Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2015 | 18:29
Marteinn Mosdal og ríkisskólinn.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir koma til greina að ríkið veiti einum tónskóla á höfuðborgarsvæðinu fjármuni til að bjóða upp á tónlistarnám á framhaldsskólastigi.
______________
Nú er menntamálaráðherra nýkominn úr framhaldsskólaleiðangri þar sem hann var rekinn til baka með galnar sameiningarhugmyndir án nokkurs samráðs.
Nú er hann mættur í gerfi Marteins Mosdals og boðar einn stóran og sterkan ríkistónlistarskóla fyrir nema í framhaldsnámi í tónlist.
Fyrir algjöra slembilukku sér hann fyrir sér að þessi tónlistarskóli Marteins verði staðsettur í 101 Reykjavík.
Það er svolítið merkilegt að sjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins mæta aftur og aftur með ríkisvæðingarhugmyndir sem frekar mætti kenna við sovét en hægri stefnu.
En lengi von á einum hjá Illuga.
Það er nú frekar ólíklegt að ráðherrann keyri þessar hugmyndir alla leið, hætt við að andstaðan verði meira en svo.
Hugmyndin er í besta falli fjarstæðukennd ef ekki heimskuleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2015 | 13:04
Forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins.
_________________
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið sér það hlutverk að forgangsraða á Íslandi.
Það geta ekki ALLIR fengið kjarabætur endalaust segir Bjarni Ben.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að forgangsraða að þær fái læknar og framhaldsskólakennarar en ekki hjúkrunarfræðingar og félagar innan BHM.
Svo eru það lyfin.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ákveða að bara sumir fái nauðsynleg lyf, fyrstu 30 sjúklingar fá sem dæmi sérstakt lyf, sem vinnur gegn blindu, en sjúklingur númer 31 ekki.
Ætli sú staðreynd haldi ekki vöku fyrir heilbrigðisráðherra eða er honum slétt sama, það er FLOKKURINN sem forgangsraðar.
Eins gæti farið með ákveðin krabbameinslyf þótt læknar reyni að stinga við fótum.
Það er munur að hafa hér FLOKK sem forgangsraðar lífins gæðum og heilsu fólks allt eftir geðþótta og peningum.
Það eru tvær þjóðir í þessu landi í augum Sjálfstæðisflokksins, það eru þeir sem njóta forgangsröðunar FLOKKSINS og þeir sem ekki njóta náðar.
Það er síðan margbúið að ræða hvernig flokkurinn færir fjármuni þjóðarinnar til þeirra ríku, þetta er ábót á þá fínu stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2015 | 10:09
Höskuldur og Framsókn fá spark frá Sjálfstæðisflokknum.
______
Vanhugsuð tillaga Höskuldar Þórhallsonar um að taka skipulagsvald að sveitarfélögum er andvana fædd.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að vera með í skógarferð Framsóknar.
Má eiginlega segja að Sjálfstæðimenn gefi Framsókn drag í afturendan.
En gott er að þessi tillaga verði grafinn því hún er vanhugsuð, gagnslaus og óþarfi í þeirri stöðu sem uppi er.
Eiginlega furðulegt hversu margir Framsóknarmenn voru tilbúnir að ráðast gegn sveitarfélögum og sjálfsákvörðunarrétti þeirra í skipulagsmálum.
Voru það ekki einir 12 þingmenn flokksins sem fluttu þetta með Höskuldi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2015 | 12:44
Skilaboð til ríkisstjórnar og Alþingis - þið eruð ónýtir.
Hún segir að fólk hafi fengið nóg af því að geta ekki haft áhrif á samfélagið eftir að þingmenn hafa tekið sæti á þingi. Almennt séð hefur fólk bara fengið nóg á að geta ekkert gert þegar fólk lýgur sig inn á þing og vill að það sé hlustað á það. Ég skynja það þegar ég fylgist með því sem fólk er að segja, fólk vill gjörbreytingu á samfélaginu, að kerfið verði skilvirkara og að grunnstoðirnar séu lagaðar og að við losnum við spillinguna. Að við fáum þetta nýja Ísland sem var svo mikið ákall eftir í kjölfar hrunsins.
__________
Kjósendur á Íslandi eru búnir að fá nóg.
Þeir eru tilbúnir að segjast ætla að kjósa flokk sem hefur hvorki sýnt frambjóðendur eða stefnumál nema að litlu leiti.
Gömlu flokkarnir og meira að segja þeir nýju fá gula og rauða spjaldið.
Það er ekki hægt annað en skilja þessi sjónarmið eftir að hafa horft og hlustað á Alþingi og ríkisstjórn síðustu mánuði.
Þetta er hreinn skrípaleikur sem kjósendur horfa á alla daga og landið er stjórnlaust.
Ríkisstjórnin vinnur fyrir fjármagnseigundur og hina ríku, vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur og stjórnsýslan ónýt.
Verkstjórnin í molum og stjórnarandstaðan virkar eins og leiðilegi strákurinn í hverfinu, nöldrandi og þreytandi.
Þriðjungur landsmanna er tilbúinn að kjósa Pírata og líklega myndu gera það þó Andrés önd, Gosi og Mjallvít væru í efstu sætum á framboðslistum.
Traust til hefbundinna flokka og stjórmálamanna er horfið.
Nú hafa " gömlu " stjórnmálaöflin 16-23 mánuði til sýna kjósendum að þeir eru ekki jafn ónýtir og sýnist.
![]() |
Hverjum getum við treyst? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2015 | 08:12
Ónýtir stjórnarþingmenn í NA kjördæmi ?
Ekki er gert ráð fyrir nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli í samgönguáætlun til ársins 2018 sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra hefur lagt fyrir þingið. Eru þetta nokkur tíðindi þar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins sem og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sögðu á síðasta ári mikilvægt að ljúka við gerð flughlaðsins sem fyrst.
_______________
Það er ljóst að stjórnarþingmenn í NA kjördæmi hafa engan slagkraft.
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð, heilbrigðisráðherra Kristján Þór, og formaður samgöngunefndar Höskuldur Þórhallsson, hafa greinilega engan slagkraft innan stjórnarflokkanna.
Allir hafa þeir lýst því sem forgangsmáli að fá fjármuni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli en árangur þeirra er enginn.
Reynt var að ná í Höskuld formann samgöngunefndar, en undarlegt, það tókst ekki. Líklega langar hann ekkert að ræða þessa forgangsröðun nefndarinnar.
En sú staðreynd blasir við öllum, stjórnarþingmenn NA kjördæmis hafa ekki slagkraft innan stjórnarflokkanna til að mjaka þessu forgangsmáli áfram.
Það mun því ekkert gerast í flugvallarmálum á Akureyri meðan þessir flokkar eru við völd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2015 | 17:57
Skref inn í umhverfi þróaðra menningarríkja.
_________________
Hvernig lögreglu var sigað á friðsama mótmælendur í Gálgahraun var sorglegur atburður.
Ég get ekki ímyndað mér að öllum þeim tugum lögreglumanna, sem var sigað á fólkið samkvæmt skipun einhverra ótilgreindra hagsmunaaðila, hafi líkað þetta vel.
Þessi dómur Hæstaréttar sem breytir dómi undirréttar er gott dæmi þess að gæta skuli hófs þegar um friðsöm mótmæli er að ræða.
Stundum hefur maður undrast þá hörku sem sýnd er, góð dæmi eru mörg atvik þegar mótmælendur reyndu að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Þau mótmæli voru illa séð af yfirvöldum og ráðamönnum og lögregla sýndi ótrúlega hörku á stundum.
En vonandi verða friðsamir mótmælendur og náttúrunnendur látnir í friði við FRIÐSÖM mótmæli á Íslandi í framtíðinni.
Við viljum ekki hafa á okkur ásýnd lögregluríkis, síst af öllu friðsamir lögreglumenn.
![]() |
Tónn sleginn fyrir náttúruvernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2015 | 14:39
Ráðgátan í Stjórnarráðinu.
Gunnar Smári skrifar pistil í Fréttatímann.
Umfjöllunarefni er hin dularfulla hegðun forsætisráðherra.
Ekki undarlegt að um það sé skrifað, fæstir botna hvorki upp né niður í því á hvaða ferðalagi ráðherrann er þessa dagana.
Löngum var honum lagið að þvæla út og suður en að undanförnu hefur það magnast verulega.
Kannski skilur samstarfsflokkurinn málið.
Lesning Gunnars Smára er góð samatekt á ástandinu.
Hann kemst að sömu niðurstöðu og svo margir.
Forsætisráðherra Íslands er staddur í allt öðru borði í tölvuleiknum ÍSLAND, en allir hinir.
Við sjáum einfaldlega ekki það sama og hann.
Þess vegna eigum við bara að anda rólega, við munum komast í þetta sama borð þegar við höfum náð hinum upphafna sannleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2015 | 13:20
Eru þeir í sömu ríkisstjórn ?
_____________
Ekki undarlegt að landsmenn séu ruglaðir í ríminu.
Forustusauðir ríkisstjórnarinnar tala út og suður.
Simmi hótaði skattahækknum í viðtölum um helgina.
Nú slær BB á slíkar hugleiðingar.
Eru þessir tveir ekki í sömu ríkisstjórn ?
En þetta er svo sem ekki í fyrsta tilfellið þar sem ekkert er gert með ummæli forsætisráðherra.
Hann er svona eins og súkkulaði í þessari stjórn, enginn gerir neitt með það sem hann segir á þeim bænum.
![]() |
Við verðum að fara að ljúka þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2015 | 17:22
Er Fallorka á leið í skítabissness ?
Þýska fyrirtækið EAB New Energy hefur undanfarna mánuði átt í viðræðum við sveitarfélög og fleiri hér á landi um uppbyggingu vindorkugarða. Formlegar viðræður eru hafnar við þrjú sveitarfélög; Norðurþing, Grindavíkurbæ og Rangárþing ytra og undirrituð hefur verið viljayfirlýsing við síðastnefnda sveitarfélagið. Í gær var svo undirrituð viljayfirlýsing við Fallorku um vindorkugarð í Eyjafirði.
Eins og allir vita eru margar þjóðir farnar að spyrna við fótum þegar kemur að orkuöflun með vindmyllum sem skaga tugi metra upp í loftið.
Af þeim er mikil hljóð og sjónmengun og því hafa meira að segja Bretar farnir að gera fyrirvara við slíkt.
Eins og margir muna seldi Fallorka stjórmálamönnum á Akureyri þá hugmynd að það væri frábært að reisa virkjun á tilvonandi friðlandi á Glerárdal.
En virðist mér að Fallorka, sem er dótturfyrirtæki Norðurorku, sé að fiska í gruggugu vatni og hugleiða svona vindorkugarð í Eyjafirði.
Það þarf ekki mjög auðugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér slíkt skrímsli í þröngum firðinum.
50-100 metra há möstur með háværum hvin inni á milli fjalla í Eyjafirði.
Stundum finnst mér skorta á heilbrigða hugsun þegar kemur að orkufyrirtækum og gróðasjónarmiðum þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2015 | 11:47
Stefna stjórnvalda veldur deilum og ágreiningi.
________________
Ríkissáttasemjari hitti naglann á höfðuðið þegar hann á hógværan en skýran hátt lýsti sinni sýn á ástandið í landinu.
Þjóðfélagið logar í deilum, ástandið á Alþingi er hörmulegt og trúnaðarbresturinn algjör hvert sem litið er.
Ábyrgðin er að miklu leiti hjá þeim sem ráða, ríkisstjórninni og ríkisstjórnarflokkunum.
Traust til þeirra er hrunið til grunna og heiðarleiki stjórnarherranna er við frostmark samkvæmt könnunum.
Þetta má sannarlega til sannsvegar færa, frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum hefur stjórnarstefnan gengið út á að hygla þeim ríku á kostnað samneyslu og þjóðar.
Milljarðatugum er beint inn á reikninga útgerðarmanna og þeirra sem mestan auðinn eiga.
Slík stjórnarstefna leiðir af sér misrétti og eyðir trausti.
Þessi ríkisstjórn er búin að vera.
Þingflokkar stjórnarflokkanna eru viljalaus verkfæri, sem keyra veg blindunnar með formönnum sínum.
Skilaboð til formanna stjórnarflokkanna úr Hádegismóum vekja athygli, kannski sýnir hver ræður.
Það er áhugavert að heyra embættismann ríkisins segja þetta allt saman undir rós.
En það er líklega borin von að stjórnarherrarnir átti sig á því að þeir eru löngu búnir að fá ákveðin skilaboð frá þjóðinni um að víkja.
Þeir sem bera mestu ábyrgðina á trúnaðarbresti í þjóðfélaginu verða að átta sig á að friður skapast ekki meðan þeir viðhalda hrokafullri misbeitingu valds.
Það verður að kjósa nýja forustu fyrir Ísland, sú gamla er handónýt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar