Að efla umhverfisvitund í sveitarfélögum.

00 2020 6  júlí sól og sól-0351Þegar líður að vori kemur ýmislegt í ljós sem safnast hefur í bænum okkar sem er að öðru jöfnu fallegur og íbúum til sóma. Sama má segja um önnur sveitarfélög á NA landi. Þó verður að segja að á sumum stöðum er pottur brotinn og nokkrir staðir hér í bæ eru sannarlega ekki til sóma.

 

Heilbrigðisnefndin hefur rætt þessi mál og hefur ákveðið að taka þessi mál fastari tökum. Á síðasta fundi nefndarinnar voru þessi mál rædd og send bókun frá fundinum sem hvatning og upptaktur að hreinsun og það að reyna að efla umhverfisvitund á svæðinu. Heilbrigðisfulltrúi mun hitta forráðamenn sveitarfélaganna á NA landi og ræða framhaldið.

 

Samvinna heilbrigðisyfirvalda og sveitarfélaga er lykill að vel takist til.

 

Bókun nefndarinnar var svohljóðandi.

 

Heilbrigðisnefnd lýsir yfir ánægju með árlegar vortiltektir sveitarfélaga þar sem einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til dáða og veitt aðstoð við að hreinsa lóðir og lendur, t.d. með því að leggja til gáma og flutningstæki til söfnunar, flutnings og förgunar á lausadóti sem hefur safnast fyrir frá síðustu vortiltekt.

 

 

Heilbrigðisnefnd hvetur sveitarfélög til þess að efla og treysta slíkar aðgerðir, s.s. með því að eiga samninga við verktaka sem geta fjarlægt númerslaus farartæki, lausadót og drasl, jafnt á lóðum sem á víðavangi og bæði í þéttbýli og til sveita (dráttarbílaþjónusta, vörubílaþjónusta) í samstarfi við heilbrigðisfulltrúa.

 

Í einhverjum tilvikum getur þurft að beita þrýstingi og þvingunarúrræðum skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar á Norðurlandi eystra nr. 463/2002.

 

Heilbrigðisnefnd vekur einnig athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög bregðist við þegar einstaklingar og fyrirtæki virða ekki lóðamörk og geyma eða skilja eftir ýmisskonar lausadót á landi viðkomandi sveitarfélags eða nágranna í óþökk og óleyfi.

 

Þá er athygli vakin á mikilvægi þess að sveitarfélög geri kröfu um að eigendur eða umráðamenn gáma í langtímastöðu afli sér stöðuleyfis hjá viðkomandi sveitarfélagi í samræmi við reglur þar um.

 

Jón Ingi Cæsarsson formaður Heilbrigðisnefndar.


Akureyri - hverjir voru hinir tveir.

2021 ssSamþykkt meirihluta bæjarstjórnar um að fela verktakafyrirtæki nokkru það verkefni að skila inn tillögum að breytingum á deiliskipulagi við Tónatröð hefur vakið upp fjölda spurninga.

 

Samkvæmt því sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðiflokksins fór formaður Skipulagsráðs á fund þriggja fyrirtækja og ræddi um svæðið.

 

Veit ekki hvort fyrirtækið sem áður hafði sent inn fyrirspurn um þetta svæði var eitt þeirra.

 

Engar bókanir eða fyrirmæli um þessa ferð formannsins eru finnanleg í skjölum og samþykktum ráðsins.

 

Það er sem formaðurinn hafi farið þessa ferð án formlegra samþykkta og eru þá í sjálfu sér ógildur gjörningur og á sér enga stoð sem löglegur gjörningur sem hefur stjórnsýslulegt gildi.

 

Í framhaldi er eðlilegt að formaðurinn upplýsi bæjarbúa um hvaða fyrirtæki hann valdi að tala við utan SS byggis sem fékk verkefnið afhent og gefið vilyrði fyrir svæðinu.

 

Ekki alveg víst að þessi 6 manna meirihluti átti sig á hvað það þýðir að gefa vilyrði.

 

Það bíða því margir eftir að fá upplýst hvaða aðferðir voru þarna í gangi í reykfylltum bakherbergjum Sjálfstæðismanna.

 

Hvað sem öðru líður, margir þykjast finna af þessu skítalykt og eitthvað þoli ekki dagsljósið.


Skítabix í bæjarstjórn Akureyrar.

2021 ssSamþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag að heimila SS Byggi að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi við Tónatröð til samræmis við hugmyndir sem fyrirtækið hefur lagt fram að uppbyggingu, í samráði við skipulagssvið og skipulagsráð. SS Byggir sótti um fimm lóðir við götuna og hefur kynnt hugmyndir um fimm há fjölbýlishús.

( akureyri.net)

 

Það er ekki oft sem ég skammast mín. Það gerðist þó í dag. Ég skammast mín að horfa á hræðileg vinnubrögð sex bæjarfulltrúa á Akureyri.

 

Þeir afhenda  verktakafyritæki veiðileyfi á eitt elsta hverfi bæjarins og heimila honum að leggja fram breytingar á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir einbýlishúsum.

 

Og það sem er það verulega vonda er að þetta er gert án útboðs og samkeppni um þessar lóðir. Ekki er langt síðan öðrum verktaka var hafnað, hann vildi fá þessar lóðir og fjölga íbúðum. Sagt að það hentaði ekki svæðinu og var hafnað. Formaður núverandi ráðs var í nefndinni sem hafnaði þessu á sínum tíma.

 

Hvað sem öðru líður, hér er smekkleysan í fyrirrúmi en það ömurlega er að sjá meira en hálfa bæjarstjórn á Akureyri viðhafa óvandaða stjórnsýslu sem í raun er þeim til skammar. Reyndar ætti að senda ráðuneyti sveitastjórnarmála þessa afgreiðslu til skoðunar.

 

Þetta mál á eftir að verða bæjaryfirvöldum erfitt. Bæjarbúar eru búnir að fá nóg af svona uppákomum og mér þætti það afar ólíkegt að þeim takist að þrýsta svona breytingum í gegn á þessum stað. 

 

Auðvitað verður kallað eftir íbúakosningu, fordæmið er komið og ekki verður hjá því komist nái þetta  mál það langt. 

 

Mér kom ekki á óvart hvernig sumir bæjarfulltrúar sem samþykktu þetta skítabix greiddu atkvæði. Það var aðeins einn þeirra sem kom mér á óvart. 

 

Sumir mun ef til vill velta fyrir sér hvort þessi ofurbæjarstjórn verði á sumar setjandi og taka upp á ný hefðbundinn meirihluta fólks með svipaða sýn. Tveir flokkar í bæjarstjórninni klofna í þessu máli.

 

Tillöguna samþykktu allir þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson (formaður skipulagsráðs) og Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, og Hlynur Jóhannsson, Miðflokki.

( akureyri.net )

 

 

 


Innflutt láglaunastefna frá Kópavogi.

2021 0000 hlíðNýir starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar fara á aðra kjarasamninga en þeir sem þegar starfa þar. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í viðtali á N4.

 

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. tekur við rekstrinum um mánaðamótin. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. í Kópavogi um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri, samningurinn gerir það að verkum að Heilsuvernd verður með stærri vinnuveitendum Akureyrar.

 

Það vantaði um 400 milljónir að endar næðu saman á síðasta ári í rekstri öldunarheimila á Akureyri. Ljóst er að Heilsuvernd hefur ekki samið við Sjúkratryggingar um að þeir tækju á sig þær byrðar. Samningurinn hefur ekki verið opinberaður.

 

Bæjarstjórinn á Akureyri gerir ráð fyrir því ef skilja má orð hennar rétt að reiknað sé með að breytt launastefna og aðrir kjarasamningar redduðu þessum hallarekstri. Fyrirtækið mætir með aðra og lélegri kjarasamninga til leiks á Akureyri. Síðan er nýjum starfsmönnum framtíðarinnar ætlað að vinna á lægri launum við sömu störf. Hreinræktuð einkavæðing á kostnað launafólks. 

 

Starfsfólk öldrunarheimilanna mun því greiða þennan hallarekstur með lægri launum og verri starfskjörum. 

 

Hvernig mun ganga að ráða inn starfsfólk á lakari kjörum á eftir að koma í ljós.

 

Því miður varð Akureyrarbær að skila þessum rekstri enda gríðarlegur halli á honum síðustu ár. Ríkið velti skyldum sínum yfir á sveitarfélögin eins og því er einu lagið.

 

Það var slæmur kostur að þurfa að skila þessum rekstri, auðvitað notaði ríkisstjórn tækifærið og fór inn í eina stærstu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu frá upphafi.

 

Það er sérstaklega áhugavert að það gerist á vakt VG í Heilbrigðis og Forsætisráðuneytinu.

 

Mikil er ábyrgð KJ sem stjórnar þessum fyrrum félagshyggju og vinstri flokki sem nú rekur stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki.

 

Af heimasíðu BSRB.

 

BSRB hafnar einkavæðingu Öldrunarheimila Akureyrar og kallar eftir því að samningur við einkaaðila um rekstur hjúkrunarheimila bæjarins verði endurskoðaður. Í ályktun stjórnar bandalagsins er bent á að aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu gangi þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar sem vilji að heilbrigðisþjónustan sé á hendi hins opinbera.


Einkavæðing í boði Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsuvernd hjúkrunarheimili um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar, (ÖA). Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á

( vikublaðið )

 

Ekki laust við að ég sé undrandi þessa dagana. Eftir margra ára hallarekstur skilaði Akureyrarbær rekstri dvalarheimila í bænum til Sjúkratrygginga. Ekki var nokkur skynsemi í að láta útsvarsgreiðendur á Akureyri borga mörg hundruð milljónir fyrir ríkið sem hefur ekki staðið við sinna hluta í kostnaði.

Hlid

Nú hafa Sjúkratrygginar samið um einkavæðingu dvalarheimila á Akureyri við einkafyrirtækið Heilsuvernd sem væntalega er hagnaðardrifið því varla eiga þeir varasjóði til að greiða með þessum rekstri eins og skattgreiðendur á Akureyri hafa gert árum saman. Hvernig það hefur verið leyst veit enginn því ekki hafa þessir samningar verið birtir almenningi.

 

Það sem hefur því gerst er að á vakt Vinstri grænna hefur farið fram ein mesta einkavæðing í sögu heilbrigðismála á Íslandi.

 

Hvernig ætlar Heilsuvernd síða að ná jafnvægi í rekstri, varla hafa Sjúkratryggingar greitt þeim hærra fyrir þennan rekstur en sveitarfélögum almennt, en allir vita að sá rekstur er í miklum vanda um allt land.

 

Það er því varla önnur leið sjáanleg en þurfi að lækka kostnað, og hvernig gera fyrirtæki það ?  Þau fækka starfsmönnum, lækka kaup og spara í þjónustu almennt.

 

Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessu máli á næstunni, einkafyrirtæki hlýtur að bregðast við með sýnilegum hætti fljótt og örugglega, varla tjaldar það lengi hallareksti um tugi milljóna á mánuði mjög lengi.

 

Eðlilegast er að Sjúkratryggingar birti samninginn.


Göngugata eða ekki ?

Júlídagar og Guðrún Lára 2013-9504Einu sinni fyrir langa löngu datt einhverjum í hug að það væri frábær hugmynd að gera hluta Hafnarstrætis að göngugötu. Gatan var rifin upp, settar í hana hitalagnir og reynt var að gera huggulegt á svæðinu.

 

En hvernig tókst til ? "Göngugatan var auðvitað aldrei nein göngugata, þar ægir saman töluverðri umferð, bílastæðum troðið á flesta lausa hluta og mengun og skuggar eru helstu kennileiti þessa götuhluta.

 

Kannski var það alltaf dauðadæmt að gera þennan stubb að göngugötu. Í reynd var þetta hálfkák í andstöðu hagmunaaðila og þeirra sem vildu hafa bílinn nærri sér. Staðsetning Heilsugæslunnar var auk þess til trafala.

 

Það hefur orðið mikil breyting á "göngugötunni" frá þeim tíma þegar unnið var að þessari breytingu. Margt er horfið af svæðinu, margar sérvöruverslanir, pósthús, apótek og fleira. Í stað þessa hafa komið veitingastaðir, krár, gistiheimili, ísbúð og ferðamannaverslanir. Enn tóra þó nokkrir en við illan leik að sögn sumra. Bakarí og bókabúð halda velli í sitt hvorum enda. 

 

Lokanir fyrir bílaumferð í Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar eða Göngugötunni tóku gildi í byrjun mánaðarins. Í júní og ágúst verður lokað fyrir alla ökutækjaumferð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11-17. Í júlí verður hins vegar lokað alla daga frá kl. 11-17. Vörumóttaka er ætluð utan þess tíma. Bent er á að aðkoma fatlaðra að Göngugötunni er norðanmegin eða frá Brekkugötu.

 

Undanfarin ár hafa verið í gangi aðgerðir þar sem götustubbnum hefur verið lokað á ákveðnum tímum og um það eru skiptar skoðanir. ( sjá hlekk að auglýsingu um lokun frá 2018)

Nú eru hugleiða menn breyta þessu og kaffið.is er með óformlega skoðanakönnun í gangi.

 

Hlekkur á kaffid.is

 

Er stemning fyrir því að loka henni alveg fyrir bílaumferð a.m.k. yfir þessa þrjá sumarmánuði eða færi allt á límingunum? Ég væri ákaflega til í að heyra hvaða skoðun þið hafið,“ skrifaði Hilda á Facebook í gær og svörin létu ekki á sér standa.

 

Göngugatan er ekki nein göngugata nema lokað sé fyrir bílaumferð í það minnsta yfir sumartímann. Auðvitað eru aðstæður þarna ekki upp á það besta, skuggvarp mikið og lega götunnar slæm gagnvart ríkjandi vindátt á sumrin. Hafgolan getur orðið stríð í rennunni eftir hádegið á góðum sumardögum.

 

Á íbúaþingi 2004 var mikil áhersla á að setja götur á svæðinu í austur-vesturstefnu til að fá skjól. Í nýju skipulagi er þessu haldið að hluta en því miður í minna mæli en í gildandi skipulagi. Kannski verða til alvöru göngusvæði í nýjum Miðbæ, það verður við að vona. Þó stundum sé notalegt í núverandi göngugötu er það því miður ekki algengt.  Meðan hér var ferðamannastraumur fylltist bærinn af ferðamönnum, sérstaklega þegar hér komu skip. Það hefur legið niðri um hríð og ljóst að sumarið í sumar skilar ekki ferðamönnum í Hafnarstrætið í stórum stíl, en þeir tímar koma vonandi á ný.


Annað íbúaþing - því ekki ?

Akureyri á sólardegi 1 júlí  2012-0055Nú styttist í að athugsemdafrestur renni út vegna Miðbæjarskipulagsins.  Sá frestur rennur út þann 21. apríl. Það er mikilvægt að allir þeir sem hafi skoðun á málum sendi inn athugasemdir og lýsi áliti sínu.

 

Hlekkur á síðu Akureyrarbæjar

 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. apríl 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

 

Það er öllum ljóst að sú tillaga sem er í auglýsingu er hvergi nærri skoðunum íbúaþings 2004 og mikil breyting á skipulaginu frá 2014 sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn á þeim tíma.

 

Sú hugmynd hefur heyrst að rétt væri að boða til annars íbúaþings eða borgarafundar þar sem bæjarbúar gætu mætt og lýst skoðun sinni á Miðbænum og Miðbæjarskipulaginu. 

 

Það er eðlilegt að sú hugmynd heyrist því sannarlega hefur hugmyndum íbúaþings 2004, tillögur Massey frá 2006 og skipulagssamþykktinni frá 2014 verið kastað út fyrir þessa nýju tillögu. Er þá ekki eðlilegt á þessum tímapunkti að kalla íbúa saman á ný til skrafs og ráðagerða. Þar ætti að koma skýrt fram hvert viðhorfið er til þessarar nýju nálgurnar er og hvaða hugmyndir aðrar bæjarbúar hafa.

 

Þetta er jú Miðbærinn okkar.

 

Ég tek því undir þessar hugmyndir sem settar hafa verið fram að loknu auglýsingaferli blási ofurbæjarstjórnin til samráðsþings við bæjarbúa og þar ræði fólk augliti til auglitis við kjörna fulltrúa og starfsmenn bæjarins sem um þessi mál fjalla.

 

Það væri alvöru lýðræði.

 

Hlekkur á auglýsingu íbúaþings 2004.

Næstkomandi laugardag efnir Akureyri í öndvegi, sem er verkefni um eflingu miðbæjarins á Akureyri, til íbúaþings í Íþróttahöllinni á Akureyri og stendur það frá kl. 10 til 18. Akureyringar eru hvattir eindregið til þess að taka þátt í þinginu og hafa áhrif á hvernig miðbærinn á Akureyri lítur út í framtíðinni, en tekið verður mið af þeim hugmyndum sem fram koma á þinginu í þeirri alþjóðlegu arkitektasamkeppni um miðbæinn sem er framundan. G

 


Að hafa áhrif á framtíðina.

0002021   10. apríl mætir-0322Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur og aðkoma íbúa að ferlinu er nauðsynlegur Deilur hafa gjarnan blossað upp, gjarnan eftir á og margir hika við að senda inn sína skoðun til skipulagsyfirvalda.

 

Á Akureyri hafa gjarnan verið deilur um skipulagsstillögur á ákveðnum svæðum. Seinni árin eru líklega deilur um áform verktaka að byggja upp háhýsi á Oddeyri. Þar voru sterk viðbrögð íbúa og ýmissa hagsmunaaðila sem komu því máli í jákvæðan farveg. Nú liggur fyrir að tillaga Skipulagsráðs fari í íbúakosningu sem er nýtt hér í bæ. Hvort svo verður er síðan spurning því verktakinn er óánæður með þá tillögu sem er í auglýsingu því andstaðan hefur lækkað húsin úr 11 hæðum í 5 - 6 hæðir og þannig vill hann ekki byggja. Kannski verður ekkert úr þessari íbúakosningu sem væri leitt.

 

Í Miðbænum er nú tillaga Skipulagsráðs fyrir Miðbæinn í auglýsingu. Þar á að breyta skipulagi sem var samþykkt 2014 eftir marga ára barning. Því miður hefur umræðan um þetta nýja skipulag verið lítil og einhvernvegin hefur maður á tilfinningunni að bæjarbúar séu hættir að nenna þessu ströggli sem hefur staðið allt of lengi.

 

En það væri miður því þessi nýja tillaga er að verulegu leiti frábrugðin samþykktu skipulagi frá 2014. Glerárgatan á áfram að vera fjórar akreinar með lítilsháttar þrengingu á einum stað og allir sem hafa velt fyrir sér umferðarmálum sjá að svona aðgerð flækir umferðarmáli og gerir ekkert fyrir svæðið. Það færi betur á að haldið verði í skiplagið frá 2014 þar sem Glerárgatan er þrengd og komið verið böndum á umferðina. Tengin við Torfunefið væri allt önnur og betri. Þar standa fyrir dyrum framkvæmdir við að endurreisa Torfunefið til fornar frægðar og auðvitað viljum við að Miðbærinn verði tengdur því svæði með bravör. Satt að segja versta breytingin í þessu nýja skipulagi frá skipulaginu 2014 er að hafa Glerárgötuna að mestu óbreytta.

 

Fleira er þarna sem vert er að gefa gaum, húsin hafa verið hækkuð og Skipagötunni breytt.

 

Ég skora á bæjarbúa að skoða þessar nýju tillögur og stutt er í að umsagnarfrestur renni út.

 

Tillöguna má finna inni á heimasíðu Akureyrar og þar er hægt að skoða þetta í smáatriðum.

 

Að hafa áhrif á skipulag er að hafa áhrif á framtíðina.

 

Slóð á tillöguna.

 

Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.

 

 


Skipulagsmál á Akureyri - hvað er satt og rétt.?

2021 ss í blaðiSS byggir hefur legið undir mikilli gagnrýni frá því fyrstu hugmyndir um uppbyggingu á Tanganum birtust.  Þar var sett í gang ferli þar sem nýlegt rammaskipulag var opnað og heimildir um hæð húsa var rýmkuð verulega eða úr fjórum hæðum í ellefu.

 

Síðan þá hafa verið mikil læti og mikill fjöldi bæjarbúa og annarra hafa mótmælt þessum hugmyndum kröftuglega. Nýjasta tillaga frá skipulagsráði er að lækka húsin enn og miðast það nú við tuttugu metra að hámarki. Væntalega ættu slíkar breytingar að fara í enn eina auglýsinguna. En það er greinilega ekki á dagskrá, málið sent bæjarstjórn sem setur það í íbúakosningu.

 

Í Vikublaðinu birtist viðtal við forstjóra SS byggis. Í viðtalinu kemur fram nýtt og áhugavert sjónarmið.

 

Forstjórinn heldur því fram að frumkvæði hafi komið frá bæjaryfirvöldum þar sem honum var bent á lóðirnar við Tónatröð en þar var gert ráð fyrir nettri byggð einbýlishúsa. Allir hafa séð hugmyndir SS, fimm átta hæða hús á þröngu svæði ofan Spítalavegs.  Það er ábyrgðarhluti ef einhver í bæjarkerfinu hafa ráðlagt fyrirtækinu í þessa veru.  Þarf að upplýsa hver ber ábyrgð á svona leibeiningum.

 

En það sem má lesa út úr þessu viðtali er.... 

Fyrirtækið ber enga ábyrgð á því að hafa ferið af stað, en auðvitað eru tillögurnar þeirra.

 

Þess vegna er eðlilegt að þeirri spurningu sé varpað fram.

 

Eru það bæjarfulltrúar sem hafa komið þessu ferli af stað, eða eru það starfsmenn á deildum bæjarins ? Líklega tillögur sem valdið hafa hvað mestum deilum í áraraðir.

2019 skr

2021 sss galið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 819089

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband