Hamingjusamur Bjarni Ben.

Það leynir sér ekki að formaður Sjálfstæðisflokksins er hamingjusamur þessa dagana.

Borubrattur, styður sinn ráðherra sem þó er með allt niður um sig eins og Hanna Birna um árið.

Leggur fram sama fjárlagafrumvarp, næstum það sama og forveri hans lagði fram fyrir nokkrum mánuðum og sumir lykilþingmenn sögðust ekki ætla að styðja.

En samt hamingjusamur og brosmildur.

Ástæðan.

Hann er að mestu laus við að svara fyrir allar sínar gjörðir og skoðanir.

Honum tókst að færa Svarta Pétur yfir til Vinstri grænna og nú er það Katrín Jakobsdóttir hinn brosmildi og þægilegi formaður þeirra sem svarar fyrir allar syndir Bjarna og Valhallarliðsins.

Það er áberandi að brosið er horfið, þreytudrættir í andliti og baugar undir augum hjá hinum mjúka og geðfelda formanni fyrrum sosialistaflokks VG.

Það er greinilega ekkert gaman að vera málsvari og varnaraðili Bjarna Ben og félaga.

Það tekur á.

Spurningin er bara, hvað þolir grasrót Vinstri grænna lengi þessa óþægilegu niðurlægingu.

Allir nema forusta VG sjá að þeir voru plataðir af freku strákunum í valdaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokki.


Vantraust þjóðarinnar - traust Bjarna.

Það breytir því ekki að ráðherrann er með fullt traust frá mér.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofa þegar óskað var eftir viðbrögðum hans, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, við því að Hæstiréttur taldi embættisfærslur Sigríðar Andersen þegar skipað var í embætti Landsréttardómara ekki í samræmi við stjórnsýslulög.

Lögbrjóturinn í dómsmálaráðuneytinu nýtur trausts formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þannig var það líka þegar Hanna Birna ráðherra var í tómu tjóni og vitleysu.

Dómgreind formanns Sjálfstæðisflokksins er engin þegar kemur að svona málum eins og dæmin sanna.

Staðan núna er að dómsmálaráðherra nýtur traust fáeinna ráðamanna í stjórnarflokkunum en yfirgnæfandi þjóðarinnar vill hana burtu úr embætti.

En á Íslandi eru það siðspilltir stjórnmálamenn sem fara sínu fram, álit almennings skiptir engu.

Enda kannski skiljanlegt, þetta fólk er kosið aftur og aftur þrátt fyrir alla siðspillinguna og ljótleikann í embættisfærslum

Banana - hvað ?

Og nú hefur komið fram milljónatuga krafa vegna lögbrota ráðherrans og þær verða vafalaust fleiri.

Traust Bjarna á ráðherranum eykst vafalaust með hverjum dómi sem fellur.

Kemur kannski ekki á óvart en sárt er að sjá formann VG dragast út í spillingardýkið, fastur við Sjálfstæðisflokkinn.


VG og Katrín styðja dómsmálaráðherra.

Spurð um stöðu dóms­málaráðherra vegna máls­ins seg­ir for­sæt­is­ráðherra: „Ég gerði ekki kröfu um af­sögn ráðherr­ans síðasta vor vegna máls­ins og geri það held­ur ekki nú.“

VG og Katrín Jakobsdóttir hafa margoft lýst því yfir að flokkurinn geri harðar siðferðiskröfur í ýmsum málum sem er gott.

Þess vegna var nokkuð beðið eftir því hver viðbrögð VG yrðu í lögbrjótsmáli dómsmálaráðherra.

Þau eru afgerandi.

Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir styðja áframhaldandi setu Sigríðar Andersen í embætti dómsmálaráðherra.

Þá veit þjóðin það.

Greinilega eitt gjaldið fyrir að fá að sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Hvort grasrótinni finnst þetta dýru verði keypt á eftir að koma í ljós.

Siðferðisþröskuldur VG er greinilega sveigjanlegur eftir aðstæðum hverju sinni.

 


mbl.is Fari yfir málið og læri af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verja Vinstri grænir dómsmálaráðherra vantrausti ?

2017 dómsmálaráðherraMeð klúðri, flumbrugangi og yfirlæti dró hún stórlega úr trausti því sem fólk vonaðist til að geta haft á nýjum dómstól.

( Illugi Jökulsson á Stundinni )

Það er ekki annað hægt en undrast viðbrögð dómsmálaráðherra við að hún var dæmd í Hæstarétti fyrir gróft lögbrot.

Hroki, yfirlæti, ekki sammála dómnum, ætlar að breyta leikreglum.

Heiðvirður ráðherra með sómatilfinningu hefði sagt sig frá embætti.

Ekki þessi ráðherra og það er greinilega fullreynt með að hún er ekki hæf í starfi.

Það mun örugglega koma fram vantrauststilaga á hana á þinginu.

Og hvað gera þá Vinstri grænir ?

Verja þeir hana falli fyrir nýja vini sína í Sjálfstæðisflokknum ?

Þjóðin mun fylgjast með af áhuga.


Ríkisstjórn VG svíkur öryrkja.

B2017 krupaðiroðað hefur verið til neyðarfundar í stjórn Öryrkjabandalagsins á mánudaginn. „Við verðum að upplýsa okkar fólk um það upplegg í fjárlagafrumvarpinu að engar hækkanir séu á örorkulífeyri. Við þurfum að ráða ráðum okkar um með hvaða hætti við bregðumst við þessu og hvernig við getum hugsanlega fundið einhverjar leiðir til að ná til stjórnvalda þannig að þau bregðist vonandi við. Við bindum enn vonir við að þau hækki örorkulífeyrinn – þau verða að gera það, það er ekki hægt að hafa þetta svona,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

( dv.is )

Stjórn Öryrkjabandalagins fundaði með tilvonandi ríkisstjórn þegar verið var að berja saman hægri stjórn VG.

Eftir þann fund var hópurinn bjartsýnn og viðræðurnar lofuðu góðu.

Nú blasir veruleikinn við í fjárlagafrumvarpinu, ekki króna í viðbót í þennan málaflokk og engar leiðréttingar í sjónmáli.

Fundurinn góði hefur snúist upp á vera orðavaðall og innhaldslaus.

Ríkisstjórn VG fer því af stað með það veganesti eins og sú síðasta, Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu.

VG hefur engin áhrif þar á og líklega er grasrót þess flokks að fara á límingunum.

Forusta VG mun ekki fá langa hveitibrauðsdaga hjá kjósendum sínum.

 


Sigurður Ingi 45% flugvirkjar 20%

2017 sigingiSamtök atvinnulífsins hafa sagt að launakröfur flugvirkja séu algerlega óraunhæfar og langt umfram það sem svigrúm sé til. Þá tók Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í svipaðan streng. „Ef það er rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að krafan sé tuttugu prósent hækkun á einu ári þá styður hún auðvitað ekki það sem menn hafa verið að ræða um framtíðar launastefnu né heldur efnahagslegan stöðugleika,“ sagði hann í kvöldfréttum útvarps í gær.

(ruv.is)

Sigurði Inga samgönguráðherra finnst fráleitt að flugvirkjar séu að tala um 20% launahækkun.

Eins og allir muna nema hann þá fengu alþingismenn 45% launahækkun í boði Kjararáðs fyrir skömmu.

Skammtímaminnið bregst ráðherranum, annars hefði hann orðað þetta öðruvísi.

En staðan núna er Sigurður Ingi með 45% í húsi og flugvirkjar með 20% í verkfalli.

Ljóst að ráðherrann er með gjörunninn leik í þessari glímu. 

 


Gamla ljónið orðið tannlaust.

2017 gamla ljóniðSteingrímur J. Sigfússon segir VG ekki skorast undan ábyrgð þrátt fyrir að áherslur VG og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar.

( viðskipablaðið 2016 )

______________

Steingrímur var löngu farinn að horfa til Sjálfstæðisflokksins með samstarf. Þessi grein birtist í Viðskiptablaðinu fyrir einu ári þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að munstra Bjarta og Viðreisn á Valhallarbátinn.

Steingrímur sat þar hjá og horfði vonaraugum til Bjarna. Það gekk svo eftir núna, Bjarni stökk á Grím og landaði honum. Kostaði aðeins meira en síðast en hvaða máli skiptir það þegar maður ræður hvort sem er öllu.

Gamli sósialistinn hefur nú verið bundinn við bryggju í forsetastól Alþingis, fær væntalega málverk af sér og væntalega verður hann ekki í framboði næst.

Þetta segja kunnugir að hafi verið draumur gamla baráttumannsins, fá fallegt og þægilegt sæti í ellinni og vera alltaf í mynd á Alþingisvefnum.

Það er sannarlega búið að draga allar vígtennur úr gamla ljóninu, það hefur fengið mjúkt og þægilegt sæti í horninu hjá Sjálfstæðisflokkunm, öróttur og móður eftir áratuga baráttu við íhaldsöflin.

If you can"t beat them, join them. 


Landspítalinn fær of mikið !

Ágúst Ólaf­ur sagðist einnig vilja vita af hverju sjálf­stæðis­menn tor­tryggi for­stjóra Land­spít­al­ans stöðugt, þrátt fyr­ir að spít­al­inn sé mjög vel rek­inn. Svaraði Páll: „Það er eng­inn að segja að hann sé að bulla. Það bara kem­ur ekki fram for­stjóri rík­is­stofn­un­ar og seg­ist vera ánægður með fjár­lög.“

Landspítalinn fær OF MIKIÐ, er skoðun Páls Magnússonar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá skoðun og væntanlega styður VG þá hugmyndafræði.

Ágúst Ólafur var feginn að þessu fyrrum forstöðumaður RUV er ekki forstjóri Landspítala.

Samkvæmt orðum þessa framármanns í Sjálfstæðisflokknum um að spítalinn fái of mikið bendir flest til að þar stefni flokkurinn að enn frekari niðurskurði þar.

Og þá væntalega með stuðningi VG, um stuðning Framsóknar þarf ekki að ræða, þeir eru bara nytsöm hækja FLOKKSINS eins og allir vita.

Og á meðan þessi umræða á sér stað er orðið ljóst að heilbrigðisstofnanir úti á landi fá ekki neitt í viðbót.


mbl.is „Feginn að þú ert ekki forstjóri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn VG svíkur landsbyggðina.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til stofnunarinnar í fjárlagafrumvarpinu. Hann telur eðlilegt að þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins eru aukin nái aukningin til alls landsins.

Það hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með fjárlagafrumvarp Katrínar og félaga.

Aðeins einn hefur lýst ánægju, rektor HÍ. Ekki hefur heyrst í öðrum skólamönnum enn sem komið er.

Hvað varðar viðbætur í heilbrigðiskerfið virðist sem nýr heilbrigðisráðherra hafi beint öllu viðbótarfjármagni í 101 Reykjavík, kannski ekki undarlegt, þar liggja hagsmunir ráðherrans.

Heiðbrigðisstofnun Norðurlands fær ekki eina krónu, stofnun sem þjónar tugum þúsunda á landsbyggðinni.

Kannski er þetta stefna VG og ráðherrans, hver veit.

Hvað sem öllu líður, þetta eru enn ein vonbrigðin með þessa nýju ríkisstjórn og þau vonbrigði hlaðast upp með ógnarhraða.

Framsókn og VG eru bara hækjur Sjálfstæðisflokksins í stað Bjartrar og Viðreisnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband