Varla annað í stöðunni.

Ísbjarnardrápið í gær var slæmur kostur enn en ekkert annað í stöðunni. Engin deyfilyf til á ísbirni hér á landi, eina byssan til að skjóta slíku á Austurlandi og engin þekking eða búnaður til að flytja dýr af þessu tagi til staðar.

Það hafa ýmsir spekingar haft sig í frammi í þessu máli og margir sárhneykslaðir á að svona skyldi þurfa að fara. Þessir sömu menn eru líklega ekki að gera sér grein fyrir hvað þarf og virðast heldur ekki gera sér grein fyrir að dúllulegi ísbjörninn sem sást í fréttum í gær er skaðræðis rándýr og drepur mann á sekúndubroti ef hann kemst í færi til þess. Ísbirnir eru ekki gæludýr þó svo margir virðist líta þannig á málið. Dýri af þessu tagi er heldur ekki troðið í einhvern kassa eins og spekingurinn Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði í bloggi sínu í gær. Hann virtist hafa meiri áhyggjur af ísbirninum en flóttamönnunum heimilislausu sem hann vildi ekki veita athvarf. Það er ekki sama sr. ísbjórn eða bara flóttamaður.

SUNN samtök um náttúruvernd segja.

 " Ennfremur segir að ef sú hætta stafi af ísbjörnum, sem látið er af, er það sinnuleysi af stjórnvöldum að ekki skuli vera til aðgerðaáætlun því að ísbirnir koma til landsins öðru hverju.  Vonandi verður slík aðgerðaáætlun gerð í kjölfar þessa atburðar og fagna samtökin yfirlýsingu umhverfisráðherra að farið verði rækilega yfir atburðarásina í gær"

Ég er sammála þeim hvað þetta varðar ... en það eru ekki bara stjórnvöld sem bera á þessu ábyrgð...samtök eins og SUNN hefðu alveg getað haft frumkvæði að þessari aðgerðaráætlun enda samtök sem hrærast í þessu umhverfi og eiga að hafa á málum skoðun.

Ég skil svo sem þó mönnum hafi ekki verið ísbirnir ofarlega í huga. Síðast gekk hér björn á land fyrir 20 árum síðan og varla líklegt að styttra verði í þann næsta því hafiís við Ísland verður æ sjaldgæfari með hlýnandi loftslagi.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

auðvitað var ekkert annað í stöðunni

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ætli þeir sem þekkja til viti ekki betur.

" kjölfarið leitaði starfsfólk umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ráða hjá dýralæknum og sérfræðingum stofnana, Landhelgisgæslu og Háskóla Íslands um hvort og hvernig hægt væri að fanga björninn og flytja hann í sitt rétta umhverfi. Það reyndist samdóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast miklum erfiðleikum háð, m.a. vegna þess að rétt deyfilyf væru ekki til á landinu."

úr fréttum á mbl.is í gær.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.6.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér Jón.. eins og stundum áður

Óskar Þorkelsson, 4.6.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Jæja ég var nú líka í Oddeyrarskólanum í den. Það er kannski þess vegna sem ég er svona innilega sammála þér.

Hansína Hafsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818096

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband