Færsluflokkur: Bloggar

Óhæf ríkisstjórn með landið í gíslingu.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru for­viða yfir þeirri til­kynn­ingu þar sem þeir höfðu ekki heyrt af sam­komu­lag­inu og til­lag­an hafði ekki verið lögð form­lega fram. Gagn­rýndu stjórn­ar­and­stæðing­ar for­sæt­is­ráðherra og kröfðust þess af for­seta Alþing­is að hann tæki málið af dag­skrá enda væri ekki leng­ur ljóst hvaða til­lögu stæði nú til að ræða. Gerðu þeir lítið úr boði for­sæt­is­ráðherra um sátta­fund eft­ir umræðuna enda væri um síðari umræðu máls­ins að ræða.

________________

Það er orðið forgangsverkefni að koma þessari óhæfu ríkissstjórn frá völdum.

Hún heldur landinu hreinlega í gíslingu með óvönduðum vinnubrögðum, heimskulegum áherslum og getuleysi.

Ráðherrarnir gera sig seka um hver stórmistökin af öðrum og áherslur þingflokkanna vekja furðu.

Ástandið er hreinlega að verða skelfilegt og enn skelfilegra er að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar skilja ekki stöðuna.

Þeir horfa sljóum augum út í tómið og hafast ekki að.

Forsætisráðherra ætti að fara líta alvarlega í eigin barm.

En hvað sem öðru líður, þinginu er haldið í uppnámi með meðvituðum hætti og ábyrgð slíkra stjórnarherra er mikil.

Það er vafalaust vilji 70 % þjóðarinnar að þeir skili lyklum og fari í margra ára frí.

Svona gengur þetta ekki.


mbl.is Funda vegna rammaáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíkurnar á Íslandi.

Í áratugi hafa sérhagsmunaklíkur ráðið lögum og lofum á Íslandi.

Aðferðir þeirra eru margvíslegar en hafa alltaf miðað að því að skara eld að eigin köku á kostnað þjóðarinnar.

Þetta hefur ekkert breyst en stundum hefur dregið úr áhrifamættinum, aðallega þegar Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn eru utan stjórnar saman.

Þessi sérhagsmunavarsla hefur blossað upp síðustu tvö árin sem aldrei fyrr og þessar klíkur hika ekki við að vinna með þessum hætti þó flestir sjái hvað um er að vera.

Eitt af stóru málunum sem sérhagsmunaklíkur hafa sett mikið púður í að eyðileggja er staða Íslands á alþjóðavettvangi.

Það hræðilegasta sem getur gerst er að regluverk siðaðra þjóða gæti skemmt fyrir þeim hagmuni og dregið úr aurnum sem loppan nær að skafa til sín.

Aðferðafræðin er öllum ljós.

Lágt settur afgreiðslumaður er settur í stjórnmálaflokk til að vera þar nytsamt verkfæri þegar hentar.

Þessi leppur hagsmunaaðila er síðan dubbaður upp til æðsta embættis þrátt fyrir augljósan skort á hæfileikum og getu til að vera þar.

Enda er þessum lepp sérhagsmuna ætlað það eitt að koma í veg fyrir að eitthvað þróist eða gerist á Íslandi sem skaðað gæti hagsmuni klíkunnar.

Allt er undir að klíkurnar haldi sínu og þær geti haldið áfram sínum gróðaleik á kostnað þjóðarinnar.

Engar leikreglur eru hafðar í heiðri og fyrir málstaðinn er Alþingi hunsað og lýðræðið svívirt.

Svona dæmi má sjá á hverju kjörtímabili þar sem sérhagsmunaflokkarnir vinna saman enda er þetta þeirra sérstaka sameiginlega áhugamál.

Kannski þróast stjórnmál á Íslandi frá þessum ljóta leik og almennir íbúar þessa lands hætta að vera leikföng og fórnarlömb klíkuvæðingarinnar.

Vonandi kemur að því að kjósendur muni eftir því hvað bíður þeirra þegar klíkuflokkarnir ná völdum.


Örstutt hugleiðing um seðlabankastjóra.

Aðeins að hugsa.

Seðlabankastjóri í málaferlum.

Er það ekki áreiðanlega sami seðlabankastjóri, sem sér landið sporðreisast við óbilgjörnum kröfum láglaunafólks og þeirra sem vilja sjá 300.000 krónu lágmarkslaun í landinu eftir þrjú ár.

Hann vildi 300 kall í hækkun á mánuði fyrir sjálfan sig eða eitthvað nærri því ? Síðan eru fjögur ár.

Það er ekki sama Jón og hann séra Jón þegar horft er á málin, svo ekki sé talað um eigin hagsmuni.


Sjálfstæðisflokkurinn að rifna á öllum saumum.

Áhrifamenn í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins ræða sín á milli um stofnun frjálslynds hægri flokks og kasta jafnvel fram þeirri hugmynd að ungir sjálfstæðismenn kljúfi sig úr Sjálfstæðisflokknum

______________

Á mínum yngri árum var Sjálfstæðisflokkurinn næstum alltaf um eða yfir 40%.

Það voru kallaðar hamfarir ef hann datt niður í eða undir 35%.

Núna er hann að lafa í 25% á góðum degi.

Í þessum bút sem eftir er grasserar klofningsumræða enda eru allir frjálslyndir hægri menn búnir að fá nóg af afturhaldinu og sérgæskunni sem einkennir þennan fyrirgreiðsluflokk hinna ríku.

Það eru hópar fólks sem ekki sætta sig við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrst og fremst hagsmunagæsluflokkur fyrir ríka fólkið, útgerðina og stóriðjuna.

Þannig er flokkurinn undir stjórn BB.

Nú tala alþjóðasinnaðir hægri menn um að stofna Viðreisn, flokk sem leggur áherslu á frjálslyndi og að vera alþjóðasinnaður.

Nú vilja ungliðar flokksins fara sömu leið, búnir að fá nóg af fortíðarhyggju og afturhaldi flokksins.

Þeir vilja ekki flokk sem er eins og steinrunnið framhald af Framsóknarflokknum.

Hætt er við að fyrrum meistarinn undir Svörtuloftum gráti hástöfum við skrifborð útgerðamannanna í Hádegismóum.

Gæti það verið að innan tveggja ára verði BB formaður í 10% íhaldsflokki ?


Ruglið á Alþingi nær nýjum hæðum.

Til­laga þriggja þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að taka ramm­a­áætl­un út af dag­skrá Alþing­is í dag var felld í at­kvæðagreiðslu nú fyr­ir stundu. Stjórn­ar­and­stæðing­ar töluðu um vald­beit­ingu og líktu breyt­inga­til­lög­um við ramm­a­áætl­un við það að virkja ætti Gull­foss.

_______________

Alþingi er í reynd stjórnlaust.

Engin verkstjórn, mikilvæg mál eru frosin í nefndum og ljóst að flest þeirra munu ekki verða afgreidd á þessu þingi.

Forseti þingsins naut nokkurrar virðingar í vetur og þótti hafa nokkuð góða stjórn á þinginu hvað varðaði almennar áherslur.

Nú bregst hann.

Í reynd bara verkfæri í vondum áformum ríkisstjórnarinnar.

Að mál komi ekki og séu illa unnin er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

En í dag hefur ruglið tekið endalega yfir og stjórnarmeirihlutanum virðist fyrirmunað að gera nokkuð rétt.

Að henda rammanum inn á þingið með þessum hætti í þinglok með þeir breytingum sem gerðar eru má kalla hreina fíflsku.

Það er ljóst að störf þingins verða í fullkomu uppnámi og það er ekki nokkur leið að ásaka stjórnarmeirihlutann fyrir skynsemi.

Eins og það er gjarnan orðað..... Alþingi er í ruglinu.

 

 

 


mbl.is Ramminn ekki af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálasnillingarnir BB og SDG að drepa ríkissjóð.

Sam­kvæmt greiðslu­upp­gjöri rík­is­sjóðs fyr­ir janú­ar og fe­brú­ar 2015 versnaði hand­bært fé frá rekstri versnaði veru­lega milli ára og var nei­kvætt um tæpa 48,2 millj­arða króna

____________________

Fjármálasnilld núverandi ríkisstjórnar sést í uppgjörstölum ríkissjóðs.

Handbært fé er meira en 50 milljörðum slakara en í fyrra á sama tíma.

Það tekur í ríkissjóð að fóðra sérstaka vini ríkisstjórnarinnar með skattfé landsmanna.

Þetta þætti döpur frammistaða í almennum fyrirtækjarekstri og hætt við að forstjórninn væri látinn taka pokann sinn.

Ekki afleit hugmynd hérna líka.

 


mbl.is Versnaði vegna leiðréttingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi velur innvígða og fylgispaka flokkshesta.

Eyþór Arn­alds er formaður starfs­hóps­ins. Aðrir í hópn­um eru þau Guðrún Ögmunds­dótt­ir, starfsmaður í fjár­málaráðuneyt­inu og Svan­björn Thorodd­sen ráðgjafi.

____________

Illuga menntamálaráherra rétt lýst.

Ætlar að fá pantaða niðurstöðu og þess vegna er best að velja fylgispaka og innvígða flokkshesta til að stjórna þessari úttekt.

Væri nú ekki trúverðugra að vera faglegur og velja betur ?


mbl.is Eyþór greinir rekstur RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin styrkir fátæka fólkið...að vali ríkisstjórnarinnar.

2015 makrílkvótinn

 

 

Áhugaverður listi. Hér eru þeir sem þjóðin ætlar að styrkja

( að vali ríkisstjórnarinnar )

Miskunsami samherjinn uppsker tæpa 10 milljarða.

Guðmundur v-lausi helming þess.

Vestmannaeyjar fá sinn skammt enda flokkshollir Sjálfstæðismenn þar í útgerð.

Hvalafangarinn mikli fær klípu.

  Nú ætti þjóðin að fagna, leiðtogar hennar ætlar að styrkja fátæka útgerðafólkið og við óbreyttir leggjum okkar af mörkum með að gefa okkar hlut af þjóðarauðlindinni.


Ríkisstjórnin skotin í kaf ?

Útgönguskattur kemur varla til greina sem tæki til að losa fjármagnshöftin fyrr en aflandskrónuvandinn hefur veruð leystur og útgreiðslur úr slitabúum lokið, að mati hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar. Nú stendur yfir blaðamannafundur þar sem þeir kynna skýrslu sem þeir unnu fyrir slitastjórn Glitnis.

____________

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar þóttust komnir með lausn allra lausna á losun fjármagnshafta.

Auðvitað koma síðan allt önnur skilaboð frá hagsmunaaðilum og ljóst að ekkert samkomulag verður um lausnir í þessum málum.

Það eru allt önnur sjónarmið og niðurstöður sem sérfræðingar slitastjórnar Glitnis kynna í nýrri skýrslu.

Það er því ljóst eins og marga grunaði að ekki væri eins einföld leið að niðurstöðu og lausn fjármagnshafta eins og leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa talað um og fyrir.

Að mati sérfræðinga slitastjórnarinnar hjá Glitni kemur ekki til greina að leggja á útgönguskatt fyrr en útgreiðslum úr slitabúum er lokið.

Að mati ríkisstjórnarinnar er aftur á móti lykilatriði að leggja á þennan skatt sem lausn allra lausna í losun fjármagnshafta.

Líklega er ekki hægt að vera meira ósammála og greinilega langt í að nokkuð mjakist til lausna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband