Þarf sérfræðinga til ?

Kannski þarf sérfræðinga til að komast að þessari niðurstöðu. Það gerir að vísu ekkert annað en staðfesta það sem heimsbyggðin veit nú þegar en gott að fá tilfinningu sína og annarra staðfesta.

Bush hefur verið með eindæmum misheppnaður forseti og það er eiginlega með ólíkindum að jafn óhæfur maður geti valist til valda í mesta herveldi heims. Það kannski staðfestir það sem löngum hefur verið sagt um Bandaríkin...ef þú átt peninga og nýtur stuðnins ákveðinna þjóðfélaghópa þá skiptir engu máli hvort þú hefur hæfileika eða getu til að gegna embættinu.

Það sem veldur mér eiginlega meiri skömm, enda hef ekki hagsmuna að gæta sem kjósandi í Bandaríkjunum, er hversu blindir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru þegar þeir létu þennan asna leiða sig í ljótasta verknað Íslandssögunnar. Þeirra veriður lengi minnst fyrir það í sögunni.

En nú er þessi maður að hverfa frá völdum og það er vel. Ég reikna varla með að nokkur maður vilji fá hann í vinnu þannig að það má gera ráð fyrir að hann setjist í helgan stein og hverfi þar með úr augsýn heimsins....guði sé lof.


mbl.is Versti Bandaríkjaforsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og enn eru íslendingar á listanum hans *Bush um staðfastar og góðar þjóðir.. hvenær ætlar Ingibjörg að taka okkur af þeim lista formlega ?

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 07:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við breytum ekki sögunni...því miður... en vonandi lærum við af þessum alvarlegu mistökum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nixon var verri en bush, ég trúi ekki að engin muni eftir honum.

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

læra hvað Jón ?  Afhverju gerir Samfylkingin EKKERT í málinu ?

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 17:03

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar....við breytum ekki sögunni...þessi listi viljugra þjóða var stuðningur við innrás á þeim tíma... ..þessi listi hafði gildi þá en ekkert gildi nú...þú þværð þennan blett ekki af ímynd Íslands...og beindu spjótum þínum að þeim sem bera á því ábyrgð en ekki þeim sem enga ábyrgð bera á þessum gjörningi....

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kjaftæði Jón,  Samfylkingin sekkur dýpra og dýpra með hverjum degi.. GERIÐ EITHVAÐ Í MÁLINU.. Ingibjörg Sólrún lofaði þessu fyrir síðustu kosningar... lítið mál kannnski.. en í mínum huga skiptir það ölli í mínum stuðningi við Samfylkingun.

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

yfirlýsing ISG mundi skipta öllu máli

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband