn sjáist ekki fyrir og séu að fljúga yfir svæðið....það gæti dugað til að styggð komi að dýrinu og það þurfi að fella það.
Nú er bara að fylgjast með og vonandi geta menn stillt sig um að þvælast nær dýrinu en hollt er...og alls ekki vera að nálgast dýrið á flugvélum...þá bíður þess ekkert annað en dauðinn... ef það fælist.
Það ber að virða þessa tilraun þó hún sé vafalaust gríðarlega kostnaðarsöm .... varla undir tugmilljón eða meir.
![]() |
Reynt að ná birninum lifandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2008 | 09:20
Afturhvarf til fortíðar.
Landskipulag það sem kynnt hefur verið fyrir sveitarfélögunum er með öllu óásættanlegt. Að forræði sveitarfélaga yfir sínum nærlöndum sé tekið að heimamönnum og fært inn í umhverfisráðuneytið og á forsjá ríkisins er afturhvarf til fortíðar og slík hugmyndafræði á ekki að sjást árið 2008.
Þó svo umhverfisráðherra haldi því fram að ekki sé verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum er það ekki rétt. Ef ráðherra trúir því eða heldur það vil ég gjarnan að hún lesi þetta betur yfir og hafi mér sér ráðgjafa sem þekkir málaflokkinn. Eins og þetta er lagt upp rýrir þetta ákvæði stórlega yfirráðarétt sveitarfélaga yfir skipulagssvæðum sínum og það er ekki nútímahugsun þegar flest miðar að því að færa ákvarðanir nær fólkinu.
Ég held að menn hafi ekki kafað nægilega ofan í þessi mál ef alþingismenn og ráðherrar halda að þetta sé svona slétt og fellt eins og þeir vilja vera láta.
Þetta er ekkert sérstaklega skemmtileg ábót á kröfur vegna þjóðlendna þar sem ríkisvaldið er að ásælast stór svæði innan sveitarfélaganna.
![]() |
Landsskipulagið umdeilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 11:54
Svona var ástandið á Hamratjaldvæðinu í fyrra.
Ástandið á Akureyri var hrikalegt í nótt. Ofbeldi, drykkja, eiturlyf og árásir á lögreglu einkenndu nóttina. Þetta er ekki eingöngu bundið við Akureyri... ofbeldi af þessum toga færist í vöxt og veldur áhyggjum. Það mun t.d. örugglega færa lögreglu aukinn vopn í hendur því stjórnmálamenn munu þora að láta hana hafa t.d. rafbyssur í ljósi aukins ofbeldis.
Það sem menn sáu í miðbæ Akureyrar nú var slæmt. Í fyrra var svipað stríðsástand á tjaldsvæðinu við Hamra þar sem óvopnaðir björgunarsveitarmenn reyndu að hafa hemil á skríl sem slóst með keðjum, hnífum og hafnarboltakylfum. Það var ekki eins sýnilegt og það sem bæjarbúar sáu nú í miðbænum og menn furða sig á.
Auðvitað er hrikalegt að miðbær Akureyrar skuli vera undirlagður af slíku en í fyrra áttu sambærilegir atburðir sér stað á og við tjaldsvæðin á Hömrum innan um fjölskyldur með börn og unglinga. Þeir atburðir sem þá áttu sér stað á tjaldsvæðum skáta á Hömrum var sá drifkraftur sem leiddi að sér aðgangsstýringar sem gagnrýndar hafa verið.
Ástandi á tjaldvæðunum á Hömrum var gott í nótt og fyrrinótt eftir því sem ég best veit...en hætt er við að svo hefði ekki verið ef allt væri opið og ekkert aðhald í gangi.
![]() |
Erfið nótt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 819388
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar