Bæjarstjórn vísar tillögu skipulagsráðs til föðurhúsanna.

0 2017 00000 5.10. 17-2174Málefni Oddeyrar hafa verið til umfjöllunar og tilraun gerð til afgreiðslu málsins.

 

Niðurstaða íbúakosningar var greinilega ekki til hliðsjónar hjá skipulagsráði því ráðið lagði til við bæjarstjórn að tillaga sem fékk 14% í kosningunni fengi afgreiðslu. Það er tillaga Skipulagsráðs sjálfs sem síðast var í umræðu og til afgreiðslu. Ráðið ætlað því að hafa að engu skoðun 67% þeirra sem kusu en halda í eigin afgreiðslu áfram þrátt fyrir að sú tillaga hafi skítfallið í íbúakosningunni.

 

Málið fór síðan til bæjarstjórnar þannig afgreitt 15. júní.

 

Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021: Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna. Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu. Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 16. mars sl. Þá samþykkti bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting á Oddeyri færi í íbúakosningu. Ráðgefandi kosning/könnun meðal íbúa fór fram dagana 27. maí til 31. maí sl. á þjónustugátt bæjarins. Alls tóku 3.878 íbúar sveitarfélagsins þátt eða um 26% þeirra sem uppfylltu skilyrði til þátttöku. Um 67% þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi. Um 18% greiddu atkvæði með auglýstri tillögu þar sem hús geta verið 6-8 hæðir og um 14% greiddu atkvæði með tillögu þar sem hús geta verið 5-6 hæðir en þó aldrei hærri en 4 hæðir syðst á reitnum. Þórhallur Jónsson reifaði forsögu málsins og kynnti tillögu um að málinu yrði vísað aftur til umfjöllunar skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson og Hlynur Jóhannsson. Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur til umfjöllunar skipulagsráðs. .

 

Bæjarstjórn virðist því ætla að standa í lappirnar gagnvart skipulagsráði sem enn einu sinni reynir að þrýsta í gegn tillögu sem er í fullkominni andstöðu við vilja meirihluta bæjarbúa.

 

Í dag fjallaði skipulagsráð um málið og bókaði svona.

 

3. Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318

Í samræmi við bókun bæjarstjórnar þann 15. júní sl. er tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri lögð fram til umfjöllunar að lokinni ráðgefandi kosningu/könnun meðal íbúa sem fór fram 27. til 31. maí sl. Afgreiðslu frestað.

 

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli sem nú hefur verið sent í hausinn á skipulagsráði samkvæmt bókun hér að ofan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband