6.7.2021 | 13:12
Oddeyrin. Allir saman nú.
Oddeyrin er næst elsta hverfi Akureyrar. Innbærinn hefur verið endurreistur með sóma og er nú eitt eitt eftirsóttasta hverfi Akureyrar með Miðbænum.
En hver er staða Oddeyrar, þessa merka hverfis ?
Hverfið á sér merka sögu og er henni gerð nokkur skil á upplýsingaskiltum við Strandgötu og Eiðsvelli. Í Sögu Akureyrar ( Jón Hjaltason ) er gerð góð grein fyrir sögunni.
Hvað varðar skipulag er nýtt skipulag í gildi þar sem tekin er afstaða til framtíðaruppbyggingar og skipulags til framtíðar.
Þó verður ekki hjá því komist að sótt er að þessu skipulagi sem góð sátt var um með hugmyndum úr öllum takti. Vonandi hefur tekist að koma í veg fyrir slíkt stórslys og uppbygging verði í þeim fasa sem skipulagið frá 2018 gerir ráð fyrir.
Nú er komið að bæjaryfirvöldum að girða sig í brók og gera aðgerðaráætlun til uppbyggingar í samvinnu við Hverfisnefnd/íbúa. Virkja þarf afl íbúanna til að takast á við ýmiskonar vanda sem því miður er allt of sýnilegur á Eyrinni.
Mörg hús eru illa farin og þarfnast sárlega viðhalds, lóðir eru illa hirtar og víða er safnað bílflökum og öðru rusli. Sem betur fer eru þegar sjáanleg endurnýjun húsa og fleira stendur til. Það er ánægjulegt að sjá lóðir og hús rísa úr öskustó, en betur má ef duga skal.
Þörfin á samstilltu átaki fer ekki framhjá nokkrum manni. Hverfisnefndin er í lykilstöðu til að stýra svona átaki í samvinnu við bæjaryfirvöld og íbúa.
Fyrst þarf að skilgreina stöðuna, meta framhaldið og gefa síðan út formlega uppbyggingaráætlun. Það er nauðsynlegt að tímasetja svona áætlun og auðvitað mun átak í þessum dúr taka langan tíma. Þó má ekki ætla sér of mörg ár í slíka endurreisn, fimm ára áætlun er ekki óraunhæf sem slík.
Allir saman nú, sú kynslóð sem nú býr á Oddeyrinni ber á því ábyrgð með bæjaryfirvöldum að skila hverfinu með sóma til komandi kynslóða.
Enn og aftur bið ég bæjaryfirvöld að vakna og leiða uppbyggingu Oddeyrar með sóma, það er hlutverk bæjarfulltrúa að leiða slíkt verkefni í samvinnu við alla sem málið varðar.
Nú eru stjórnmálaflokkar í dauðafæri að gera sig gildandi, það er kosið eftir tæpt ár til nýrrar bæjarstjórnar og vafalaust eru flokkarnir farnir að skoða drög að stefnuskrám sínum.
Það væri klént ef ekkert væri þar um framtíðaruppbyggingu Oddeyrar.
Allir saman nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2021 | 14:45
Dómsmálaráðherrann sem skrökvaði.
Dómsmálaráðherra innti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir afsökunarbeiðni í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars.
Áslaug Arna sagði þjóðinni í vetur að hún hefði engin afskipti haft af sóttvarnabroti fjármálaráðherra.
Nú hefur það komið í ljós að hún var að skrökva. Ungir stjórnmálamenn hafa það sem fyrir þeim er haft og ekki hefur skort á ósannsögli formanns hennar og sökudólgs í sóttvarnabrotinu í Ásmundarsal.
En það sem er sannarlega verst í þessu máli er að dómsmálaráðherra laug að þjóðinni og hún hafði bein afskipti af störfum lögreglunnar.
Þessi tvö brot ráðherrans væri afsagnarástæða í öllum siðmenntuðum löndum en eins og allir vita er Ísland ekki í þeim hópi þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Þar geta allir gert allt sem þeim sýnist og halda áfram á sömu braut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2021 | 18:31
Bæjarstjórn vísar tillögu skipulagsráðs til föðurhúsanna.
Málefni Oddeyrar hafa verið til umfjöllunar og tilraun gerð til afgreiðslu málsins.
Niðurstaða íbúakosningar var greinilega ekki til hliðsjónar hjá skipulagsráði því ráðið lagði til við bæjarstjórn að tillaga sem fékk 14% í kosningunni fengi afgreiðslu. Það er tillaga Skipulagsráðs sjálfs sem síðast var í umræðu og til afgreiðslu. Ráðið ætlað því að hafa að engu skoðun 67% þeirra sem kusu en halda í eigin afgreiðslu áfram þrátt fyrir að sú tillaga hafi skítfallið í íbúakosningunni.
Málið fór síðan til bæjarstjórnar þannig afgreitt 15. júní.
Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030
Bæjarstjórn virðist því ætla að standa í lappirnar gagnvart skipulagsráði sem enn einu sinni reynir að þrýsta í gegn tillögu sem er í fullkominni andstöðu við vilja meirihluta bæjarbúa.
Í dag fjallaði skipulagsráð um málið og bókaði svona.
3. Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli sem nú hefur verið sent í hausinn á skipulagsráði samkvæmt bókun hér að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2021 | 16:04
Vinstri grænir og heilbrigðsráðherra leiða niðurrifið.
Nú hef ég verið að fylgjast með þróun mála á Öldrunarheimili Akureyrar (Hlíð), líkt og fjölmargir aðrir. Það hefur ekki verið ánægjulegt, þvert á móti hefur það verið ömurlegt að horfa upp á það sem þar hefur verið að gerast.
( kaffid.is Rannveig Ernudóttir )
Það hafa margir tjáð sig um atburðina tengda öldrunarheimilinum á Akureyri, síðast Rannveig Ernudóttir á miðlinum kaffid.is.
Það er sama hvar borið er niður, allir sjá að þetta er stórslys og hreinlega hörmulegt að sjá svona gerast.
Sumir hafa bent á að þetta sé að gerast á vakt Vinstri grænna og Svandísar Svavarsdóttur og sannarlega er sökin að miklu leiti hennar og heilbrigðisráðuneytis. Ekki má gleyma vanfjármögnunarstefnu Sjálfstæðisflokksins sem VG bakkar upp af mikilli undanlátsstefnu við einkavæðingarflokkinn. Það standa mörg spjót á ráðherranum þessa dagana og síðast var hún ásökuð fyrir að svara engu um krabbameinsrannsóknir mánuðum saman þótt til hennar væri beint formlegum spurningum.
Samvinna VG og Sjálfstæðisflokksins er stórhættuleg og þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það á þessu kjörtímabili.
Uppsagnir á Hlíð eru beinn afrakstur þess að VG hefur gefið Sjálfstæðisflokkum veiðleyfi á stofnanir fyrir aldraða með hörmulegum afleiðinum fyrir heimilsmenn og starfsfólk.
Óheillagjörningurinn á Akureyri þar sem einksvæðingin fær að leika aðalhlutverkið á kostnað gæða og framsýni.
Það er búið að breyta öldrunarheimilum Akureyrar úr heimili aldraðra í einavæðingaratilraun gróðafyrirtækis að sunnan.
Mikil er sök ríkisvaldsins ( lesist VG ) sem hefur sett það á dagskrá að gróðavæða heimili aldraðra Norðlendinga og breyta því í stofnun þar sem launum og réttindum verður haldið í lágmarki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2021 | 12:35
Hverjir bera ábyrgð á gróðaliðinu að sunnan ?
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, birti í kvöld á Facebook síðu sinni uppsagnarbréf sem 64 ára kona fékk frá Heilsuvernd. Hún hefur starfað á Öldrunarheimilum Akureyrar í 20 ár. Uppsagnarfrestur er sex mánuðir og ekki er óskað eftir því að konan vinni þann tíma. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við dýra starfsfólkið og ná hagræðingu. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins! skrifar Drífa Snædal.
Einkafyrirtæki að sunnan er mætt til að reka öldrunarheimilin á Akureyri með gróða. Segja upp fólki og annað hvort er að fækka fólki, draga úr þjónustu eða ráða ódýrari starfskraft. Annars ganga áform þeirra ekki eftir. Næstu kjarasamningar á þessum vinnustað verða síðan erfiðir því nýjir rekstaraðilar munu enn leitast við að hámarka gróðann með lélegum samningum.
Hverjir bera ábyrgð á þessum óheillagjörningi?
- Heilbrigðisráðherra
- Vinstri grænir
- Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og fylgitungl þeirra
- Allir þessir auk bæjaryfirvalda á Akureyri, sem héldu ekki út hallareksturinn. Það er þó það sem er skiljanlegast í þessum hörmungum.
Hverjir líða svo fyrir þetta ?
- Aldraðir vistmenn, verri þjónusta og annað starfsfólk
- Brottreknir starfsmenn sem margir hverjir hafa þjónað öldruðum á Akureyri í langan tíma, sumir í áratugi.
- Ættingjar og vinir vistmanna, sem munu sannarlega hafa áhyggjur af sínu fólki í krumlunum á gróðavæddu einkafyritæki.
Þessi gjörningur er öllum sem hlut eiga að máli til ævarandi skammar og vonandi verður hægt að vinda ofan af þessu óheillamáli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2021 | 20:00
Ömurleg sending að sunnan.
Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu.
Þá höfum við það beint í hausinn. Einkavæðing hjúkrunarheimilanna á Akureyri birtist í sinni grimmustu mynd. Þaulvönu starfsfólki sagt upp í nafni hagræðingar og væntanlega á að ráða aðra á lægra kaupi.
Eitthvað sem spáð var að gerðist og eigendur Heilsuverndar höfðu neitað.
Svona fyrirtæki er sannarlega ekki velkomið í bæinn. Hreinlega til skammar að sjá hvað þeir ætla sér. Væntalega fyrsta málið af mjög mörgum og starfsmönnum haldið í ótta og áhyggjum.
Sumir skamma Akureyrarbæ fyrir athæfið en varla við bæinn að sakast, átti ekki möguleika að reka bixið með hundruða milljóna tapi á hverju ári. Þessi rekstur er á ábyrgð ríkisins og ekki um annað að ræða en skila honum.
En þeir sem bera raunverulega ábyrgð á að hleypa ábyrgðarlausu fyrirtæki að þessum rekstri eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðherra. Sjúkraheimilin eru í raun svelt inn í einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.
Það gætu orðið vandræði fyrir þetta fyrirtæki að reka heimilin á Akureyri í framtíðinni.
Svona spyrst út og áhuginn verður væntalega takmarkaður að vinna hjá svona vinnuveitanda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2021 | 13:07
Metnaðarfulla áætlun fyrir Oddeyri.
Nú liggur fyrir rammaskipulag fyrir Oddeyri og búið að marka línur fyrir svæðið. Þó kom nokkuð hliðarhopp vegna hugmynda verktaka um uppbyggingu sem var í engu samhengi við aðalskipulagið sem samþykkt var fyrir skömmu. En bæjarbúar hafa sagt sína skoðun og aðalskipulagið - rammaskipulag fyrir Oddeyri heldur.
En það er ekki nægileg að búa til fallega pappíra og stinga þeim ofan í skúffu. Orðum verða að fylgja athafnir. Við sem búum á Oddeyri vitum að áhugi bæjaryfirvalda og ráðamanna á Akureyri er í skötulíki með örfáum undantekningum. Innviðir hverfisins þarfnast mikillar uppbyggingar, svo mikillar að nauðsynlegt er að gera tímasetta heildstæða áætlun þar sem ásýnd og ástand hverfisins verði tekið til gagngerðar endurbyggingar og endurnýjurnar. Á slíkri áætlun bólar hvergi á og auglýsa þarf eftir áhuga skipulagsyfirvalda, umhverfisyfirvalda og bæjarstjórnar. Engan slíkna áhuga er að sjá í vinnu nefnda bæjarins og bæjarfulltrúa.
En hvað þarf að gera ? Langar að nefna örfá atriði sem lengi hefur verið fjallað um án árangurs.
- Uppbygging gatna, þar er ástandið víða afar slæmt.
- Gangstéttir og gangstígar.
- Lýsing og ljósastaurar.
- Auðar lóðr í gömlum götum. ( Þarf að stuða að nýtingu )
- Rusl og vanhirtar lóðir.
- Byggja upp ímynd hverfisins.
- Framtíðarsýn fyrir uppbyggingu á Tanganum.
Margt fleira mætti nefna en ætla ekki að fara í smáatriði í þessum stutta pisli. Fyrst og fremst er ég að skrifa þetta og fleira í framtíðinni til að eyða tómlæti bæjaryfirvalda Akureyrar gagnvart Oddeyrinni.
Við Oddeyringar vitum hvernig staðið var að endurreisn Innbæjarins sem var ekki í sem bestu standi fyrir ekki svo löngu. Núna er staðan til fyrirmyndar á þeim slóðum og Akureyri til sóma. Því miður er staða okkar hverfis verri og ekki til sóma á mörgum sviðum.
Vonandi eykst áhugi bæjaryfirvalda og bæjarfulltrúa á Oddeyri. Skilningur virðist afar takmarkaður á mikilvægi og sögu Oddeyrarinnar og það verður að breytast.
Kannski kemur sá tími að ferðamenn og aðrir gangi um Oddeyrina og skoði menningarverðmæti, sögu og falleg hús eins og um Innbæinn. En því miður er staðan víða þannig að það er ekki að gerast núna. Bæjaryfirvöld hafa sofið á verðinum.
Vonandi lendir nýja skipulagið ekki í einni möppunni á Skipulagssviðinu, og verði þar að minningum um það sem aldrei gerðist.
Ég skora á bæjaryfirvöld og bæjarfulltrúa að vakna af svefninum og búa til framtíðarsýn og uppbyggingaráætlun fyrir Oddeyri.
Við eigum hana öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2021 | 13:09
Niðurlútir VG eftir fjögur ár.
Þriðji áfangi rammaáætlunar verður ekki afgreiddur fyrir þinglok. Þingsályktunartillaga um hann hefur þrisvar sinnum verði lögð fram á Alþingi frá því umhverfisráðherra fékk rammaáætlun í hendur fyrir rúmum 4 árum.
Vg er að enda vegferð sína með afturhaldsflokkunum.
Öll þeirra stærstu mál náðu ekki framgangi. Hálendisþjóðgarður, stjórnarskráin, rammaáætlun og margt fleira fór á ís og verður ekki afgreitt. Heilbrigðismálin eru í kaldakoli hjá ráðherra VG og ljóst að þingmenn samstarfsflokkanna ætla að kenna VG um margt þar. Auðvitað bera þeir ábyrgð en þeir ætla að hengja þá ábyrgð um háls heilbrigðisráðherra og VG. Hentar vel að kenna VG um erfiðleikana í aðdraganda kosninga.
Óskaplega er það dapurlegt að gera stjórnarsáttmála þar sem mörg stór mál flokksins eru á dagskrá og svo í blálokin kemur í ljós að samstarfsflokkarnir hafa engan áhuga á að afgreiða málin. Sumir mundu kalla það svik en Katrín brosir og skilur tilfinningar þeirra.
Hvort kjósendur VG eru jafn skilningsríkir á eftir að koma í ljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2021 | 16:34
Íbúalýðræðið sigraði á Oddeyri.
Akureyringar vilja lágreista byggð á Oddeyri, miðað við niðurstöðu ráðgefandi íbúakosningar um aðalskipulag svæðisins sem lauk í gær. Lang flestir greiddu gildandi aðalskipulagi svæðisins atkvæði, 67% þeirra sem tóku þátt. Í henni felst að hús geti verið 3 til 4 hæðir. Þar á eftir kom auglýst tillaga, en skv. henni geta hús verið 6 til 8 hæðir og því næst málamiðlunartillaga með 5 til 6 hæða húsum að hámarki.
(akureyri.net)
Nú liggja fyrir niðurstöður í íbúakosningu á Akureyri. Akureyringar skiluðu afgerandi niðurstöðu, óbreytt skipulag með 3-4 hæða húsum.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart og alveg í samræmi við þá tilfinningu sem ég persónulega hafði. Tæplega 70% hafna ferðalagi bæjarstjórnar og skipulagsráðs í þessu máli.
Miðað við fjölda kjósenda í síðustu kosningum þar sem 66,3% greiddu atkvæði eða 9.083 þá er þátttakan í Oddeyrarkjörinu rúmlega 42% miðað við þá þáttöku. Til að sjá heildarmyndina þarf að nefna þetta saman. Auðvitað vildi ég sjá meiri þátttöku en kannski óraunhæft að gera slíka kröfu.
Ég tek hatt minn ofan fyrir bæjarstjórn Akureyrar að fara þessa leið, vonandi ávísun á meira íbúasamráð í framtíðinni.
En hverjar eru svo niðurstaða þessa máls svona samandregið ?
- Akureyringar vilja meira íbúalýðræði.
- Akureyringar hafna verktakalýðræði.
- Akureyringar vilja uppbyggingu á hófsömum nótum.
- Akureyringar standa saman þegar á bjátar.
- Akureyringar hafna vinnubrögðum bæjarstjórnar og skipulagsráðs í málefnum Oddeyrar.
Fyrir liggur svipað mál við Tónatröð.
Gera má ráð fyrir að þar verði miklar deilur og margir munu vilja hafna þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. Verktakalýðræði, ekkert samráð og brjálæðislegar tillögur úr öllum takti við veruleikann.
Bæjarstjórn hefur vonandi lært að Oddeyrarmálinu og láti Tónatröðina ekki fara í sama farveg. Ef svo heimskulega verður staðið að málum munu bæjarbúar krefjast íbúðalýðræðis og krefjast þess að fá að segja sitt í íbúakosningu. Við vitum næstum fyrirfram hvernig slík kosning fer ef tillögurnar verða eins og sýnt hefur verið fram að þessu.
Til hamingju Akureyringar, við unnum þessa lotu.
Jón Ingi Cæsarsson áður formaður skipulagsnefndar 2006 - 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2021 | 22:52
Zeppelinarkitektinn í ruglinu.
Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, segir furðulegt að Akureyrarbær hafi sniðgengið tillögu hans og byggingaverktakans SS Byggir að uppbyggingu á Oddeyrarreitnum. Rafræn íbúakosning stendur nú yfir á vef sveitarfélagsins og eru þrjár tillögur undir. Kosningunni lýkur á morgun.
Orri Árnason arkitekt er í furðulegu ferðalagi. Hann botnar hvorki upp né niður í því að seglatillaga hans skuli ekki vera borin undir atkvæði bæjarbúa.
Mikil umræða hefur verið um 11 hæða seglatillögur Orra og í reynd hefur þeim verið hafnað að öllum hagsmunaaðilum, m.a. flugyfirvöldum, hafnaryfirvöldum, Vegagerð, Minjastofnun og mörgum fleirum svo ekki sé talað um hundruð Oddeyringa og annarra bæjarbúa.
Arkitektinn er samt svo upptekinn af eigin ágæti að hann skilur greinilega ekki þau skilaboð sem allir vita þó, hugmyndum hans er hreinlega hafnað.
Samt sér hann ástæðu til að senda bæjarbúum og bæjarstjórn pillur fyrir að taka ekki með tillögur HANS með í atkvæðagreiðslu bæjarbúa. Þessar tillögur eru úr öllu korti og hreinlega galið að halda að þær séu gjaldgengar í atkvæðagreiðslu hjá bæjarbúum á Akureyri.
Auk þess hikar arkitektinn ekki við að halda því fram að deilur um þessi svæði hafi staðið í áratugi. Það rétta er að starfshópur undir minni stjórn setti fram fyrstu hugmyndir um uppbyggingu á Eyrinni og Tanganum 2010 og rammskipulag Oddeyrar var staðfest fyrir örfáum árum.
Svo er þessi undarlega vísan í seglin á Pollinum og skútur sem Gránufélagið gerði út fyrir 150 árum+ er í besta falli furðulegt og langsótt fyrir þá kynslóð sem nú gengur um Akureyri nútímans.
Það er hreinlega ekkert í þessum 11 hæða kössum sem minnir á segl lítilla skipa fyrir bráðum tveimur öldum. Arkitektar gleyma sér stundum í sínum litla hugmyndaheimi við teikniborðið.
Akureyringar eru að kjósa um ásýnd heimabæjar síns á sínum eigin forsendum. Þeir þurfa ekki á hugmyndasmíð arkitekta sem eru í engum tengslum við Akureyringa og Akureyri.
Auðvitað skilur maður að arkitekt með metnað vill láta ljós sitt skína. En það ljós sem hann vill troða upp á Akureyri er villuljós úr öllum takti við þann raunveruleika sem hér ríkir.
Jón Ingi Cæsarsson
í Skipulagsnefnd Akureyrar 2002 - 2010.
Bæjarstjórn verður að gyrða sig í brók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 819089
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar