VG og Katrín styðja dómsmálaráðherra.

Spurð um stöðu dóms­málaráðherra vegna máls­ins seg­ir for­sæt­is­ráðherra: „Ég gerði ekki kröfu um af­sögn ráðherr­ans síðasta vor vegna máls­ins og geri það held­ur ekki nú.“

VG og Katrín Jakobsdóttir hafa margoft lýst því yfir að flokkurinn geri harðar siðferðiskröfur í ýmsum málum sem er gott.

Þess vegna var nokkuð beðið eftir því hver viðbrögð VG yrðu í lögbrjótsmáli dómsmálaráðherra.

Þau eru afgerandi.

Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir styðja áframhaldandi setu Sigríðar Andersen í embætti dómsmálaráðherra.

Þá veit þjóðin það.

Greinilega eitt gjaldið fyrir að fá að sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Hvort grasrótinni finnst þetta dýru verði keypt á eftir að koma í ljós.

Siðferðisþröskuldur VG er greinilega sveigjanlegur eftir aðstæðum hverju sinni.

 


mbl.is Fari yfir málið og læri af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Dómsmálaráðherra og stíll hennar er farin að minna óþægilega á pólitískt dauðastríð Hönnu Birnu fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er að verða fastur liður innan þess flokks.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2017 kl. 18:20

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Baráttujaxlar í verkalýðshreyfingunni og margir vinstri menn hafa aldrei getað treyst íslenskum dómstólum fyllilega.

    • Mýmörg íslensk dæmi eru til um það hvernig hallað hefur á mannréttindi verkalýðsforingja og ýmissa aðila sem hafa staðið að mótmæla aðgerðum.

    • Ég get ekki sagt að mér finnist þessi kratíski beitivindur sérstaklega skemmtilegur. Við höfum mörg verið að draga lærdóm af slíkum hentugleika vel yfir hálfa öld a.m.k.

    •  

    • Við sem höfum tekið þátt í harðri verkalýðsbaráttu upp úr 1960 og fram samstjórn Jón Baldvins og Davíðs höfðum slæma reynslu af Alþýðuflokknum í þessum efnum. Við gerðum okkur vonir um að betra tæki við er Samfylkingin urðum fljótt fyrir miklum vonbrigðum eftir að laxadoktorinn varð formaður þar á bæ.  Ekki batnaði ástandir eftir að mágkonan tók við og sveik launfólk gjörsamlega,eða hvað?

    •  

    • Menn á miðjum aldri verða bara að fara að gera sér fyrir því hverjir það eru sem stjórna landsmálunum á Íslandi. Sérstaklega hefði maður haldið að Samfylkingarfólk hefði lært það eftir það sem hent hefur alþýðuna í landinu í byrjun þessarar aldar. Það voru rosaleg vonbrigði að þessir tveir vinstri flokkar skulu ekki hafa náð að vinna saman eftir þessar kosningar, þó ekki verði meira sagt. 

    •  

    • Enn geta þessir flokkar tekið upp uppbyggilegt samstarf þrátt fyrir aðstæður nú og yrðu þeir óneitanlega öflugri hópur sameinaðir í einum 18 manna hópi heldur en skiptir í tvo veikari hópa.  Þetta eru vinstri flokkarnir á Alþingi. Félagar í VG hafa einnig áhyggjur af framhaldinu þótt ekki fái þeir Samfylkinguna sem andstæðing á þingi .

    Kristbjörn Árnason, 20.12.2017 kl. 22:52

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Jón Ingi Cæsarsson

    Höfundur

    Jón Ingi Cæsarsson
    Jón Ingi Cæsarsson

    Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

    Formaður Póstmannafélags Íslands.

    Færsluflokkar

    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Nýjustu myndir

    • 000 2021 5.10. haustsol-0158
    • 2022 týndur
    • 20211224-IMG 0196
    • 2022 bb kj si
    • 20220407-IMG 0288

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 64
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 58
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband