Færsluflokkur: Bloggar

Réttlætissýn fjármálaráðherra, launamenn brjálaðir.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að það yrði að „skaðlausu“ að veita fjármálafyrirtækjum heimild til að greiða tvöfalt hærri bónusgreiðslur en núverandi reglur kveða á um og þær megi því vera allt að 50 prósent af föstum árslaunum starfsmann. Þá mætti einnig skoða að smærri fjármálafyrirtækjum yrði leyft aðgreiða hlutfallslega enn hærri kaupauka til starfsmanna, til dæmis 100 prósent af árslaunum

( kjarninn.is )

Fjármálaráðherra tekur að allt sem er hærra en 3,8% til launamanna með 200.000 á mánuði ógni stöðugleika.

Hann telur ekkert að því að semja við hálaunastéttir opinberra starfsmanna um miklu hærri upphæðir, allt að 25%.

Hann sér heldur ekkert að því að bankabónusar séu upp á hundruð þúsunda og jafnvel milljónir á ári.

Það er kannski ekkert undarlegt að almennir launamenn séu hreinlega brjálaðir.

 

 


Standa og falla með láglaunastefnunni.

„Við lét­um bóka það hjá Rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir hönd VR og Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna að við lít­um svo á að þess­ar viðræður séu ár­ang­urs­laus­ar,“ seg­ir Ólafía B. Rafns­dótt­ir, formaður VR, í sam­tali við mbl.is en viðræðum var slitið í dag í húsa­kynn­um embætt­is­ins. Hún seg­ir aðspurð mikið þurfa að koma til svo hægt verði að taka upp viðræður að nýju. Slit viðræðnanna þýði að lík­ur á verk­falli í lok maí hafi auk­ist mjög.

_______________

Það stefnir í óefni á Íslandi næstu vikur.

Tugir þúsunda launamanna eru á leið í verkfall Þau munu hefjast í lok þessarar viku hjá Starfsgreinasambandinu, BHM er í verkfalli að stórum hluta og nú hafa Flóabandalagið og VR bæst í þann stóra hóp sem slitið hefur viðræðum.

Mörg iðnaðarmannafélög eru í sömu stöðu.

Ef ekkert gerst munu flestar atvinnugreinar stöðvast og ferðamannabransinn mun hrynja.

Vafalaust fara að dynja á afbókanir í þúsundatali, ferðamenn mæta ekki til landa þar sem verkföll eru yfirvofandi.

SA haggast ekki frá 3,8% yfirlýsingum og ríkisstjórnin segist kannski koma að með innlegg ef þeim markmiðum verði haldið.

En staðan er einfaldlega sú að samninganefndir verkalýðsfélaganna hafa ekki nein umboð til að slá af þeim kröfugerðum sem fyrir liggja.

Staðreyndin er þar af leiðandi sú, að SA ætlar að standa og falla með láglaunastefnunni og verkalýðsfélögin ætla ekki að bjóða félögum sínum í annað sinn á rúmu ári, að axla einir ábyrgð á stöðugleikanum.

Sá pakki er búinn m.a. vegna vanefnda ríkisvaldsins vegna síðasta samnings.

Traustið hvarf milli stjórnvalda og launamanna þá.

Síðan hafa stjórnvöld samið við hálaunastéttir um miklu meiri hækkanir en nú eru í boði.  

Slíkt gengur auðvitað ekki.

Umræðan síðustu daga, sérstaklega hjá stjórnvöldum að verkföll séu af hinu illa og það læðist sá grunur að ýmsum að ríkisstjórnin hyggist setja lög á verkföll.

Hvaða afleiðingar slíkt hefði er ekki gott að segja fyrir.

Allavegana er nokkuð ljóst að gríðarlegt uppnám yrði í þjóðfélaginu og ef til vill gæti það leitt til þess að núverandi stjórnarflokkar yrðu bornir út úr stjórnarráðinu á svipaðan hátt og gerðist 2008.

En hvað öllu líður, það stefnir í mikil átök og uppnám á vinnumarkaði.

Sérkennilegt svona í kjölfar þess að fjölmiðlar upplýstu okkur í gær um að við værum næst-hamingjusamasta þjóð í heimi.

 

 


mbl.is Viðræðum VR og SA slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun menntamálaráðherra segja af sér ?

Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna Ránargötu 6a, íbúðarinnar sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist leigja af eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy.

________________

Menntamálaráðherra mætti að eigin frumkvæði og sagði þjóðinni frá vandræðum sínum og yfirvofandi gjaldþroti.

Alltaf sorglegt þegar einstaklingar lenda í vanda.

Gallinn við þennan gjörning ráðherrans er að annar fjölmiðill, Stundin var með þessar upplýsingar og styttist í birtingu.

Tilfinningin er því að ráðherrann hafi verið að reyna að redda því á síðustu stundu að hafa sagt frá vandræðum sínum og hefði útskýrt fyrir þjóðinni hvað var í gangi.

Vandi hans er hinsvegar sá að hann hafði augljóslega leynt upplýsingum þegar hann var spurður, ítrekað, um meint hagsmunatengsl sín við Orku Energy.

Þess vegna er vandi hans stór og trúverðugleiki hans hefur beðið hnekki.

Það er vont mál þegar stjórnmálamenn leyna upplýsingum og jafnvel segja ósatt.

Einn ráðherra hefur þegar sagt af sér vegna slíkra mála og spurningin er því, mun Illugi ekki þurfa að stíga þau hin sömu skref. ?

Fyrri ráðherrann strögglaði mánuðum saman og hafði verra af.

Ef til vill væri það eina sem gæti bjargað menntamálaráðherra að hann axlaði ábyrgð á mistökum sínum og segði af sér.

En mun hann gera það ?

Í ljósi sögunnar væri engum ráðherra sætt eftir svona mál í siðmenntuðum stjórnmálaríkjum.

En það er lítill vandi að sitja svona af sér á Íslandi.

Verður það ekki raunin í þessu máli ?

Ég held það.


Ráðherra í vafasamri stöðu.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi húsið sitt til stjórnarformanns Orku Energy vegna fjárhagserfiðleika skömmu eftir hrun, og leigir það af honum núna. Illugi segist vilja upplýsa um þetta þar sem hann vill að öll tengsl eigi að vera uppi á borðum.

___________________

Það er slæmt að Illugi Gunnarsson skuli hafa tapað miklum fjármunum í hruninu.

Það er slæmt fyrir almenning að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli vera í þerri stöðu að eiga allt undir hagsmunaaðila í atvinnulífinu.

Ferðalag Illuga með Orku Energy til útlanda lyktar af því að fyrirtækið ætli að nýta sér velvild ráðherrans í framhaldinu.

Kannski ekki enn....

Stjórnarformaðurinn á mikið inni hjá ráðherranum og hvort sem það er til þess fallið að hann fái greitt í fríðu er aukaatriði.

Staða ráðherrans er afar óheppileg og mundi áreiðanlega ekki vera liðin í alvöru lýðræðisríki.


Steindauð ríkisstjórn - aðgerðarleysi og ræfildómur.

2015 stubit cowsLandshlutasamtök sveitarfélaganna hafa áhyggjur af því að ekki sé veitt meira fjármagni í samgöngur í áætlun fyrir árin 2014-2018 en raun ber vitni. Innanríkisráðherra lagði áætlunina fram á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.

_________________

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er ríkisstjórn aðgerðarleysis og vesaldóms.

Eins og sjá má í skilaboðum frá Landshlutasamtökum sveitarfélaganna þá hafa allir af þessu miklar áhyggjur.

Ríkisstjórnin skilar auðu í samgöngumálum og ætlar ekki að veita neinu fé til samgöngubóta á landinu næstu þrjú ár.

Þessi ríkisstjórn er ekki bara aðgerðalaus og vesæl þegar kemur að landsbyggðinni, hún er hreinlega stórhættuleg.

Það er eingöngu allt í frosti hjá ríkisstjórninni, heldur fær verkstjórn og hæfni ráðherranna falleinkun í hverju málinu á fætur öðru.

Þetta er aumasta ríkisstjórn á lýðveldistímanum, eða í það minnsta í hópi þeirra fimm aumustu.


Skítt með þjóðarhag - buddan mín blívur.

 

  2015 þjóðarhagur

 

 

 

 

  Þessi mynd er lýsandi fyrir þá forgangsröðun sem hagsmunagæsluflokkanir vinna eftir.

 Skítt með þjóðarhag - íhaldsflokkarnir sjá um sína á kostnað samneyslu þjóðarinnar.

Það verður því miður að viðurkennast að núverandi stjórnarflokkar vinna ekki með hagmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Ekki nóg með að þeir hafi afhent góðvinum sína auðlindirnar heldur sleppa þeir þeim við að greiða sanngjarna leigu fyrir notkun þeirra.

Það er í reynd óskiljanlegt að almennir kjósendur skuli láta sér koma til hugar að kjósa flokka sem eru svona augljóslega ofurseldir spillingu og fyrirgreiðslu.

En af einhverju ástæðum eru íslendingar tilbúnir að afhenda Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki völdin aftur og aftur þrátt fyrir að þeir viti hvað það þýðir.

Vistarbandið er seigt..


Núll og nix.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið ástæða til að halda samráðsfundi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar um afnám gjaldeyrishafta vegna þess að upplýsingum þaðan hafi verið lekið í fjölmiðla. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar urðu æfir við þessar ásakanir og kröfðust þess að Sigmundur Davíð yrði víttur af þingforseta.

_______________

Ég held að fæstum dyljist það síðustu daga af forsætisráðherra er fullkomlega getulaus og óhæfur til þeirra verka sem hann er kosinn og síðan valinn til.

Hver fáránleikauppákoman af annarri á sér stað og flestir eru hreinlega orðlausir af undrun.

Allskonar fullyrðingar um þetta og hitt sem á sér enga stoð í veruleikanum hafa dunið á þjóðinni síðustu daga og vikur.

Hvert málið á fætur öðru er að daga uppi á þinginu og augljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ráða ekki við að ljúka málum.

Verkstjórnin er engin.

Misvísandi upplýsingar streyma frá forsætis annarsvegar og fjármála hinsvegar.

Síðast voru þeir ekki sammála um hvort verið væri að afnema verðtryggingu eða ekki.

Nú poppar forsætisráðherra upp með það á þinginu að hann vilji ekki hafa samráð við stjórnarandstöðuna við vinnu við afnám gjaldeyrishafta. Hópur um það hefur ekki verið kallaður saman.

Ástæðan sem SDG gefur upp að stjórnarandstöðunni sé ekki treystandi.

Líklegra er nú samt í ljósi tveggja ára sögu að SDG vill ekki að stjórnarandstaðan sjái hina raunverulegu stöðu þess máls.

Vafalaust fjarri þeim staðreyndum sem hann hefur verið að bera á borð síðustu tvö ár þar sem þetta mál er að leysast næstu daga.

Það er eiginlega hrollvekja að þetta furðuleikrit eigi eftir að halda áfram næstu tvö árin.


SDG og BB ekki í sömu ríkisstjórn.

Ekki stendur til að afnema verðtrygginguna heldur lengja lágmarkstíma verðtryggðra lána og stytta hámarkstíma þeirra. Unnið er að frumvarpi um verðtryggingu í fjármálaráðuneytinu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Vinna fjármálaráðuneytis við afnám verðtryggingar gengur vel

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

_______________

Spurning dagsins er því.

Eru þessir ráðherrar í sömu ríkisstjórn ?

Svo ekki, enda eru skilaboð þeirra oft misvísandi.

En samkvæmt þessu stendur ekki til að standa við kosningaloforð Framsóknar um afnám verðtryggingar og kemur svo sem ekki á óvart.

Verst að SDG veit það ekki, eða er vísvitandi að segja okkur ósatt.


Fátæktar og láglaunastefna er lykillinn að stöðugleika ( BB )

Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, skortir skilning á því að kröfur launþegahreyfingarinnar beinast gegn misskiptingunni í þjóðfélaginu. Almenningi er nóg boðið og sættir sig ekki lengur við að fámennir hópar geti, með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, sótt sér kjarabætur sem engum öðrum hefur staðið til boða.

_________________

Það er svolítið hrollvekjandi að hlusta á fjármálaráðherra.

Svona samandregið.

Ég ætla ekki að kasta stöðugleikanum á bálið segir ráðherrann.

Umræddan stöðugleika á síðan að bera uppi með lágum launum, nánast engum hækkunum til venjulegra launamanna.

Áður hefur sá hinn sami fjármálaráðherra samið við valdar stéttir um miklu hærri kjarabætur.

Í þessu er ekkert samhengi og það er hreinlega skoðun ráðherrans að ójöfnuður og mismunum sé réttlætanlegt til að halda " stöðugleika "

Og svona rétt utan rammans sjáum við sama ráðherra vera hluta af ríkisstjórn sem ætlar að færa völdum útgerðarmönnum tugi eða hundruð milljarða í viðbótarkvótum í makríl.

Allir þekkja síðan gjafir hans til þeirra ríkustu í gengum skattabreytingar svona rétt í sama mund og hækkaður er vsk á matvæli og nauðsynjavörur.

Er það virkilega svo að hægt sé að vera svo blindur að sjá ekki misræmið og óréttlætið í þessum fullyrðingum og skoðunum ?


Fúskinu stungið undir stól.

Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós

_______________

Þessa dagana eru stjórnaliðar önnum kafnir við að stinga fúskinu undir stól.

Eins og allir vita er ráðherradómur eitt fárra starfa í dag sem hvorki eru gerðar hæfnis eða menntakröfur.

Það hefur sannarlega sýnt sig að ráðherrum þessarar ríkisstjórnar eru gróflega mislagðar hendur.

Og þrátt fyrir að þeir séu ítrekað varaðir við þá taka þeir ekki leiðbeiningum eða umsögnum fagmanna.

Þau tvö mál sem hafa farið undir stólinn góða er Fiskistofumál sjávarútvegsráðherra ( og forsætisráðherra ) og náttúrpassi ferðamálaráðherra.

Bæði þessi mál hafa á sér yfirbragð fúsks og óvandaðra vinnubragða.

Bæði þessi mál hafa tekið mikla orku og valdið miklum deilum.

Og það sem verra er með Fiskistofumálið, eyðilagt heila stofnun og sett líf fjölda starfsmanna og fjölskyldna þeirra í uppnám.

Slíkt er ófyrirgefanlegt og til skammar fyrir þá ráðherra sem á því bera ábyrgð.

Náttúrupassamálið er frekar grátlegt klúður og fúsk og dæmi um mál þar sem ráðherra veður út í kviksyndið þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir.

En eins og áður sagði, búið að stinga þessum málum undir stól og nú vona ráðherrarnir sem að þeim stóðu að þau sofni bara í rólegheitunum og allir gleymi því hvað þeir voru ófaglegir og óskynsamir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband