Færsluflokkur: Bloggar

Skjálfandi lítið gras í Stjórnarráðinu.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er rúin trausti.

Það stefnir í að þjóðfélagið lamist í verkföllum á næstunni.

Ríkisstjórnin skilar auðu í þeim málum.

Virðist ekki átta sig á að hún á aðild að þessum deilum sem vinnuveitandi opinberra starfsmanna, hluti af þeim þegar í verkföllum.

Ráðherrarnir eru ráðvilltir og verklausir.

Beðið er eftir fjölda mála sem hafa átt að koma fram á síðustu mánuðum.

Staðan er því grafalvarleg.

En það skilja stjórnarherrarnir í Stjórnaráðinu ekki, þeir fara bara um víðan völl í villu sinni. Sennilega skilja þeir ekki alvarleika mála.

Sambandsleysið er himinhrópandi.

Ríkisstjórnin er sem skjálfandi lítið gras eins og sagði í kvæði eftir Matthías.

Sumir halda að hún ætli sér að setja lög á verkföll.

Ef hún gerir það getur hún ekki átt langra lífdaga auðið.

 


Tveggja ára átök við ríkisstjórn Íslands.

Fé­lags­menn í VR, aðild­ar­fé­lög­um Lands­sam­bands ísl. verzl­un­ar­manna og Flóa­banda­lags­ins, þ.e. Efl­ing­ar, Hlíf­ar og VSFK, hafa verið samn­ings­laus­ir í tvo mánuði og hafa fé­lög­in nú boðað til at­kvæðagreiðslu um verk­föll á fé­lags­svæðum sín­um. Verði verk­föll samþykkt hefjast aðgerðir fimmtu­dag­inn 28. maí.

___________________

Nú eru að verða tvö ár síðan ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum.

Þessi ríkisstjórn styðst við stóran þingmeirihluta og enginn efast um flokksagann í þeim flokkum sem mynda ríkisstjórnina. 

Það hefði því mátt að reikna með kyrrlátu og markvissu kjörtímabili, þar sem ríkisstjórn þessi gæti komið áfram stórum málum sem biðu.

En vonbrigði þeirra sem kusu íhaldsflokkana eru mikil og fylgið hefur hrunið af ríkisstjórninni. Byrjaði með góðan helming landsmanna í sínu liði en nú er traust til þeirrar sömu stjórnar komið í 30%.  70% landsmanna treysta þeim ekki.

En af hverju er það ?

Ástæður þess eru augljósar. Þessi ríkisstjórn hefur brugðist á flestum sviðum. Í stað þess að koma á friði í þjóðfélaginu hefur allt logað í ílldeilum og ráðherraflóran hefur staðið fyrir hverjum stórskandalnum á fætur öðrum.

Allir vita að ríkisstjórnin er fyrst og fremst hagsmunagæsluhópur fyrir ríka og stórfyrirtæki.

Það er hópurinn sem fær sérstaka meðhöndlun þar sem fjármunum úr ríkisskassanum er beint í veski þeirra.

Hinn almenni pöpull fær enga þjónustu, skattar hækkaðir og sjúklingagjöld hækkuð.

Hin svokallaða skuldaleiðrétting tekin úr veski launamanna með vinstri hendinni og réttur fáeinum með þeirri hægri.

Kosningaloforð þessarar ríkisstjórnar gengu úr gildi daginn eftir kjördag og ekki á dagskrá að endurnýja þau. Ef um þau er spurt svara stjórnarherrarnir með hroka og yfirlæti.

Engum dylst vanhæfi og getuleysi forsætisráðherra og flestra ráðherranna.

Landsmenn eru orðnir dauðþreyttir á þessu tveggja ára valdatímabili svikastjórnarinnar og ekki undarlegt.  

Það er þreytandi að horfa á svona átök árum saman. 

Varla er hægt að nefna nokkuð mál sem kalla mætti jákvætt í störfum þessarar stjórnar, nema þá fyrir góðvini þeirra í forgangshópunum.

Nú keyrir um þverbak og stefnir í að þjóðfélagið lamist seinni hluta þessa mánaðar.

Getu og ráðaleysi skein út úr pirruðum forsætisráðherra á Alþingi í gær, rétt áður en hann fór og fékk sér perutertuna.

Það er hrollvekjandi að hugsa til þess að þetta ástand eigi eftir að standa í tvö ár enn......

Kannski.


mbl.is Allsherjarverkfall 6. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar ekki skatta á almenning.

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra hef­ur kynnt þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins þau áform sín að hætta við frek­ari lækk­un út­varps­gjalds fyr­ir árið 2016.

____________

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar ekki skatta á almenning.

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar bara gjöld á ríka fólkið, stóriðjuna og sægreifana.

Þegar kemur að því að lækka skatta og gjöld á hinn almenna borgara er það ekki hægt.

Þetta er af sama toga og hægt er að hækka hátekjuhópa en ekki láglaunafólk.

Það ógnar stöðugleika.

Sjálfstæðisflokkurinn hugsar um sína.


mbl.is Hættir við lækkun útvarpsgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra mótaði stefnu og markmið með læknasamingum.

Bjarni sagðist deila áhyggj­um Katrín­ar af stöðu mála. „Það er allt í hnút, bæði á al­menna markaðinum og í viðræðum við ríkið. Það hef­ur því miður lítið þokast og menn hafa vísað til sátta­semj­ara sem hef­ur ekki náð að miðla mál­um,“ sagði hann.

_______________

Fjármálaráðherra samdi við lækna í vetur og mótaði þar með þann farveg sem kjarakröfur fóru í.

Almennt launafólk hlaut að horfa til vilja ríkisins til samninga við hátekjuhópa, þegar kom að mótun kröfugerðar hins almenna launamanns.

Og þar er málið núna, nákvæmlega þar sem fjármálaráðherra stýrði því í vetur þegar hann samdi við milljónamenn um tuga prósenta launahækkanir.

Þannig er það nú bara, hvort sem honum líkar það eða ekki.

 


mbl.is Misskilningur að ráðherrar „bara bíði og voni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáheyrt dómgreindarleysi.

Formaður aðal­stjórn­ar ÍR, Birk­ir Þór Sveins­son, sagði við Rík­is­út­varpið að trén hafi verið felld til að verja aug­lýs­inga­tekj­ur fé­lags­ins af skilt­inu. Fé­lagið hafi haft sam­band við borg­ina sem hafi vísað á Vega­gerðina sem hafi gefið leyfi fyr­ir verknaðinum.

___________________

Fáheyrt dómgreinarleysi er það fyrsta sem kemur upp í hugann.

Er virkilega hægt að vinna svona skemmdarverk í fullkomnu hugsunarleysi ?

Kaldhæðnislegt að formaðurinn skuli heita Birkir.

Kannski vill hluti landsmanna hafa landið trjálaust eins og var langt fram á 20. öldina ?

Hversu oft heyrir maður ekki rökin " ég vil engin tré, þau skyggja á útsýnið "

Kannski kemur að því framtíðinni að fleiri sjái kosti þess að hafa tré og skóg.

Lífsskilyrði á Íslandi hafa stórbatnað eftir að tré fóru að veita skjól, brjóta niður vind og prýða ásýnd landsins.

Þegar svo tré ná ákveðinni hæð fara þau að trufla sálarlíf sumra sem hugsa eingöngu um það út frá eigin þrönga hagsmunaheimi.

Vonandi áttum við okkur á kostum þess að hafa skóga og tré á Íslandi.


mbl.is Borgin búin að kæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu miklu tjóni valda núverandi ráðherrar ?

Und­ir­skrifta­söfn­un­inni er einkum beint að frum­varpi Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um út­hlut­un mar­kríl­kvóta en hann sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hann velti fyr­ir sér til­gang­in­um með söfn­un­inni. Hann hefði skilið hana bet­ur ef verið væri að hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn inn í kvóta­kerfið með ótíma­bund­inni hlut­deild­ar­setn­ingu. Þvert á móti væri um tíma­bundna hlut­deild­ar­setn­ingu að ræða með veru­legu viðbót­ar­gjaldi. Sex ár væru ekki leng­ur tími að hans áliti.

______________

Sigurður Ingi ráðherra Framsóknarflokksins hefur valdið miklu tjóni frá því hann settist í ráðherrastól fyrir tæpum tveimur árum.

Ráherrann sýndi alvarlegt dómgreindarleysi í Fiskistofumálinu.

Makrílmálið er enn alvarlega þegar horft er til þess að festa kvóta fyrir milljarða í 6 ár, sumir segja 12 ár við ákveðnar útgerðir og það fyrir smáaura.

Maður veltir hreinlega fyrir sér hverjir eru að veita ráðherranum ráðgjöf.

Nokkuð ljóst að það eru hagsmunaaðilar í greininni.

Hvort ráðherrann er að láta plata sig eða þetta er pólitískur vinagreiði á síðan eftir að koma í ljós.

Það er ljóst að margir af núvarandi ráðherrum eru að valda þjóðinni miklu fjárhagslegu tjóni.

Sennilega stenst sjávarútvegsráðherra ekki forsætis og fjármála snúning þegar mistök hans eru metin til fjár en hann er ofarlega á topp 10 þegar kemur að því að leggja saman.


mbl.is 28 þúsund vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ríkisstjórn verið bjáni ?

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir aðgerðina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.

________

Ríkisstjórn er stofnun og getur líklega ekki verið " bjáni " svona í orðsins fyllstu merkingu.

En aðgerðir ríkisstjórna geta verið bjánalegar og ekki skortir slíkt hjá núverandi stjórnvöldum.

Nú þegar hefur þessi vanhæfa ríkisstjórn kastað frá sér mörgum milljörðum árlega og slíkt rýrir möguleika ríkissjóðs til samfélagslegrar þjónustu.

Þeir sem líða fyrir þessar bjánalegu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru almennir borgarar þessa lands.

Þeir sem græða eru stórfyrirtæki og auðmenn, enda tilheyra leiðtogar ríkisstjórnarinnar þeim hópi.

En að 2x19 þingmenn, sumir venjulegir fátækir Íslendingar láti leiða sig í slíka bjánaför er áhyggjuefni.

Sjálfstæð hugsun og frumkvæði er ekki sjáanlegt í þessum 38 manna þingmeirihluta, þeir eru leiddir eins og kindahópur og styðja allt það óréttlæti sem borið er á borð af auðmönnunum tveimur sem öllu ráða.


Fjármálaráðherra ögrar landsmönnum.

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra hefur tilkynnt að sérstakur raforkuskattur á álverin verði ekki framlengdur. Tekjur raforkuskattsins námu 1,6 milljörðum króna í fyrra.

_________________

Fjármálaráðherra heldur áfram að rýra mögulega tekjustofna ríkissjóðs og beinir þeim fjármunum til stórfyrirtækja og ríka fólksins.

Eins og ástandið er í þjóðfélaginu, yfirvofandi verkföll og síendurtekin tilboð um 3,8% launahækkanir eru þessi gjörningar hrein ögrun.

Milljarða tekjustofnar eru færðir til ríkra en almenningur blæðir.

Það er spurning hversu lengi ráðherra tekst að ögra landsmönnum þar til upp úr sýður.

 

 


Landið er stjórnlaust.

„Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönn­um henn­ar frá enn frek­ari skaða en orðinn er,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

____________________

Enn einu sinni biðla starfsmenn Fiskistofu til ráðherra um að lágmarka þann skaða sem hann hefur þegar valdið.

Ráðherra hefur þegar viðurkennt klúðrið og ætti því að gera eitthvað í því að leiðrétta málin.  En þess sjást engin merki.

En þetta mál er bara eitt af þeim málum sem halda þjóðfélaginu í uppnámi.

Landið er í reynd stjórnlaust.

Verklaus ríkisstjórn, óheiðarlegir ráðherrar rúnir trausti, sýna okkur svo ekki verður um villst að ástandið er grafalvarlegt.

En hversu lengi þolir land slíkt stjórnleysi ?

Það stefnir í að starfssemi í landinu stöðvist.

Fyrstu verkföll á almennum markaði hefjast á morgun með skærum.

Það er þjóðhættulegt að vera með ónýta ríkisstjórn og óhæfa ráðherra.

Kosningar eru það eina sem boðlegt er í stöðunni.

Núverandi stjórnvöld eru endanlega búin að missa öll tök á atburðarásinni.

 


mbl.is Forða starfsmönnum frá frekari skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstu kontóristalaun í heimi ?

Laun framkvæmdastjóra KEA hækkuðu um fimm miljónir króna á síðasta ári. Frá árinu 2012 hafa laun framkvæmdarstjórans hækkað um rúma sex og hálfa miljón á ári. Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var rúmir 5,3 miljarðar.

______________

Kea eru leifarnar af Kaupfélagi Eyfirðinga.

Lítill kontór, örfáir starfsmenn og slatti af aurum inni á bankabók.

Laun framkvæmdastjórans á þessu örsmáa kontór eru 24 milljónir á ári.

Dágóð laun fyrir kontórista.

Svo þegar skoðuð er hækkun síðustu tveggja ára verður maður bara kjaftstopp.

Veit ekki hvað stjórn þessarar bankabókar er að spá ?

Allavegana ekki mikið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband