Tveggja ára átök við ríkisstjórn Íslands.

Fé­lags­menn í VR, aðild­ar­fé­lög­um Lands­sam­bands ísl. verzl­un­ar­manna og Flóa­banda­lags­ins, þ.e. Efl­ing­ar, Hlíf­ar og VSFK, hafa verið samn­ings­laus­ir í tvo mánuði og hafa fé­lög­in nú boðað til at­kvæðagreiðslu um verk­föll á fé­lags­svæðum sín­um. Verði verk­föll samþykkt hefjast aðgerðir fimmtu­dag­inn 28. maí.

___________________

Nú eru að verða tvö ár síðan ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum.

Þessi ríkisstjórn styðst við stóran þingmeirihluta og enginn efast um flokksagann í þeim flokkum sem mynda ríkisstjórnina. 

Það hefði því mátt að reikna með kyrrlátu og markvissu kjörtímabili, þar sem ríkisstjórn þessi gæti komið áfram stórum málum sem biðu.

En vonbrigði þeirra sem kusu íhaldsflokkana eru mikil og fylgið hefur hrunið af ríkisstjórninni. Byrjaði með góðan helming landsmanna í sínu liði en nú er traust til þeirrar sömu stjórnar komið í 30%.  70% landsmanna treysta þeim ekki.

En af hverju er það ?

Ástæður þess eru augljósar. Þessi ríkisstjórn hefur brugðist á flestum sviðum. Í stað þess að koma á friði í þjóðfélaginu hefur allt logað í ílldeilum og ráðherraflóran hefur staðið fyrir hverjum stórskandalnum á fætur öðrum.

Allir vita að ríkisstjórnin er fyrst og fremst hagsmunagæsluhópur fyrir ríka og stórfyrirtæki.

Það er hópurinn sem fær sérstaka meðhöndlun þar sem fjármunum úr ríkisskassanum er beint í veski þeirra.

Hinn almenni pöpull fær enga þjónustu, skattar hækkaðir og sjúklingagjöld hækkuð.

Hin svokallaða skuldaleiðrétting tekin úr veski launamanna með vinstri hendinni og réttur fáeinum með þeirri hægri.

Kosningaloforð þessarar ríkisstjórnar gengu úr gildi daginn eftir kjördag og ekki á dagskrá að endurnýja þau. Ef um þau er spurt svara stjórnarherrarnir með hroka og yfirlæti.

Engum dylst vanhæfi og getuleysi forsætisráðherra og flestra ráðherranna.

Landsmenn eru orðnir dauðþreyttir á þessu tveggja ára valdatímabili svikastjórnarinnar og ekki undarlegt.  

Það er þreytandi að horfa á svona átök árum saman. 

Varla er hægt að nefna nokkuð mál sem kalla mætti jákvætt í störfum þessarar stjórnar, nema þá fyrir góðvini þeirra í forgangshópunum.

Nú keyrir um þverbak og stefnir í að þjóðfélagið lamist seinni hluta þessa mánaðar.

Getu og ráðaleysi skein út úr pirruðum forsætisráðherra á Alþingi í gær, rétt áður en hann fór og fékk sér perutertuna.

Það er hrollvekjandi að hugsa til þess að þetta ástand eigi eftir að standa í tvö ár enn......

Kannski.


mbl.is Allsherjarverkfall 6. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt í hug í framhaldinu eftir að hafa lesið ágætan pistil þinn sem oftar, Jón Ingi. Hitti nefnilega í dag óvænt lögfræðing, sem ég þekki reyndar lítið, en hefur víst einhverja þekkingu á Evrópurétti að því hann sagði. Í tal barst m.a. makrílkvótinn, sem rætt hefur verið um að úthluta til sérgæðinga stjórnarflokkanna. Ég vildi halda því fram eins og fleiri að það væri rétt að bjóða hann upp og allir sem vildu gætu boðið í hann. "Tja, þú segir það." sagði viðmælandinn. " Nú gleymir þú því, að stjórnin og þjóðin er bundin af samningnum um EES og skv. honum yrði slíkt útboð að fara fram þannig að allir, búsettir á EES-svæðinu, hefðu jafnan rétt til að bjóða í slík verðmæti. En þá kemur að því, að Evrópusambandið viðurkennir ekki að þessi kvóti sé til eða heimill íslendingum. Þar af leiðir að stjórnin væri í enn verri málum en hún er þegar gagnvart samskiptum við nágrannaþjóðirnar um skiptingu veiðiheimilda í makríl og því eins víst að menn yrðu að bakka út úr því að úthluta makrílkvóta yfirleitt til að eiga ekki á hættu alvarleg vandamál í samskiptum við ESB. Þarna kemur berlega í ljós að þessum aulum hefði verið nær að reyna ekki að stinga Færeyinga í bakið í makrílmálunum".

Berserkr (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband