Færsluflokkur: Bloggar

Misskiptingin á Íslandi komin til að vera ?

For­ystu­menn VR, Efl­ing­ar og BHM segja að ekki verði lengra haldið í kjaraviðræðunum nema að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og ríkið setji hug­mynd­ir um breytt fyr­ir­komu­lag vinnu­tíma og launa til hliðar.

______________

Kjaraviðræður í landinu eru í hnút og engar lausnir sjáanlegar.

Orðræða undanfarna daga vekur upp spurningar sem fáir virðast kunna svör við.

Þjóðartekjur á mann á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast í heiminum.

Arður til margra fyrirtækja og stofnana telur í milljarðatugum.

Þrátt fyrir þetta segja sumir stjórnmálamenn, Seðlabankinn, AGS og fleir spekingar að laun geti ekki hækkað hér á landi nema um tæplega 4 % þá sé stöðugleikanum ógnað.

Staðan er því að þrátt fyrir miklar þjóðartekjur og háar arðgreiðslur verður Ísland að vera láglaunaland til að halda sjó.

Þjóðin ber afar lítið úr býtum vegna stóriðju og fiskveiða. Útgerðarfyrirtæki greiða lágan ef þá nokkurn skatt og stóriðjan flytur afraksturinn í landi.

Flest stóriðjufyrirtæki eru nánast á gjafarafmagni og því er afar takmarkað upp úr því að hafa þau hér nema til að greiða fáeinum starfsmönnum laun.

Að vísu erum sumar starfsgreinar sem hafa fengið góða búbót hjá stjórnvöldum en þeir eru víst mikilvægari en þessi almenni pöpull.

Laun á Íslandi eru lág miðað við þær þjóðir sem næstar okkur eru.

Orðræðan undanfarnar vikur segir okkur að stjórnvöld og stofnanir telja það lykilatriði að viðhalda láglaunastefnu, annars fer allt á hliðina.

Allt þetta hlýtur að beina kastljósinu að þeirri gríðarlegu misskiptingu sem viðgengst í þjóðfélaginu.

Valdir hópar hafa allt sitt á þurru, aðrir lepja dauða úr skel.

Og það er framtíðarstefna stjórnvalda, svona hefur þetta verið og verður að vera til að þetta þjóðfélag gangi.

Þetta vekur upp enn fleiri spurningar þegar horft er til framtíðar.

Núverandi stjórnvöld hafa enga framtíðarsýn, engin stefna er í mótun. Allt gengur út á að þetta slugsist út kjörtímabilin.

Það lafir meðan ég lifi - stefnan er okkur í blóð borin við virðumst ekki getað hugsað fram í tímann eða mótað stefnu.

Og meðan svo gengur fara fleiri og fleiri annað, það er stutt til landa sem hafa allt aðra sýn og allt aðra getu en stjórnlaus hólminn við heimskautsbaug.

 

 


mbl.is „Komnir upp að vegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huglaus og/eða undirförull menntamálaráðherra ?

„Þetta er myrkra­verk sem ég tel að ráðherr­ann hafi ekki heim­ild til að gera án aðkomu Alþing­is og ég krefst þess að mennta­málaráðherra verði sem allra fyrst hér til að svara spurn­ing­um um þetta mál,“ sagði Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag þar sem hann gagn­rýndi Ill­uga Gunn­ars­son mennta­málaráðherra harðlega vegna hug­mynda hans um að sam­eina ýmsa fram­halds­skóla á lands­byggðinni.

______________

Menntamálaráðherra svarar sjaldan eða aldrei fjölmiðlum eða fyrirspurnum á Alþingi.

Hann virðist ekki þora eða geta rætt mál sem öllum koma við, en hann vill ráða.

Menntamálaráðherra hefur verið að pukrast á bakvið tjöldin með heimasmíðaðar hugdettur sínar.

Hann hefur ekkert samráð við þá sem best þekkja til.

Kannski dettur honum í hug að leigja þá bara út í gegnum eitthvað félag, góður í því.

Það er ljóst að yfirvofandi er meiriháttar skemmdarverk á framhaldsskólum landins og alvöru yfirvöld verða að bregðst við og stöðva ráðherrann.

Svona ráðherrar eru hreinlega hættulegir.


mbl.is „Þetta er myrkraverk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhaldsöflin yfirtóku Framsóknarflokkinn.

Sannir framsóknarmenn og aðrir sem það vilja gætu best heiðrað minningu Halldórs Ásgrímsson sem nú er nýlátinn með því að taka upp það baráttumál sem hans verður vonandi minnst lengst fyrir og berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þeim framförum fyrir land og þjóð sem það mundi hafa í för með sér.

_________________

Þráinn Bertelsson skrifar pistil í Kvennablaðið þar sem hann minnist Halldórs Ásgrímssonar.

Þar rifjar hann upp þá sýn sem Halldór Ásgrímsson hafði í alþjóðamálum og á utanríkisstefnu landsins til framtíðar.

Árið 2000, eða nærri því lýsti Halldór þeirri skoðun sinni að árið 2015 yrði Ísland gengið í ESB og búið að koma utanríkisstefnu sinni í góðan farveg.

Betur að svo hefði farið, þá værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.

Eftir að hin frjálslynda forusta þessa gamla flokks hætti og hvarf af vettvangi var Framsóknarflokkurinn yfirtekinn af afturhaldöflum sem hafa einangrun landins að leiðarljósi, þegar horft er til utanríkismála.

Afturhaldsöflin yfirtóku flokkinn endanlega þegar þau munstruðu auðmannssoninn SDG til formanns.

Með honum eru síðan skoðanalitlir jábræður sem fylgja hinni blindu og afturhaldssömu stefnu í blindni.

Hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir þröngum hagsmunum hópa sem skara eld að eigin köku.

Framsóknarflokkurinn væri væntanlega frjálslyndur Evrópusinnaður flokkur eins og hann segist vera á tyllidögum, ef menn eins og Halldór Ásgrímsson hefðu leitt hann áfram.

Hann er í samtökum miðjuflokka sem telja frjálslyndi og alþjóðasýn eitt af aðalsmerkjum sínum.

Þar er með þeim Björt framtíð sem er sennilega nær þessu en hinn þröngsýni Framsóknarflokkur Sigmundar Davíðs.

En yfirtaka flokksins þýddi það eitt að hann lagðist í þrönga og forpokaða þjóðernishyggju, munstraði til forustu afturhaldsmenn sem sjá dauða í djöful í öllu sem þeim er framandi og nýtt.

Hvort þetta verður síðan áframhaldandi stef í flokknum þegar hann skíttapar næstu kosningum og dettur á þann stað sem slíkir afturhaldsflokkar hafa í Evrópu skal ósagt látið.

Það er undir kjósendum komið hvort framtíð barnanna þeirra og barnabarna sé best komin, undir áhrifum stjórnmála af þessari gerð.

 


Virðingarleysi við þing og þjóð.

Þar af skip­ar Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, neðsta sætið í fjór­um þess­ara nefnda. Hann sit­ur í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins og hafði mætt á 2 af 30 fund­um á því tíma­bili sem skoðað var, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mæt­ingu þing­manna til vinnu sinn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

_________________

Að þingmenn sinni ekki vinnunni sinni er skammarlegt virðingarleysi.

Að mæta á 2 af 30 fundum er náttúrulega til vansa fyrir viðkomandi.

Allstaðar á vinnumarkaði væri búið að reka svona fólk.

Það er leitt að sjá hversu illa vonarstjörnur kjósenda sinna vinnunni sinni.

Það er ekki afstökun að hafa ekki tíma, þá eiga þeir einfaldlega ekki að taka sæti.

Verst að það skuli ekki vera nein viðurlög sem geta tekið á þingmönnum sem slugsa í vinnunni.


mbl.is Píratar mæta verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þetta forseta-framsóknar Icesave ?

Erfitt er að henda reiður á því hve háar fjárhæðir felast í ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. TIF sendi frá sér tilkynningu í fyrra þar sem því var lýst yfir að kröfurnar næmu um 556 milljörðum króna. Þar af nam krafa Hollendinga 103,6 milljörðum króna. Þeir hafa nú fallið frá höfuðstólskröfu sinni, en krefjast enn vaxta og kostnaðar.

(visir.is)

Það hafa ótrúlega margir sagt mér að forsetinn og Framsóknarflokkurinn hafi galdrað Icesave í burtu.

Kannski stungu þeir því bara í gröfina eins og Garún um árið.

Djákninn hvarf í jörðu niður við Myrká undir kirkuklukknaslætti Garúnar og sást aldrei aftur .

En hvað sem öðru líður, þrátt fyrir allar sannfærandi fullyrðingar um að Icesave sé dautt, lifir það enn góðu lífi og er ógn við fjárhag landsins.

Enn er krafist að við stöndum skil á miklum fjármunum.

En kannski munum særingamenn enn einu sinni jarðsetja drauginn fyrir okkur, þeir segjast í það minnsta ráða við það.


Skrópagemlingur í Stjórnarráðinu ?

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega á Alþingi í dag fjar­veru Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra við umræðu um ramm­a­áætl­un og fóru þess á leit við Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seta þings­ins, að hann kæmi þeim skila­boðum til ráðherr­ans að nær­veru hans væri óskað við umræðuna

______________

Forsætisráðherra á afar erfitt með að tolla í vinnunni.

Síendurteknar kvartanir þingmanna vegna fjarveru forsætisráðherra eru að verða daglegt brauð.

Um daginn skapaðist umræða um afturendann á honum og tertuna góðu.

Og enn er hann stunginn af úr vinnunni.

Jóhanna Sigurðardóttir var þekkt fyrir vinnusemi og ósérhlífni.

Sigmundur Davíð fær ekki þau eftirmæli þegar hann lætur af störfum sem forsætisráðherra.

Kannski verður hann bara skrópagemlingurinn í Stjórnarráðinu.

Vinnuaharka er í það minnsta ekki það sem mest er áberandi í fari hans.

 


mbl.is Kvörtuðu yfir fjarveru Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkt á farsímanum eða hann utan þjónustusvæðis.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að ein­hug­ur sé um það í rík­is­stjórn­inni hvernig beri að nálg­ast hús­næðis­frum­vörp Eygló­ar Harðardótt­ur fé­lags­málaráðherra. Þetta kom fram í sex­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

_______________

Eitt er ljóst, það er slökkt á einhverjum móttökurum eða þeir utan þjónustusvæðis.

En hvort það er fjármálaráðherra, húsnæðismálaráðherra eða forsætisráðherra sem er utan þjónustusvæðis og slökkt á móttakara ?

Erfitt að gera sér grein fyrir hvaða útgáfa af þessum þremur misvísandi útgáfum af sama máli er mest að marka.

Kemur kannski í ljós fyrir áramótin.


mbl.is Einhugur um húsnæðisfrumvörpin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikaleg mistök.

Við höf­um gripið til þess­ara leiða að tak­marka þetta eins og hægt er og reynt að koma til móts við fólk og leyfa því að greiða inn á lán­in sem nem­ur vaxta­upp­hæðinni en það hef­ur ekki verið mikið um að fólk hafi óskað þess,“ seg­ir Gunn­hild­ur. Að sögn henn­ar fara greiðslur í RB fyrst í að greiða kostnað, svo van­skil, þá áfallna vexti og síðast til lækk­un­ar á höfuðstól.

____________________

Hluti kraftaverkalausna ríkisstjórnarinnar í lánamálum var að búa til kerfi þar sem fólk gat notað viðbótarlífeyrissparnað við að lækka höfuðstól lána.

Nú er það staðfest að verulegur hluti þessa lífeyrissparnaðar fór í að greiða vexti, vanskil og hugsanlega eitthvað til lækkunar höfðuðstóls.

Niðurstaða þessa fyrir einstaklinga er því miður skertar lífeyrisgreiðslur inni framtíðinni.

Ríkisstjórnin hefur hvatt til þess að landsmenn éti útsæðið.

Sá hluti sem farið hefur í að greiða vexti og vanskil skilar engu til lækkunar lánanna.

Það sem þó hefur farið til lækkunar höfuðstóls, gæti horfið á einni nóttu þegar og ef verðbólga stekkur af stað.

Niðurstaðan fyrir launafólk gæti verið sú að lánin eru enn til staðar af fullum þunga en hluti lífeyrissparnaðar horfinn.

Þeir sem fá örugglega sitt á kostnað lántakenda og lífeyriseiganda eru bankarnir.

Þeir fitna sem púkinn á fjósbitanum, eins og vanalega, með allt sitt á þurru.

Ríkisstjórn fjármagnseiganda tryggði það.


mbl.is Sparnaður í vexti í stað höfuðstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að urga í stjórnarsamstarfinu.

Fjár­málaráðuneytið óskaði eft­ir því að Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, drægi frum­varp sitt um stofn­fram­lög vegna stuðnings við fé­lags­legt hús­næði til baka. Þetta upp­lýsti hún í há­deg­is­frétt­um Bylgj­unn­ar. Hún sagðist hafa hafnað því að aft­ur­kalla frum­varpið.

___________

Það er farið að urga í stjórnarsamstarfinu.

Nú hreykir félagsmálaráðherra sér af því að hafa neitað að draga til baka mjög kostnaðarsamt frumvarp sitt í húsnæðismálum, frumvarp sem hún hefur verið að segja okkur landslýð í allan vetur, að væri ALVEG að verða tilbúið.

Fjármálaráðuneytið, lesist Bjarni Benediktsson, neitar að fjármagna gæluverkefni ráðherrans.

Það er ekkert gagn í neita að draga frumvarpið til baka, fjármála neitar að fjármagna þar með er þetta dautt mál hjá Eygló.

Sandkassaleikurinn á milli stjórnarflokkanna verður sýnilegri með hverri vikunni og greinilega að vera stutt í þræðinum hjá mörgum.

Staða frumvarpa Framsóknarmanna er því að formaður Sjálfstæðisflokksins er búinn að drepa þau og verður fróðlegt að fylgjast með orðræðu félagsmálaráðherra næstu vikur.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vandræðalegri umræðu húsnæðisráðherra í vetur og væntalega verður áframhald á því á næstunni.

Hún er greinilega í fullri afneitun en Sjálfstæðisflokkurinn segir stopp.


mbl.is Vildi að Eygló drægi frumvarpið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig miðbæ viljum við ?

2015 göngugatan

 

 

 Nokkrar umræður hafa orðið að undanförnu um miðbæinn og "göngugötuna".

Þessi umræða sprettur upp reglulega og eins og með svo margt annað gerist síðan ekki neitt.

Umhverfisstjóri reifaði það nýlega að hann teldi að ætti að loka Hafnarstrætinu á ákveðnum tímum og þá  er verið að tala um margumrædda "göngugötu" frá Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi.

Hugmyndin að baki hönnunnar götunnar var að hún ætti að vera göngugata með mannvænu umhverfi þar sem bæjarbúar og gestir gætu notið sumars og útveru þegar þannig viðraði.

En niðurstaðan var sú að fallið var frá þeim hugmyndum og gatan opin mest allt árið. Við sérstaklega hátíðleg tækifæri var reynt að loka götunni við litla hrifningu sumra verslunareigenda.

Kenning kaupmanna á Íslandi er að ekkert sé verslað nema hægt sé að aka bílum inn að búðarborðinu.

Eftir þennan sigur verslunareiganda í baráttunni um göngugötuna hefur þessi spotti sem hannaður var sem útvistargata verið eitt samhangandi bílastæði. Bílum er lagt þétt í vesturhluta götunnar og síðan eru þétt bílaröð austan akbrautarinnar þar sem lagt er þvert í gönguleiðir í leyfisleysi og gegn reglum.

Löggæsla er takmörkuð ef þá nokkur þegar kemur að því að taka á þessum vanda.

Auk þessa er stanslaus umferð bíla eftir akstursbrautinni og það fer ekki framhjá neinum að þetta er vinsæll rúntur þar sem sömu bílanir keyra hring eftir hring.

Fyrir utan slysahættu er því gatan sennilega sú mengaðsta í bænum þegar kemur að útblæstri bíla.

Þetta er því fullkomlega mislukkað og gatan hin sóðalegasta og lítið spennandi.

Nú þegar kemur að því að endurbyggja þennan götuspotta verður á ákveða hvort þetta eigi að vera venjuleg gata með umferð eða göngugata.

Það er ekki boðlegt að búa til svona bastarð að nýju.

Það er gott að taka þessa umræðu með bæjarbúum, vafalaust eru skiptar skoðanir um göngugötu - ekki göngugötu á þessu svæði, en vonandi komast bæjaryfirvöld að skynsamlegri niðurstöðu.

Það sem við eigum þarna er mislukkað, sóðalegt og ekki boðlegur miðbær.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband